Hamar - 24.12.1949, Blaðsíða 4

Hamar - 24.12.1949, Blaðsíða 4
4 HAMAR HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMÁÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan hvem föstudag. Áskriftarverð kr. 15.00 á ári PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H.F. FYRIRGEFNING Aina Framhald af hls. 3 þess að vita hversvegna hann gerði það. Hann gat ekki komizt hjá því. Þegar dansleiknum var lokið fylgdust þau að. Þau fóru ekki strax heim á leið, en gengu nið- ur eftir í áttina til klettanna. Þau leiddust og töluðu um dag- inn og veginn. Skyndilega smeygði hún arm- inum undir handlegg hans og mælti: „Sjáðu mánann. Ég elska tunglskin.“ Hún virtist hafa rúmgott hjarta. Hún elskaði allt. Iiún elskaði listir og listamenn, hafið, klettana og tunglskinið. Ást hennar á listamönnum virtist í svipinn beinast öll að honum, hann varð þess var, hvernig hún þrýsti sér upp að honum. Innan skamms voru þau setzt á bekk. Hann var eins og í leiðslu. Hann fann hitann af líkama hennar betur og betur. Hann lagði handlegginn gæti- lega yfir um hana. Hún veitti enga mótspyrnu. Iia;nn þrýsti henni að sér og kyssti hana með áfergju og máninn horfði á og glotti eins og hans er venja. En skyndilega stóð mynd Ainu fyrir hugskotssjónum 'hans. Hún var föl og alvarleg, augna- ráðið angurvært og blíðlegt. Kuldaleg og óframfærnisleg var hún eins og venjulega. Það við- mót sýndi hún ókunnugum. En öll hennar hlýja og ást var ætluð honum. Aina var ekki ástleitin og inn- antóm eins og sú, er sat við hlið hans. Hún reyndi ekki að laða menn að sér með litsterkum klæðum og glitrandi skrauti. Þetta hafði hann alltaf vitað en nú fyrst gerði hann sér það fylli lega ljóst. Stúlkan, sem sat hjá honum var alger mótsögn við Ainu. Þessa stúlku var ekki erfitt að sigra. Hún dansaði við hvern sem fór þess á leit við hana, kyssti alla, er vildu kyssa hana og lét leiðast út í allt án þess að hugsa um prest, kirkju eða brúð kaup. Hann fékk ógeð á þessari ungu stúlku og færði sig frá henni. „Því varstu allt í einu svona skrítinn?" spurði hún. Hversvegna, já, hversvegna hugsaði hann og vissi ekki hverju hann ætti að svara. að halda og reis á „Eigum við ekki heim?“ tautaði hann fætur. Hún stóð einnig upp, en sein- lega. „Það er að kólna, mér er kalt“, sagði hún ólundarlega. Þau gengu upp í bæinn, en leiddust ekki. Þau þögðu. Það var eins og heill heimur væri kominn á milli þeirra. En þögn þeirra átti ekki til sömu rótar að rekja. Hann var ánægður, eins og þeir, sem sigrast hafa á freistingu, en hún þagði vegna vonbrigðanna, sem hún varð fyrir. Hann fylgdi henni að dyrum matsöluhússins, sem hún bjó í. Þar kvöddust þau og án minnstu ástúðar. Þegar hann kom heim, lagðist hann á legubekk og horfði upp í loftið um stund. Þá stóð hann á fætur og náði sér í skrifpappír. Hann var óvanur bréfaskriftum ann. Hann vissi ekld hvernig upj^haf bréfsins ætti að vera. Hann var óvanurbréfaskriftum en hann kunni vel að teikna og mála. í flýti teiknaði hann prest í fullum skrúða og ung brúð- hjón, er því var lokið reit hann eftirfarandi undir teikninguna: „Elskan mín þannig gerum við þegar ég kem. Við látum prest- inn, sem fermdi þig gifta okkur í kirkjunni þinni. Ég vil helzt ekki vera í „kjól og hvítu“, mér þykir það leiðinlegur búningur.“ Hann skrifaði nafnið sitt und- ir, stóð á fætur og gekk út að glugganum og horfði á mánann. „Nú lék ég á þig gamli hrekkja lómur, þú sást ekki hvað ég var að gera.“ Mánanum þótti víst leiðinlegt að fá ekki að sjá teikninguna og hina stuttorðu ástarjátningu. Þetta var ekki honum ætlað held ur Ainu. Og hún varð hjartan- lega glöð, þegar henni barst þetta óvenjulega ástarbréf. (Jóh. Sch. þýddi). Það var kvöld nokkurt á jóla- föstunni að gamall maður sagði mér sögu, sem mér mun seint úr minni líða. Hann horfði fram fyrir sig f jarrænum augum og fórust orð á þessa leið: „Ungri stúlku, sem var trú- lofuð, varð gengið fram hjá bæ einum þar sem kona var í barns- nauð. Þegar hún heyrði hljóð konunnar óskaði hún sér að hennar biðu aldrei þær kvalir að ala barn. Síðan gekk hún á- fram, en er hún var komin skamman veg varð hún allt í einu vör við mann sem gekk við hlið hennar. Maðurinn ávarpaði hana og sagði: „Vilt þú gefa mér skuggann þinn ef ég ábyrgist þér, að þú eigir aldrei eftir að ala barn?