Ísfirðingur


Ísfirðingur - 08.10.1977, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 08.10.1977, Blaðsíða 2
ÍSFIRÐINGUR 2 Utgefandi: Kiördœmissamb. Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördœmi. Ritstjórar: Halldór Knstjánsson og jón A. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 600. Við erum stoltir af flokknum Um þetta leyti fyrir einu ári reyndi stjórnarandstaðan á Isiandi að æsa upp menn vegna landhelgissamningsins í Oslo. Haldinn var æsingafundur á Lækjartorgi þar sem Börn Jónsson fullyrti, að nú hefði engan samning þurft, þar sem hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna dæmdi okkur full ráð yfir 200 mílum strax í oktober 1976. Fleiri höfðu uppi ámóta fleipur og fjarstæður. Blað Kjartans Ólafssonar hélt því blákalt og blygðunarlaust fram, að samnigurinn fæli það í sér að Efnahagsbandalagið héldi veiðum áfram þegar Bretar hættu þeim að nafni til. Menn verða því að álíta að ekki hefði verið samið ef stjórnar- andstaðan hefði mátt ráða. Og hvað hefði þá orðið? Hvað hefði þá gerst f þorskastríðinu? Og hvernig stæði það nú? Það verða menn að hugleiða en auðvitað getur enginn sannað neitt. Hltt vitum við nú, að það hefði verið slys að hafna þessum samningi. Og það er rétt að muna og vita hverjir vildu það slys. En þó að þetta værl góður samningur ber okkur að muna að það var hægt að semja öðruvísi. Það hefur áður verið samið um landhelgismál. Og það komu fram tillögur um þennan samning öðruvísi. Þó að sjálfsagt sé að semja þegar góður kostur býðst er fráleitt að semja um hvað sem er. Samningur „Viðreisnarstjórnar- lnnar“ frá 1961 nægirtil að minna á slíkt. Það var eðlllegt að kjördæmisþing Framsóknarmanna á Vest- fjörðum minntist sigurs fslendinga í landhelgismállnu fyrst í stjórnmalaályktun sinni. Hans verður getið í sögu þjóðarinnar löngu eftir að flest það sem nú er mest karpað um er gleymt og grafið. Og það er stolt og gleði Framsóknarmanna að flokkur þeirra hafði jafnan forustu og brást aldrei í landhelgismálinu. Þvf erum við stoltir af flokknum. Og það verður íslensk þjóð einhuga á komandi öldum. Framsóknarflokkurinn stóð að útfærslunni 1958. Sjálfstæðis- flokkurinn treysti sér ekki til að mæla með henni. Utfærslan 1958 var pólitískt afrek sem lengi mun halda nafni Hermanns Jónassonar á lofti, því að samstarfsflokkar hans áttu raunar ekki samleið í málinu. Framsóknarflokkurinn sameinaði stjórnarandstöðu „Viðreisn- aráranna" um stefnu í landhelgismálinu fyrir kosningarnar 1971 og samkvæmt því var fært út í 50 milur. Samstaðan fyrir kosnlngarnar var gerð í andstöðu við stjórnarflokkana, sem jafnvel kölluðu það siðleysi að ætla sér að færa út úr 12 mílum fyrr en sú hafréttarráðstefna, sem enn er ólokið, hefði sagt sitt sfðasta orð. Enn er óhætt að segja að Framsóknarflokkurinn á sinn þátt í siðustu baráttunni sem leiddi til lokasigurs. Þó að sagnfræðingar kommúnista hafi komið því í fræðibók, að klippurnar góðu hafi verið notaðar fyrst að boði Lúðviks Jósefssonar, er það hugarb urð ur þvi að Lúðvík hafðl aldrei vald til að bjóða það. Þessarar sagnfræði er getið hér sem dæmi um það hvernig trú og áróður getur blindað, jafnvel sagnfræðinga, og skal þó ekki gert lítið úr áhuga Lúðvíks í landhelgismállnu. Og Framsóknarflokkurinn á vissulega sinn góða hlut í lokasamningnum þar sem Bretar viðurkenndu fullan rétt (slands og hétu að hætta veiðum, svo sem þeir gerðu. En það hefur lengi verið sagt að meiri vandi væri að gæta fengins fjár en afla þess. Þess eru mörg dæmi á íslandi. Það skyldu menn líka hafa i huga f sambandi við landhelgina og fiskimiðin. Þetta var kjördæmisþinginu Ijóst og því hvatti það til aðgæsiu og varúðar við nýtingu miðanna. Það var gott klakár hjá þorskinum f fyrra, en þetta ár virðist hafa verið slæmt. Það gengur á ýmsu í þeim efnum og ræður enginn vlð. Nú er