Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 26
2. NÓVEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR4 BANKAR Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Bankar mega einungis eiga fyrir- tæki í óskyldri starfsemi í 12 mán- uði án þess að leita eftir undan- þágu vegna þess eignarhalds hjá Fjármálaeftirlitinu (FME). Slíkar beiðnir hafa borist FME en eftir- litið hefur enn sem komið er ekki beitt neinum viðurlögum, til dæmis í formi dagsekta, gegn bönkum vegna seinagangs í að selja hluti þeirra í fyrirtækjum. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi verið í eigu banka, eða dótturfélaga þeirra, í meira en 30 mánuði. Frá 25. júní síðastliðnum hefur FME framkvæmt virkt eftirlit með eignarhaldi banka á fyrirtækjum í óskyldum rekstri. Gunnar Ander- sen, forstjóri FME, segir að eftir- litið eigi að hraða því ferli að bank- arnir losi um þessa eignarhluti. Dragist ferlið mikið lengur gæti það leitt til þess að viðurlögum verði beitt. Í fangi banka Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um stöðuna á samkeppnismark- aði eftir bankahrun á undanförn- um dögum. Þar hefur komið fram að stærstu viðskiptabankarnir, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki, hafa fengið stóran hluta af mikilvægustu samkeppn- ismörkuðum landsins í fangið eftir bankahrun. Lögum um fjármálafyrirtæki var breytt í fyrra á þann veg að „viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum er því aðeins heimilt að stunda aðra starfsemi [...] sé það tímabundið og í þeim tilgangi að ljúka viðskiptum eða til að endurskipuleggja starf- semi viðskiptaaðila [...] skal end- urskipulagningu lokið áður en 12 mánuðir eru liðnir frá því að starf- semi [...]hófst.“ FME fylgist vel með Gunnar segir að FME fylgist vel með öllum vandamálum sem eru til staðar í eignasöfnum bank- anna. „Við fáum skýrslur frá bönkunum tvisvar á ári þar sem er yfirlit yfir öll félög sem þeir eiga. Síðan köllum við eftir sér- stökum greinar gerðum ef beðið er um undanþágu frá þeim tíma- Fjármálaeftirlitið tilbúið að beita banka viðurlögum Bankar mega einungis eiga fyrirtæki í óskyldum rekstri í eitt ár. Dæmi um að bankar hafi átt fyrirtæki í rúma 30 mánuði. FME er tilbúið að beita viðurlögum ef með þarf. Þau gætu meðal annars verið í formi dagsekta. FORSTJÓRINN Gunnar Ander- sen segir að eftirlitið hafi þegar móttekið nokkrar beiðnir um undan- þágu frá lögunum. FME starfræki virkt eftirlitskerfi hvað það varði og krefjist ítarlegs rökstuðnings með slíkum beiðnum. Fjárhagsleg endurskipulagning bankanna Þau fyrirtæki á samkeppnismarkaði sem hafa líklega fengið mesta fyrirgreiðslu allra eru stóru viðskiptabankarnir þrír: Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki. Þeir fengu allir nýja kennitölu, erlendar skuldir upp á þúsundir milljarða króna voru skildar eftir í þrotabúum forvera þeirra, þúsundir milljarða króna í eignum voru fluttir með lagasetningum til þeirra og margir samkeppnisaðilar, meðal annars flestir sparisjóðir, urðu gjaldþrota. Þá voru sett gjaldeyrishöft sem tryggja það að erlendir aðilar, hefðu þeir áhuga, geta ekki hafið fjármálastarfsemi á Íslandi vilji þeir geta flutt fé sitt aftur úr landi. SAMKEPPNI FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA Gríðarleg fákeppni ríkir á bankamarkaði Samkeppniseftirlitið óskaði eftir ítarlegum upplýsingum frá viðskiptabönkunum til að geta metið markaðshlutdeild þeirra við gerð skýrslu sinnar „Samkeppni eftir hrun“. Samkvæmt niðurstöðu hennar voru stóru bankarnir þrír með 80-95% markaðshlutdeild í útlánum til heimila og 85-100% markaðshlutdeild í útlánum til fyrirtækja um mitt þetta ár. Næstur á eftir þeim kom Byr með 10-15% markaðshlutdeild á meðal heimila og 5-10% á meðal fyrirtækja. Byr mun sameinast Íslandsbanka fyrir lok þessa árs og styrkja þar með stöðu hinna þriggja stóru á markaðinum. Samkvæmt mati