Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 47
Menning 47FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Gunnar Guðbjörnsson og Jónas Ingimundarson halda tónleika í Sal Tónlistarskóla Akraness á mánudag kl. 20.00 og í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn á þriðjudag kl. 20.00. Gunnar og Jónas hafa unn- ið saman í á þriðja áratug og haldið fjölda tónleika hér á landi og erlendis. Ferðir þeirra um Ísland eru orðnar margar og utan landsteinanna má nefna tón- leika í Wigmore Hall í London og óperuhúsinu í Wiesabaden í Þýskalandi. Á dagskránni eru íslensk sönglög, skandinav- ísk ljóð og lög eftir Richard Strauss. Tónlist Gunnar og Jónas á ferð og flugi Gunnar Guðbjörnsson Í Gerðarsafni stendur nú yf- irlitssýning á verkum Haf- steins Austmanns, Kvika, sem opnuð var á Kópavogsdögum. Sýningin er haldin vegna 75 ára afmælis listamannsins. Á morgun kl. 15:00 mun list- málarinn Jón B.K. Ransu verða með leiðsögn um sýn- inguna, skoða verk Hafsteins gegnum sögu abstraktlistar sem hann rekur aftur til 1850 þegar spíritistar hófu að nýta óhlutbundið mynd- mál og ósjálfráðar aðferðir sem síðar urðu við- teknar í módernismanum. Einnig mun hann fjalla um hvernig lesa má liti og form í myndum Haf- steins gegnum tónfræði. Myndlist Leiðsögn um Kviku í Gerðarsafni Hafsteinn Austmann Fullkomleikaárátta – Samtal um vald, sjálfsmynd og ófull- komleika er yfirskrift samtals sem boðað er til í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi á morgun kl. 15:00. Samtalið er byggt á sýningu Unnars Arnar J. Auðarsonar, Í safni ófull- komleikans 1939–2010, sem ný- lega var opnuð í Hafnarhúsinu. Þar ræða saman þau Íris Ell- enberger, Sigurjón Baldur Hafsteinsson og listamaðurinn sjálfur. Stjórnandi er Oddný Eir Ævarsdóttir. Samtal fjórmenning- anna fer fram í sýningarsalnum í fréttasetti frá árdögum Ríkissjónvarpsins. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Myndlist Fullkomleikaárátta í Hafnarhúsinu Unnar Örn J. Auðarson Það þurfti að rugga bátnum, keppnin var pikkföst og það þurfti að endurskoða allt 48 » Tilkynnt var í vikunni að rithöfund- urinn Einar Már Guðmundsson hlyti viðurkenningu úr minning- arsjóði danska rithöfundarins og róttæklingsins Carls Scharnbergs (1930-1995). Verðlaunin hlýtur Ein- ar fyrir ritstörf sín og virka þátt- töku í samfélagsumræðu. Í umsögn valnefndarinnar segir meðal ann- ars: „Einar Már Guðmundsson er ein- stakur maður. Í Hvítu bókinni sam- einar hann skarpa samfélagsgrein- ingu og ljóðræna yfirsýn á óvenjulegan hátt, og í yfirstandandi deilu Íslendinga um leiðir út úr kreppunni er hann ötull talsmaður þess að fjármálafurstar og pólitíska valda- og fjölmiðlaelítan beri ábyrgð en ekki íslenska þjóðin.“ Verðlaunin, sem nema 10.000 dönskum krónum, verða veitt við hátíðlega athöfn 9. júní næstkom- andi. Hvítbókin hefur þegar verið gef- in út í Þýskalandi og Noregi auk Danmerkur. Morgunblaðið/Eggert Viðurkenndur Rithöfundurinn Ein- ar Már Guðmundsson. Einar Már hlýtur við- urkenningu Verðlaun fyrir ritstörf og samfélagsumræðu Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Á dagskrá Listahátíðar á Kjarval- stöðum næstkomandi þriðjudag kl. 20:00 er liður sem nefnist Hamar, steðji, ístað – samræða um tónlist í samtímanum þar sem rætt verður um deigluna í samtímatónlist. Um- sjón með verkefninu hefur Elísabet Indra Ragnarsdóttir en hún sá um að velja gesti í umræðurnar en hver um sig um ber upp sitt erindi og í lokin munu opnar umræður eiga sér stað. „Við munu tala um samtíma- tónlist, tónleikaformið eins og við þekkjum það núna og hvaðan það er komið. Mörkin milli klassískrar tón- listar og popptónlistar verða einnig rædd og mun tónskáldið Daníel Bjarnason stjórna þeirri umræðu en hann var að gefa út plötu sem var markaðssett eins og poppmúsík.