Ísfirðingur


Ísfirðingur - 08.10.1977, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 08.10.1977, Blaðsíða 4
Psfirðinjjtir BMÐ TRAMSÓKNMMANNA i VES TFJARÐAKJÖPDAM! ut og suður um helgina Flugfélag fslands býður upp á sérstakar helgarferðir allan veturinn fram undir páska: Ferðina og dvöl á góðum gististað á hagstæðu verði. Út á land, til dæmis í Sólarkaffið fyrir vestan, á Sæluvikuna á Sauðár- króki eða þorrablót fyrir austan, til keppni í skák eða í heimsókn til kunningja. Víða er hægt að lara á skíði. Suður til Reykjavíkur vilja flestir fara öðru hverju. Nú er það hægt fyrir hóflegt verð. Þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi til að gera ferðina ánægjulega. Margir hafa notað helgarferðirnar og kunnað vel að meta. Gerið skammdegið' skemmtilegt! Leitið implýsinga hjá skrifstofum og umboðum um land allt. FLUGFÉLAG ÍSLANDS INNANLANDSFLUG Frá Árnesi í Árneshreppi , Pólitískir utigangsmenn Formleg útför Vestra, blaðs Samtaka frjálslyndra og vinstri manna á Vest- fjörðum hefur farið fram. í síðasta tölublaði sem út kom af Vestra, þann 25. ágúst s.l., birtist útfararræð- an í leiðara blaðsins, sem bar yfirskriftina: ,, Tími samtakanna er liðinn“. í umræddum leiðara segir m.a.: ,.Dagar Samtakanna eru liðnir, það véfengja ekki raunsæir menn, og það er betra að deyja en veslast upp og örkumlast eins og Alþýðuflokkurinn“. Og í lokaorðum leiðarans segir. m.a.: „Vestri vill að leiðar- lokum senda öllum fyrrver- andi samherjum og vinum bestu kveðjur og þakkar fyr- ir liðnar stundir11,... Þetta er ótvíræður dauðadómur. En hver hefur þá árang- urinn orðið af sameiningar- áformum þeirra Samtaka- manna? Hann hefir enginn orðið, og raunar verri en enginn, því meira að segja upphafsmenn þeirra hafa nú tvístrast til allra átta. Ekki einu sinni þeir gátu staðið sameinaðir ,,að leið- arlokum“, eftir að þeir höfðu sannfærst um fánýti sameiningarhugmynda sinna. Nú kennir hver öðr- um um og ásakanirnar og köpuryrðin ganga á víxl. Al- gjör upplausn Samtakanna er staðreynd. Nokkrir framagosar Sam- takanna hafa að undan- förnu sótt það all fast að fá lendingarleyfi hjá öðrum stjórnmálaflokkum. En reynslan hefur þegar sýnt, að þeim hefur ekki verið tekið neitt fagnandi eða með lúðrablæstri. Benda því ýmsar líkur til þess að framagosarnir hafni að lok- um sem pólitískir útigangs- menn „Opið hús" Flateyri Framsóknarfélag önundarfjaröar veröur meö opiö hiís i sam- komuhúsinu Flateyri á þriöjudagskvöldum kl. 20.30-23.30. Leikiö veröur af plötum, spilaö, teflt, myndasýningar. Allir velkomnir. Byggingaframkvæmdir í Árneshreppi Það var sumarið 1975 að hafist var handa með upp- byggingu fjárhúsa í Árnes- hreppi á félagslegum grund- velli. Yfirsmiður var ráðinn Jón Guðmundsson, ættaður frá Bæ í Árneshreppi. Hon- um til aðstoðar voru tveir smiðir og fjórir til sex verka- menn. Þá daga sem steypt er koma bændur sjálfir til hjálpar og leggja þar fram mörg dagsverk í félags- vinnu. Notuð hafa verið svonefnd flekamót. Á þeirri reynslu, sem fékkst sumarið 1975 var samin vinnuáætl- un fyrir framhald verksins og hefur hún staðist full- komlega. Er mikil hagræð- ing að slíkri áætlun fyrir alla aðila. Unnið var skipu- lega að byggingunum þann- ig, að fyrst voru hlöður reist- ar, en á þessu sumri hafa flest fjárhúsin verið í smíð- um. Nær þessi fram- kvæmdaáætlun til 14 bæja, og mun byggingum lokið á 12 þeirra í ár. Nú hafa kom- ið fram óskir um uppbygg- ingu frá þrem bæjum til við bótar og er því sýnt. að brýn þörf er á að halda þessari áætlun í gangi næsta sumar. Jón Guðmundsson hætti verkstjórn haustið 1976 og var Gísli Albertsson þá ráð- inn yfirsmiður í hans stað. Gísli er einnig ættaður héð- an úr Árneshreppi. Fyrstu fjárhúsbyggingarnar komust í gagnið í fyrra og hefur vinnan við sauðfjárhirðing- una orðið þar mun auðveld- ari og fljótlegri en i gömlu húsunum. Þá er og ekki síð- ur mikill munur á heyhirð- ingu og áburðarmokstri, þar sem véltækni verður nú bet- ur komið við en áður. Ágætt grasár hefur verið í sumar og er heyfengur bænda meiri en nokkru sinni áður hér um slóðir. Hefur það og stutt trú þeirra á framtíð og vaxandi gengi þessar afskekktu en fögru sveitar. Og ekki dregur það úr bjartsýni okkar, að unnið hefur verið að rafvæðingu byggðarlagsins af fullum krafti í sumar. Fara miklar sögur af afköstum hins harðsnúna vinnuflokks Gunnars Helgasonar við staurareisingu á Trékyllis- heiði. En þrátt fyrir það er óvíst um, hvort rafmagn kemst til okkar á þessu ári frá landsveitu, þvi að nokkr- ar tafir hafa orðið á efnisút- vegun. Rafmagnsvinnan mun þó sótt áfram af kappi meðan veður leyfir. Finnbogastöðum 12. sept. 1977 Torfi Guðbrandsson Fyrstu flatgryljur að rísa í Árneshreppi siðsumars 1975.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.