Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 49
Menning 49EVRÓVISJÓN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 „Hera heldur gjörsamlega fókus á efsta sætið og ég hef fulla trú á henni, hún er kandídat í sigurvegara,“ segir Páll Óskar vongóður um gengi Heru Bjarkar í kvöld. Úrslitin í seinni riðlinum komu mörgum á óvart og segir Palli að keppendurnir hafi virst stressaðir; „Hann var einhvern veginn all- ur flatur, það voru alltof mörg lög sem klúðruðust á meðan lögin á þriðju- deginum voru betur flutt. Mér fannst leiðinlegt að Króatía komst ekki áfram og ég græt yfir Hollandi.“ Aðspurður hvort hann telji Aserbaídsjan sigurstranglegt segir hann þá ekki vera að gera neinar rósir þrátt fyrir spár veðbankanna. Uppáhaldslag Palla er aftur á móti frá Rúmeníu; „Mér þykir voða vænt um Rúmeníu og er mjög glaður að hún komst áfram. Þetta er diskólag af gamla skólanum og það kveikir alveg í mér.“ Palli er ekki þekktur fyrir að spara stóru orðin en hann býst við stórri stund í kvöld; „Þau uppskera eins og þau hafa sáð. Liðið argar og gargar og öskr- ar í salnum þegar Ísland er kynnt, það klappar með laginu allan tímann og bilast svo þegar lagið er búið. Við verðum í topp fimm ásamt Ísrael, Þýskalandi, Grikklandi og Danmörku. Mig grunar að Hera vinni þetta, við fáum allavega smá Selmu-móment“. hugrun@mbl.is Fáum smá Selmu-móment SPÁMAÐURINN PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON Noregur Norski söngvarinn Alexander Rybak setti stigamet þegar hann söng Noreg til sigurs í síðustu Evróvisjónkeppni. Það er ólíklegt að Didrik Solli-Tangen nái að jafna það, nú eða gera betur, en hann syngur lagið „My Heart Is Yo- urs“ eftir Hanne Sørvaag og Fredrik Kempe. Hanne Sørvaag er norsk söngkona og lagasmiður og samdi til að mynda við þriðja mann lagið „Dis- appear“ sem var framlag Þjóðverja í þarsíðustu Evróvisjónkeppni. „My He- art Is Yours“ sigraði með yfirburðum í undankeppninni í Noregi; fékk tvö- falt fleiri atkvæði en lagið í öðru sæti. Bretland Í síðustu Evróvisjón lögðu Bretar mikið á sig og náðu góðum árangri; fóru frá því að vera á botninum eða með neðstu löndum sex ár í röð og komust í fimmta sæti með lag eftir Andrew Lloyd Webber. Nú er annar þaulreyndur kallaður til, því einn höfunda lagsins „That Sounds Good to Me“, sem Josh Dubovie syngur, er Pete Waterman. Dubovie er bráð- ungur, ekki nema nítján ára gamall, og lítt þekkur í Bretlandi. Þess má geta að skömmu áður en hann sigr- aði í undankeppninni í Bretlandi var honum neitað um þátttöku í X Fac- tor-keppninni og eins komst hann ekki að í Britain’s Got Talent. Frakkland Hjartaknúsarinn Jessy Matador syngur sumarlagið „Allez Ola Olé“ fyrir Frakka. Höfundar lagsins eru H. Ducamin og J. Ballue. Jessy Matador sló í gegn sem dansari fyr- ir átta árum með dansflokknum Les Coeurs Brisés, en sló svo í gegn sem söngvari fyrir tveimur árum. Þj́óðir með fast sæti Sigurvegari síðustu Evróvisjón fær sjálfkrafa sæti í úrslitum næstu keppni og því eru Norðmenn þar. Þær fjórar þjóðir sem borga mest til EBU, sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, Bretland, Þýskaland, Spánn