Samkeppniseftirlitsins er MP Banki með 0-5% markaðshlutdeild í útlánum til bæði heimila og fyrirtækja og aðrir, sem eru litlir sparisjóðir, með 0-5% einnig. Fyrirséð er að eignarhlutur í fimm minni sparisjóðum sem nú er í eigu ríkisins, og vistaður í Bankasýslu þess, muni vera seldur. Heimildir Fréttablaðsins herma að búist sé við því að væntanlegir kaupendur verði starfandi viðskiptabankar á Íslandi. ramma. Það hefur eitthvað verið beðið um slíkar undanþágur. Bankarnir þurfa þá að rökstyðja hvers vegna þeir ættu að fá undan- þágu og ýmsar aðrar kröfur eru gerðar til þeirra, til dæmis varð- andi uppgjör og ársreikninga þessara fyrirtækja. Þannig að við erum með þetta eftir litskerfi hvað þetta varðar. Það á að hraða því ferli að bankarnir losi þessa eign- arhluti.“ Gætu beitt viðurlögum Gunnar segir FME ekki hafa beitt neinum viðurlögum vegna þessa, enn sem komið er. „Það er ekki það langt síðan þessu kerfi var komið á. En ef þetta ferli dregst mikið lengur, án þess að við fáum góðar skýringar á því, þá gæti það leitt til þess að við beittum við- urlögum. Það gæti verið allt frá dag- sektarferli í hærri eiginfjárkröfur.“ FME efndi nýverið til kynningar á hálfsársuppgjöri viðskiptabank- anna. Þar kom meðal annars fram að um mitt þetta ár, tæpum þrem- ur árum eftir bankahrun, væru enn 14,4% af útlánum bankanna í van- skilum. Í framsögu eftir litsins kom fram að hjá góðu útlánasafni séu vanskilalán 1-2% af bókfærðu virði útlána. Því er það mat FME að van- skil útlána séu of há hérlendis, sem þýðir að enn sé til staðar töluverð þörf á afskriftum lána innan banka- kerfisins. Það mat er í takti við þá skoðun Samkeppniseftirlitsins að 29% fyr- irtækja séu í það slæmri stöðu að þau ráði ekki örlögum sínum, held- ur séu þau í höndum bankanna. Því hafi þeir ægivald yfir þessum fyrir- tækjum. VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS ICELAND CHAMBER OF COMMERCE Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands Föstudaginn 4. nóvember 2011 kl. 8:15-10:00 í Norðurljósum, Hörpu HÁIR VEXTIR EÐA VERÐBÓLGA - ER ÞAÐ EINA VALIÐ? Nánari upplýsingar og skráning á: www.vi.is Aðalræðumaður er Már Guðmundsson, seðlabankastjóri - Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður Fundurinn er haldinn í tilefni af útgáfu Peningamála Seðlabankans, þar sem kynnt er fyrsta spá bankans eftir að efnahagsáætlun Íslands og AGS rann sitt skeið í lok ágúst Heildareignir íslenskra innláns- stofnana voru 2.846 milljarðar króna í lok september síðastlið- ins. Þar af námu innlendar eignir þeirra 2.540 milljörðum króna. Af þeirri upphæð voru útlán og kröfur 1.725 milljarðar króna. Söluhæfar fjáreignir bankanna voru metnar á 125,7 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands um eignir og skuldir íslenskra inn- lánsstofnana. Í lok september 2008, nokkrum dögum áður en íslenska fjármála- kerfið hrundi, mátu innlánsstofn- anir eignir sínar á um 14.900 milljarða króna. Í dag eru eignir banka því tæp 17% af bókfærðu eignasafni þeirra fyrir hrun. Eignir innlánsstofnana Bankar eiga 2.846 milljarða SEÐLABANKI ÍSLANDS Innlendar eignir í bankanum námu 2.540 milljörðum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, annar eigandi Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi, fékk á dögunum viður- kenningu frá alþjóðlegu samtök- unum The International Alliance of Women (TIAW). Viðurkenn- inguna fékk hún fyrir fræðslu, hvatningu og stuðning í þágu kvenna í frumkvöðlastarfsemi. Afhending viðurkenningarinnar fór fram í Washington nýverið þar sem alls 100 konur hvaðan- æva úr heiminum voru verðlaun- aðar. Auk þess að eiga og reka Pizza Hut ásamt Pétri Jónssyni leið- ir Þórdís fjárfestingarfélagið Naskar ehf. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Fékk TIAW viðurkenningu ALÞJÓÐLEGT Viðurkenningin var afhent í Washington.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.