Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 Á MORGUN, fimmtudag, kl. 19:30, bjóða Kvenréttinda- félag Íslands og Félag kvenna af er- lendum upp- runa, til fyrsta kvöldsins und- ir yfirskriftinni (Al)þjóðlegt eldhús, að Hallveigarstöðum við Túngötu 14. Þar verður eldaður góður og framandi matur frá mismunandi heimshornum. Kynnt verður ný matargerð, farið í notkun á fram- andi kryddjurtum og sagt frá mat- armenningu ýmissa þjóða í góðum félagsskap. Konur úr samtökunum kynna landið sitt og menningu í gegnum mat, sögur og myndir. Þátttöku þarf að skrá á mar- ia@womeniniceland.is. Þátttöku- gjald er 800 krónur og greiðist á staðnum. Kvenréttindafélagið og alþjóðlegt eldhús ÍSLENSKI alpaklúbburinn, sem er nýbúinn að gera upp Tind- fjallaskála, hefur nú í hyggju að gera upp fjallaskálann Bratta í Botnssúlum. Bæði Tindfjöll og Botnssúlur eru kjörinn áfangastaður fyrir fjalla- skíðafólk en áhugi á þeirri íþrótt hefur töluvert aukist undanfarin ár. Það fer því vel á því að um leið og Jökull Bergmann, fjallaleið- sögumaður, heldur fyrirlestur og myndasýningu um fjallskíða- mennsku annað kvöld, verður hafin söfnun fyrir viðgerð Bratta. Allur ágóði af fyrirlestri Jökuls rennur í viðgerðarsjóðinn. Skálinn er illa farinn, hann hefur færst úr stað á grunninum, dýnur eru ónýtar, rúður brotnar o.fl. Fyrirlestur Jökuls hefst klukkan 20 í sal Ferðafélags Íslands í Mörk- inni 6. Á fyrirlestrinum mun Jökull sýna myndir frá ævintýrum sínum á fjallaskíðum, erlendis sem hér- lendis. Einnig verður kynning á búnaði. Aðgangseyrir er frá 500 krónum, segir á vef alpaklúbbins, www.isalp.is runarp@mbl.is Bratti Slappur skáli en gott skjól. Vilja gera upp fjalla- skála í Botnssúlum STUTT Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is VEGAGERÐIN er í startholunum með að auglýsa útboð á breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Litlu kaffistofunni. Stefnt var að því að senda útboðið til kynningar á Evrópska efnahagssvæðinu sl. föstu- dag en það frestaðist vegna þess að Kópavogsbær hefur ekki samþykkt framkvæmdaleyfi. Bæjarstjórnin vísaði málinu í gær til bæjarráðs, sem tekur það fyrir á fimmtudag. Tvöföldun vegarins frá Foss- völlum ofan Lögbergsbrekku að Litlu kaffistofunni er fyrsti hluti breikkunar Suðurlandsvegar. Þar eiga að vera tvær akgreinar í hvora átt, á um sex og hálfs kílómetra kafla. Unnið hefur verið að undirbúningi útboðs og lokahnykkurinn í því var að sækja um framkvæmdaleyfi hjá sveitarfélögunum, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesbæ og Ölf- usi. Öll hafa sveitarfélögin samþykkt skipulagið á fyrri stigum málsins. Mislæg gatnamót síðar Ekki verða gerð mislæg gatnamót á þessum kafla við þessa fram- kvæmd en í framtíðinni er gert ráð fyrir tvennum mislægum gatnamót- um, á Fossvöllum sem tengjast nú- verandi Bláfjallavegi en er rétt utan framkvæmdasvæðisins og við Bol- öldu skammt frá Litlu kaffistofunni. Bæjarráð Kópavogs hafnaði því á fundi sínum í síðustu viku, að tillögu skipulagsnefndar bæjarins, að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi á þeirri forsendu að ekki sé gert ráð fyrir mislægum gatnamótum við Fossvelli. Birgir Hlynur Sigurðsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverf- issviðs, segir að bærinn óski þess að það komi fram með skýrari hætti að í framtíðinni verði gerð mislæg gatnamót á þessum stað. 52 daga skilafrestur Vegagerðin hefur skrifað Kópa- vogsbæ og ítrekað óskir sínar um að gefið verði út framkvæmdaleyfi og leggur áherslu á að allur undirbún- ingur hafi verið í samræmi við lög og reglur. Jónas Snæbjörnsson svæð- isstjóri segir að þær forsendur sem skipulagsnefnd gaf sér fyrir synjun leyfis eigi ekki við, því þær vísi til næsta áfanga framkvæmdarinnar. Búast má við því að þetta verk muni kosta hálfan annan milljarð króna. Verkið þarf að bjóða út á Evrópska efnahagssvæðinu og verð- ur gefinn 52 daga frestur til að skila inn tilboðum. Vegagerðin hefði sent tilkynninguna út sl. föstudag, ef framkvæmdaleyfi sveitarfélaganna hefði legið fyrir. Í fyrsta lagi verður hægt að semja við verktaka tveimur mánuðum eftir að tilkynningin fer út. Framkvæmdir geta því hugs- anlega hafist í maí. Vilja auglýsa breikkun  Vegagerðin auglýsir útboð á fyrsta áfanga breikkunar Suðurlandsvegar þegar framkvæmdaleyfi fæst  Kópavogsbær vill gera ráð fyrir mislægum gatnamótum 2+2 á Suðurlandsvegi Fyrirhugaður Bláfjallavegur Núverandi Bláfjallavegur Hafravatnsvegur Heiðmörk Reykjavík Svínahraun og Hellisheiði Litla kaffistofan B O L Ö L D U R Flugvöllur VÍFILSFELL Selvatn SELFJALL Waldorfskólinn í Lækjarbotnum Lögbergsbrekka Vélhjólasvæði S A N D S K E I Ð = Fyrirhuguð mislæg gatnamót Heiðmerkurvegur 2+2 vegur 1. áfangi Í gögnum sem Vegagerðin sendi með umsókn um fram- kvæmdaleyfi fyrir Suðurlands- veg kemur fram að gert sé ráð fyrir mislægum gatnamótum á nýjum Bláfjallaafleggjara á Fossvöllum „ef/þegar“ þörf verður á. Vegagerðin mun vera búin að senda Kópavogsbæ leiðrétt gögn þar sem orðið „ef“ er fellt út og þannig ekki dregið úr því að þarna verði gerð mis- læg gatnamót í framtíðinni. Efið fellt út VERÐHRUN Verslunin hættir rekstri Fyrstir koma fyrstir fá Opið virka daga 13-18 Lokað laugard. FRÁBÆR BUXNASNIÐ NÝKOMIÐ – NIÐURÞRÖNGAR BUXUR OG GALLABUXUR EINNIG KLASSÍSKAR SVARTAR OG BRÚNAR, SPARI- OG VINNUBUXUR MÖRG SNIÐ – 2 SÍDDIR FERÐAFÉLÖGIN Útivist og Ferða- félag Íslands bjóða upp á ýmsar gönguferðir sem ekkert kostar að taka þátt í. Útivist býður m.a. upp á útivist- arræktina þrisvar sinnum í viku. Á mánudögum klukkan 18.00 og mið- vikudögum klukkan 18.30 er hist við Toppstöðina í Elliðaárdal og gengið er greiðara á miðvikudög- um. Á fimmtudögum er meira reynt á þol göngumanna því þá er gengið á Úlfarsfell. Hist er klukkan 18 við skógræktina undir Úlfarfelli. Skúli H. Skúlason, fram- kvæmdastjóri Útivistar, segir að síðustu þrjú árin hafi þátttaka í úti- vistarræktinni aukist um 10%. „Þetta er ódýr og góð leið til að halda sér í góðu formi,“ segir hann. Þátt í hverri ferð taka allt upp í 40- 50 manns. Algengt sé að fólk byrji að æfa sig í útivistarræktinni áður en það leggur í lengri ferðir. Meiri upplýsingar eru á vefnum www.uti- vist.is. Ókeypis á Esjuna Ferðafélag Íslands býður upp á ýmsar ókeypis ferðir og nú í dag er t.d. ókeypis farastjórn á Esjuna klukkan 18 en þetta er fjórða ókeypis Esjugangan frá því á mánudag. Í maí eru fjölmargar ókeypis ferðir á boðstólum, þ.