Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 íþróttir Þjálfararnir Fjórir af þjálfurunum 12 í efstu deild karla eru í fullu starfi. Kennarastarfið er „draumadjobbið“ samhliða þjálfuninni. Tannlæknir og atvinnubílstjóri í hópnum. 4 Íþróttir mbl.is „Við ætlum ekki að láta þetta verða jafnerfitt og síðast en til þess þurfum við mikið betri leik. Markmiðið er að skora sem fyrst og brjóta þær niður en það get- ur vel verið að þeim takist að halda aftur af okkur með jafn- góðum árangri og í fyrri leiknum. Þá er mikilvægt að við sýnum kar- akter og höldum áfram á fullu allar 90 mínúturnar,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, framherji ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær um leikinn gegn Norður-Írum á morgun. „Þetta verður miklu skemmti- legra en þessir HM-leikir, þeir enda allir bara með jafntefli og fáum mörkum. Ég lofa því að það verður ekki jafntefli á laugardaginn og ef fólk vill sjá skemmtilegan leik þá mætir það í Laugardalinn.“ Hún er ánægð með gengi sitt og Kristianstad í Svíþjóð að und- anförnu. „Okkur gengur bara vel þannig séð, þó það hafi verið smá hikst í síðustu leikjum. Ég fíla mig vel þessa dagana en er að ná að vinna mig úr þessum meiðslum og á eftir að skora oftar og meira þegar fram í sækir. Mér gengur vel að nýta þau færi sem ég hef fengið og það er bara mikilvægt uppá framhaldið fyrir landsliðið að ég sé „heit“. Ég er volg þessa dagana,“ sagði Margrét Lára. sindris@mbl.is „Lofa því að við gerum ekki jafntefli“ Margrét Lára Viðarsdóttir Phil Mickelson byrjaði ekki vel á fyrsta hring opna bandaríska meistaramótsins í golfi í gærkvöldi en það fer fram á hinum fræga Pebble Beach velli í Kaliforníu. Mickelson sem sigraði á fyrsta risamóti ársins, lék á fjórum yfir pari. Þess ber þó að geta að skorið er ávallt hærra á opna bandaríska mótinu en öðrum mótum hjá bestu kylfingum heims. Á meðal þeirra sem léku vel má nefna Kanadamanninn Mike Weir sem lék á höggi undir pari. Það gerðu einnig Englendingurinn lit- ríki Ian Poulter og Kóreubúinn kraftalegi K.J. Choi. Luke Donald var á meðal þeirra sem léku á parinu. kris@mbl.is Slæm byrjun hjá Mickelson Phil Mickelson Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is Það fór ekki mikið fyrir þeirri frétt á dögunum þegar danska stórskyttan Mikkel Hansen ákvað að yfirgefa spænska stórliðið Barcelona, til þess að ganga í raðir danska félagsins AG í Kaupmannahöfn. AG er nýtt félag sem er samansett úr tveimur Kaup- mannahafnarfélögum. Annars vegar FCK, liði Arnórs Atlasonar og hins vegar AG Handbold, sem spólað hef- ur upp um tvær deildir á tveimur ár- um. Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari var nýlega ráðinn íþrótta- stjóri AG, en félagið verður formlega til í sumar. Snorri Steinn Guðjónsson gengur til liðs við félagið í sumar en AG hefur auk þess tryggt sér starfs- krafta Ólafs Guðmundssonar en hann gengur í raðir félagsins sumarið 2011. Morgunblaðið hitti Hansen að máli í Laugardalshöllinni á dögunum, eftir fyrri vináttuleik Íslendinga og Dana. „Nei, ég held ekki að þetta sé skref niður á við. Kannski má halda því fram þar sem AG verður ekki í Evr- ópukeppni á fyrsta tímabili. Ég held hins vegar að AG-liðið verði mjög gott og þetta er mjög spennandi verkefni. Ég vonast til að við verðum orðnir eitt sterkasta lið Evrópu á næstu tveimur til þremur árum. Ég tel það vera raunhæft og það er áhugavert verkefni