Morgunblaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2010 RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir úr KR og Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH sópuðu til sín verðlaunum á alþjóðlegu móti í Braun- schweig í Þýskalandi um helgina þar sem yfir 650 sundmenn voru saman komnir. Ragnheiður vann til tvennra gullverðlauna, í 100 metra og 50 metra skriðsundi, en Hrafn- hildur vann sigur í 100 og 200 metra bringu- sundi. Auk þess náði Hrafnhildur í silf- urverðlaun í 50 metra bringusundi en þar atti hún kappi við Evrópumeistarann Jane Schäf- en og var aðeins 2/10 úr sekúndu á eftir henni. Hrafnhildur synti 50 metra sundið á 32,78 sekúndum, 100 metra sundið á 1:10,60 mínútu og 200 metra sundið á 2:35,07 mínútum, og setti hún mótsmet í 100 metra sundinu. Ragn- heiður setti einnig mótsmet í 100 metra skriðsundi þar sem hún kom í mark á 56,72 sekúndum, og hún kom í mark á 26,20 sekúndum í 50 metra sundinu. Ingibjörg Kristín Jóns- dóttir úr SH nældi sér svo í bronsverðlaun í 100 metra skriðsundi á 59,32 sek- úndum. Þetta er í 25. sinn sem mótið í Braunschweig fer fram. Keppendur þar eru flestir frá Þýskalandi en yngri iðk- endur frá Rússlandi, Litháen, Póllandi, Dan- mörku, Noregi og Íslandi voru einnig á meðal þátttakenda. sindris@mbl.is Sóttu gullverðlaun til Þýskalands Ragnheiður Ragnarsdóttir RORY McIlroy frá Norður-Írlandi lék frá- bært golf á lokadegi Quail Hollow meist- aramótsins á PGA-mótaröðinni í gær. McIlroy lék á 62 höggum eða 10 höggum und- ir pari og er það vallarmet. Samtals var hann á 15 höggum undir pari en Phil Mickelson frá Bandaríkjunum varð annar á 11 höggum und- ir pari. Þetta er fyrsti sigur hans á PGA- mótaröðinni og fyrir sigurinn fékk hann um 150 milljónir kr. McIlroy verður 21 árs gamall á fimmtudag. Hann er sá yngsti sem sigrar á PGA-móti frá því að Tiger Woods sigraði á sínu fyrsta móti árið 1996. McIlroy var fjór- um höggum á eftir Billy Mayfair fyrir loka- daginn. McIlroy hefur ekki komist í gegnum nið- urskurðinn á síðustu tveimur mótum, og þar á meðal Mastersmótinu þar sem hann lék á 74 og 77 höggum. Hann var á einu höggi yfir pari eftir tvo fyrstu keppnisdagana á Quail Hollow. „Ég var í mínum eigin heimi og ég vissi ekki hvort ég var 8, 9, eða 10 höggum undir pari. Ég ætlaði mér að sigra og það var það eina sem ég hugs- aði um,“ sagði McIlroy sem hefur sigrað á einu móti á Evrópumótaröðinni og einu á PGA-mótaröðinni. Á þriggja ára atvinnuferli hefur hann unnið sér inn um 800 milljónir kr. í verðlaunafé. seth@mbl.is Rory McIlroy sýndi snilldartakta Rory McIlroy 1:0 43. Jordao Diogo sendilanga fyrirgjöf frá vinstri kantinum og á fjærstönginni var Björgólfur Takefusa sem lagði bolt- ann fyrir sig og skoraði af öryggi. 2:0 45. KR-ingar fengu horn-spyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Hana tók Óskar Örn Hauksson sem sendi boltann á koll Mark Rutgers sem skallaði knöttinn í netið. 2:1 63. Kári Ársælsson skall-aði boltann í þverslá og rétt inn fyrir marklínuna eftir góða fyr- irgjöf frá hægri kantinum. I Gul spjöld:Elfar Freyr (Breiðabliki) 15. (brot). Skúli Jón (KR) 16. (brot). Jökull I. (Breiðabliki) 56. (brot). Lars Ivar Moldskred (KR) 88. (töf). I Rauð spjöld: Elfar Freyr (Breiðabliki) 77. (annað gula spjald fyrir brot).  Guðmundur Kristjánsson og Al- freð Finnbogason, báðir úr Breiða- bliki, tóku út leikbann í leiknum og voru því meðal áhorfenda í stúk- unni.  Guðmundur Pétursson Bliki, sem áður var á mála hjá KR en skipti yf- ir í Kópavog eftir mikið japl, jaml og fuður, var með þeim Guðmundi og Alfreð í stúkunni. Guðmundur meiddist á hné í leik gegn KR 16. apríl þegar liðin mættust í riðla- keppni Lengjubikarsins. Ólíklegt er að hann geti spilað gegn FH í meist- arakeppninni annað kvöld.  