og Frakkland, fara síðan sjálfkrafa í úrslit. Frakkar og Bretar hafa fimm sinnum sigrað í Evró- visjón, Norðmenn þrívegis, Spánverjar tvisvar og Þjóðverjar einu sinni. – Tónlistin sigrar póli- tíkina eins og ætlunin var kannski til að byrja með? „Já ég trúi því og það er nákvæmlega það sem er svo skemmtilegt og fal- legt við þessa keppni. Bissness- menn og bransalið hefur aldrei litið við þessari keppni, ekki séð neitt koma út úr þessu. En nú er það allt að breytast, sér- staklega eins og í fyrra þegar lög úr keppninni fóru að poppa upp á vin- sældalistum víðsvegar um Evrópu en það er vegna þess að fólk er farið að kaupa lögin á iTunes. Það er nýjasta tæknibylting Evr- óvisjón. Í gamla daga þurfti að hafa mikið fyrir því að finna vín- ylplötur með þessum lögum, haldin voru þing fyrir nördana – svona eins og Star Trek-þingin – þar sem hægt var að nálgast þessar gersemar.“ Króatía tekur þetta – En hvaða lag er sigurstrangleg- ast að þínu mati í ár? „Sko,“ segir sérfræðingurinn, japlandi á skonsu. „Músíklega séð er þetta ein lakasta keppnin í mörg ár – og ég er aðdáandi. Í fyrra var hún al- gert æði. Úrslitin í ár, ég skal lofa þér því að þau verða óvænt alveg eins og þegar Finnar unnu með skrímslarokki. Það verða einhver tvö, þrjú lög sem eiga eftir að taka fram úr og þetta verður spennandi.“ – En hver eru þín uppáhalds? „Ef það er eitthvert réttlæti í heiminum vinnur Króatía (viðtalið var tekið áður en undankeppnirnar voru haldnar, Króatía datt út og verður ekki með í aðalkeppninni). Þetta eru þrjár nornir sem syngja lagið, ein dökkhærð, ein ljóshærð og ein rauðhærð eins og nornirnar frá Eastwick. Þetta er einfaldlega góð lagasmíð. Svo fíla ég lagið frá Rúm- eníu, svona diskólag, en á ekkert endilega von á því að það fari eitt- hvað. Annars er enginn af vinum mínum sammála mér um hvað eigi eftir að vinna,“ segir þáttastjórnand- inn ákveðinn og með allt á hreinu. „Það má ekki gleyma því að flestir þeir sem taka þátt í Evróvisjón borga með sér þannig að ef þessi góðu lög komast áfram og þau verða keypt þýðir það að lagahöfundarnir fá kannski eitthvað út úr þessu. Enginn hefur fjármagn til þess að vera með sérhannaða skriðdreka eða sprengingar á sviðinu. Þannig að keppendur borga langflestir með sér fyrir þessar þrjár mínútur.“ Bátnum ruggað – En hvað með þig? Ætlar þú að taka þátt með laginu sem hann Jónsi er búinn að semja fyrir þig? „Jónsi úr Sigur Rós? Já ég þyrfti að heyra það. En það bregst ekki að á hverju ári kemur einhver til mín með Evróvisjónlag.“ – Það vilja sem sagt allir að þú verðir aftur með, en hvað með þig? „Já margir og það er yndislegt,“ segir Páll með auðmýkt. „Og mig langar til þess þegar rétta lagið kemur. Vegna þess að „Minn hinsti dans“ varð að fara á sínum tíma. Það þurfti að rugga bátnum, keppnin var pikkföst og það þurfti að endurskoða allt. Í dag myndi ég fara með keppn- islag, gott og vel uppbyggt lag eins og t.d. lagið sem píurnar frá Króatíu eru með (en komust ekki áfram með, innsk. blm.). Það er einfaldlega það sem ég er að leita að og ég þykist vita hvenær ég er með hittara í höndum og hvenær ekki!