“ Elísabet segir að það sé afar mik- ilvægt að skapa umræður sem þess- ar um tónlist en miklar breytingar hafa orðið í tónlistarsköpun með tæknibyltingunni. „Það sem hefur verið að gerast á undanförnum árum er að fólk er að búa til tónlist án þess að hafa þessa áralöngu þjálfun að baki sem klassískt menntað tónlist- arfólk hefur. Með tilkomu tölva og ýmiskonar upptökutækni virðist nánast hver sem er geta búið til tón- list. Það er orðið mjög mikið um sjálfmenntað tónlistarfólk, jafnvel fólk sem kemur úr myndlist og er að búa til tónlist út frá myndlist- arlegum eigindum. Áður fyrr átti fólk gjarnan hljóðfæri heima við og settist saman á síðkvöldum undir söng og leik. En með tæknibylting- unni hafa þessi viðhorf breyst og tónlist er orðin mjög svo tölvuvædd. Tónlist úr tölvum breytir þeim bak- grunni og þeirri þekkingu sem tón- listarfólk þarf að hafa til að geta búið til tónlist. Svo virðist núorðið að allir geti búið til tónlist og markmiðið er að skapa umræður á jákvæðum nót- um um þessar miklu breytingar sem orðið hafa á undanförnum áratugum og setja þær í tónlistarsögulegt sam- hengi.“ Hamar, steðji, ístað á Kjarvalsstöðum Morgunblaðið/G.Rúnar Deigla Elísabet Indra Ragnarsdóttir stýrir umræðum um breytingar á tón- listarsköpun á undanförnum áratugnum. Samræður um samtímatónlist Rætt um samtímatónlist » Þátttakendur í umræðunum á Kjarvalsstöðum eru Berglind María Tómasdóttir flautuleik- ari, Anna S. Þorvaldsdóttir tón- skáld, Daníel Bjarnason tón- skáld, Davíð Brynjar Franzson tónskáld, Halldór Úlfarsson, hljóðfærahönnuður og mynd- listarmaður, og Njörður Sig- urjónsson, doktor í menningar- stjórnun. Tríóið Sírajón kemur fram í Selinu á Stokkalæk á morgun kl. kl. 16:00. Þetta verða fyrstu tónleikar tríósins, sem stofnað var fyrir stuttu, en það skipa Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari, Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Ein- ar Jóhannesson klarínettuleikari. Einar segir að þó tríóið sé að stíga sín fyrstu tónleikaskref eigi það sér nokkurn aðdraganda. „Við erum öll ættuð frá Mývatni, af Reykjahlíðarætt, og þar hefur Laufey ráðið tónlistarríkjum,“ seg- ir Einar, en Laufey hefur meðal annars haldið þar úti tónleikaröð sem ber heitið Músík í Mývatns- sveit. „Þær Anna hafa spilað talsvert saman og ég með Laufeyju. Hún hafði svo samband við mig fyrir ári og stakk upp á því að við myndum stofna tríó saman og ég tók því fagnandi. Við byrjuðum svo að velja verk og fengum líka Jóhann Tómasson til að skrifa fyrir okkur verk sem við frumflytjum í haust.“ Heiti tríósins vekur eðlilega nokkra athygli. Einar segir þau hafa velt nafninu fyrir sér um hríð og um tíma hafi þau gælt við Reykjahlíðartríóið, en þá hafi Sig- urður Stefánsson í Kammermús- íkklúbbnum stungið upp á að þau nefndu sig eftir ættföðurnum; séra Jóni Þorsteinssyni í Reykjahlíð sem er langalangalangafi þeirra. „Sírajón vafðist fyrir okkur um tíma, en við losnuðum ekki við það úr kollinum – ættfaðirinn stóð yfir okkur.“ Á efnisskránni eru tvö tríó, annars vegar klassískt frá Mozart-tímum eftir Jan Vanhal, mjög fallegt verk, og svo Saga dát- ans eftir Stravinskíj, en að vísu án sögumanns. Önnur verk, ekki tríó- verk, eru eftir Mozart, Chopin og Schumann. Tónleikar í Selinu á Stokkalæk Tríóið Sírajón stígur fram í fyrsta sinn Morgunblaðið/Jakob Fannar Reykjahlíðarættmenni Tríóið Sírajón; Einar Jóhannesson, Anna Áslaug Ragnarsdóttir og Laufey Sigurðardóttir. Undirbúningur hefur verið hafinn að því að lýsa upp jökul á Íslandi og hefur þýski listamaðurinn Gert Hof verið fenginn til verksins, sem hann mun vinna í samstarfi við Bergljótu Arnalds tónskáld. Hof hefur verið hér á landi und- anfarna daga að skoða aðstæður. Ekki hefur verið ákveðið hvaða jök- ull verður fyrir valinu en hann sagði í samtali við Morgunblaðið að at- burðurinn myndi eiga sér stað í október. Bergljót og Páll Ásgeir Davíðsson eiga hugmyndina að verkinu, sem ber heitið Rödd náttúrunnar eða Vox naturae, og þau fengu Hof til að setja ljósasýninguna upp. Bakhjarl er fyrirtækið Northern Lights Energy. „Hér passar allt,“ sagði Hof þegar hann var spurður um aðstæður á Ís- landi. Hann sagði að markmiðið væri að vekja athygli á loftslagsbreyt- ingum. Það yrði að vara fólk við og sterkar myndir væru besta leiðin til þess. Hof hefur víða sett upp áhrifa- miklar ljósasýningar og vakið heimsathygli. Hann hefur lýst upp sigursúluna í Berlín, Rauða torgið í Moskvu og Akrópólishæð í Aþenu. Hann kvaðst vera aðdáandi Leynd- ardóma Snæfellsjökuls eftir Jules Verne og því hefði það kveikt í sér að vinna verkefni á Íslandi og hann bætti við: „Ég vil framkalla myndir sem snerta við fólki.“ Upplýst Rödd náttúrunnar Þýskur listamaður lýsir upp jökul til að vekja athygli á loftslagsbreytingum Ljósasýning Gert Hof og Bergljót Arnalds með Snæfellsjökul í baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.