Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010 Fjárfestar stjórnast af hjarðeðli þegar kemur að því að meta áhættu- álagið sem fylgir kaupum á ríkis- skuldabréfum þeirra evruríkja sem standa hvað verst í efnahagslegu til- liti. Þetta hefur breska blaðið Fin- ancial Times eftir Hans Blommen- stein, yfirmanni rannsókna á skuldabréfamörkuðum og ríkisfjár- málum, hjá Efnahags- og framfara- stofnuninni. Blaðið hefur eftir Blom- menstein að söluþrýstingur á ríkisskuldabréf landa á borð við Grikkland, Írland, Portúgal og Spán, stafi af of mikilli svartsýni fjárfesta sem eigi sér ekki grundvöll þegar hagtölur eru skoðaðar ofan í kjölinn. Þessi þróun gæti leitt til þess að stjórnvöld þessara ríkja neyddust til þess að skera of mikið niður í ríkis- rekstri til þess að viðhalda trausti fjárfesta og það kynni að skaða stoð- ir hagkerfa þeirra og grafa undan hagvexti. Svartsýni smitar Reuters Grikkland Grískir vindar hafa leikið um Evrópu og m.a. valdið því að fjár- mögnunarkjör einstakra evruríkja hafa versnað mikið að undanförnu.  Sérfræðingur OECD segir hjarðhegðun skekkja markaði um þessar mundir ● 365 miðlar ehf. töpuðu 344 millj- ónum króna á árinu 2009, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu. EBITDA-hagnaður var 808 millj- ónir króna á árinu, en afskriftir og fjár- magnsliðir voru 1.152 milljónir. Eigið fé nam 773 milljónum króna í árslok og handbært fé 235 milljónum. Heildarvelta var 7.966 milljónir króna. Í tilkynningu segir að fjárhagsstaða félagsins hafi styrkst verulega á árinu 2010. Í lok mars 2010 hafi hlutafé fé- lagsins verið aukið um 1.000 milljónir króna og hafi aukningunni að miklu leyti verið ráðstafað til niðurgreiðslu skulda í byrjun apríl. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nemi 86 milljónum króna. Tap 2009 - hagnaður nú ÞETTA HELST ... ● Skuldabréfavísitala GAM Manage- ment, GAMMA: GBI, lækkaði um 0,9% í gær, í 11,1 milljarðs króna viðskiptum. Verðtryggða vísitalan, GAMMAi: Verð- tryggt, lækkaði um 0,8% í 5,4 milljarða króna veltu og vísitalan með óverð- tryggð skuldabréf, GAMMAxi: Óverð- tryggt, lækkaði um 1% í 4,9 milljarða króna viðskiptum. Síðasta mánuðinn hefur GAMMA: GBI lækkað um tæp 9%. Lækkun í kauphöllinni ● Magnús Odds- son vélaverkfræð- ingur flytur erindi í Háskóla Íslands í dag kl. 15, um nokkrar hliðar þess að stofna fyrirtæki og fást við viðskipti í Kína, en hann stofnaði og stýrði verkfræðideild Össurar í Shanghai frá 2006-2009. Erindið, sem er á vegum Konfúsíus- arstofnunarinnar Norðurljós, er öllum opið og án endurgjalds, en það verður haldið í stofu 104 á Háskólatorgi. Erindi um stofnun fyrirtækja í Kína Magnús Oddsson ● Tilkynnt var í gær að Peter Dia- mond, Dale Mor- tensen og Chri- stopher Pissarides hefðu hlotið Nób- elsverðlaunin í hagfræði, fyrir kenningu sem val- nefndin segir að geti m.a. útskýrt af hverju fjöldi fólks geti verið atvinnulaus á meðan fjöl- mörg störf séu laus. Diamond er prófessor við MIT- háskólann í Bandaríkjunum og hefur Barack Obama tilnefnt hann til setu í seðlabankaráði Bandaríkjanna. Dale Mortensen er prófessor við North- western University í Bandaríkjunum og Christopher Pissarides við London School of Economics. Segir í umsögn sænsku konunglegu vísindaakademíunnar að kenningunni megi einnig beita við greiningu á öðrum mörkuðum en vinnumarkaði. Hlutu hagfræðinóbel Christopher Pissarides Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn vill að svo komnu máli ekki tjá sig um yfirlýsingar íslenskra ráða- manna um að reynt verði að skoða hvort efn- hagslegt svig- rúm sé til þess að stjórnvöld beiti sér fyrir flatri niðurfellingu á höfuðstól lána. Talsmaður AGS segir að meðan ekkert liggi fyrir um útfærslur á slíkri niðurfell- ingu sé ekkert hægt að segja um áhrif hennar á efnahagssamstarf sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Sem