Morgunblaðið - 18.06.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 18.06.2010, Síða 4
viðhorf til framfara í fótboltanum síðustu tíu ár, hvað varðar leikskiln- ing og tæknifærni. Svo var ég með erindi á ársþingi KSÍ um þetta mál,“ sagði Willum. Gulli garfar í heimasíðunni Félagslið á Íslandi eru áhuga- mannalið og flestir leikmenn í dag- vinnu svo æfingar eru oftast eftir 5 á daginn. Þjálfararnir fjórir sem ekki eru í annarri vinnu segjast þó hafa í nógu að snúast yfir daginn. Heimir Guðjónsson þjálfari FH- inga er til dæmis með bestu leik- menn úr 2. og jafnvel 3. flokki á sér- æfingum fyrripart dags, og Gunn- laugur Jónsson þjálfari Vals sinnir þeim flokkum einnig auk þess að garfa í heimasíðu Valsmanna! Guðmundur Benediktsson hefur getið sér gott orð sem sjónvarpslýs- andi síðustu misseri og lýsir fjölda leikja fyrir Stöð2Sport og Stöð2- Sport2. Nokkrir úr hópnum hafa komið að slíkum lýsingum sem að- stoðarmenn. Ólafur Örn Bjarnason, nýráðinn þjálfari Grindvíkinga, er svo í frek- ar sérstakri stöðu í dag því hann er enn leikmaður Brann í Noregi og verður það til loka júlí. Að því loknu mun hann verða spilandi þjálfari Grindavíkur. „Þetta eru algjör sauðnaut“ Þrír þjálfaranna eru í vinnu sem við fyrstu sýn virðist ekkert tengj- ast fótbolta. Heimir Hallgrímsson er tannlæknir á eigin stofu í Vest- mannaeyjum, vinnur þar fyrir há- degi á sumrin, og hlýtur því að hafa efni á smá menntahroka í garð hinna þjálfaranna, eða hvað? „Þetta eru náttúrulega algjör sauðnaut, allir hinir,“ sagði Heimir grafalvarlegur. „Nei, ég tel mig nú ekkert vitrari en hina,“ bætir hann svo við skellihlæjandi enda með húmorinn í lagi eins og Eyjamanna er siður. Bitnar á fjölskyldulífinu Með því að vinna á tannlækna- stofu fyrir hádegi og þjálfa eftir há- degi hefur Heimir sáralítinn tíma fyrir sjálfan sig og það sama má segja um Ólaf Þórðarson þjálfara Fylkis sem á og rekur Bifreiðastöð ÞÞÞ í samvinnu við bróður sinn. Þá er Andri Marteinsson þjálfari Hauka starfsmaður hjá Útflutnings- ráði Íslands í fullu starfi árið um kring. „Þetta gengur alveg en bitnar auðvitað á fjölskyldulífinu,“ sagði Andri og flestir þjálfaranna taka reyndar í nákvæmlega sama streng. „Í þjálfarastarfinu 24/7“  Fjórir úrvalsdeildarþjálfarar í fullu starfi  Tannlæknir, atvinnuknattspyrnumaður og atvinnubílstjóri í hópnum  Kennarastarfið er „draumadjobbið“ samhliða þjálfuninni Morgunblaðið/Golli Aldursforsetinn Logi Ólafsson er elstur þeirra sem nú þjálfa í efstu deild. BAK VIÐ TJÖLDIN Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það færist sífellt í vöxt að þjálfarar félagsliða hér á Íslandi einbeiti sér alfarið að því að þjálfa liðin sín, það er að segja sinni ekki annarri vinnu samhliða. Ef rýnt er í upplýsingar um þjálfara Pepsi-deildar karla, sem sjá má hér í opnunni, sést að nú eru þeir fjórir sem bera eingöngu starfstitilinn þjálfari. Það eru þjálf- arar Fram, Vals, FH og Breiða- bliks. Reynsluboltarnir kenna Aðrir sinna, ýmist líkri eða ólíkri, vinnu samhliða. Reynsluboltarnir í hópnum, Logi Ólafsson þjálfari KR og Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar, eru til að mynda báðir íþróttakennarar sem þeir segja að sé hið fullkomna starf til að vinna með þjálfuninni. „Við erum