Hamar - 24.12.1952, Side 3

Hamar - 24.12.1952, Side 3
HAMAR 3 MÁttur Ástnrinnar Birr-r-r-r-r. Bína hrökk upp af værum blundi við þennan mikla skarkala. Það var vekjara- klukkan. En þau læti. Bína ætl- aði að stöðva klukkuna og fálm- aði fyrir sér á borðinú þar sem hún var vön að vera en fann ekki neitt. Og klukkan hélt á- fram að hringja bir-r-r-r-r, og hávaðinn í henni var miklu meiri en nokkru sinni fyrr. Bína néri augun og nú áttaði hún sig. Hún hafði sett klukkuna á lausan rafmagnsofn, sem stóð út í horni og hann jók hávað- ann í klukkunni og var hann þó nógur fyrir. En í gærmorgun hafði Bína verið of sein í búðina vegna þess, að liún náði í klukkuna og stöðvaði hana hálfsofandi og svo festi hún svefninn og svaf yfir sig. Shkt mátti ekki koma fyrir aftur og þar siem hún fór venju fremur seint að hátta í gærkveldi greip hún til þess ráðs, að láta klukkuna á rafmagnsofninn. Bína rauk ofan úr rúminu til að stöðva klukkuna. Uff-ú hvað það var kalt að fara ofan úr heitu rúminu. Það fór kulda- hrollur um Bínu, en það dugði ekki að kvarta. Hún varð að vinna hjá öðrum og var ekki sjálfs síns húsbóndi. Ó hvað hún skyldi eiga það gott, þegar hún \ æri gift, þá þyrfti hún ekki að rífa sig ofan. Vekjaraklukkan mundi hringja rétt sem snöggv- ast, þegar bóndinn þyrfti að vakna, en hún, ja hún mundi rétt losa svefninn, bylta sér 02 hjúfra sig undir sængina og sofna aftur og ekki einu sinm verða vör við það þó að eigin- maðurinn kyssti hana kveðju- koss um leið, og hann færi út til vinnu sinnar. En — þá væri betra að eiga ekki mikið af krökknm, það var venjulega ekki svefnfriður fyrir þeim. Nei, hún ætlaði ekki að eiga kiakka. Jú, annars, það gæti verið gam- an að eiga lítinn anga, en ósköp þægt barn, sem lofaði mömmu sinni að lúra, en ekki einhvern óþekktarorm eins og krakkar annars eru, síorgandi og rellandi og rífa sig upp fyrir allar aldir á morgnana. Þannig lét Bína hugann reika á meðan hún var að klæða sig. Hún varð að flýta sér til að verða komin nógu snemma í búðina. Að vera að opna búð kl. 9, það var allt of snemmt, hún mundi breyta þessu, ef hún fengi einhverju að ráða. Það væri nokkuð annað að opna ekki fyrr en kl. 10 eins og sumar skrifstofur voru opnaðar. Ó, hvað Bína öfundaði það fólk, sem þurfti ekki að byrja að vinna fyrr en kl. 10. Það var nú meiri munurinn að geta sofið og látið fara vel um sig klukku- tíma lengur. Bína var nú komin á fætur og klukkuna vantaði 10 mínútur í níu. Hún varð að hraða sér, ef hún ætti að verða komin í tæka tíð. Bína smeygði sér því í kápuna, ekki var tími til að fá sér neitt í svanginn, hún gæti e. t. v. keypt sér eitthvað í næstu búð. Hún opnaði hurð- ina, en hrökklaðist til baka og tók andköf, því hríðargusa kom beint framan í hana. Hún bretti upp kápukragann og tók í sig kjark til að leggja út í hríðina. Veðrið var á móti og gekk Bína á skakk til að fá ekki hríðina | jSmnsaga I (_______________ J alveg beint framan í sig. En þessi kuldi. Og nú lenti Bína í snjóskafli svo að bomsurnar hálf- fylltust af snjó og hún, sem var í nylonsokkum. Nylonsokkum með svörtum saum. Eftir erfiða göngu í snjó og hríð komst Bína í búðina gegn- blá af kulda. Kaupmaðurinn var búinn að opna enda klukkan orðin 5 mínútur yfir níu. Bína bauð góðan daginn, þó að henni væri skapi næst að minnast ekki á góðan dag eins og veðrið var, og fór að hrista af sér snjóinn. Það tók ekki, nema augnablik fyrir Bínu að koma sér að starfi, en það var fáferðugt í búðinni, enda ekki von til þess að marg- ir viðskiptavinir væru á ferð í þessu veðri. Bína reyndi því að halda sig sem næst ofninum á milli þess sem hún var að laga til vörurnar í hillunum og á borðinu til þess, að allt liti sem snyrtilegast út. Einn og einn viðskiptavinur kom inn í búðina, ef viðskipta- vin skyldi kalla, því það var auðséð að erindið var fyrst og fremst að komast nokkur augna blik inn í ylinn úr hríðinni og kuldanum. Og þeir, sem ekki voru svo hugkvæmir að finna upp á að spyrja um eitthvað, sem ekki var til, því nú þurfti miklu meiri hugkvæmni til þess, ■ en þegar vöruskorturinn var mestur, létu Bínu rífa niður úr hillum og upp úr skúffum og