Hamar - 24.12.1949, Blaðsíða 3

Hamar - 24.12.1949, Blaðsíða 3
HAMAR Löng nótt Framh. af bls. 2 um ógeðslegu og köldu bár- um?“ Hugsunin var ömurleg og augun fylltust tárum, er tóku af alla fjarsýn hjá mér. „Hvað er þarna úti á móts við Melshöfða?“ sagði Guðni heit- inn eftir langa stund. Það var Guðni Benediktsson, sem með mér var. Ég þurrkaði tárin úr augun- um með handarbakinu og erm- inni og starði þangað, sem hann benti mér. „Jú, þar var skip undir segl- um og færðist óðfluga nær, und- an vindi og sjó.“ Gat þetta verið pabbí, eða var þetta bara eitthvert sunnanskip að koma í kaupstað eftir salti og öðrum nauðsynjum? Það gat eins verið. Hjartað barðist milli vonar og ótta. Þó það væri langt úti, tel ég víst að við hefðum þekkt það, ef það hefði ekki siglt beint undan vindi, og haft ásað út á bæði borð. Skip pabba var auð- þekkt frá öðrum skipum í firð- inum, það var með bognum stefnum, eins og tíðkaðist aust- an fjalls, en á öðrum skipum héðan var hið svokallaða Eng- eyjarlag, með beinum útliggj- andi stefnum. Óðfluga færist sldpið nær, og er nú komið rétt innundir Helga sker. En hvort þeir hafa þótzt vera of norðarlega, eða vindur orðið suðlægari, þegar inn á fjörðinn kom, skal ég ekki um segja, en þar sem áður hafði verið siglt beggjaskautabyr, þá er nú afturseglið borið yfir og siglt lítið eitt suður. Nú var hið langþráða tækifæri komið, til þess að sjá hvort það væri skipið, sem heitast var þráð. „Nei — jú“, stefnið var bogið. j Það var pabbi. Nú hélt skipið beint inn fjörð- inn aftur, en við höfðum séð nóg, til að þekkja það. í einum spretti þaut ég heim og hvar sem ég sá mann á vegi mínum, kallaði ég að pabbi væri að koma, en hvort mér var trúað eða ekki, gaf ég mér ekki tíma til að athuga. Ég trúði því sjálf- ur og það var mér nóg. Ég þýt heim, en er nú búinn að gleyma að ég átti að vera stilltur og prúður. Ég hrinti upp öllum hurðum og kalla inn: „Pabbi er að koma“. Það var eitthvað af nágrönn- unum inni. Létti nú heldur en ekki yfir hópnum, en þó var ein- hver er spurði: „Hvar? Hver hefur sagt þér það?“ „Hann er kominn inn fyrir bauju og ég segi það“. Nú dofnaði yfir þeim aftur og auðséð var að þær trúðu tæp- lega því er ég sagði. En að reyna að sannfæra þær, gaf ég mér ekki tíma til, enda hafði ég reynsluna fyrir mér á þeim ár- um, að það var algjörlega ó- mögulegt fyrir drengi, er þær töldu óþekka, að reyna til að sannfæra þær. í þetta skipti gaf ég allt þess- háttar þras frá mér. En þaut í þess stað út og niður í fjöru. Stóð þá heima að þeir voru að fella seglin fyrir framan lend- inguna. Lengur var ekki um neitt að villast; mennimir þekktust af öllum sem í fjörunni voru. Og nú lentu þeir — hvar margar hjálpsamar hendur biðu reiðu- búnar til að taka á möti þeim. Á svipstundu var búið að bera upp aflann, sem var tals- verður og marga undraði að skipið skyldi hafa afborið að fleyta í því veðri að landi. Að ekkert fréttist af föður mínum fyrr en hann kom, staf- aði af því, að þéir höfðu alla nóttina veri ðað berjast við að ná landi að mestu leyti á seglum en ekki tekizt það fyrr en kl. um 6 um morguninn og var það við Gróttu á Seltjamarnesi. Þrisv ar hrakti þá úr vörinni, áður en þeim heppnaðist að lenda og munaði minnstu að eins færi í fjórða sinn. Þar sem vindur gekk til vest- urs rétt eftir að þeir lentu og menn orðnir þjakaðir, bæði af vöku og þreytu, og þar sem ekki var vonlaust um, eins og vindur stóð þá, að hægt mundi vera að komast heim á skipinu samdægurs, þá var enginn send- til að láta vita hvar þeir væru niður komnir. Þó mér * fyndist þessí nótt löng, tel ég sjálfsagt að þeim, er á skipinu vom, hafi einnig fundist hún löng og ömurleg. Þegar ég löngu seinna minntist á þetta við Villa bróðir, sagði hann mér að þeir lengi vel fram- eftir hefðu