Morgunblaðið - 01.06.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 01.06.2010, Síða 4
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Óvíst er hvort samstaða næst um samstjórn allra flokka í bæjarstjórn Norðurþings. Farið var yfir helstu mál á fundi flokkanna í gær. Þar kom fram að fulltrúi Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs vildi ræða áform um virkjun og stóriðju í ná- grenni Húsavíkur í sínum hópi áður en haldið yrði áfram. Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hélt í bæjarstjórn Norðurþings, Framsókn bætti við sig manni og hefur fjóra fulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn tapaði manni til Þinglistans sem fyrrverandi bæj- arfulltrúi flokksins leiddi og hefur D- listinn tvo fulltrúa. Samfylking og VG eru með sinn manninn hvor flokkur. Framsóknarflokkurinn ákvað að kanna möguleika á samstjórn allra flokka. „Ég heyrði það á fólki í kosn- ingabaráttunni að það vildi að sveit- arstjórnin reyndi að vinna eins vel saman og hægt væri. Við vildum verða við því kalli,“ segir Gunnlaugur Stefánsson, oddviti framsókn- armanna. Hann vonast til að fulltrúi VG komi sem fyrst að borðinu með hinum framboðunum. Víða eru hafn- ar formlegar eða óformlegar við- ræður um myndum nýrra meirihluta. Framsókn í lykil- stöðu í Ölfusi Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ölfuss klofnaði undir lok kjörtímabilsins og nú fékk sér- framboð undir merkjum A-listans tvo fulltrúa eins og flokksframboðið. Framsóknarflokkurinn er einnig með tvo fulltrúa. Hafnar eru við- ræður á milli fulltrúa Framsókn- arflokksins og A-listans um mögu- leika á myndun meirihluta í bæjarstjórn. Sveinn Steinarsson, oddviti framsóknarmanna, reiknar með að málið skýrist í dag eða á morgun. Meirihluti Framsóknarflokks og Samfylkingar í sveitarstjórn Skaga- fjarðar hélt velli. Viðræður eru hafnar um endurnýj- un samstarfsins. Stefán Vagn Stefánsson, odd- viti framsóknarmanna, segir það eðlilegt fyrsta skref að ræða við Sam- fylkinguna og kanna mögu- leikana. VG hikar vegna stóriðju  Viðræður hafnar um „þjóðstjórn“ í Norðurþingi  Víða lögð drög að samvinnu  Sjálfstæðismenn ræða ekki saman í Ölfusi  B og S í viðræðum í Skagafirði Reykjavík Æ Viðræður um meirihlutamyndun, formlegar og óformlegar S Kópavogur S V X Y Hafnarfjörður S V Grindavík B D Ölfus B A Fjarðabyggð D B Fljótsdalshérað B Á Norðurþing B D S V Fjallabyggð S B Skagafjörður B S Ísafjarðarbær D B Borgarbyggð B S V Akranes S B V Þ (Allir) 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010 Sigrún Björk Jakobsdóttir, oddviti Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að víkja sem oddviti flokksins. Ólafur Jónsson tekur sæti hennar í bæjarstjórn. Í yf- irlýsingu frá í gær segist Sigrún gera þetta í ljósi mikil fylgistaps flokksins í kosning- unum á laugardag, en flokkurinn fékk aðeins einn mann kjörinn, hafði fjóra. Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri hefur einnig sagt af sér. Sigrún hættir sem oddviti á Akureyri Sigrún Björk Jakobsdóttir Hjálmar Sveins- son, sem skipaði fjórða sæti á lista Samfylkingar- innar í Reykja- vík, ætlar ekki að víkja af listanum. Hjálmar sagði í kosningasjón- varpi RÚV að hann myndi taka sér tíma til að meta stöðuna að lokum kosningum eftir tap Samfylkingarinnar í borg- inni. Hann segir að fjölmargir hafi hvatt hann til að halda sæti sínu á listanum og verða þar með fyrsti varaborgarfulltrúi. Tekur fjórða sætið sem varamaður Hjálmar Sveinsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði í gær af sér þingmennsku. Hún ávarpaði þingmenn við sama tækifæri og hvatti þingheim til að taka til endurskoðunar vinnubrögð og vinnulag. „Þeirra sem starfa í stjórnmálum, bíður vandasamt verkefni. Það felst í að gera þær umbætur í samfélag- inu, sem líklegar eru til að lækna sárin sem hrunið hefur valdið. Til að svo megi verða þarf víða að brjóta odd af oflæti og leita eftir megni að því sem sameinar okkur sem manneskjur fremur en því sem sundrar,“ sagði Steinunn Valdís. Vinnubrögð verði endurskoðuð Steinunn Valdís Óskarsdóttir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Óhætt er að segja að Framsóknar- flokkurinn logi stafnanna á milli í borginni. Flokkurinn nánast þurrkaðist út, fékk aðeins 2,7% atkvæða, og skýrði Einar Skúlason, oddviti flokksins, útkomuna meðal annars með því að bandamenn forvera hans, Óskars Bergssonar, hefðu ekki stutt kosn- ingabaráttuna. Mikil sárindi urðu í kjölfar odd- vitaskiptanna í haust en þrátt fyrir það telur Óskar gagnrýni Einars á flokksbræður sína ósanngjarna. Margir sem höfðu ekki trú á framboði Einars „Ummælin eru ósanngjörn gagn- vart þeim sem studdu Einar í barátt- unni. Hins vegar verður að segjast að það voru margir sem höfðu ekki trú á framboðinu eftir oddvitaskipt- in.