SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 26
26 10. október 2010 V iðbrögð ríkisstjórnarinnar við mótmælunum á Austurvelli á föstudag fyrir viku og sl. mánudag hafa ekki verið sannfærandi. Viðræður við stjórnarand- stöðuna hafa runnið út í sandinn enda ekki til þeirra stofnað með þeim hætti að búast mætti við árangri. Viðræður við Hagsmunasamtök heimilanna standa enn yfir þegar þetta er skrifað. Sennilega eru þær viðræður eina hálmstráið sem rík- isstjórnin hangir á. Hagsmunasamtök heimilanna hafa vakið athygli fyrir ábyrgan og málefna- legan málflutning. Það er athyglisvert að þessi grasrótarsamtök hafa tekið við því hlutverki, sem verkalýðshreyfingin einu sinni gegndi en gerir ekki lengur, að vera málsvari mannsins á götunni, fólksins á Austurvelli. Þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra slá úr og í. Að loknum fundi með fulltrúum Hagsmunasamtaka heimilanna sl. miðvikudag vildi Jóhanna ekki útiloka hugmyndir samtakanna um að færa verðtryggingu lánaskuldbindinga aftur til ársbyrjunar 2008 en benti á að það þýddi viðræður við banka, lífeyr- issjóði o.fl. Þá um kvöldið kom Steingrímur fram í Kastljósi og var augljóslega lítið hrifinn af slíkum hugmyndum og vildi fara aðrar leiðir. Það má vel vera að þau séu ekki sammála en það getur líka verið að þau séu að reyna að vinna sér tíma. Verði engin niðurstaða í viðræðum ríkisstjórnarinnar við Hagsmunasamtök heimilanna á næstu dögum geta ráðherr- arnir farið að undirbúa brottför sína úr ráðuneytunum. Staða stjórnarandstöðunnar er um- hugsunarverð. Yfirleitt hefur það verið svo, þegar vinstristjórnir hafa hrökklast frá völdum að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur unnið stórsigur í þeim kosningum sem fram hafa farið í tíð eða í kjölfar slíkra stjórna. Það gerðist í borgarstjórn- arkosningunum 1958 og í borgarstjórn- arkosningum og þingkosningum 1974. Nú er meiri spurning hvað gerist enda aðstæður aðrar. Hrunið er ekki gleymt og þá var Sjálfstæðisflokkurinn við völd. Umræðurnar um stefnuræðu forsætis- ráðherra sl. mánudagskvöld voru athygl- isverðar. Þetta eru fyrstu meiriháttar umræður á Alþingi frá hruni þar sem stjórnarflokkarnir voru í áberandi vörn og stjórnarandstaðan augljóslega í sókn. Í ræðum talsmanna Sjálfstæðisflokksins mátti merkja viðleitni til þess að taka upp málstað fólksins sem var saman komið á Austurvelli. Þingmenn Hreyfingarinnar eru vaxandi og þeir líta af eðlilegum ástæðum á sig sem talsmenn þess fólks enda kjörnir á þing úr röðum þeirra sem þar komu saman fyrir tæpum tveimur árum. Þegar horft er yfir þennan póli- tíska vígvöll nú er ljóst að stjórnarflokk- arnir báðir eru trausti rúnir. Þeir hafa heldur ekkert að segja, ekkert fram að færa, engar nýjar hugmyndir. Sjálfstæð- isflokkurinn er augljóslega að reyna að breyta sér. Hann er að leitast við að taka sér stöðu með fólki sem hefur fyrir sann- gjörnum, eðlilegum og réttlátum málstað að berjast. Getur hann öðlast tiltrú þess fólks? Það er hin stóra spurning og hið mikla viðfangsefni sem nýir forystumenn Sjálfstæðisflokksins standa frammi fyrir. Á þessum vígvelli má sjá vísbendingu um að ný stjórnmálahreyfing gæti verið í burðarliðnum. Nái Hagmunasamtök heimilanna og