talið víst, að eitt- I hvað miðaði að landi, en þeir hefðu fengið áþreifanlega sönn- un fyrir að svo var ekki. Vita sáu þeir enga fyrir særoki og fóru mest eftir sjólaginu. Þeir höfðu misst út bala með lóð í á norðurslag, ekki vissu þeir neitt hvenær hann fór, en ein- hvernveginn hafði hann flotið út, því nóg gaf á, og höfðu vart 2 við að ausa stundum. Á suð- urslag aftur, rekast þeir á bal- ann og ná honum. Sáu þeir þá að heldur hafði hrakið frá land- inu. Villi sagði að vísu hefði vel getað átt sér stað, að balinn hafi farið rétt fyrir vendingu, en enginn vissi það með vissu. Var þetta atvik heldur til að dapra hugann en gleðja. En þó lét eng- inn hugfallast. Atburðir eins og þessi er ég nú hef sagt frá, komu oft fyrir á þeim árum ,er mest var stund- aður sjór á opnum bátum héðan úr firðinum. Altítt var að menn náðu ekki heim að kvöldi, held- ur urðu að berjast upp á líf og dauða við grimman Ægi í Hann sat niður á bryggju og málaði. Hópur forvitins fólks stóð og horfði á eins og venjulega. Hann hafði oftast gaman af því, að einhverjir fylgdust með því, sem hann var að mála og dáðust að því. En í dag ergði það hann. Hann áleit það Ainu sök, að hann var í vondu skapi og and- inn var ekki yfir honum. „Indælir litir,“ heyrði hann áhorfendurnar hvísla. „Sjáið hve vel honum hefur tekizt að mála sjóinn — en eru litirnir ekld held ur sterkir?“ Hann varð þungur á svip. Hvaða vit hafði þetta fólk á mál aralist? Hann dauðlangaði til að setja stóra græna klessu á miðja myndina, aðeins til að ergja á- horfendurna. En hann gerði það ekld. Mál verkið var ekki svo fallegt, að fært væri að óprýða það viljandi. Hann var ekki ánægður með það. Að málverkið var ekki betra var Ainu að kenna. Aina! Hann var að hugsa um hana. Um þriggja ára skeið höfðu þau verið vinir og félag- ar. Hún hafði verið ágætur vin- ur. Þau höfðu kynnzt á málara- skólanum. Hann mundi það greinilega, er hann sá hana í fyrsta sinn. Hún kom inn um dyrnar hæglát og hálf feimin. Hún var grannvaxin og lítil. Hon um fannst hún verulega hjálpar- þurfi. Hann fékk löngun til að hjálpa henni og reynast henni góður félagi og var þess skammt að bíða, að það yrði. Honum virtist Aina eins og náttmyrkri og stórsjó og lofa svo Guð fyrir vernd og hlífð, þar sem landi var náð, þó að langt væri frá heimilinu. Þá var ekki sími til að hlaupa í, til að láta vita hvernig komið var og eng- in útvarpsstöð, er kallað gat til stærri skipa og beðið um að- stoð þeirra við hin smærri. Heima sátu konur, systur, unnustur og börn og börðust við kvíðann um afkomu þeirra er heitast þær unnu. Erfið var af- koman, meðan fyrirvinnan hélt lífi, en þá skiftist þó á sorg og gleði og von um lífvænleg lífs- kjör. En félli fyrirvinnan frá, varð lífið autt og gleðisnautt. Ég veit að lík atvik þessu end- urtaka sig enn þann dag í dag, enda var heldur ekki ætlun mín, er ég fór að rita þetta, að koma með eitthvað nýtt eða áð- ur óþekkt, heldur aðeins að lýsa tilfinningum lítils drengs, er bú- inn var að missa móður sina og átti þessa umræddu nótt á hættu að missa í einu tvo bræður sína og föður. Sigurjón Gunnarsson. Ainq fíngert blóm og einna líkust humlablómi, og þetta blóm mál- aði hann á flest málverk sín þá um sumarið. í þrjú ár höfðu þau haldið félagsskapinn. Þau máluðu, gengu sér til skemmtunar, rök- ræddu ýmis vandamál og fóru á skemmtanir saman. Þau álitu það sjálfsagt, að þau yrðu saman um tíma og eilífð. Fyrir mánuði hafði hann stungið upp á því, að þau flyttu saman. Það yrði ódýrara fyrir þau að búa í sama stað, auk þess yrði það miklu skemmti- legra. Aina var ekki á sama máli. Hún fór að tala um prest og kirkju og brúðkaup. Hann mót- mælti og spurði hvaða þýðingu þessháttar hefði. Gifting væri einungis gömul siðvenja og formsatriði og hann væri and- vígur