Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 Sóknarfæri Íslands Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is U ppgangstími síðustu ára fyrir hrun var mörgu hátækni- og hugbún- aðarfyrirtækinu erfiður. Mörg þeirra reiddu sig á útflutning og gera enn, en afar hátt gengi krónunnar var steinn í götu margra fyrirtækja. Þá þurftu fyrirtækin að keppa við banka og fjármálafyrirtæki um starfsfólk, einkum tölv- unar- og verkfræðinga, en bankarnir gátu boðið mun hærri laun en tæknifyrirtækin treystu sér til að greiða. Við þetta bætist svo að hugbúnaðariðnaður- inn var í upphafi uppgangstímans enn að jafna sig á hruninu, sem varð í upphafi ald- arinnar þegar tæknibólan svokallaða sprakk. Þrátt fyrir þessi vandamál stækkaði þessi geiri og mörg fyrirtækjanna döfnuðu, þótt minna bæri á þeim en bönkunum. Nú er fjár- málakerfið hrunið, bankarnir horfnir úr kaup- höllinni og hátæknifyrirtæki eru þriðjungur fyrirtækja í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar og aðallista hennar. Hafa reynslu af fyrri kreppum Vissulega eiga sum tækni- og tölvufyr- irtæki í erfiðleikum um þessar mundir, enda ekki við öðru að búast miðað við þær hremm- ingar sem íslenskt atvinnulíf gengur nú í gegnum. Mörg þessara fyrirtækja eru hins vegar svo lánsöm að meðal stjórnenda þeirra er fólk sem gekk í gegnum tæknibóluna og hrunið sem fylgdi í kjölfarið. Þetta fólk hefur því persónulega þekkingu á því hvernig bregðast eigi við samdrætti og voru mörg fyrirtæki fljót að draga saman seglin þegar stormurinn hófst. Hátækni og hönnun féll í skuggann af fjár- málageiranum þegar fjármálaævintýrið stóð sem hæst, eins og áður segir, og er ekki furða að mörgum forsvarsmönnum þeirra hafi þótt þeir og fyrirtæki þeirra afskipt. Ef til vill er ástæðan fyrir meintu afskiptaleysi stjórn- valda sú að erfiðara er að festa hendur á hvað virkar eða virkar ekki í hátækni og hönnun en í stóriðju, svo dæmi sé tekið. Þá er auðveldara fyrir stjórnmálamann að sjá – og benda á – afrakstur erfiðis síns þegar það er virkjun en þegar það felst í að búa til heppilegt starfs- umhverfi fyrir hátækni- og hönnunarfyr- irtæki. Nauðsynlegt að vera sveigjanlegur Framtíðarspámaðurinn frægi, Alvin Toff- ler, skrifaði um það sem við köllum upplýs- ingasamfélagið löngu áður en það varð í raun að veruleika. Eitt af einkennum upplýsinga- samfélagsins, að sögn Tofflers, er hve hratt og snögglega aðstæður geta breyst og því þurfa einstaklingar og fyrirtæki að geta brugðist hratt við slíkum breytingum. Stöðn- un er andstæð upplýsingasamfélaginu og get- ur umhverfið breyst mun hraðar en löggjafinn eða embættismenn geta brugðist við. Nú er hins vegar sem stjórnvöld hafi í fyrsta sinn í raun áttað sig á því hve mik- ilvægur þessi geiri er fyrir landið þegar til lengri tíma er litið. Ný lög, sem veita fyr- irtækjum heimild til að draga frá tekjuskatti hluta þeirrar fjárhæðar sem varið er til rann- sókna og þróunar, munu eflaust hjálpa þess- um fyrirtækjum. Það er ekki eins undarlegt og margur kynni að halda að hátækni- og hugbúnaðarfyrirtæki skuli spretta hér upp jafnhratt og raun ber vitni. Íslendingar eru vel menntaðir, tölvu- og tæknikunnátta er mjög almenn og tungumála- kunnátta sömuleiðis. Þau þjóðareinkenni, sem virðast hafa hlaupið með íslenska fjármála- menn í gönur, eru alls ekki óheppileg þegar kemur að því að hanna tölvuleiki, eins og einn talsmaður tölvuleikjaiðnaðarins komst að orði. Fjölbreytileg sköpun Mikilvægt er að hafa í huga að upplýs- ingatækni- og hátækniiðnaður er ekki glænýr af nálinni hér á landi og fjöldi rótgróinna fyr- irtækja starfar hér á landi í þessum geirum. Fyrirtæki eins og Marel og Marorka fram- leiða vörur og þjónustu fyrir sjávarútveg og matvælaframleiðslu. Össur er í fremstu röð í hönnun og framleiðslu á stoðtækjum. Fjöldi fyrirtækja hannar eða selur við- skiptahugbúnað af ýmsu tagi og má þar meðal annars nefna Skýrr, TM Software og Kerf- isþróun, að öðrum fyrirtækjum ólöstuðum. Tölvuleikjafyrirtæki hafa undanfarna mánuði vakið verðskuldaða athygli, en í samtökum leikjaframleiðenda eru nú ellefu fyrirtæki. Þá eru ótaldir allir þeir fata- og skartgripa- hönnuðir og listamenn af öllu tagi sem hér starfa, en mikil gróska hefur verið í hönnun undanfarin ár. Rétt er líka að árétta að skilin milli ein- stakra geira hönnunar- og hátækniiðnaðar eru alls ekki ljós. Fatahönnuðir og arkítektar hafa til dæmis verið fengnir til starfa hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP til að hanna fatn- að og híbýli fyrir sýndarmanneskjur í sýnd- arheimi. Fái fyrirtæki og einstaklingar sem þessir andrými til að fóta sig er engin ástæða til annars en að vera bjartsýn á framtíðina. Morgunblaðið/ÞÖK Svona verður framtíðin til  Hátt menntunarstig hér á landi skýrir að hluta þann mikla vöxt sem orðið hefur í hátækniiðnaði og hönnun und- anfarin ár  Þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika sjá mörg hátæknifyrirtæki tækifæri í breyttum aðstæðum Brautskráningar á háskóla- og doktorsstigi 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 1995-1996 2007-2008 1.577 3.634 58 735 1 23 Samtals brautskráningar Meistaragráður Doktorsgráður Verkefni í heilbrigðisþjónustu, heilsu- ferðaþjónustu og menntun eru tekin fyrir í fimmtu greininni um sóknarfæri í atvinnu- lífinu. Á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.