Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 Það styttist í að nýtt heimili verði opnað fyrir utangarðskonur í Reykjavík. Búið er að finna ákjósanlegt húsnæði fyrir það og er nú unnið að því að skipuleggja starfsemina og ráða starfsfólk svo unnt verði að opna heim- ilið svo fljótt sem auð- ið er. Stofnun sér- staks heimilis fyrir utangarðskonur var eitt af kosningalof- orðum Samfylking- arinnar fyrir borg- arstjórnarkosningar. Björk Vilhelms- dóttir, formaður vel- ferðarráðs, segir að ekki sé miðað við neina ákveðna dagsetningu fyrir opnun heimilisins en undirbúningur þess gangi mjög vel. Þá samþykkti velferðarráð í gær að auka þjónustu og stuðning við íbúa smá- hýsanna á Granda. Töluverður órói hef- ur verið í kringum smáhýsin síðustu vik- ur, en úttekt var gerð á starfseminni síðsumars. Til stendur að tryggja aðgengi að sól- arhringsþjónustu og veita fræðslu og stuðning til nærumhverfisins, að sögn Bjarkar. Hún segir það von velferðar- ráðs að þær úrbætur sem nú verður ráð- ist í muni skila sér í betri lífsgæðum íbúa og samskiptum þeirra við umhverfi sitt. Staðan verður endurskoðuð um áramót. una@mbl.is Húsnæði fyrir utangarðskonur Björk Vilhelms- dóttir Hæstiréttur stað- festi í gær tíu mánaða fangels- isdóm yfir karl- manni á þrítugs- aldri sem ók á hjólreiðamann á Akureyri á síð- asta ári. Var maðurinn bæði undir áhrifum áfengis og vímuefna er hann ók á hjólreiðamanninn. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða hjólreiðamanninum, sem hlaut margvíslega áverka, rúmar 330 þúsund krónur í skaðabætur. Maðurinn játaði að hafa ekið bif- reiðinni undir áhrifum áfengis og vímuefna en neitaði að hafa ekið á reiðhjólamanninn. Hann hafi ein- ungis sveigt bifreiðinni í tvígang að reiðhjólinu. Væntanlega hafi hjól- reiðamaðurinn, sem var á leið í vinnu, hjólað á kantstein. Áður en maðurinn ók á reiðhjóla- manninn hafði komið til orðaskipta þeirra á milli. Sagðist ökumaðurinn hafa reiðst einhverju sem reiðhjóla- maðurinn sagði við hann en geti ómögulega munað hvað það var. Segir í dómi Hæstaréttar að öku- maðurinn eigi sér engar máls- bætur. Því sé dómur héraðsdóms staðfestur og ekki séu efni til að skilorðsbinda refsinguna. Dómur yfir ölvuðum bílstjóra staðfestur „Það var mikil upplifun og sérstök tilfinning að koma þarna aftur. Þegar maður kom niður af jöklinum varð manni ekki hugsað til þess að maður yrði staddur þarna aftur eftir 60 ár,“ seg- ir Dagfinnur Stefánsson flugmaður en hann var annar flugmanna Loftleiðavélarinnar Geysis sem brotlenti á Bárðarbungu á Vatnajökli þann 14. september árið 1950. Geysisslysið svonefnda er eitt kunnasta flug- slys Íslandssögunnar. Vélin var á leið til Íslands frá Luxemborg. Áhafnarinnar, sex manns, var leitað í fjóra daga áður en hún fannst. Eftir tæprar viku dvöl á jöklinum tókst að bjarga allri áhöfninni og var björgunin mjög erfið. Það var Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur sem bauð Dagfinni, sem nú er 84 ára gamall en flýg- ur enn, í ferð að Vatnajökli síðastliðna helgi í til- efni af því að þá voru 60 ár liðin frá giftu- samlegri björgun áhafnarinnar. Sveitin fagnar jafnframt sextugsafmæli sínu í ár. „Það var farið í Nýjadal og gist þar. Síðan var ekið að Kistufelli þar sem við komum niður af jöklinum,“ segir hann. Sjálfur fór Dagfinnur ekki upp á Bárðarbungu en gönguhópur gekk þar upp. Hann segist hafa komið