öllu þvílíku. En Aina var þrá og sat við sinn keip. Hún minntist á það, að börnin biðu hnekki við það, að foreldrarnir væru ekki gift. En hann sagði það gamla og úr- elta firru. Aina varð æst og fór leiðar sinnar. Nú var hann hérna. Hann heyrði skóhljóð að baki sér. Hann veitti því athygli, eða þekkti það, að maður og kona voru þar á ferð. Auðheyrt var að stúlkan eða konan gekk á kork- sólum því það skrölti við er hún gekk á bryggjunni. Þau staðnæmdust bak við hann. „Fallegir litir,“ sagði maður- inn. „Jæja, ekki er ég hrifin af þessu málverki," svaraði stúlkan. Málarinn leit við og virti stúlkuna fyrir sér. Hann leit fyrst á fætur hennar, þeir voru fallegir, hún gekk á skóm með þykkum korksólum. Hún var í röndóttum kjól og fóru fötin vel. Hún var vel vaxin. Að síðustu leit hann á andlit hennar og sá, að hún var fríð sínum, bláeyg með svört, löng augnahár. Hann sá þetta allt á auga- bragði. Svo hélt hann áfram að mála. Honum hafði gramizt að stúlkan var ekki hrifin af mál- verkinu. Hafði hún nokkurt vit á málaralist? Hún, sem hafði málað augnahár sín áberandi illa. Honum geðjaðist ekki vel að þessari stúlku. Það var aðeins ein ung stúlka, sem honum geðj- aðist vel að. Það var Aina. Málarinn heyrði að þau gengu burt eftir bryggjunni og fóru leiðar sinnar. Skóhljóðið dó út vegna drunanna í vélbát, sem var að koma að bryggjunni. Stúlkan hafði komið honum úr jafnvægi. Svipur hennar og augnaráð var ögrandi. Hún var klædd á þann hátt, að hún vekti athygli og ástarþrá. Hann gat ekki haldið áfram að mála. Hann tók saman dót sitt og fór heim. Um kvöldið átti að vera dans- leikur á „Baðhótelinu“. Málarinn fór þangað. Hann var ekki fyrr seztur við borð í salnum en hann kom auga á ungu stúlkuna, sem var í rönd- ótta kjólnum. Nú var hún í rós- óttum kjól. Hún sat með vin- konu sinni við borð skammt frá honum. Hún var í sólskinsskapi og bláu augun hennar ljómuðu, þegar hún horfði yfir salinn. Þegar hljómsveitin fór að leika gekk málarinn til ungu stúlkunn ar og bauð henni upp. Hún dans aði ágætlega var kát og fjörug, ófeimin og ski-afhreyfin. Það leyndi sér ekki að hún var gefin fyrir daður. „Voruð það ekki þér, sem sát- uð í dag niður á bryggjunni og voruð að mála?“ spurði unga stúlkan. „Það var indælt mál- verk, sem þér voruð nýbyrjað- ur á.“ „Þér hælduð ekki málverkinu, er þér stóðuð og horfðuð á það,“ svaraði hann. Hún hló, eða öllu heldur flissaði eins og kjánaleg skól- stelpa og sagði: „Ég var að stríða yður með því, sem ég sagði, ég talaði á móti betri vit- und. Ég vildi að þér veittuð mér athygli. Þér voruð svo hrífandi." Honum þótti þetta trúlegt í fyrstu en svo skyldi hann, að það var meiningarlaust skjall. Hann sagði: „Hafið þér áhuga fyrir málaralist?" Hún svaraði og var mjög hrif- in. „Já, ég elska listir og mér þykja listamenn svo skemmtileg- ir. Hafið þér haft margar mál- verkasýningar?“ „Já, nokkrar sýningar hef ég haft og í vetur ætla ég að hafa sýningu." „En hvað það er spennandi," sagði hún. „Óttist þér gagnrýni. Þér málið svo vel, að þér þurfið ekki að vera hræddur við gagn- rýnendur. Verið viss um að þessi sýning verður yður til mikils sóma.“ Þegar hljómsveitin hætti að leika, fylgdi hann ungu stúlk- unni þangað, er hún hafði setið og fór að borði sínu. Hann sat lengi og hugsaði um þessa ungu stúlku. Hún var ó- fróð og barnaleg. En það var eitthvað við hana, sem hreif hann. Hún var vingjarnlég, mjúk í hreyfingum og fríð. Hún var ástleitin en þó dularfull. Hún hafði horft svo ástúðlega á hann og lagt höndina svo mjúklega á öxl hans, er þau dönsuðu, að hann varð snortinn. Hún var gjörsamlega ólík Ainu. Hann dansaði næsta dans við hana, næsta og næsta. Hann dansaði við hana allt kvöldið, án Framh. á bls. 4

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.