Rafn Andri Haraldsson, nýliði hjá Blikum, fór meiddur af velli á 20. mínútu leiksins eftir að hafa fengið högg á annað hnéð. Hann kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki vita hve alvarleg meiðslin væru en það kæmi í ljós við skoðun í dag. Þetta gerðist í Kórnum Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is OFANRITAÐAN langar helst að nýta þessa grein í lofræðu um frá- bæra spilamennsku Breiðabliks eftir úrslitaleik Lengjubikars karla í knattspyrnu á laugardag. Það er hins vegar ekki alveg við hæfi í ljósi þess að liðið tapaði þar 2:1 fyrir KR. Málið er bara að meistarabraginn vantaði algjörlega hjá Vest- urbæingum að þessu sinni, líkt og á löngum köflum í undanúrslita- leiknum gegn Val á dögunum. „Það er útaf fyrir sig jákvætt að spila illa en vinna samt leikinn. En í dag hringdu viðvörunarbjöllur og það er alveg ljóst að við getum ekki farið í gegnum leiki á einhverju skokki,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari KR vel meðvitaður um andleysi sinna manna í leiknum og þá stað- reynd að þeir þurfa að koma sér í mun betri gír áður en alvaran hefst 11. maí. Íslandsmeistaraefni þurfa að spila betri knattspyrnu. „Breiðablik er að vísu með mjög gott og vel spilandi lið sem getur farið langt í þessu Íslandsmóti en við getum ekki látið fara svona í gegn- um okkur hvað eftir annað,“ bætti Logi við og það eru orð að sönnu. Blikar léku án þriggja sterkra byrjunarliðsmanna en virtust ekki hafa hugmynd um þá staðreynd. Þeir voru grimmir og sókndjarfir frá fyrstu mínútu leiksins, spiluðu hreinlega eins og þeir sem valdið hafa. Fimm mínútna kafli undir lok fyrri hálfleiksins reyndist hins vegar þeirra banabiti en þá gerðu KR- ingar bæði mörk sín. Seinni hálfleik- urinn var eign þeirra grænklæddu sem minnkuðu muninn og komust oft nálægt því að jafna metin, jafnvel þó þeir misstu miðvörðinn efnilega Elfar Frey Helgason af velli með rautt spjald. Stærsta hlutverkið í góðri spila- mennsku Blika spilaði nýr leik- maður hjá þeim, Jökull I. Elísabet- arson. Sá var eins og kóngur á miðjunni allan leikinn gegn uppeld- isfélagi sínu, dreifði spilinu af stakri snilld, og þó erfitt sé að slá því föstu nú á vormánuðum virðast Blikar hafa náð sér í „feitan bita“ í þessum 26 ára gamla leikmanni. Annars voru þeir fáir, ef einhverjir, sem spiluðu ekki vel hjá Blikum á laug- ardag þó uppskeran hafi verið rýr. KR er komið með öflugan og há- væran markvörð í Norðmanninum Lars Ivar Moldskred og hann stóð sig vel. Annars er lítið hægt að hrósa KR eftir þennan leik en ljóst er að gæðin eru nægilega mikil í leik- mannahópnum til þess að það komi ekki að sök. Morgunblaðið/hag Sterkur Kantmaðurinn Óskar Örn Hauksson úr KR nýtir hér styrk sinn til að varna því að Blikinn Haukur Baldvinsson nái til knattarins. Enginn meistarabragur  KR Lengjubikarmeistari eftir nauman sigur á Blikum  Viðvörunarbjöllur klingja hjá Íslandsmeistarakandídötunum  Blikar komnir með kóng á miðjuna Kórinn, deildabikar karla, Lengju- bikar, úrslitaleikur, laugardaginn 1. maí 2009. Skilyrði: Logn í Kórnum, ágæt lýs- ing og gott gervigras. Skot: KR 10 (7) – Breiðablik 11 (4). Horn: KR 5 – Breiðablik 10. Lið KR: (4-4-2) Mark: Lars Ivar Moldskred. Vörn: Skúli Jón Frið- geirsson, Baldur Sigurðsson, Mark Rutgers, Jordao Diogo. Miðja: Gunnar Örn Jónsson (Ingólfur Sig- urðsson 86.), Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Óskar Örn Hauksson (Guðmundur Reynir Gunnarsson 61.). Sókn: Björgólfur Takefusa (Gunnar Kristjánsson 71.), Kjartan Henry Finnbogason. (skiptingar) Lið Breiðabliks: (4-3-3) Mark: Ingvar Þór Kale. Vörn: Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson. Miðja: Jökull I. Elísabet- arson, Finnur Orri Margeirsson, Ol- geir Sigurgeirsson (Högni Helgason 89.). Sókn: Haukur Baldvinsson (Rannver Sigurjónsson 81.), Krist- inn Steindórsson, Rafn Andri Har- aldsson (Andri Rafn Yeoman 20.). Dómari: Þóroddur Hjaltalín jr. – 2. Áhorfendur: Um 250. KR – Breiðablik 2:1 „MÉR fannst við töluvert betra liðið á vellinum en þeir verð- skulduðu þennan sigur, þeir skor- uðu fleiri mörk. Við verðum bara að svekkja okkur yfir þessum tveimur mörkum á fimm mínútum í fyrri hálfleik. Þau voru það sem skildi að,“ sagði Jökull I. Elísabet- arson, miðvallarleikmaður Blika, sem var að öðrum ólöstuðum maður leiksins þrátt fyrir tap gegn KR í úrslitaleik Lengjubikarsins á laug- ardag. Jökull gekk í raðir Breiða- bliks í vetur en hann er uppalinn KR-ingur og lék á síðustu leiktíð með Víkingi R. „Ég finn mig vel í þessu liði og finnst það mjög vel spilandi. Ég gæti ekki óskað mér betra liðs til að vera hjá, það hentar mér mjög vel og vonandi henta ég því líka.“ Vorum tölu- vert betri Jökull I. Elísabetarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.