að slysstaðnum aftur fyrir um tíu árum og því ekkert nýtt verið í því fyrir sig að fara þang- að upp. „Ég fékk alveg nóg af vistinni þarna uppi á jöklinum í sjö daga á sínum tíma,“ segir hann. 60 ár liðin frá Geysisslysinu þegar Loftleiðaflugvélin brotlenti á Bárðarbungu Fékk nóg af jökulvistinni Flugmaðurinn Dagfinnur heldur enn flugréttindunum við og flýgur Dornier-vél um landið. Þá hefur hann gaman af ferðalögum enda rennur flökkublóð í æðum hans að eigin sögn. Egill Ólafsson egol@mbl.is „Þetta er umræða sem er alltaf í gangi vegna þess að okkur miðar alveg óskaplega hægt í átt að jafn- rétti. Við erum að horfa á bakslag á ýmsum sviðum,“ segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, fyrrum talskona Femínistafélagsins, en fé- lagið stóð í vikunni fyrir fundi um hugsanlegt kvennaframboð. Fullt var út úr dyrum á fund- inum. Skiptar skoðanir voru um hvort tími sé kominn á nýtt kvennaframboð. „Ég er á því að við eigum ekki að verja okkar kröftum í þetta í augnablikinu. Það eru hins vegar mismunandi skoðanir á þessu. Sumir eru heitari fyrir kvenna- framboði en aðrir,“ segir Katrín Anna. Aðgerða er þörf Katrín Anna sagði ekki fara á milli mála að það væri mikill áhugi á málefninu og konur hefðu þörf fyrir að ræða þetta. „Ég held að það sé óhætt að segja að fólk sé sammála um að þetta sé ekki eitt- hvað sem eigi að ana út í.“ Katrín Anna sagði konur sam- mála um að of hægt miðaði í átt til jafnréttis og aðgerða væri þörf. „Spurningin er bara hvaða leiðir viljum við fara? Hvað er áhrifarík- asta leiðin?“ Katrín Anna sagði skipta miklu máli að karlar og konur kæmu í jöfnum mæli að uppbyggingu á samfélaginu. Það væri ekki nóg að tala um höfðatöluna heldur þyrfti líka að tala um jafnréttisgildin. „Þessi spurning er alltaf uppi á borðinu. Kvennaframboð var rætt fyrir síðustu kosningar. Þetta er spurning sem er alltaf lifandi. Það getur verið að það komi að því ein- hvern daginn að fólk segi, hingað og ekki lengra,“ sagði Katrín Anna. Elísabet Jökulsdóttir rithöfund- ur sagðist hafa fundið fyrir tals- vert miklum áhuga á kvennafram- boði meðal fundarmanna. Sumar konur, sem tjáðu sig á fundinum, hefðu gagnrýnt frummælendur fyrir að taka ekki skýra afstöðu með kvennaframboði. Sjálf sagðist Elísabet vera þeirrar skoðunar að konur ættu að bjóða fram. Það væri alltaf þörf á því að konur kæmu saman til að þrýsta á úr- bætur í jafnréttismálum. Elísabet sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir að þó að kvennaframboð kæmi fram væri ekki verið að endurtaka framboð Kvennalistans. Þórhildur Þorleifs- dóttir hefði einmitt bent á það á fundinum og sagt að ekki væri hægt að endurtaka söguna. Elísabet sagði að á fundinum hefði komi fram það sjónarmið að ekki mætti fara óundirbúið af stað með kvennalista. Eins hefði komið fram það sjónarmið að breytingar kæmu ekki alltaf ofan frá í gegn- um pólitík og það væri ekki síður mikilvægt að konur létu til sín taka á sviði viðskiptalífs og menn- ingar. Áhugi er á kvennaframboði  Skiptar skoðanir voru á fundi Femínistafélagsins um hvort tímabært sé að efna til nýs kvennaframboðs  Allmargar konur telja kvennaframboð tímabært „Það getur verið að það komi að því ein- hvern daginn að fólk segi, hingað og ekki lengra.“ Katrín Anna Guðmundsdóttir Morgunblaðið/Sverrir Barátta Frá Kvennafrídegi 2006.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.