það örlagaspurnlngin mikla hvort veiðitækni og veiðigleði verði stlllt svo í hóf að hinir ungu árgangar nái að auka kyn sitt og margfaldast. í þeim efnum þurfum við líka að gæta hófs. H. Kr. Frálæknafélagi Vestfjarða Sem kunnu^t er, hefur gengið illa að fa lækna til starfa á Þingeyri og Flat- eyri. Héruðunum hafa löng- um sinnt læknastúdentar, sem dvalið hafa mjög stutt og oft hefur læknir eða stúd- ent aðeins dvalið í öðru hé- raðinu og orðið að sinna hinu. Hins vegar hefur gengið vel að manna þau héruð á Vestfjörðum þar sem 2 eða fieiri læknar starfa t.d. á Patreksfirði og ísafirði. Af þessu tilefni samþykkti aðalfundur Læknafélags Vestfjarða einróma eftirfar- andi ályktun á aðalfundi sínum sem haldinn var í Flókalundi 26. ágúst 1977: „Aðalfundur Læknafélags Vestfjarða telur mjög nauð- synlegt að sameina læknis- héruðin á Flateyri og Þing- eyri, þannig að 2 læknar verði á öðrum staðnum og þjóni þaðan báðum héruð- um. Með því yrði miklu auðveldara að fá lækna til fastra starfa á þessa staði eins og raunin hefur orðið á Patreksfirði og ' víðar. Samhliða sameiningu þess- ara héraða yrði að bæta samgöngur verulega". f.h. Læknafélags Vestfjarða Magnús R. Jónasson. Dánar- Vetraráætlun dægur Flugleiða Jón Grímsson, Aðalstræti 20 ísafirði, lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isafirði 25. september s.l. Jarðarför hans var gerð frá ísafjarðar- kirkju 4. þ.m. Hann var meðal elstu borgara ísa- fjarðar, fæddur 18. desemb- er 1887 og var því nær ní- ræður þegar hann lést. Jón Grímsson var gáfaður maður, fróður og minnugur og þá ekki hvað síst um sögu ísafjarðarkaupstaðar. Hann var skemmtilegur í viðræðu og gæddur ágætum frásagn- arhæfileika. Aratugum sam- an vann Jón að málflutn- ingi, endurskoðun og fast- eignarsölu hér i bænum og fórust honum þau störf vel. Eiginkona Jóns var Ása Finnsdóttir, mæt kona og vel gefin, en hún lést fyrir nokkrum árum, eftir 57 ára hjónaband þeirra. Þau eign- uðust 7 börn og eru 6 þeirra á lífi. JÁ.J. Þann 1. okt. s.l. gekk vetr- aráætlun innanlandsflugs Flugleiða í gildi. Við það breyttust áætlanir Flugfé- lags íslands á innanlands leiðum. Ferðum fækkar frá því sem var í sumar og brottfarar- og komutímar breytast að nokkru. Enfrem- ur gengu þá í gildi vetrará- ætlanir Flugfélags Norður- lands, sem flýgur frá Akur- eyri til staða á vestur, norð- ur og austurlandi í framhaldi af fiugi Flugfé- lags íslands. I aðalatriðum er vetrará- ætlun innanlandsfiugs Flug- félags Islands til Vestfjarða sem hér segir: Til ísafjarðar verða flognar tvær ferðir á Auglýsingasíminn er 3104 Áfengis vandamálin Umsögn dr. Nils Retterstöl prófessors um áfengi: Dagleg notkun áfengis er hættuleg, miklu hættulegri en notkun í miklum mæli sjaldan - að slepptu því tjóni er menn geta valdið þriðjudögum og föstudög- um og á fimmtudögum í desember, og ein ferð aðra daga. Til Patreksfjarðar verður flogið á mánudög- um, miðvikudögum, föstu- dögum og að auki á fimmtudögum í desember. Til Þingeyrar verður flogið á mánudögum og fimmtu- dögum. Sem fyrr segir heldur Flugfélag Norðurlands uppi áætlunarflugi frá Akureyri og eru ferðir til margra staða í beinu framhaldi af komu flugvéla frá Reykja- vík, þar á meðal til Isafjarð- ar. Ferðatíðni eru tvær til fimm ferðir á viku. sjálfúm sér og öðrum ölvað- ir. Notkun víns eða áfengs öls með mat dag hvern er ekki merki þess að staðið sé þrepi ofar heldur hins að staðið sé á veikri rim: Tekin er áhætta þess að neyta á- fengis um of eða verða dryldcjusjúklingur. Ofneysla áfengis er ekki þjóðareinkenni - enn þá - en þróunin er varhugaverð, einkum þar sem æ yngri hefja neyslu. Sá sannleikur gildir e.t.v. ekki hvað síst um drykkju- sýki að miklu vænlegra er að koma í veg fyrir sjúkdóm en lækna. (Vardevakt, 4. 1977). Áfengisvarnarráð.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.