á m. hinar vinsælu morgungöngur, eins og lesa má um á www.fi.is. Morgunblaðið/Heiddi Mikið af ókeypis leiðsögn og göngum á boðstólum TVÆR konur urðu efstar í for- vali Samfylking- arinnar í Árborg. Samkvæmt reglum um jafn- ræði kynjanna, sem samþykktar voru fyrir for- valið, færist Arna Ír Gunn- arsdóttir, sem lenti í 2. sæti, niður í 3. sæti. Í henn- ar stað kemur Eggert Valur Guð- mundsson. Lítill munur var á Eggerti og Kjartani Ólasyni. Kjartan var með flest atkvæði í 1.-3. sæti og Eggert lenti því í 4. sæti. Eggert var hins vegar með fleiri atkvæði í 1.-2. sæti en Kjartan. Niðurstaðan varð því sú að Eggert verður í 2. sæti. Í 1. sæti verður Ragnheiður Her- geirsdóttir, Eggert verður í 2. sæti, Arna verður í 3. sæti og Kjartan verður í 4. sæti. Röð efstu manna er bindandi. Í 5. sæti lenti Gylfi Þor- kelsson en hann náði ekki bindandi kosningu. egol@mbl.is Karl færist upp fyrir konu í Árborg Ragnheiður Hergeirsdóttir ALLS eru 392 listaverk í eigu Arion banka talin vera a) mikilvæg fyrir ís- lenska listasögu, b) mikilvægt að þau séu áfram aðgengileg þjóðinni þótt bankinn eigi þau eða c) nauðsynlegt að menningarstofnanir geti fengið þau að láni. Samkomulag hefur náðst milli bankans og mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins um að Listasafn Íslands hafi forgang að þeim 193 verkum sem sögð eru mik- ilvæg fyrir söguna. Ráðherrar annars vegar menning- ar- og menntamála og hins vegar fjármála undirrituðu samninginn í Þjóðmenningarhúsinu í gær auk Finns Sveinbjörnssonar, banka- stjóra Arion banka. Það var fyrr- nefnda ráðuneytið sem fól á sínum tíma Listasafninu að meta listfræði- legt gildi verka í eigu föllnu bank- anna út frá áðurnefndum þrem for- sendum. Alls voru 1238 listaverk í eigu Arion banka metin. Einn af gömlu bönkunum, Lands- bankinn (Nýi Landsbankinn), verður í meirihlutaeigu ríkisins, amk. fyrst um sinn, en hinir tveir Íslandsbanki, (áður Glitnir) og Arion banki (áður Kaupþing) verða í eigu einkaaðila úr röðum kröfuhafa. „Samkomulagið við Arion banka felur í sér kauprétt ríkisins á þeim verkum í listaverkasafni Arion banka sem metin eru í fyrsta flokki næstu 12 ár en forkaupsrétt að þeim tíma liðnum,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá mennta- og menningarmála- ráðuneytinu. kjon@mbl.is Listasafn Íslands fær kauprétt  Ráðuneyti semja við Arion um listaverk Alls voru um 4000 listaverk í eigu bankanna þriggja og hafa sum þeirra mikið gildi fyrir listasögu þjóðarinnar. Auk verka Kaupþings var um að ræða 1700 verk Landsbankans og nær 1100 verk Glitnis. Við- skiptanefnd Alþingis lagði til þegar vorið 2009 að stjórnvöld létu gera listfræðilegt mat á verkunum og tryggja varðveislu þjóðargersema. Bankarnir eiga fjögur þúsund verk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.