Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010 Björn Bjarnason, fyrrverandiráðherra dóms- og mennta- mála um langt skeið, var mjög starfsamur og kom ótrúlega mörgu í verk í sínum ráðuneytum.    En um leiðsinnti Björn margvíslegum áhugamálum, las fjölda áhugaverðra bóka og svaraði er- indum betur og fyrr en aðrir menn í opinberri stjórnsýslu og neitaði fréttamönnum sjaldnar en aðrir um svör við spurningum þeirra.    Björn var jafnframt frum-kvöðull meðal íslenskra stjórnmálamanna í að gera hrein- skilna grein fyrir sínum málum, jafnt áhugamálum sem öðru á heimasíðu, sem hann heldur enn úti.    Nú síðast segir Björn frá þvíað hann horfði á Rínargullið, fyrsta hluta Niflungahringsins eft- ir Richard Wagner í beinni út- sendingu frá Metropolitan í New York og þótti það takast vel.    En í umsögn sinni segir Björnm.a.: „Sagan er einstaklega vel sögð í uppfærslunni. Óðinn er einkennilegur karakter hjá Wag- ner. Í Rínargullinu er hann kynnt- ur til sögunnar á þann veg, að hann eigi erfitt með að gera upp hug sinn, standi ekki við gerðan samning og þurfi aðra sér til hjálpar í stóru og smáu.“    Staksteinum þótti þetta merki-leg lýsing. Þeir eru ekki vel heima í hámúsíkinni en þykir aug- ljóst að Wagner hefur sótt fyr- irmynd sína að Óðni í for- ystumenn íslensku ríkis- stjórnarinnar, annan eða báða, og er eftirmyndin sláandi lík fyrir- myndunum. Björn Bjarnason Sláandi líkt STAKSTEINAR Veður víða um heim 11.10., kl. 18.00 Reykjavík 11 alskýjað Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 7 heiðskírt Egilsstaðir 4 rigning Kirkjubæjarkl. 10 alskýjað Nuuk 8 léttskýjað Þórshöfn 7 alskýjað Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 heiðskírt Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 16 heiðskírt Brussel 15 heiðskírt Dublin 12 léttskýjað Glasgow 12 heiðskírt London 17 heiðskírt París 20 heiðskírt Amsterdam 13 heiðskírt Hamborg 12 léttskýjað Berlín 8 léttskýjað Vín 12 heiðskírt Moskva 2 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 16 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 16 skýjað Róm 17 skýjað Aþena 20 skýjað Winnipeg 16 léttskýjað Montreal 11 léttskýjað New York 21 heiðskírt Chicago 22 skýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:10 18:20 ÍSAFJÖRÐUR 8:20 18:20 SIGLUFJÖRÐUR 8:03 18:02 DJÚPIVOGUR 7:40 17:48 Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Matvælaeftirlit Reykjavíkur fram- kvæmdi nýverið árlega könnun á gæðum og umgengni við ísvélar og ísblöndur í Reykjavík. Sýni voru tekin hjá 42 íssölufyrirtækjum og stóðust 72% þeirra rannsóknina í fyrstu umferð. Þau sem ekki stóðust kröfur fengu tækifæri til að gera úr- bætur og voru einungis þrjú þeirra enn með ófullnægjandi niðurstöður eftir aðra sýnatöku. Íssala þeirra var stöðvuð tímabundið. Niðurstöð- unum svipar mjög til þeirra sem fengist hafa síðustu ár. „Við byrjuðum á þessu árið 2001 og þá voru niðurstöðurnar einna verstar, en svo fóru þær batn- andi. Það var reyndar engin sýna- taka framkvæmd árið 2005, og þá mátti greina 60% fall á árinu eftir,“ segir Berglind Guðmundsdóttir heil- brigðisfulltrúi. Að hennar sögn hvet- ur rannsóknin