“ Stúlkan játaði þessu og hvarf þá maðurinn. Unnusti stúlkunnar varð þess var, að henni fylgdi enginn skuggi og hafði hann orð á því við hana, en henni varð svara- fátt. Að lokum fékk hann hana þó til að segja sér hverju þetta sætti. Hann brást reiður við, en hélt þó tryggð við hana. Hann lét þau orð falla, að mikið mætti vera ef þetta ætti ekki eftir að verða þeim báðum til ills. Nokkru síðar gengu þau til kirkju og átti að gefa þau sam- an. Þegar athöfnin var nýbyrj- uð heyrðist þytur, kirkjudyrnar hrukku upp og rödd heyrðist segja: „Ég átti að verða djákni.“ Presturinn lét þetta ekki á sig fá og hélt athöfninni áfram. Þegar hún var hálfnuð heyrðist aftur hvinur og kirkjudyrnar hrukku upp og rödd heyrðist segja: „Ég átti að verða prestur.“ Þegar athöfnin var að lokum komin, heyrðist enn hvinur og kirkjudyrnar hrukku upp og enn heyrðist rödd, sem sagði: „Ég átti að verða biskup.“ Presturinn lauk athöfninni, eins og ekkert hefði í skorizt og brúðhjónin héldu heim. Maðurinn var þungbúinn og yrti vart á brúði sína, á meðan á brúðkaupsveizlunni stóð. En er þau voru orðin ein sagði hann: „Þú hefur syndgað svo mikið að Guð mun ekki frekar geta fyrirgefið þér, heldur en að rós geti vaxið upp úr borði þessu,“ og sló í marmaraborðplötu orðum sínum til áherzlu. Hann rak því næst konu sína frá sér og sagði henni að koma aldreí fyrir augu sín aftur. Nokkrum árum síðar giftist hann aftur og tók hann loforð af konu sinni um að hleypa engum inn í hús þeirra, sem hún ekki þekkti nema með sínu leyfi. Enn liðu árin og ekkert mark- vert bar til tíðinda. En kvöld nokkurt, í vonzkuveðri er mað- urinn var ekki heima, barði föru kona að dyrum og baðst gisting- ar. Húsfreyja bauð henni til stofu til þess að maður hennar yrði síður förukonunnar var, ef hann kæmi heim. Og tók hús- freyja loforð af konunni um að hverfa burt fyrir fótaferðatíma. Um nóttína kom maðurinn heim og átti erindi inn í stof- una. Þegar hann kom þangað ínn, sá hann sér til mikillar undr unar, að rós var á borðplötunni. í fyrstu áleít hann að einhver hefði lagt rósína á borðið. Hann strauk hendinni yfír borðið og ætlaðí að sópa rósinní burt. Hann varð þess þá var að hún hafði vaxið upp úr marmara- plötunni. Honum brá illa víð þetta og varð hugsað tíl orða sinna, er hann rak fyrrí konu sína burt. í einu horní stofunnar kom hann auga á fatahrúgu og laut hann niður að henní og sá þar lík fyrri konu sinnar." H. B. J ólafagnaður Sjálfstæðisfélaganna verður í Góðtemplara- húsinu fimmtudaginn 29. desember kl. 4 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir á sama stað kl. 1 Skemmtineíndin F. U. S. STEFNIR F.U.S. STEFNIR JÓLAKVÖLDVAKA annan jóladag í Sjálfstæðishúsinu SKEMMTIATRIÐI ;■ I. Kvikmynd (Bud Abbott — Lou Castello) II. Þorvaldur Þorvaldsson: Minni kvenna. III. Dans. Tríó Grettis Björnssonar leikur og hinn vinsæli dægurlagasöngvari Haukur Mortenz syngur: Aðgöngumiðar verða seldir annan jóladag frá:kl. 4—6- Skemmtinefndm Rafmagnsnotendur eru varaðir við brunahættu, sem stafar af notkun falskra vartappa fyrir raflagnir. Rafvirkjar selja vartappa og ennfremm: hef- ur Rafveitan ávallt fyrirliggjandi allar stærð- ir þeirra. Til þess að auðvelda notendum að fá var- tappa eftir venjulegan lokunartíma hefur Nýja bílstöðin í Hafnarfirði einnig útsölu á þeim. En þar er venjulega opið til miðnættis. RAFVEITA HA. FNARFJARÐAR Minningars j óður Guðrúnar Einarsdóttur Minningarkort fást hjá: Gísla Sigurgeirssyni, Strandgötu 19 Guðjóni Magnússyni, Strandgötu 43 Kristni Magnússyni, Urðarstíg 3 Verzlun Sigurðar Guðmundssonar, Hverfisgötu 36 Verzlun Þórðar Þórðarsonar, Suðurgötu 36 Jóni Kristjánssyni, Ölduslóð 6 Sigríði Guðmundsdóttir, Austurgötu 31 H A M A R óskar lesendum sínum (jleciifecfra jóla! og gæfuríks komandi árs.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.