í draumadjobbinu. Yfir keppnistímabilið er nánast alveg frí í skólunum en auðvitað skarast þetta aðeins. Þetta passar mjög vel saman,“ sagði Bjarni sem starfar við svokallaða afreksbraut hjá Borgarholtsskóla. Willum Þór Þórsson hjá Keflavík er þriðji kennarinn í hópnum en hann færði sig fyrir þremur árum upp í Háskólann í Reykjavík þar sem hann kennir á íþróttafræðisviði um stjórnun, fjármál og fótbolta. Hann segir þjálfarastarfið og kennsluna fara vel saman og nefnir gott dæmi. „Maður er náttúrlega í þjálfara- starfinu 24/7, en þessi störf má nýta í báðar áttir. Ég gerði til dæmis könnun á meðal þjálfara í vetur um 4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 Þjálfararnir í Pepsideildinni spanna 20 ára aldursbil. Þrír þeir yngstu eru allir 35 ára og gætu því vel verið enn að spila fótbolta. Svo er reyndar með Ólaf Örn Bjarnason Grindvíking sem er atvinnumaður í Noregi, og Guðmundur Benediktsson gæti átt eftir að leika með Sel- fossi í sumar. Gunnlaugur Jóns- son hjá Val er hins vegar hætt- ur. Logi Ólafsson hjá KR er 55 ára aldursforseti og Bjarni Jó- hannsson er þremur árum yngri. Að þeim undanskildum hefur Andri Marteinsson þjálf- ari Hauka, sem spilaði með fjöl- mörgum liðum á sínum tíma, spilað með eða á móti öllum hin- um þjálfurunum, svo það má vera ljóst að þeir tilheyra svip- aðri kynslóð. „Ég spilaði með Óla Þórðar og Þorvaldi í landsliðinu, Will- um hjá KR, og Óla Kristjáns hjá FH. Svo spilaði ég á móti Heimi Guðjóns og Heimi Hall- gríms, Gulla Jóns, Luka Kostic (innsk. nýhættur með Grinda- vík) og Gumma Ben sem reynd- ar fiskaði á mig víti á sínum tíma,“ sagði Andri og fleiri þjálfarar Pepsideildarinnar hafa eflaust svipaða sögu að segja. Andri spilaði sjálfur oftast sem miðjumaður á sínum tíma en nær allir þjálfararnir í deild- inni voru miðjumenn eða varn- armenn sem leikmenn. Guð- mundur Benediktsson var þó sóknarmaður eins og allir vita en enginn markvörður er í hópnum. sindris@mbl.is Andri spilaði með eða á móti nán- ast öllum Bjarni Jóhannsson Aldur: 52 ára. Starf: Þjálfari Stjörnunnar og íþróttakennari við Borgar- holtsskóla. Þjálfaraferill: Tók við Stjörnunni haustið 2007 en þjálfaði áður Þrótt Neskaupstað, Tindastól, Grindavík, Breiðablik, ÍBV og Fylki auk þess að vera aðstoðar- þjálfari Eyjólfs Sverrissonar hjá íslenska karlalandsliðinu. Bjarni gerði ÍBV að Íslandsmeistara 1997 og 1998. Lék með: Þrótti Neskaupstað, Íþróttabandalagi Ísafjarðar, KA og Tindastóli. Lék sem: Vinstri bakvörður eða miðjumaður. Ólafur Þórðarson Aldur: 44 ára. Starf: Þjálfari Fylkis og annar eigandi Bifreiðastöðvar ÞÞÞ þar sem hann vinnur á daginn allt árið um kring. Þjálfaraferill: Tók við Fylki á nýjan leik haustið 2008 en hefur einnig þjálfað ÍA, sem hann gerði að Íslandsmeistara 2001, og Fram. Lék með: ÍA, Brann (Noregi), Lyn (Noregi) og Fylki. Lék 72 A-landsleiki og skoraði 5 mörk. Lék sem: Miðjumaður. Guðmundur Benediktsson Aldur: 35 ára. Starf: Þjálfari hjá Selfossi og sjónvarpslýsandi hjá Stöð2Sport og Stöð2Sport2 í hlutastarfi. Þjálfaraferill: Tók við Selfossi haustið 2009. Lék með: Þór, Geel (Belgíu), Ekeren (Belgíu), KR og Val, og gæti leikið með Selfossi. Lék 10 A-landsleiki og skoraði 2 mörk. Lék sem: Sóknarmaður. Logi Ólafsson Aldur: 55 