íssölufyrirtækin til að huga að hreinlæti og meðferð hrá- efnis, sem er mikilvægt þar sem ís- blanda er viðkvæm vara og ísvélar flóknar. Saurkólígerlar í 3 sýnum Berglind segir sýnin vera tekin af ísnum eins og hann er seldur við- skiptavinum og heildarfjöldi kólí- gerla, saurkólígerla og bacillus ce- reus við 30°C rannsakaður. Kólígerlar eru algengasta ástæða falls en þeir eru mælikvarði á hrein- læti við meðhöndlum, t.d. við áfyll- ingu. Í íslenskri reglugerð er miðað við að fjöldi þeirra fari ekki yfir 100 í grammi en þar sem þessi tegund gerla er hættulaus var ákveðið að feta í fótspor danskra rannsókn- armanna og notast við fjöldatöluna 1.000. Saurkólígerlar greindust í þremur sýnum í fyrstu sýnatöku, en þeir benda til að persónulegu hrein- læti starfsfólks sé ábótavant. Bacil- lus cereus greindist í nokkrum sýn- um en magn þeirra var aldrei yfir aðfinnslumörkum. Vert er að taka fram að stofn- unin skilur ekki við fyrirtæki fyrr en ísinn er kominn í lag. Íssalar ekki nafngreindir Íssölufyrirtækin fá send bréf þess efnis að rannsókn standi yfir en dagsetningu heimsóknarinnar er þó haldið leyndri. Óskar Í. Sigurðsson, deild- arstjóri Matvælaeftirlits Reykjavík- ur, segir að þó svo að fyrirtækin sem falli séu ekki nafngreind þá liggi öll önnur gögn verkefnisins fyrir op- inberlega. Stofnunin hefur þennan hátt á þar sem hún vill vinna í sam- starfi við fyrirtækin. Óskar bætir við að íssölum hafi fækkað í gegnum ár- in og að þeir sem haldi áfram rekstri telji sig ráða við hann. Sjálfsafgreiðsla í lagi Óskar segist ekki vita til að neinn hafi orðið veikur af ísneyslu á síðustu árum en þó beri talsvert á því að fólk kvarti undan súrum ís. „Við erum mjög þakklát fyrir að fá ábendingar frá almenningi varð- andi matvæli hérna í Reykjavík. Við förum og rannsökum málið hverju sinni, skoðum aðstæður og tökum oftast sýni en það fer þó svolítið eftir því hvernig aðstæður eru á staðn- um.“ Að sögn Óskars gætu margir haldið að íssölufyrirtæki sem bjóða upp á sjálfsafgreiðslu komi verr út úr rannsókninni en aðrir, en það er þó ekki raunin. „Við sjáum ekki að þetta hafi áhrif á niðurstöðurnar. Það virðist vera þannig að fólkið sem sér um vélarnar kunni til verka. Það er þó mikilvægt að leiðbeiningar séu til staðar fyrir almenning.“ Rannsókn á landvísu Þrátt fyrir að niðurstöður rann- sóknar á þessum efnum séu fáan- legar fyrir Reykvíkinga þurfa aðrir íbúar landsins ekki að örvænta. „Það er sameiginlegt verkefni í gangi á landsvísu. Niðurstöðurnar fyrir allt landið verða væntanlega kynntar núna í haust. Við byrjuðum aðeins á undan hér í Reykjavík, á meðan íssöluálagið hér var sem mest,“ segir Óskar að lokum Vel fylgst með gæðum og umgengni íssölufyrirtækja  Fyrirtæki fá nokkur tækifæri  Þau sem hljóta falleinkunn ekki nafngreind Morgunblaðið/G.Rúnar Þróunin » Í ár stóðust 72% íssölu- fyrirtækja rannsókn Mat- vælaeftirlits Reykjavíkur í fyrstu umferð. » Í fyrra voru það 69% og 72% árið 2008. » Kólígerlar algengasta ástæða falls. » Íssölum hefur farið fækk- andi í Reykjavík undanfarin ár og selja nokkrir þeirra aðeins ís yfir sumartímann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.