Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 staðgreiðslu Breytingará Þrepaskiptur tekjuskattur Staðgreiðsla skatta verður nú reiknuð í þremur þrepum. Útreikningur fyrir mánaðartekjur verður sem hér segir: Af fyrstu 200.000 kr............................................ 37,22% Af næstu 450.000 kr. ......................................... 40,12% Af fjárhæð umfram 650.000 kr. ..................... 46,12% Þegar laun eru greidd vikulega skal reikna staðgreiðslu skatta af launum sem hér segir. Af fyrstu 46.027 kr. ............................................. 37,22% Af 46.028-149.589 kr. ........................................ 40,12% Af launum umfram 149.589 kr. ..................... 46,12% Ef laun eru breytileg er heimilt að jafna þeim milli vikna, innan mánaðarins, þannig að staðgreiðsla mánaðarins verði rétt. Persónuafsláttur Persónuafsláttur ársins 2010 er 530.466 kr. eða 44.205 kr. á mánuði. Við ákvörðun staðgreiðslu opinberra gjalda frá og með 1. janúar 2010 skal því draga persónuafslátt frá reiknuðum skatti sem hér segir: • Ef launatímabil er einn mánuður ........ 44.205 kr. • Ef launatímabil er hálfur mánuður ..... 22.102 kr. • Ef launatímabil er fjórtán dagar ......... 20.346 kr. • Ef launatímabil er ein vika ..................... 10.173 kr. • Ef launatímabil er annað en að framan greinir skal ákvarða persónuafslátt launatímabils þannig: Kr. 530.466 X dagafjöldi launatímabilsins 365 Sjómannaafsláttur Sjómannaafsláttur verður 987 kr. á dag. Frítekjumark barna Börn sem fædd eru 1995 og síðar og ná því ekki 16 ára aldri á árinu 2010 greiða 6% skatt án persónuafsláttar af tekjum sín- um umfram 100.745 kr. Frádráttur vegna iðgjalda í lífeyrissjóð Greidd lífeyrissjóðsiðgjöld, 4% af launum til viðurkenndra lífeyrissjóða, eru frádráttarbær og ber að taka mið af því við afdrátt staðgreiðslu. Heimilt er að veita til viðbótar frádrátt allt að 6% af iðgjaldsstofni vegna viðbótargreiðslu í séreignarsjóð, til aukningar lífeyrisréttinda eða lífeyrissparnaðar. Laun frá fleiri en einum launagreiðanda Þeir sem hafa laun frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að passa að rétt hlutfall sé notað við útreikning á staðgreiðslu. Fari laun yfir 200.000 kr. hjá einum launagreiðanda þarf að reikna 40,12% staðgreiðslu af launum hjá öðrum launagreið- endum, eða eftir atvikum 46,12%. Tryggingagjald Tryggingagjald verður 8,65%, frá 1. janúar 2010. Endurreikningur við álagningu Ef annað hjóna/samskattaðra er með tekjur í efsta þrepi en hitt ekki, er gerð leiðrétting til lækkunar við álagningu, í fyrsta skipti 2011. Ekki þarf að sækja um leiðréttingu, hún er gerð þegar skattframtal er afgreitt. Sjá nánar á www.rsk.is um færslu milli þrepa, umsókn um endurgreiðslu og fleira. Nánari upplýsingar um skattalagabreytingarnar er að finna á www.rsk.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is ENDURSKOÐA ætti áfengiskaupa- aldur, heimila áfengisauglýsingar með miklum takmörkunum, koma til móts við íslenska áfengisframleið- endur og styrkja stöðu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta kem- ur fram í skýrslu starfshóps fjár- málaráðuneytis um heildarendur- skoðun á áfengislöggjöfinni. Samræma réttindi Starfshópurinn telur óraunhæft að ætla að hægt sé að koma í veg fyrir áfengisauglýsingar að öllu leyti. Því sé heillavænlegra að heimila auglýs- ingar með miklum takmörkunum. Það myndi eyða réttaróvissu og gera eftirlit skilvirkara, auk þess sem slíkt er í samræmi við reglur flestra Norð- urlandaþjóða. Hvað varðar endurskoðun áfeng- iskaupaaldurs telur starfshópurinn að hann þurfi að samræma öðrum réttindum. Leiðrétta þurfi kerfið til þess að lögunum sé framfylgt og þau séu í samræmi við setta stefnu stjórn- valda í áfengismálum. Starfshópnum var einnig falið að leggja mat á lagaumhverfi ÁTVR, en lög um stofnunina eru frá árinu 1969 og hafa tekið litlum breytingum síðan þá. Hópurinn telur í því ljósi ákaflega mikilvægt að lög um ÁTVR séu end- urskoðuð í heild. Jafnframt að óæski- legt sé að afnema einkasölu ríkisins á smásölu áfengis heldur þvert á móti að styrkja stöðu stofnunarinnar. Frumvarp lagt fram í haust Starfshópnum var einnig gert að leggja mat á skattlagningu áfengis. Í skýrslunni kemur fram það mat hóps- ins að þó nokkurt svigrúm sé til hækkunar ef miðað er við vísitölu neysluverðs. Aukinheldur að ekki eigi aðeins að horfa til skattlagningar áfengis sem tekjulindar fyrir ríkis- sjóð heldur sem tækis til að stýra áfengisneyslu landsmanna, s.s. í sam- ræmi við áfengisstefnu stjórnvalda. Skýrslunni hefur verið skilað til fjármálaráðherra sem hefur lagt til að starfshópurinn starfi áfram, til ráð- gjafar við gerð frumvarps til nýrra áfengislaga. Gert er ráð fyrir að frum- varpið verði lagt fyrir Alþingi í haust. Í starfshópnum sitja Þórður Reyn- isson, fjármálaráðuneytinu (fór í leyfi í byrjun ágúst 2009), Guðmundur Jó- hann Árnason fjármálaráðuneytinu (tók við formennsku frá byrjun ágúst 2009), Heiða Gestsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneytinu, Anna Björg Aradóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðu- neytinu, og Helga Hauksdóttir, til- nefnd af tollstjóra. Endurskoða ætti áfengiskaupaaldur  Starfshópur um endurskoðun áfengislöggjafarinnar telur enn svigrúm til hækkunar áfengisskatta  Talið er óraunhæft að koma algjörlega í veg fyrir áfengisauglýsingar og lagt til að þær verði leyfðar Morgunblaðið/Heiddi Léttvín Hugsanlegt er að áfengiskaupaaldur verði lækkaður niður í 18 ár. » Frumvarp um áfengislög lagt fram í haust » Gjörbreyting á áfengislöggjöfinni » Skattur notaður til að stýra áfengisneyslu » Afnám einkasölu ríkisins talið óæskilegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.