Fréttablaðið - 21.12.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 21.12.2011, Síða 12
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR12 Metal Íslensk hönnun Íslenskt handverk Stefán Bogi gullsmiður Metal design • Skólavörðustígur 2 • sími 552 5445 VIÐSKIPTI Framtakssjóður Íslands (FSÍ) hélt eftir um 240 milljónum krónum af eignum Húsasmiðjunn- ar þegar hann seldi fyrirtækið til dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma á mánudag. Samkvæmt upp- lýsingum frá sjóðnum var þetta gert til að tryggja skaðleysi hans fyrir tveimur mögulegum skuldbinding- um gagnvart íslenskum yfirvöldum sem Húsasmiðjan stendur frammi fyrir að þurfa mögulega að greiða. Verði Húsasmiðjunni gert að greiða skuldbindingarnar munu þær fyrst dragast frá kaupverði Bygma, 800 milljónum króna. Ef það dugar ekki til munu eignirnar sem FSÍ hélt eftir fara upp í skuldina. Ann- ars vegar snýst málið um mögulega endurálagningu opinberra gjalda vegna meintra skattalagabrota. Hins vegar er um mögulega sekt vegna meints samkeppnisbrots að ræða. Bygma keypti Húsasmiðjuna á mánudag og á að greiða fyrir 800 milljónir króna í reiðufé ásamt því að taka yfir 2,5 milljarða króna skuldir fyrirtækisins. Í tilkynningu frá FSÍ vegna sölunnar kom fram að afrakstur sölunnar myndi renna til eigenda sjóðsins í samræmi við reglur hans og samþykktir. Þar segir einnig: „ekki er á þessari stundu ljóst hversu há sú upphæð verður þar sem seljandi mun halda eftir ábyrgð á tveimur mögulegum skuldbindingum gagnvart íslensk- um yfirvöldum, sem urðu til áður en FSÍ eignaðist fyrirtækið“. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú endurálagning gæti numið allt að 700 milljónum króna. Ástæðu endurálagningarinnar má rekja til þess þegar félag í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar keypti Húsasmiðjuna sumarið 2002 ásamt Baugi Group, fjárfestingarfélagi í meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjöl- skyldu. Félagið hét Eignarhalds- félag Húsasmiðjunnar ehf. Í byrjun árs 2004 var það sameinað Húsa- smiðjunni hf. með öllum eignum og skuldum. Við það hækkuðu skuldir Húsasmiðjunnar um 4,3 milljarða króna. Snemma árs 2005 seldu Árni og Hallbjörn síðan eignarhluta sinn í Húsasmiðjunni til nýstofnaðs félags í eigu Baugs, Saxbygg og Fjárfest- ingafélagsins Primus, sem var í eigu Hannesar Smárasonar. Það félag fékk sama nafn og félagið sem áður hafði verið rennt saman við Húsa- smiðjuna, Eignarhaldsfélag Húsa- smiðjunnar ehf. Í mars 2006 var það svo sameinað Húsasmiðjunni hf. með öllum eignum og skuldum. Við það hækkuðu skuldir Húsa- smiðjunnar um 2,8 milljarða króna. Samkeppniseftirlitið hefur verið með meint samkeppnislagabrot Húsasmiðjunnar, Byko og Úlfsins til rannsóknar frá því í mars á þessu ári. Fyrirtækin eru grunuð um ólög- mætt verðsamráð við innflutning og sölu á timbri og annarri grófvöru. thordur@frettabladid.is FSÍ hélt eftir 240 milljónum til að borga sektir og gjöld Framtakssjóður Íslands hélt eftir á þriðja hundrað milljóna króna af eignum Húsasmiðjunnar þegar hún var seld til Bygma. Féð á að notast til að greiða endurálagningu skattayfirvalda eða sekt Samkeppniseftirlitsins ef til þarf. Ekki er ljóst hversu mikið af kaupverðinu, 800 milljónum króna, mun renna til eigenda FSÍ. HÚSASMIÐJAN Ef fyrirtækið þarf að borga sekt vegna samkeppnislagabrota sem hafa verið í rannsókn frá því í mars munu þær greiðslur dragast frá kaupverði Bygma. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUFRÉTTIR Jólagjöfum stolið Brotist var inn í tvo bíla í Reykjavík í fyrradag og jólagjöfum stolið úr öðrum þeirra. Sem fyrr varar lög- reglan eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. SNÆÐA UNDIR JÓLAMYND Tveir ávaxtasalar fá sér hádegismat undir stórri jólaskreytingu í Hanoi, höfuð- borg Víetnams. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Verð á jólamat hefur hækkað um allt að 41 prósent síðan í fyrra. Þegar bornar eru saman verðkannanirnar sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í desember í fyrra og desember í ár koma í ljós tuga prósenta hækkanir í öllum vöruflokkum. Til að nefna dæmi hefur verð á birkireyktu, úrbeinuðu hangilæri frá SS hækkað um 41 pró- sent hjá Hagkaupum, 39 prósent hjá Krónunni og 27 prósent hjá Bónus. Hangilærið er á sama verði og í fyrra hjá Samkaupum-Úrvali en hefur lækkað í verði um 7 prósent hjá Nettó. Þá hafa kartöflur í lausu hækkað um 39 prósent hjá Nettó, 34 prósent hjá Nóatúni og 33 prósent hjá Bónus. Tveggja lítra flaska af Egils appelsíni hefur hækkað um 2 til 13 prósent frá því í fyrra, mest í Samkaupum-Úrvali en minnst í Nettó. Þær verðbreytingar sem hér eru birtar miðast við breytingar á verði verslana milli verð- kannana verðlagseftirlits ASÍ frá 12. desember 2011 og 20. desember 2010. Í tilkynningu frá ASÍ segir að rétt sé að taka fram að mæld séu þau verð sem gildi á hverjum tíma í verslunni og til- boðsverð geti haft áhrif á verðbreytingar ein- stakra vara. - sv Jólamaturinn hefur hækkað mikið í verði síðan í fyrra samkvæmt ASÍ: Verð á hangilæri hækkar um 41% JÓLAMATURINN Jólamaturinn hefur hækkað í verði um tugi prósenta á milli ára, samkvæmt ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FILIPPSEYJAR, AP Yfirvöld á Filipps- eyjum sendu í gær yfir 400 lík- kistur til tveggja borga sem verst urðu úti í flóðum í suðurhluta Filipps eyja um helgina. Samkvæmt nýjustu tölum voru 957 látnir og 49 leitað. Búist er við að talan hækki enn eftir því sem líkum er bjargað úr sjó og eðju í borgunum Iligan og Cagayan de Oro. Líkhús bæjanna eru uppi- skroppa með líkkistur og formalín til lík smurningar. Starfsfólk hjálparsveita hefur kallað eftir vatni á flöskum, teppum, tjöldum og fatnaði handa fólki í yfirfullum neyðar- miðstöðvum. Þar er talið að dvelji allt að 45 þúsund manns. - óká 957 fundnir látnir eftir flóð: Líkkistur og formalín skortir SORG Í ILIGAN Fólk grætur við fjölda- útför sem fram fór í filippseysku borginni Iligan í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norður- lands eystra yfir Gesti Hrafnkeli Kristmundssyni fyrir hrottalega líkams árás ásamt öðrum manni. Hæstiréttur dæmdi Gest í þriggja ára fangelsi en héraðsdómur hafði áður dæmt hann í tuttugu mánaða fangelsi. Þá skal hinn dæmdi greiða fórnar lambinu rúmar 1,5 milljónir í skaðabætur. Hinn árásarmaðurinn, Eyþór Helgi Guðmundsson, var dæmd- ur í tveggja og hálfs árs fangelsi í héraðs dómi. Mennirnir héldu fórnar lambinu, sem þeir sögðu skulda sér allt að milljón króna vegna fíkniefna- viðskipta, föngnu frá klukkan 21 að kvöldi sunnudagsins 9. ágúst 2009 þar til klukkan níu morguninn eftir. Tvímenningarnir börðu manninn ítrekað, spörkuðu í hann, tröðkuðu á honum og hótuðu honum. Þeir vöfðu kaðli um háls hans og hertu að. Þá börðu þeir hann með ryksuguröri og smituðu hann af lifrarbólgu-C með því að stinga blóðugri sprautunál í eyrnasnepil hans. Þeir niðurlægðu manninn með ýmsu móti. Gestur neyddi hann til að þrífa húsnæðið, meðal annars baðherbergið þar sem hann lét fórnar lambið sleikja salernis- skálina. Þá hótaði Gestur manninum og ættingjum hans lífláti eða grófu ofbeldi, léti hann ekki fjárhæðina af hendi. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut mikla áverka við misþyrming- arnar. Hann hefur áfallastreitu- og félagskvíðaeinkenni sem verulega há honum í daglegu lífi, að því er fram kemur. Einnig segir að hann sé óvinnufær og lítt virkur vegna þeirra einkenna, en áfallastreitan tengist líkamsárásinni. - jss Hæstiréttur þyngdi verulega dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir ofbeldismanni: Þyngdi refsingu eftir hrottalega handrukkun HÆSTIRÉTTUR Þyngdi dóm héraðsdóms verulega.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.