ára. Starf: Þjálfari KR og íþrótta- kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þjálfaraferill: Logi tók við KR í júlí 2007 en hafði áður þjálfað kvennalið Vals, Víking R., kvennalandsliðið, ÍA, karlalands- liðið og FH. Hann gerði Víkinga að Íslandsmeisturum 1991 og ÍA að Íslandsmeistara 1995. Lék með: FH í meistaraflokki. Lék sem: Bakvörður og kant- maður fyrstu árin en síðar sem framherji, miðjumaður og í lokin semmiðvörður. Andri Marteinsson Aldur: 44 ára. Starf: Þjálfari Hauka og starfs- maður Útflutningsráðs Íslands árið um kring. Þjálfaraferill: Andri tók við Haukum haustið 2006 en hafði fram að því þjálfað yngri flokka víða og lengi auk þess að vera spilandi þjálfari Fjölnis um skamma hríð 1995. Lék með: FH, Leiftri, Fylki, Þór A., Fjölni, Lyn (Noregi), Víkingi R. og KR. Lék 20 A-landsleiki og skoraði eitt mark. Lék sem: Sóknarsinnaður miðjumaður með félagsliðum en flesta landsleiki sem bakvörður. Ólafur Örn Bjarnason Aldur: 35 ára. Starf: Þjálfari Grindavíkur og leikmaður norska úrvalsdeildar- félagsins Brann til 25. júlí. Þjálfaraferill: Tók við Grindavík um síðustu mánaðamót. Lék með: Grindavík, Malmö (Svíþjóð) og Brann (Noregi) þar sem hann leikur enn. Hefur leikið 27 A-landsleiki. Lék sem:Miðjumaður og síðan miðvörður. Þorvaldur Örlygsson Aldur: 43 ára. Starf: Þjálfari hjá Fram. Þjálfaraferill: Tók við Fram haustið 2007. Þjálfaði áður KA og Fjarðabyggð. Lék með: KA, Paderborn (V- Þýskalandi), Nottingham Forest, Fram, Stoke og Oldham. Lék 41 A-landsleik og skoraði 7 mörk. Lék sem: Sóknarsinnaður miðjumaður. Gunnlaugur Jónsson Aldur: 35 ára. Starf: Þjálfari hjá Val. Þjálfaraferill: Tók við Val síðastliðið haust eftir að hafa þjálfað Selfoss í fyrrasumar. Lék með: ÍA, Uerdingen (Þýska- landi), Kongsvinger (Noregi), Örebro (Svíþjóð), Motherwell (Skotlandi), KR og loks Selfossi. Lék 12 A-landsleiki. Lék sem:Miðvörður. Heimir Hallgrímsson Aldur: 43 ára. Starf: Þjálfari ÍBV og tannlæknir á eigin stofu í Vestmannaeyjum. Þjálfaraferill: Hefur þjálfað meistaraflokka ÍBV, bæði karla og kvenna, og hefur verið með karlaliðið samfleytt frá því í ágúst 2006. Lék með: ÍBV alla sína tíð. Lék sem: Miðvörður. Willum Þór Þórsson Aldur: 47 ára. Starf: Þjálfari Keflavíkur og kennari við Háskólann í Reykja- vík, í kennslufræða- og lýð- heilsudeild á íþróttafræðisviði. Þjálfaraferill: Tók við Keflavík í haust en hóf þjálfaraferilinn með Þrótti R. og tók svo við Haukum, KR og Val og gerði tvö síðast- nefndu að Íslandsmeisturum. Lék með: KR, Breiðabliki og Þrótti R. Lék sem: Miðjumaður en hóf ferilinn sem framherji. Ólafur Helgi Kristjánsson Aldur: 42 ára. Starf: Þjálfari Breiðabliks. Þjálfaraferill: Tók við Blikum sumarið 2006 en var áður þjálfari Fram og enn áður aðstoðarþjálfari hjá AGF í Árósum og þjálfari unglingaliðs danska félagsins. Lék með: FH, KR og AGF. Lék 14 A-landsleiki. Lék sem: Vinstri bakvörður. Heimir Guðjónsson Aldur: 41 árs. Starf: Þjálfari FH. Þjálfaraferill: Tók við FH haustið 2007 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari þar í tvö ár og gerði liðið að Íslandsmeistara 2008 og 2009. Lék með: ÍA, KR, KA, TG München (Þýskalandi) og FH. Lék 6 A-landsleiki. Lék sem: Miðjumaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.