til þess, að ekki væri alveg eins ljóst, að þeir hefðu ekkert ætl- að að kaupa, keyptu þeir að lokum tölur, tvinna eða einhvern smá hlut, sem lá fyrir allra aug- um á borðinu. En Bína varð að sína þolinmæði og vera stima- mjúk og eftir að viðskiptavin- urinn var farinn, að taka til, raða niður í skúffur og upp í hillur e. t. v. til þess eins, að rífa allt niður aftur þegar næsti viðskiptavinur kæmi inn. Þannig leið morgunninn áfram í tilbreytingarleysi fyrir Bínu. Sömu handtökin voru unnin upp aftur og aftur, en þó var lítið verzlað. Nú var hlé hjá Bínu, hún fékk að fara heim að borða. Veðrið var orðið sæmilegt, það var hætt að snjóa, en nokkur gola ennþá og kalt. Bína flýtti sér heim, hún hafði aðeins klúkku- tíma í mat og hún þurfti að taka til í herberginu sínu, til þess hafði henni ekki gefist tími áður en hún fór í vinnuna, en það var hálf leiðinlegt að hafa þar allt ótiltekið, ef einhver vin- kona hennar skyldi koma heim með henni að vinnu lokinni, hvað þá, ef svo vildi tfl, að hún yrði það heppin að einhver ung- ur og efnilegur piltur yrði til þess að líta heim. Þá varð allt að vera í góðri reglu, því ekki mátti láta það spyrjast út, að hún gæti ekki verið dálítið hús- leg í sér. Já, ef hún yrði nú svo heppin að hitta Dóra, ef hann kæmi heim til hennar. Hún mundi verða í sjöunda himni, já og gera sér vonir um að hún gæti orðið sú lukkulega, þegar tímar liðu og náð í þennan unga og efni- lega mann. Þær voru áreiðan- lega margar ungu stúlkurnar, sem ekki mundu hika við að fylgja honum á lífsleiðinni. Ha.nn bar af flestum ungum mönnum, var glæsilegur á velli og hrókur alls fagnaðar þar sem hann var. Hjarta Bínu fór að slá hraðar, þegar hún hugsaði til Dóra og það var nokkuð oft, eftir að þau höfðu hitzt á dans- leik fyrir rúmum þremur vikum, en þá hafði liann dansað mest við hana. En — — Dóri hafði einn áberandi galla. Hann drakk stundum helzt til mikið og þá var hann þver og erfitt að ráða við hann. En það drukku nú svo margir ungir menn nú til dags, það er ekki hægt annað en að fylgjast með. Nútíminn krefst þess. En Bína hafði ekki lært það ennþá, hún hafði lof- að mömmu sinni því á bana- dægri hennar að vera ávallt í stúku og forðast áfengisneyzlu. E. t. v. vildi Dóri ganga í stúku, gera það fyrir hana. Nei, nei, það var til of mikils ætlast. Dóri vildi ekki vera svo gamaldags, hann vildi fylgjast með. Þannig leið matartíminn. Bína var nærri búin að gleyma tím- anum í þessum hugleiðingum sínum. Hún flýtti sér í kápuna og bomsurnar og fór út. Nú var margt fólk á götunum, það voru allir að flýta sér til vinnu, sumir í bílum, aðrir á hjólum en lang- flestir voru gangandi eins og hún sjálf. Þegar Bína kom í búðina var hún full af fólki, hún hraðaði sér því úr kápunni og fór að sinna viðskiptavinunum. Hvað var það fyrir yður? sagði Bína og talaði til frúar, sem auðsjá- anlega var orðin leið á að bíða eftir afgreiðslu. „Eg ætlaði að fá efni í svuntu. Hvað kostar þetta efni?“ „Það kostar 12,80 m.“, segir Bína. Annars taka (Framháld á bls. 4) Gleðileg jól! % Farsælt mjár! f I ú Fiskveiðihlutafélagið Venus | Gleðileg jól! | | Farsælt nýár! | • f Bifreiðastöð Hafnarfjarðar I I.............; ..:.................7 | Gleðileg jól! | Farsælt nýár! f Á. B. H. }.......................7.77.......... Óskum öllu starfsfólki okkar og viðskiptavinum | gleðilegra jóla \ og mjárs. 'v Þökkum störfin og viðskiptin á líðandi ári. I | Fiskur h.f. .........■....v...................... Gleðileg jól! Vélasalan h.f. I \ Hafnarhúsinu, Reykjavík ...................:.........-- s Gleðileg jól! I 1 ___________________________ msnmmmmsa I I.......................-............ | Gleðileg jól! f ■ ú Farsælt mjár! % , , | Húsgagnavinnustofan Skólabraut 2 I I......-....■...;................... Gleðileg jól! i Farsælt nýár! Fiskveiðifélagið Stefnir h.f. I...........;....:.........:......... Óskum öllwn félagsmönnum vorum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með pökk fyrir það liðna. Byggingarfélag Alþýðu s Gleðileg jól! I f Farsælt nýár! > Vélsmiðja Hafnarfjarðar h.f. 1 *

x

Hamar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.