SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 43
5. september 2010 43 Þ að er ekkert launungarmál, ég iða í skinninu af til- hlökkun. Framundan eru fjárréttir, hestaréttir, þúsund radda jarmkór, hrossastóð sem flæðir niður fjöll, söngur tárhreinna tenóra og byljandi bassa, harðsperrur um allan skrokk eftir fjárdrátt og ótal marblettir á lærum eftir gimbrahorn. Djöfull sem það er hressandi að verða drulluskítug og graðga í sig kjötsúpu eða heimareyktan sauð. Það er eitthvað við þessa hátíð haustsins sem losar duglega um gleðiefni í heilanum. Fólk vaknar til náttúru sinnar, krækir saman höndum í söng- hringnum og hendur eiga það til að renna aðeins niður á lend þar sem mýktin tekur við. Þegar sungið er saman í réttum eða inni á eldhúsgólfi hjá góðum grönnum gerist eitthvað sem engin orð fá lýst. En hvað sem það er þá bærir það strenginn í brjóstinu. Og hömluleysið losnar líka úr læðingi við öll þessi átök. Klof- vega draga hetjurnar hverja kindina á fætur annarri í sinn rétta dilk. Þeir allra hraustustu taka tvær í einu. Rok í hárinu, blossi í kinnum, tóbak í nefinu og ullarlykt af höndunum. Hvílík dásemdardýrð. Og þær eru svo ótal margar aðrar dásemdirnar sem haustið býður upp á. Berin, þetta gómgælandi hnossgæti, þau bíða þess óþreyju- full að lenda í munni og maga. Full ástæða er til að minna fólk á þá blússandi rómantík sem fá má út úr því að bjóða þeim sem hjartað þráir í berja- mó. Allsberjalyng kemur fyrir í gömlum góðum söng. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fækka fötum í berjalaut- um og kyssast berjabláum kossum. Ber eru tákn frjóseminnar, þrungin af lífi og þokkafull fyr- irbæri. Það er ekki að ástæðulausu sem Rómverjar úðuðu í sig heilu berjaklösunum í sínum alræmdu svallveislum. Þessi ávali ávöxtur sem minnir á brjóst og rasskinnar, hann vill láta gæla við sig. Held það gæti meira að segja verið gaman að fara saman í baðkar fullt af berjum … ef fólk hefur nennu til að tína svo mikið af berjum. Hjartans yndissöngur Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Þeir taka duglega á í söngnum þessir sveinar. Morgunblaðið/RAX ’ Og hömlu- leysið losnar líka úr læðingi við öll þessi átök. Klof- vega draga hetj- urnar hverja kindina á fætur annarri í sinn rétta dilk. Þeir allra hraustustu taka tvær í einu. Gatan mín Ú tsýnið héðan úr Engihlíðinni er ein- stakt. Á veturna þegar birtu er brugðið er gaman að sitja við eldhús- gluggann og fylgjast með bátunum, stórum jafnt sem smáum, þegar þeir koma drekkhlaðnir af miðunum inn til hafnar. Flesta þekki ég af ljósunum en birtist mér einhver bátur ókunnur rölti ég gjarnan niður að bryggju og at- huga málið. Við höfnina má taka púlsinn á bæj- arlífinu enda er Ólafsvík einn af fáum stöðum á landinu þar sem enn er stunduð bátaútgerð og hér er ríkjandi vertíðarstemning eins og hún var forðum daga. Eðlilega fylgist maður því með og eftir því sem meiri afli berst á land þeim mun meira fær bæjarsjóður í kassann. Ég get því sagt eins og stundum var haft á orði vestur á fjörðum að hér sé fallegt þegar vel veiðist,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Í Snæfellsbæ, sem nær yfir allt utanvert nesið, eru þrír þéttbýliskjarnar; Hellissandur, Rif og Ólafsvík, sem er sýnu stærsta byggðarlagið. Íbúar eru rétt í kringum þúsund talsins. Engihlíð er gata vestarlega í bænum og er uppi í brekkunum sem