Fréttablaðið - 21.12.2011, Síða 20

Fréttablaðið - 21.12.2011, Síða 20
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR20 Gerðardómur hefur úrskurðað að HS Orku beri að standa við samninga um afhendingu raforku til álvers í Helguvík á því verði sem um var samið. Sex ár eru síðan samkomu- lag var undirritað um könnun á rekstri álvers og ári síðar var skrifað undir viljayfirlýsingu um raf- orkusölu. Engu að síður virðist raforka til verkefnis- ins ekki tryggð. Mikil bjartsýni ríkti suður með sjó í maí 2005 þegar Norðurál, Reykja- nesbær og Hitaveita Suðurnesja undirrituðu samkomulag um könn- un á möguleikum á rekstri álvers í Helguvík. Lengi hafði verið kall- að eftir stóriðju á svæðinu, enda atvinnuleysi þar mest á landinu. Könnunin leiddi í ljós að möguleik- arnir voru góðir og í júní 2006 skrif- uðu Norðurál, Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur (OR) viljayfirlýsingu um raforkusölu til fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Samkomulagið gerði ráð fyrir því að fyrsti áfangi álversins yrði allt að 150 þúsund tonn og ætlaði HS Orka að útvega allt að 150 mega- wött (MW) til álversins, en OR allt að 100 MW. Gert var ráð fyrir því að álverið gæti á síðari stigum náð allt að 250 þúsund tonna afkasta- getu og hugðust orkuframleiðend- urnir reyna að útvega allt að 435 MW orku þegar álverið væri að fullu reist. Stefnt var að afhendingu orku fyrir fyrsta áfangann árið 2010, en nú virðist sú staða komin upp að óvissa sé um afhendingu orkunnar. Ekki talin næg orka Ríkisstjórnin virðist framan af hafa verið lítt bjartsýn á að næg orka væri fyrir álverið. Þegar skrifað var undir viljayfirlýsinguna í júní 2006 tiltók Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sérstaklega að stjórnvöld hafi talið ljón í veginum. „Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði orkumál- in hafa verið stóra spurningar- merkið varðandi framgang málsins og stjórnvöld hafi tilgreint orku- öflun sérstaklega sem helsta Þránd í Götu verkefnisins. „Nú virðist þeirri hindrun hafa verið rutt úr vegi og því fögnum við,“ sagði Árni við Víkur fréttir í tilefni af undir- rituninni. Júlíus Jónsson, forstjóri Hita- veitu Suðurnesja, var ekki síður ánægður í samtali við héraðs- fréttablaðið. „Álver í Helguvík yrði gríðar leg lyftistöng fyrir atvinnu- líf hér á Suðurnesjum og að sama skapi álitlegt tækifæri til frekari þróunar og fjárfestinga í nærliggj- andi orkulindum.“ Þrátt fyrir að stjórnvöld virðist hafa sannfærst um það sumarið 2006 að nægjanleg orka væri fyrir álverinu, skrifaði iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, ekki undur viljayfirlýsingu og ekki var gerður fjárfestingarsamningur um verk- efnið. Það skýrist þó að einhverju leyti af því að ríkisstjórnin hugðist leggja slíka samninga af og skapa hér lágskattaumhverfi sem laðaði fjárfesta að. Fjárfestingarsamningur Hrunið setti vissulega strik í reikninginn varðandi hug myndir um álver í Helguvík. Það er þó umhugsunarefni að verkefnið hafi ekki verið komið lengra á veg en raun bar vitni þegar blessað hrun- ið dundi yfir. Allt fór í frost varðandi fjár- mögnun og framkvæmdir við hrun- ið. Því kom ekki á óvart að óskað væri eftir fjárfestingarsamningi við stjórnvöld. Eftirlitsstofnun EFTA var tilkynnt um samning- inn 9. mars 2009 og þar sem engar athugasemdir voru gerðar við hann var skrifað undir hann í ágúst sama ár. Stjórnvöld gagnrýnd Í aðdraganda kjarasamninga árið 2009 ritaði ríkisstjórnin undir stöðugleikasáttmála. Álversfram- kvæmdin rataði þangað inn. „Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun, s.s. fram- kvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík. Undirbúningsvinnu verði hraðað vegna áforma sem tengjast fjárfestingu í meðalstórum iðnaðarkostum, s.s. gagnaverum og kísilflöguframleiðslu. Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra fram- kvæmda eftir 1. nóvember 2009.