“ Óskar telur jafnframt að Einar hafi beitt óeðlilegum aðferðum til að ná oddvitastöðunni en hann hafi þá verið skrifstofustjóri þingflokksins. „Það er ekki rétt hjá Einari að þetta hafi verið prófkjör. Þetta var kjörfundur þar sem við áttum ekki von á því að það yrði barist um odd- vitasætið. Við ákváðum að halda kjörfund þar sem við hleyptum öll- um flokksbundnum félagsmönnum að til að raða á listann og undirbúa málefnaskrána fyrir vorið. Við ætl- uðum að hafa tíma fyrir okkur. Hans framboð kom í rauninni ekki fram fyrr en kjörskráin var lokuð. Þannig að ég hafði aldrei tök á að safna liði á móti honum. Því var ekki um raunverulegt prófkjör að ræða heldur var þetta kjörfundur sem endaði með allt öðrum hætti en lagt var upp með,“ segir Óskar. Guðni Ágústsson, fyrrverandi for- maður Framsóknar, er ekki í vafa um að harðvítug prófkjörsbarátta Einars Skúlasonar og lokaðrar klíku í flokknum á bandi hans hafi skaðað flokkinn í sveitarstjórnarkosningun- um. Uppskáru eins og þeir sáðu „Þegar menn hiklaust í lokuðu og vitlausu prófkjöri slátra sínum besta manni, þá uppskera þeir með þess- um hætti. Óskar friðaði Reykjavík af miklum átökum sem voru og þeim var að ganga það mjög vel, honum og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Þetta eru afleiðingarnar af því áfalli að fórna honum, fyrst og fremst. Þetta var aðför að manni í lokuðu prófkjöri sem var varla lög- legt, alla vega siðlaust. Ég heyrði um það talað að á 12. stundu hefði klíkan á bandi Einars Skúlasonar komið með 200-300 nöfn og menn áttu eng- ar varnir,“ segir Guðni sem telur flokkinn þurfa að skerpa línurnar til að laga stöðuna á landsvísu. Reykvíkingar létu glepjast af lýðskrumi Guðni harmar að kjósendur í borginni skuli hafa látið glepjast af lýðskrumi og „Silvíar Nótt-heil- kenni“, þar sem verið sé að hæðast að áhorfandanum án þess að hann átti sig á því. „Ég hef trú á því að Jón Gnarr sé að búa til heimskvikmynd um það þegar aulinn hertekur heila borg. Ég held að hann sé að leika. Hann er borgarlistamaður og hefur fengið peninga til að gera kvikmynd og hún snýst um það þegar aulinn tekur borg og verður borgarstjóri. Hann er miklu greindari og snjall- ari maður en hann birtist í viðtals- þáttum. Honum datt aldrei í hug að hann næði þessum árangri.“ Framsókn gekk klofin út á vígvöllinn  Einar Skúlason sakaður um óheilindi í oddvitaslag Framsóknar  Fyrrverandi formaður Fram- sóknar telur flokkinn hafa „slátrað sínum besta manni“ í borginni  Telur Jón Gnarr vera í gamanmynd Óskar Bergsson Guðni Ágústsson „Ég nenni ekki að sitja í minni- hluta. Ef maður tapar þá fer maður út,“ segir Ólafur Rögn- valdsson sem hættir í bæj- arstjórn Snæfellsbæjar nú að loknum kosningum eftir 28 ára samfellda setu í sveitarstjórn Neshrepps og Snæfellsbæjar, all- an tímann í meirihluta. Ólafur hættir þó ekki vegna þess að hann hafi fallið því hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs en Rögnvaldur sonur hans tók við baráttusætinu og Sjálfstæðis- flokkurinn vann mikinn meiri- hluta. Ásbjörn Óttarsson þingmaður hætti einnig, eftir 15 ára starf. Minnihlutinn lagði mikið undir. Magnús Stef- ánsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, var í baráttusæti lista hans og bæjarstjóraefni. Sjálf- stæðismenn fengu tæp 60% at- kvæða og J-listinn rúm 40%. Kristinn Jónasson verður því áfram bæjarstjóri. Hlutirnir snerust við í Stykkis- hólmi. Þar náði L-listinn meiri- hlutanum sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur haft samfellt í 36 ár. Munaði sex atkvæðum. „Þetta er góð tilfinning og gaman að fá að spreyta sig á þessu frá hinni hliðinni,“ segir Davíð Sveinsson, bæjarfulltrúi L- listans, sem hefur átt sæti í bæjarstjórn í 20 ár og allan tím- ann í minnihluta. Hann segir að eitt helsta tromp listans hafi verið að stilla ungri konu, Gyðu Steinsdóttur, upp sem bæjarstjóraefni. helgi@mbl.is Reynslubolti hættir eftir 28 ár ÓLÍKT HLUTSKIPTI FRAMBOÐANNA Á SNÆFELLSNESI Davíð Sveinsson Ólafur Rögnvaldsson „Auðvitað hef- ur maður áhyggjur af því að fylgið sé ekki meira. Við fengum um tíu prósenta fylgi í alþingiskosn- ingunum í vor, hér í borginni. Auðvitað hlýtur maður fyrst og fremst að skoða þá tölu og stefna að því að jafna árang- urinn í alþingiskosningunum og bæta við,“ sagði Einar Skúlason, oddviti Framsóknar í borginni, í samtali við Morg- unblaðið 4. des. sl. Annað kom á daginn. Stefndi hátt BROSTNIR DRAUMAR Einar Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.