þingmenn Hreyfing- arinnar saman í kjölfar þess að viðræður ríkisstjórnar og samtakanna verði árang- urslausar getur orðið til framboð til þings, sem enginn skyldi gera lítið úr, ekki sízt ef þessir aðilar ná að virkja fólk af landsbyggðinni með sér. Þetta eru vangaveltur en þær eiga rétt á sér vegna þess að það er svo augljóst að hin pólitíska yfirstétt á Íslandi á í erf- iðleikum með að skilja þá þjóðfélags- strauma sem eru á ferðinni og enn erf- iðara með að bretta upp ermarnar og ganga til verks á þann veg að sannfæri hinn almenna borgara og veki hjá honum trú á framtíðina í þessu landi. Það stendur yfir eins konar bylting á Íslandi, ekki blóðug bylting eins og við þekkjum frá útlöndum,en bylting gegn „hinum ráðandi öflum“ sem hafa reynzt ófær um að takast á við verkefnin í kjöl- far hrunsins á þann veg að fólkið í land- inu hafi trú á þeim. Í byltingum koma fram nýjar hreyfingar og nýir forystu- menn og það er að gerast hér eins og annars staðar. Í grein, sem birtist í Lundúnablaðinu The Times hinn 26. maí 2009 sagði einn af merkari sagnfræðingum nútímans í Bretlandi, Richard Ovary: „Verða alltaf pólitískar afleiðingar af alvarlegri efnahagskreppu á borð við þá, sem nú er í Bretlandi?“ Og bætti síðan við: „Svarið hlýtur að vera já“. Richard Ovary lýsti því síðan hvernig kreppan á fjórða áratug 20. aldarinnar hefði dregið úr trú fólks á hefðbundna stjórn- málaflokka og stofnanir samfélagsins. Sú skoðun hefði orðið útbreidd að brezka þingið endurspeglaði ekki lengur sjón- armið og viðhorf brezkra þjóðfélags- þegna. Þetta er að gerast hér. Hrunið er að hafa pólitískar afleiðingar en við sjáum ekki enn hverjar þær verða. Alþingi end- urspeglar ekki lengur sýn almennings á samfélagið. Í Bretlandi tafði heimsstyrjöldin síðari breytingar. Eftir að Churchill hafði leitt Breta til sigurs í stríðinu var hann sendur til síns heima, sem mörgum þótti mikið vanþakklæti. Flokki hans, Íhaldsflokkn- um, tókst hins vegar að endurnýja sig á árunum eftir stríð, m.a. undir forystu ungra manna á borð við Richard Butler, eins vanmetnasta forystumanns í þeim flokki. Tekst stjórnmálaflokkunum hér að endurnýja sig? Tekst Sjálfstæðisflokkn- um að endurnýja sig? Eða erum við að upplifa aðdraganda grundvallarbreytinga á íslenzka flokka- kerfinu? Það stendur yfir bylting gegn „ráðandi öflum“ Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is T veir prúðbúnir menn röltu í góðri trú inn á veganesti Howard Johnson-keðjunnar skammt frá bænum Dover í Delaware-ríki í Bandaríkjunum á þessum degi fyrir 53 árum og pöntuðu sitt glasið hvor af ávaxtasafa. Afgreiðslustúlkan sinnti þeim en hellti hressingunni án umhugsunar í plastumbúðir, eins og gestirnir ætluðu að taka hana með sér. Töldu mennirnir einhvern misskilning á ferðinni enda ætluðu þeir að tylla sér niður á staðnum og drekka djúsinn í rólegheitunum. „Það er því miður ekki hægt,“ svaraði afgreiðslustúlkan. Aumingja mennirnir fengu klums. Hvers vegna í ósköpunum máttu þeir ekki setjast niður, nóg var af lausum sætum í veitingasalnum? Ekki stóð á skýringunni: „Þið eruð svartir.