Morgunblaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010 SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI HHHH „Persónusköpun og leikur eru framúrskarandi, sjónræn umgjörð frábær og sagan áhugaverð.” - Hjördís Stefánsdóttir, Morgunblaðið HHHH „Vel heppnuð og grábros- leg, frábærlega leikin og mjög „Friðriks Þórsleg”. - Dr. Gunni, Fréttablaðið HHHH „Hárfínn húmorinn kemst vel til skila.” - Hilmar Karlsson, Frjáls verslun HHHHH „Kristbjörg sýnir stjörnu- leik og myndin er fyndin og hlý. Ég gef henni fullt hús, fimm stjörnur.“ -Hulda G. Geirsdóttir, Poppland/Rás 2 FRÁ HÖFUNDI „NO COUNTRY FOR OLD MEN” KEMUR ÞESSI MAGNAÐA MYND Á einu augnabliki breyttist heimurinn að eilífu Did you hear about the Morgans kl. 4:40 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára Avatar 3D kl. 4:40 - 7 - 8 - 10:20 B.i.10 ára Alvin og Íkornarnir kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ Avatar 2D kl. 4:40 - 8 Lúxus Mamma Gógó kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó Sýnd kl. 6, 9 (POWER SÝNING) og 10:20 Sýnd kl. 6 og 10:10 Sýnd kl. 8 ÍSLENSKT TAL POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 9 Sýnd kl. 6 YFIR 78.000 MANNS SÝND Í REGNBOGANUM HHHH -S.V., MBL HHH „Myndin er mann- leg og fyndin“ -S.V., MBL 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.isKreditkorti tengdu Aukakrónum! LEIKARINN Jude Law undirbýr nú að biðja Siennu Miller í annað sinn. Law og Miller voru trúlof- uð árið 2004 en hættu saman tveimur árum síðar eftir framhjáhald Law. Þau byrjuðu saman aftur fyrir stuttu og er Law nú tilbúinn að gera hana að opinberri unnustu sinni aftur. „Sienna hefur alltaf verið sú eina rétta og núna, þegar hún er komin aftur inn í líf hans, vill hann aldrei aftur láta hana fara. Jude hugsaði málið alvarlega um jólin þar sem hann var staddur í Bretlandi með fyrrver- andi konu sinni og börnum þeirra þremur, og komst að því hversu mikilvægt fjölskyldulífið er honum. Hann þarf góða konu og Sienna er orðin hundleið á því að vera einhleyp og vill vera með Jude það sem eftir er,“ sagði heimildarmaður Daily Mir- ror. Fjölskylda Miller væntir þess að fá stóra tilkynningu á kom- andi vikum. „Jude mun spyrja stóru spurningarinnar bráðlega, hann og Sienna hafa aldrei verið hamingjusamari saman,“ bætti heimildarmaðurinn við. Law og Miller eyddu dögunum í kringum jólin saman á Barba- dos ásamt þremur börnum Law, Rafferty, Iris og Rudy. Jude Law Sienna Miller Bónorð í uppsiglingu? HIN árlega hljómsveitakeppni Global Battle of the Bands hefst á föstudaginn kemur. Tvö undan- úrslitakvöld verða haldin, þ.e. föstudaginn næsta og laugardag- inn þar á eftir, en svo fara úrslit fram laugardaginn 23. janúar. Keppnin er haldin í Sódómu Reykjavík og mun sigursveitin tryggja sér þátttökurétt í að- alkeppninni sem fram fer á tón- leikastaðnum Scala í Lundúnum í apríl komandi. Í verðlaun þar eru tíu þúsund dollarar, vikudvöl í hljóðveri með upptökumanni í London og tíu daga tónleikaferð um England. Fyrirkomulag keppninnar er af- ar opið, allar sveitir sem áhuga hafa á að taka þátt í henni geta það, að því tilskildu að þær leiki tvö frumsamin lög. Í fyrra (2008 þ.e.) vann hljóm- sveitin Agent Fresco undankeppn- ina hér á landi en fyrri sigurveg- arar eru Lights on the Highway (2004), Finnigan (2005), Perla (2006) og Cliff Clavin (2007). Heillavænleg þróun Franz Gunnarsson talar fyrir hönd hérlendra skipuleggjara. „Þetta er semsagt GBOB 2009, en framkvæmdir drógust á lang- inn þar sem höfuðstöðvarnar í London eru komnar með nýjan framkvæmdastjóra og nýir fjár- festar eru auk þess komnir að málum.“ Úrslitin hafa færst fram til apríl af þessum sökum en nýir stjórar hafa hug á að koma keppninni í sjónvarpið og auka veg hennar á alla lund. „Mér líst afskaplega vel á þessa þróun mála,“ segir Franz. „Við ætluðum á tímabili að hætta við en vorum hvattir áfram af hljóm- sveitum að halda þetta. Ég lít á þetta fyrst og fremst sem leið til að halda tækifærum fyrir íslensk- ar sveitir opnum, því flesta dreymir jú um að koma tónlist sinni á framfæri víðar en bara hér.“ Franz segir að löndin sem halda undanúrslitakeppni séu vel yfir þrjátíu og nú standi yfir vinna sem miði að því að löndin hafi meira samráð sín á milli hvað framkvæmdir varðar en áður hef- ur verið. Góður skóli „Úti eru t.d. keyrðir einhverjir Global Battle-túrar og það væri frábært ef íslensk sveit ætti kost á að komast inn í einn slíkan,“ segir Franz. „Þá hefur verðlaunaféð verið lækkað niður í 10.000 dollara en á móti kemur að sveitin á kost á að dvelja vikutíma í hljóðveri og fara svo í tónleikaferðalag um Bretland þar sem allur kostnaður er greiddur. Bara upp í rútu og af stað! Að mínu viti er þetta mun sniðugra og meiri skóli en að moka bara peningum í liðið. Yngri böndin sérstaklega græða á svona löguðu, fá reynslu og undirbúning í tengslum við það sem drífur þau áfram – sjálfa tónlistina.“ Dómnefnd á kvöldunum er skip- uð þeim Arnari Eggerti Thorodd- sen, Ómari Eyþórssyni og Atla Fannari Bjarkasyni. Fjölgað verð- ur í dómnefnd á úrslitakvöldinu. Baráttan byrjar  Hljómsveitakeppnin Global Battle of the Bands hefst á föstudaginn á Sódómu Reykjavík  Fimmtán sveitir keppa Morgunblaðið/Kristinn Aftur Bárujárn hafnaði í þriðja sæti GBOB í fyrra. Spurning hvað gerist nú? Sigur? Bróðir Svartúlfs, sigurvegarar Músíktilrauna, ætla að freista þess að leika sama leik og Agent Fresco en sú sveit sigraði í Tilraununum 2008 og síðan í Global Battle. Ferskt Ein þeirra nýsveita sem þátt tekur í keppninni er Draumhvörf. www.gbob.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.