kunnugt er þá er flöt niðurfelling lána útilokuð í þriðju endurskoðun AGS á efnahags- áætluninni og að sama skapi láta sérfræðingar sjóðsins í ljós áhyggjur sínar af því að stjórn- völd hafi ekki reynt að hafa hemil á væntingum landsmanna um frekari aðgerðir vegna skulda- vanda heimila. Ljóst má vera að skuldsetning íslenska ríkisins ásamt viðvarandi hallarekstri nánast útilokar að ríkissjóður geti tekið á sig kostn- að vegna almennrar niðurfell- ingar á höfuðstóli lána að öllu óbreyttu, hvort heldur með bein- um eða óbeinum hætti, án þess að grafa undan þeim markmiðum sem efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hvílir á. ornarnar@mbl.is AGS tjáir sig ekki um skuldaniðurfellingu Mótmælt Fyrir ut- an skrifstofu AGS. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Lán, sem eru í vanskilum eða ná- lægt vanskilum, eru tæplega 65 prósent af heildarútlánum banka- kerfisins hér á landi ef miðað er við nafnvirði lánanna. Bankarnir hafa hins vegar afskrifað hluta af lán- unum og er bókfært virði lélegra lána um 45 prósent af heildarútl- ánum bankakerfisins. Kemur þetta fram í skýrslu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins vegna þriðju endurskoðun- ar efnahagsáætlunar Íslands. Heildarútlán bankakerfisins námu í ágústlok 2.280 milljörðum króna og er því um háar fjárhæðir að ræða. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir aftur á móti að eiginfjárstaða bank- anna sé góð og jafnist vel á við stöðuna erlendis. Óvissa ríkir hins vegar um áhrif gengisdóma á eig- infjárhlutfall bankanna og þar með getu þeirra til að takast á við van- skil í útlánum. Heimili og fyrirtæki í vanda Í skýrslunni er einnig að finna upplýsingar um skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Um 22 prósent ís- lenskra heimila eiga ekki fyrir af- borgunum lána og útgjöldum til framfærslu. Aðeins um fjörutíu pró- sent heimila geta staðið undir af- borgunum án skuldaaðlögunar, en um 35 prósent þurfa á einhvers konar aðlögun að halda. Staðan er síst betri hjá fyrirtækj- um í landinu. Um 45 prósent lána til stærri fyrirtækja eru í vanskil- um og hjá smærri og meðalstórum fyrirtækjum er hlutfallið um 35 prósent. Ríflega 20 prósent stærri fyrirtækja gætu staðið undir af- borgunum með einhvers konar að- lögun, en langflest smærri og með- alstór fyrirtæki, sem nú þegar eru í vanskilum, eru það illa stödd að AGS telur ekki að þeim verði bjarg- að. Helmingur í vanskilum  Hlutfall lélegra lána af heildarútlánum bankanna er á bilinu 40-65 prósent Vanskil í bankakerfinu Október 2009 Apríl 2010 70 65 60 55 50 45 40 35 %30 Vanskil sem hlutfall af heildarútlánum Nafnverð lána í vanskilum Bókfært virði lána í vanskilum Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris lækkaði um 6,6 milljarða króna í ágúst, samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Lækkanir á erlendum hlutabréfa- mörkuðum skýra lækkunina að lang- mestu leyti, en eign lífeyrissjóðanna í erlendum hlutabréfum og hluta- bréfasjóðum lækkaði samtals um 10,8 milljarða króna. Skuld rík- issjóðs við lífeyrissjóðina jókst um 3,3 milljarða í ágúst og nemur nú 140,5 milljörðum króna. Hækkun á eign lífeyrissjóðanna í innlendum hlutabréfum og hluta- bréfasjóðum vóg að hluta til upp lækkunina á erlendri eign sjóðanna. Samtals nam hækkunin um sex milljörðum króna. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam í ágústlok 1.827,7 milljörðum króna. Erlend hlutabréf draga sjóðina niður  Eignir lífeyrissjóða minnkuðu í ágúst                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-.+ +/0-++ +,1-23 2,-04. +3-1/ +0-0,+ ++4-/+ +-5403 +/5-.3 +.5-1/ ++,-// +/0-.4 +,1-0 2,-/,. +1-,20 +0-0. ++.-,5 +-5.,/ +/4-+ +.4-4 2,.-+0+0 +++-,5 +/0-1/ +,1-12 2,-/0. +1-,32 +0-011 ++.-5. +-5.40 +/4-02 +.4-35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.