“ Spáin er góð – En svona að lokum, Evró- visjónkvöldið þitt á Nasa? „Ef þú hefur ekki komið í Evró- visjónpartíið mitt þá hefurðu ekki lifað! Ég þeyti skífum, spila bara Evróvisjónlög, gömul og ný, og segi eiginlega söguna með tónlistinni. Hápunktur kvöldsins er svo þegar ég treð upp,“ segir Evróvisjónkóng- urinn kinnroðalaust, svona eins og hann sé að lesa upp veðurspána. Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 30/5 aukas. kl. 16:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Víkingaheimar 422 2000 | info@gudridur.com Ferðasaga Guðríðar - aukasýningar í júní Lau 29/5 aukas. kl. 20:00 U Sun 30/5 aukas. kl. 16:00 Ö Fös 4/6 aukas. kl. 20:00 Ö Lau 5/6 aukas. kl. 20:00 Ö Fös 11/6 aukas. kl. 20:00 Ö Lau 12/6 aukas. kl. 20:00 Ö Víkingaheimar, Víkingabraut 1, 260 Reykjanesbæ Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 IÞ, Mbl IÞ, Mbl EB, FblEB, Fbl 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gauragangur (Stóra svið) Sun 30/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00 Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Dúfurnar (Nýja sviðið) Sun 30/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00 Fim 3/6 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00 Faust (Stóra svið) Lau 29/5 kl. 16:00 Síðasta sýn í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Sýningum líkur 27. maí Rómeó og Júlía Vesturports (Stóra svið ) Þri 1/6 kl. 20:00 aukas Mið 9/6 kl. 20:00 aukas Lau 19/6 kl. 20:00 Ný aukas Mið 2/6 kl. 20:00 k.5. Sun 13/6 kl. 20:00 aukas Sun 20/6 kl. 20:00 Ný aukas Sun 6/6 kl. 20:00 k.6. Þri 15/6 kl. 20:00 aukas Þri 8/6 kl. 20:00 aukas Fös 18/6 kl. 20:00 aukas Í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Faust síðasta sýning kl 16 í dag ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Fíasól (Kúlan) Lau 12/6 kl. 13:00 Lau 4/9 kl. 15:00 Sun 12/9 kl. 15:00 Lau 12/6 kl. 15:00 Sun 5/9 kl. 15:00 Lau 18/9 kl. 13:00 Sun 13/6 kl. 13:00 Lau 11/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 15:00 Sun 13/6 kl. 15:00 Lau 11/9 kl. 15:00 Sun 19/9 kl. 13:00 Lau 4/9 kl. 13:00 Sun 12/9 kl. 13:00 Sun 19/9 kl. 15:00 Haustsýningar komnar í sölu! Hænuungarnir (Kassinn) Fös 10/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00 Fim 16/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Haustsýningar komnar í sölu! Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Sun 30/5 kl. 19:00 Lau 5/6 kl. 19:00 Lau 12/6 kl. 19:00 Aukas. Fim 3/6 kl. 19:00 Aukas. Fim 10/6 kl. 19:00 Aukas. Fös 4/6 kl. 19:00 Fös 11/6 kl. 19:00 Aukas. Ath. sýningarnar hefjast kl. 19:00 Af ástum manns og hrærivélar (Kassinn) Fim 3/6 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Listahátíðar í Reykjavík Herra Pottur og ungfrú Lok (Kúlan) Lau 29/5 kl. 13:00 Sun 30/5 kl. 15:00 Lau 5/6 kl. 15:00 Lau 29/5 kl. 15:00 Fim 3/6 kl. 17:00 á frönsku Sun 6/6 kl. 13:00 Sun 30/5 kl. 13:00 Lau 5/6 kl. 13:00 Sun 6/6 kl. 15:00 Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík Rokk (Kassinn) Fim 10/6 kl. 20:00 Athyglisverðasta áhugasýning ársins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.