“ Gestirnir undu þessu illa og báðu strax um fram- kvæmdastjóra staðarins. Annar þeirra kynnti sig sem Komla Agbeli Gbedemah, fjármálaráðherra flunkunýs Afríkuríkis, Gana (sem fengið hafði sjálfstæði frá Bretum fyrr sama ár) og dró fram nafnspjald máli sínu til stuðn- ings. Hinn maðurinn var ritari hans. Framkvæmdastjór- inn lét sér hins vegar fátt um finnast. Reglur væru regl- ur. Eftir stutt spjall sáu gestirnir því sæng sína upp reidda, greiddu fyrir djúsinn en skildu glösin ósnert eftir á afgreiðsluborðinu áður en þeir héldu á brott. Málið komst í heimspressuna daginn eftir, þar sem Gbedemah sagði farir sínar ekki sléttar. „Fyrst varafor- seti Bandaríkjanna fær að snæða kvöldverð heima hjá mér í Gana get ég ekki skilið hvers vegna ég fæ þessar viðtökur á veganesti í Bandaríkjunum,“ sagði hann en þá um vorið hafði Richard M. Nixon varaforseti verið í opinberri heimsókn í Gana og þekkst heimboð hans. Boðið til morgunverðar í Hvíta húsinu Málið var hið vandræðalegasta fyrir Bandaríkjastjórn sem sendi með hraði frá sér opinbera afsökunarbeiðni. Almennt er álitið að Wilson Flake, sendiherra Banda- ríkjanna í Gana, hafi afstýrt milliríkjadeilu með því að lýsa því yfir í fjölmiðlum að um „afbrigðilegt og ein- angrað“ atvik hafi verið að ræða. Ekki nóg með það, sjálfur forsetinn, Dwight D. Ei- senhower, steig inn í atburðarásina með því að bjóða Gbedemah til morgunverðar í Hvíta húsinu með sér og Nixon varaforseta. Forsetinn fór sjálfur með hinn móðg- aða gest í sýnisferð um híbýli sín og útskýrði fyrir hon- um að svona uppákomur væru sjaldgæfar en gætu því miður átt sér stað hvar sem væri, hvenær sem væri. Viðbrögð Bandaríkjamanna mæltust almennt vel fyrir í Gana og þegar upp var staðið var talið að heimsveldið hefði vaxið í áliti þar um slóðir frekar en hitt. Sjálfur var Gbedemah sáttur. „Ég vona,“ sagði hann áður en hann flaug áleiðis heim, „að íbúar Gana geri sér grein fyrir því að einungis brotabrot Bandaríkjamanna hegðar sér með þessum hætti.“ Veganestið í Dover var heldur ekki búið að bíta úr nálinni með gjörninginn. Framkvæmdastjórinn fékk þegar í stað fyrirmæli um það frá yfirmönnum Howard Johnson-keðjunnar að upp frá þessu yrði hann að af- greiða alla sem stingju við stafni og bjóða þeim til sætis – óháð kynþætti. Það var stór biti að kyngja á þessum tíma fyrir aðskilnaðarsinnana í Dover. Komla Agbeli Gbedemah, sem oft var kallaður „Afro Gbede“ var lengi náinn samstarfsmaður dr. Kwame Nkrumah, fyrsta forsætisráðherra Gana, og fjár- málaráðherra í stjórn þess síðarnefnda í sjö ár. Árið 1961 kastaðist í kekki með þeim félögum og eftir að upp komst um áform Gbedemahs um að steypa Nkrumah af stóli var hann sviptur embætti og hrakinn í útlegð. Hann reyndi að snúa aftur til valda árið 1969 en sú tilraun rann út í sandinn vegna meintra spillingarmála frá fyrri tíð og Gbedemah dró sig endanlega í hlé frá stjórnmálum. Hann andaðist árið 1998, 86 ára að aldri. orri@mbl.is Bannað að setjast með djúsglasið Komla Agbeli Gbedemah fjármálaráðherra Gana sárnaði. ’ Ekki nóg með það, sjálfur forsetinn, Dwight D. Eisen- hower, steig inn í atburðarásina með því að bjóða Gbedemah til morgunverðar í Hvíta húsinu með sér og Nixon vara- forseta. Dwight D. Eisenhower Bandaríkja- forseti baðst afsökunar. Á þessum degi 10. október 1957
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.