“ Gagnrýnendur stjórnarinnar telja að hún hafi alls ekki staðið við þessi fyrirheit. Fjöldi hindrana sé enn í vegi verkefnisins. Nú, þegar gerðardómur er fallinn, spyrja menn sig hvers vegna kominn er upp efi um orkuöflun til álversins. Ýmislegt hefur drifið á daga verkefnisins. Kaup kanadíska fyrir- tækisins Magma Energy á HS Orku einfaldaði ekki málið. Annar stjórn- arflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, lýsti sig andsnúinn kaupunum og umfangsmikil vinna fór af stað til að kanna hvort kaupin væru lögleg. Vilji stóð til að „vinda ofan af kaupunum“ líkt og ráða- menn sögðu. Tímasetning enn óljós Suðurnesjamenn hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að gera ekki sitt til að koma verkefninu í höfn. Það hefur stjórnarandstaðan og aðilar vinnumarkaðarins einn- ig gert. Stjórnvöld halda því hins vegar fram að aðeins sé um eðli- lega stjórnsýslu að ræða, meta þurfi umhverfisáhrif og fara þurfi rétta leið að verkefninu. Forráðamenn Norðuráls fullyrða að fjármögnun sé klár af þeirra hálfu fyrir fyrsta áfanga álvers- ins. Framleiðsla geti hafist í þeim áfanga, tveimur til tveimur og hálfu ári eftir að ákvörðun hefur verið tekin. Fjölmargt er þó enn óljóst. Norður ál vill fá tryggingu fyrir að minnsta kosti tveimur áföngum áður en framkvæmdir hefjast. Enn er óvissa um samninga við OR, en svipaður meiningarmunur hefur verið um þá og varðandi HS Orku. Virkjanakostir eru enn í óvissu og eftir allan þennan tíma er enn deilt um hvort næg orka sé fyrir hendi. Þá á eftir að semja um mál varðandi raflínur. Eftir stendur að enn er óljóst hve- nær, og jafnvel hvort, álver tekur til starfa í Helguvík. Leysa þarf úr ýmsum grunnþáttum verkefnisins. Engu að síður eru framkvæmdir við álverið sjálft hafnar og sveitarfélög og hagspár farnar að gera ráð fyrir tekjum af því. FRÉTTASKÝRING: Álver í Helguvík Óljóst um endi sex ára álverssögu ÁLVER Í BYGGINGU Enn er óljóst hvenær starfsemi álvers í Helguvík kemst af stað. Deilt er um grundvallarþætti verkefnsisins eins og orkuöflun og eftir er að leysa úr því hvernig möguleg orka verður flutt. Þá er fjármögnun óljós. Engu að síður eru framkvæmdir við álverið hafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is 2005 maí 2006 apríl júní 2007 apríl 2008 mars júní september 2009 júní ágúst 2010 júlí ágúst 2011 september 2012? Álverið frá ári til árs Sitt sýnist hverjum um álverið í Helguvík. Samtök atvinnulífsins hafa talað fyrir mikilvægi byggingar þess. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í gær í kjölfar gerðardómsins. Þar hvetja þau fyrirtækin til að ganga frá sínum samningum og stjórnvöld til að hraða útgáfu virkjanaleyfa. „Ekkert annað verkefni hér á landi er á því stigi að geta lagt jafn mikið og hratt til þess að draga úr atvinnuleysi og auka hagvöxt eins og álverið í Helguvík.“ Umhverfissinnar hafa mótmælt fyrirhuguðu álveri og þá hafa margir dregið það í efa að forsendur séu fyrir framkvæmdinni, eða eins og segir í samþykkt Landverndar frá 2009: „Landvernd bendir á að ekki hefur verið sýnt fram á hvernig á að afla nægilegrar orku til svo stórs álvers, hvað þá hvernig flytja á orkuna frá stórum fjölda orkuvinnslusvæða til Helguvíkur án þess að valda verulegu eignatjóni á friðuðum svæðum og spilla ásýnd Reykjanesskagans með tröllvöxnum háspennulínum.“ Gríðarlega umdeild framkvæmd 15. maí 2005: Century Aluminium, Reykjanesbær og Hitaveita Suðurnesja hefja könnun á möguleikum á álveri Norðuráls í Helguvík. Þetta eru fyrstu staðfestu fregnirnar um væntanlegt álver. 27. apríl 2006 Lóðasamningur undirritaður milli Norðuráls og Reykjanesbæjar. Með því tryggir Norðurál sér lóð, ásamt því að semja um gjöld til Reykjanesbæjar. 1. júní 2006 Viljayfirlýsing milli Norðuráls, Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur um raforkusölu til fyrirhugaðs álvers. 23. apríl 2007 Samningar um orkusölu milli Hitaveitu Suðurnesja og Norður- áls. Undirritaður í kjölfar viljayfirlýsingarinnar frá árinu áður. Orkuveita Reykjavíkur undirritaði orkusölusamning nokkrum vikum síðar. 12. mars 2008 Reykjanes- bær og Sveitarfélagið Garður veita Norðuráli byggingarleyfi fyrir álveri. Tveimur dögum síðar hófust undirbúningsfram- kvæmdir í Helguvík. 10. september 2008 Norðurál fær starfsleyfi frá Umhverfis- stofnun. 25. júní 2009 Stöðugleikasáttmálinn undirritaður. Þar kveður á um að Helguvíkurálveri verði unnið brautargengi. 7. ágúst 2009 Iðnaðarráðherra og forsvarsmenn Norðuráls undirrita fjárfestingarsamning. júlí/ágúst 2010 Norðurál stefnir HS Orku fyrir gerðardóm í Svíþjóð. Deilt er um afhendingu orku og raforkuverð. 30. ágúst 2010 Iðnaðarráðherra stendur fyrir samstarfs- fundi með Norðuráli, orkufyrirtækjunum, sveitarfélögum og stofnunum, til að ræða stöðu mála og eyða óvissu varðandi framhaldið. 19. september 2011 Gerðardómur dæmir Norðuráli í vil varðandi túlkun samninga en hafnar bótakröfu fyrir- tækisins. 6. júní 2008 Fyrsta skóflustunga tekin fyrir álveri í Helguvík. Ráðherrar, bæjarstjórar og þingmenn svæðisins tóku þátt í athöfninni þar sem andstæð- ingar álversins mótmæltu harðlega.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.