að koma liðinu í fremstu röð. Það er helsta ástæða þess að ég ákvað að skipta um félag. Eins og staðan er núna þá gæti mað- ur spilað í hærri gæðaflokki með Barcelona en með tímanum vonast ég til að við getum búið til eitthvað gott og spennandi fyrir handboltaunn- endur í Danmörku. Ég hlakka til að spila fyrir félagið því metnaðurinn er mikill,“ sagði Hansen þegar Morg- unblaðið spurði hann hvort það væri skref niður á við að fara heim til Dan- merkur frá Barcelona. Hansen er 23 ára og þykir einn hæfileikaríkasti leikmaður sem kom- ið hefur fram á sjónarsviðið í Dan- mörku og er spáð glæstri framtíð í handboltanum. Hansen sagðist þekkja vel til Íslendinganna. „Þarna verða þrír Íslendingar og ég hlakka til að vinna með þeim. Ég þekki Snorra og spilaði með honum í GOG. Arnór hefur náttúrlega spilað í Kaup- mannahöfn og ég þekki auðvitað til hans. Ég hef auk þess rætt við nokkra leikmenn GOG um Guðmund sem ég kannast raunar einnig við,“ sagði Hansen við Morgunblaðið. AG eitt besta lið Evrópu?  Mikkel Hansen bjartsýnn á að AG nái langt  Spilar með Snorra og Arnóri með Guðmund sem yfirmann  Hlakkar til að vinna með Íslendingunum Efnilegur Mikkel Hansen er ungur en þegar einn sá besti hjá Dönum. Kvennalandsliðið í knattspyrnu býr sig undir tvo leiki í undankeppni HM á Laugardalsvellinum á næstu dög- um. Sá fyrri er gegn Norður-Írum á morgun og Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði sagði við Morgunblaðið í gær að það yrði langt frá því að vera auðveldur leikur. Ísland vann fyrri leikinn á Norður-Írlandi í haust, 1:0. „Mér fannst þær norður-írsku sprækar á sínum heimavelli en við vorum líka langt frá því að sýna okk- ar besta. Keppnistímabilið var að klárast og kannski komin einhver þreyta í mannskapinn, en ég held að þó staðan sé ekki þannig núna þá verði þetta alls ekki auðveldur leikur. Við verðum að mæta klárar í slaginn. Það er alltaf fjör á Laugardalsvellinum hjá okkur. Við ætlum að spila mjög góðan leik og gera hvað við getum til að ná í þrjú stig. Við hittumst í gær og það er langt síðan maður hefur séð suma hérna. Gamlir leikmenn eru mættir aftur eins og Málfríður Erna [Sigurðardóttir], og svo eru nokkur ný andlit sem gaman er að sjá og það er gaman að vita hvað við eigum efnilega leikmenn,“ sagði Katr- ín. Mætum í miklu betri gír Nafna hennar, Katrín Ómarsdóttir, er viss um að ís- lenska liðinu gangi betur að þessu sinni. „Ég held að við mætum í miklu betri gír núna. Í fyrra þegar við mættum þeim var EM tiltölulega ný- lokið og keppnistímabilinu einnig, þannig að það voru allir þeyttir. Nú eru ferskir fætur á ferðinni og ég held að þetta verði mun betra hjá okkur. Það eru allir á miðju tímabili með sínum félagsliðum og þar af leið- andi í toppstandi. Svo erum við á heimavellinum okkar og hér erum við alltaf góðar,“ sagði Katrín Ómars- dóttir, sem skoraði sigurmarkið í Belfast. Leikur liðanna hefst klukkan 16 í Laugardalnum. Ísland er sem kunnugt er í hörðum slag við Frakka um sigur í riðlinum og verður að vinna á morgun og aftur gegn Króötum á þriðjudagskvöld til að eiga möguleika á að skáka þeim. sindris@mbl.is „Alltaf fjör á Laugar- dalsvelli“ Morgunblaðið/hag Katrín og Katrín Þær voru brosmildar í baráttunni um boltann á landsliðsæfingunni í gær, Katrín Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir. Íslenska liðið mætir því norður-írska á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.