Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010 Alþingismaðurinn Einar Kristinn Guðfinnsson fagnaði opnun Bolung- arvíkurganga á laugardaginn og Morgunblaðið bað hann að rifja upp þegar hann lenti í lífsháska á Ós- hlíð. „Því gleymi ég aldrei. Ég var að koma frá Reykjavík 1. maí 1990. Mikill snjór hafði verið þennan vet- ur og hafði hlánað. Þegar ég lenti á Ísafirði var mér sagt að Óshlíðin væri lokuð. Mér fannst það ekki mikil fyrirstaða og fékk Héðin, leigubílstjóra í Hnífsdal, til að keyra mig út að skriðu. Ég bað kon- una mína að koma á móti mér. Ég ætlaði þá að ganga yfir skriðuna og fara með henni út í Bolungarvík. Þegar ég kom út á Óshlíðina blasti við meira snjóflóð en ég hafði gert ráð fyrir. Ég varð því að fara yfir nokkrar skriður og þegar ég var kominn nokkuð áleiðis sá ég bíl konunnar minn- ar keyra inn í stærsta og elsta vegskálann. Einnig kom ég auga á konu sem var að skima eft- ir mokst- urstækjum, Elínu Guðmundsdóttur frá Ósi. Ég var stöðugt með aug- un á Óshlíðinni og skyndilega áttaði ég mig á því að það væri að falla skriða. Ég kallaði til Elínar og sagði henni að fylgja mér. Ég var bæði með skjalatösku og þunga tösku en henti hvoru tveggja af mér því ég taldi það tefja mig of mikið. Ég þekkti frá gamalli tíð að við þessar aðstæður er mikilvægt að koma sér frá giljunum og inn að einhverjum bökkum sem gæti verið vörn í. Það gerðum við og síðan féll þessi óskaplega skriða og vegskál- inn nötraði allur og skalf. Inni í honum biðu kona mín, börnin tvö, maður Elínar og börn þeirra. Þau héldu að við hefðum týnt lífi í snjóflóðinu. Flóðið var svo stórt að það var rétt einungis manngengt inn í skálann og mér skilst að þetta hafi verið einhver mestu skriðuföll í sögu Óshlíð- arinnar. Þetta kenndi mér að bera virðingu fyrir Óshlíðinni. Þess vegna var það mér óumræðilega mikil gleði að taka þátt í því með öðrum ráðherrum að samþykkja til- lögu Sturlu Böðvarssonar að hefj- ast handa við undirbúning að jarð- göngum um Óshlíð á mínum fyrsta ríkisstjórnarfundi, 27. september 2005. kris@mbl.is Skálinn nötraði og skalf  Einar Kristinn Guðfinnsson samþykkti göngin á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi  Slapp naumlega á Óshlíðinni Einar Kristinn Guðfinnsson SVIÐSLJÓS Kristján Jónsson kris@mbl.is Ósvikin hátíðarstemning ríkti í Bolungarvík á laugardaginn þegar Bolungarvíkurgöngin voru tekin í notkun með mikilli viðhöfn. Flaggað var á hverri stöng og bros á hverju andliti, enda leysa göngin af hólmi veginn um Óshlíð sem var með þeim hættulegustu á land- inu. „Það snertir mig tilfinningalega, sem gamlan Vestfirðing, að finna gleðina sem ríkir hér í dag. Þetta er ekki bara einhver venjuleg vegaframkvæmd. Þetta er samfélagshátíð sem fólkið skilur að getur orðið burðarás í bjartri framtíð. Þess vegna er gaman að vera hér og finna þennan anda,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Morg- unblaðið í Bolungarvík á laugardaginn. „Gerbreytir lífi fólks“ Ögmundur Jónasson samgönguráðherra tók í sama streng. „Þetta er mjög stór stund. Þetta er sigurstund fyrir alla þá sem hafa lagt hönd á plóg og stuðlað að þessum miklu sam- göngubótum. Ekki síður fyrir hina sem koma til með að njóta samgöngubótanna því þetta gerbreytir lífi fólks hér um slóðir, hvað öryggi í vegasamgöngum áhrærir. Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni má búast við að um þau fari að meðaltali 650-800 bílar á dag sem er um- talsverð umferð. Nú er þessi umferð í öryggi en ekki því óöryggi sem Óshlíðin bauð upp á,“ sagði Ögmundur við Morgunblaðið. Ögmund- ur vígði göngin formlega og fékk að eigin ósk fyrirrennara sinn, Kristján L. Möller, til að klippa með sér á borðann. Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolung- arvík, hefur bæði sótt nám og vinnu til Ísa- fjarðar á einhverjum tíma. Hann segir hætt- una sem Óshlíðinni fylgdi hafa hamlað því að fólk keyrði á milli þessara bæja til að sækja atvinnu og þjónustu. „Fyrir mig var það aldrei mikið mál að keyra á milli. Ég var ekki smeykur við „Hlíðina“ en hins vegar er það þannig að mjög margir hafa verið smeykir við Óshlíð. Það hefur einfaldlega þýtt að hjá mörg- um bæjarbúum kom ekki til greina að sækja vinnu annað þótt hún byðist. Með þessu er Bolvíkingum að opnast vinnu- markaður sem er í rauninni miklu stærri en verið hefur. Fólk hefur því aðgang að mun fjölbreytt- ari störfum.“ Einn hættulegasti vegur landsins tekinn úr umferð  Einlægur fögnuður hjá Bolvíkingum  Umferð um Bolungarvíkurgöng verður umtalsverð Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Á hjólum Sigurður Jónsson, prentari á tíræðisaldri, gerði sér lítið fyrir og hjólaði í gegnum göngin ásamt ásamt barnabarni og barnabarnabarni frá Ísafirði til Bolungarvíkur að heimsækja dóttur sína. Valdimar Lúðvík Gíslason segist telja að hann hafi keyrt Óshlíðina oftast allra, sem er ekki ólíklegt því hann hefur verið með áætlunarferðir á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar allar götur síðan 1964. „Ég fauk einu sinni út af á Óshlíðinni um miðjan tíunda áratuginn. Þá var grenjandi rigning og há- lagler á veginum ásamt gríðarlega hvassri vest- anátt. Ég var á leið að sækja skólakrakkana í Menntaskólann á Ísafirði. Mér leist ekki á blikuna og sneri við í Seljadalnum. Ég keyrði upp við hlið- ina á vitlausum vegarhelmingi á leiðinni til baka. Þá kom bíll á móti mér og ég þurfti þá vitaskuld að fara yfir á minn helming. Þá fékk ég hviðu á mig og það skipti engum togum að bíllinn tókst á loft og lenti niðri í fjöru á hvolfi. Þar hékk í beltinu en ég var bara einn í bílnum sem betur fer. Ég var ekki meira krambóleraður en það að ég fór að keyra aftur strax næsta morgun. Þetta er hins vegar það eina sem hefur hent mig. Ég hef aldrei fengið stein á bílinn og aldrei lent í snjóflóði í öll þessi ár. Það hefur verið mikið lán,“ sagði Valdimar þegar Morgunblaðið tók hann tali. Hann rifjaði upp að fljótlega eftir að vegurinn var tekinn í notkun varð hörmu- legt slys þegar stórt grjót féll á rútu og tveir menn fórust. „Ég bar alltaf þann ótta í brjósti að þetta slys myndi endurtaka sig.“ kris@mbl.is Slapp við skriður en fauk út af FÓR DAGLEGAR ÁÆTLUNARFERÐIR UM ÓSHLÍÐ Í 46 ÁR ,,Mér fannst aldrei mikið mál að keyra Óshlíðina þar til fyrir þremur árum þegar ég fór að vinna hjá Vegagerðinni á Ísa- firði. Þá fór ég að heyra meiri umræðu um hættuna en ég kom til starfa hjá Vegagerðinni í sömu viku og útboðsgögnin fyr- ir forvalið fóru í sölu,“ sagði María Elísabet Jakobsdóttir, for- seti bæjarstjórnar í Bolungarvík, þegar Morgunblaðið ræddi við hana. María fór á kostum í ræðu sinni í hátíðardagskránni á laug- ardaginn en hún er væntanlega á meðal yngstu sveitarstjórn- armanna landsins, 29 ára göm- ul. „Ég lenti í því að fá smáskriðu á bílinn og móðir mín fékk tví- vegis gríðarlega stóra grjót- hnullunga á húddið á bílnum á sama árinu. Hún var heppin að sleppa tiltölulega vel í bæði skiptin. Það er ekki fyrr en mað- ur sér þetta sem maður áttar sig á því hve hættan er raun- veruleg. Hættan við snjóflóðin á „Hlíðinni“ er ekki eins mikil því mikið hefur unnist í þeim bar- daga en það má kannski segja að orrustan við grjóthrunið hafi tapast. Líklega var þess vegna ráðist í að bora göngin,“ sagði María ennfremur og segist vera ein þeirra bjartsýnu. „Það eru skiptar skoðanir um hvaða áhrif þetta mun hafa á mannlíf í Bolungarvík. Ég ætla alla vega að halda í þá von að nágrannar okkar muni í ríkari mæli nýta sér þjónustu í Bol- ungarvík, þar til annað kemur í ljós.“ Orrustan við grjótið tapaðist FORSETI BÆJARSTJÓRNAR MUN NOTA GÖNGIN MIKIÐ María Elísabet Jakobsdóttir Valdimar Lúðvík Gíslason www.noatun.is Hafðu það gottmeð Nóatúni ÝSUFLÖK ROÐ- OG BEINLAUS KR./KG 1398 1598 F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI ERSKIR Í FISKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.