byggðin stendur undir. „Ég hef stundum sagt að í Engihlíð sé allt til alls. Hér er til dæmis heilsugæslustöðin, leikskóli, grunnskóli, íþróttahús, fótboltavöllur, íbúðir aldraðra og kirkjan okkar sem er áberandi kenni- leiti. Hún stendur beint fyrir framan húsið hjá mér og mér er næst að halda að flestir þeir ferða- menn sem hér fara um og skoða kirkjuna taki af henni ljósmyndir. Sjálfur er ég þannig gerður að hafi ég tök á fer ég gjarnan út á hlað og rabba við ljósmyndarana sem koma víða frá. Í sumar hitti ég þarna til dæmis hóp af þýskum arkitektum á eftirlaunum sem dáðust mjög að kirkjunni og þríhyrndum formum hennar enda þótt þeim þætti gróður í umhverfinu, sem Íslendingar vilja víðast sjá, vera algjört stílbrot,“ segir Kristinn sem býr í Engihlíð 16b ásamt Helgu Guðjóns- dóttur, eiginkonu sinni, og tveimur börnum þeirra. „Flest húsin við Engihlíðina eru einbýlishús. En hér höfum við líka fjölbýlishús og þjónustuíbúðir eldri borgara og að öllu samanlögðu lætur nærri að um 100 manns búi hér við götuna,“ segir Kristinn sem telur þessa sterku nálægð við nátt- úruna ótvíræðan kost þegar fólk á sinn samastað í tilverunni á þessum slóðum. „Þegar ég var strákur að alast upp vestur á fjörðum hélt faðir minn, Jónas Ólafsson, sveit- arstjóri á Þingeyri, nokkrar kindur og af því vandist ég því að bera virðingu fyrir öllu því sem lifir. Hver einasta skepna hefur ákveðinn per- sónuleika til að bera. Það getur líka verið gaman að fylgjast með dýralífinu hér í grenndinni. Í jan- úar og febrúar þegar tunglið er bjart get ég út um gluggana á sjónvarpsholinu fylgst með rebba hvar hann er í tilhugalífinu hér í brekkunni fyrir ofan og gaggar í grenjum. Þegar kemur fram á vorið er hér iðandi fuglalíf úti í Enni og múkkinn afar áber- andi. Og svo eru líka mikil hlunnindi fólgin í því að hafa hér þetta frábæra útsýni yfir Breiðafjörð- inn. Geta fylgst með bátum stórum og smáum og séð síðan til Vestfjarðafjalla í fjarska. Hér blasir við Látrabjarg, Keflavíkin, Stálfjallið og Barðaströndin – og svo hver fjörðurinn á fætur öðrum sem þar ganga inn í landið. Að hafa þetta fyrir augum alla daga eru ekki lítil hlunnindi,“ segir bæjarstjórinn Kristinn að síðustu. sbs@mbl.is Gaggar í grenjum 2 Ólafsvík Engihlíð Ennisbraut No rðu rta ngi Ólafsbraut Gilsbakki Kirkju tún Grundarbraut 1 Sandholt BrautarholtVallholtSkipholt 1. Héðan heiman frá mér er örstutt ganga upp á fjalls- brúnina þar sem Bæjarfoss fellur fram. Þetta er svip- mikið náttúruvætti sem enginn sem hér fer um kemst hjá að taka eftir og fyrir okkur sem búum í nálægð hans er þægilegt að heyra dyn hans. Alla daga. Svo er líka gaman að ganga upp á brúnina við fossinn; óvíða er betra útsýni yfir Ólafsvíkina en hér hefur fjölskyldan búið frá 1998. Mikið óskaplega líður tíminn annars hratt. 2. Íþróttavöllur okkar Ólafsvíkinga er hér við Engi- hlíðina og það er gaman að fylgjast með því þróttmikla starfi sem þar fer fram. Þarna er líf allan daginn yfir sumarið og krakkarnir una sér hvergi betur. Að und- anförnu hefur verið sérstaklega gaman að fylgjast með gengi Ólafsvíkurliðsins Víkings í fótboltanum sem nú er að komast aftur upp í 1. deildina eftir eitt ár í 2. deild. Uppáhaldsstaðir Sterk nálægð við náttúruna er ótvíræður kostur búsetu hér um slóðir, segir Kristinn Jónasson. Ljósmynd/Sigurjón Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.