Hamar - 24.12.1952, Qupperneq 5

Hamar - 24.12.1952, Qupperneq 5
HAMAR 5 HAFNARFJARÐAR BÍÓ Jólamyndii 1952: Brosið þitt lilíðo Falleg og skemmtileg mj amerísk myncl með fögrum söngv- um, tekin i eðlilegum litum. Aðalhlutverk leika: Betty Grable, Dan Dailey, Jack Oakie. Sýnd annan í jólum kl. 7 og 9. Tcfkiiiiiiyiidasyrpa Kötturinn og músin Fallegar Walt Disney teiknimyndir Sýnd kl. 3 og 5. GLEÐILEG JÓL! Jj BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI jjj Ileillaudi líf Bráðskemmtileg nij amerísk mynd. ii! Bing Crosby — Collen Gray Sýnd annan jóladag. Einu isinni var iii Fjögur ævintýri iii iij Hugnæm og skemmtileg barnamynd leikin af börnum. iii Sýnd annan jóladag. | GLEÐILEG JÓL! »c<c»^e*c*e»c*c»c<e»c«c«cíc*c<c$c«c*c*£»e*c*c»e»cíc»e*c*c*c»c*c»cícíc»c<c*c<c»cíe<c»c«c»c*c*e*cí F. U. S. Stefnir F. U. S. Stefnir F. U. S. Stefnis verður haldin annan jóladag 26. desember 1952 og hefst kl. 8,30 e. h. Atriði á dagskrá: 1. Ávaip. 2. Duett söngui. 3. Gamanþáttui. 4. Jittebuq sýninq. 5. Dans. (Veiðlaunadans.) Aðgöngumiðar fra kl. 4—7 í Sjálfstæðishúsinu, annan jóla- dag. NEFNDIN. »3»3*3»3«3*3»3»3«»3»3*3»3»3»3*3t3»3»9»3*3«*3«»3«*9»3*3l3»3»3»3»3*3»3»3»3»3t3»30»3»3*3»3»9< Landnámskona ---í Hafnarfirði —— „Kvöld eitt, mig minnir að vori til, einu ári eða tveimur eftir að foreldrar mínir höfðu keypt Hábæ, sem stóð vestan við þar sem nú er Hverfis- gata 31, og voru: setzt þar að, tók móðir mín eftir því, að kona kom upp Gunnarssund, upp með bæ Þorkels Snorrason- ar „I Hrauninu“. Hún beygði til hægri ofan kálgarðsins og stefndi 'í áttina til vitans. Vestan undir balanum, sem vitinn stendur á, er hellisskúti. Þar stanzaði konan, lagði niður byrði sína, skrínu (koffort) og pokaskjatta. Hún settist á skrín- una og sat þannig um stund án þess að hreyfa sig. Móðir mín var alltaf að veita konunni athygli, því henni fannst atferli hennar einkennilegt. Hún þekkti heldur ekki konuna, en þá var ekki fleira fólk í Hafnarfirði en svo, að hver þekkti annan. Eg man það vel, að móðir mín var að elda kjötsúpu þetta kvöld. Þegar hún var soðin, sagði móðir mín: „Þessi kona Máttur ástarinnar (Framhald af bls. 4) Bínu góða stund og var alvar- legur á svip, að lokum mælti hann: „Ég skil hvað þú ert að fara Bína, ég skal ekki láta at- burðina frá því í fyrrakvöld end- urtaka sig. Þér gef ég þetta lof- orð og þú ert of góð Bína, til þess að ég svíki þig. En erfitt verður fyrir mig að hitta vini mína, sem verið hafa, þegar ég sný af þeirri braut, sem ég hefi gengið að undanförnu og erfitt verður fyrst um sinn að líta framan í nokkurn mann, ef ég Gísli Sigurðsson lögregluþj. hefur unnið að því s. I. ár að safna ýmsum fróðleik frá fyrri tímum um Hafnarrfjöfð og Hafnfirðinga. Hefur hann leit- að til fjölda fólks í þessum efnum og á hann orðið mikið safn í fórum sínum. Frásögn sú, sem fer hér á eftir hefur Gísli tekið upp eftir frú Sig- ríði Eyjólfsdóttur. hlýtur að vera einstæðingur og ókunnug hér í bæ. Ég ætla að fara til hennar og bjóða henni að borða, ef til vill er hún svöng vesalingurinn“. Móðir mín fór svo til konunnar og fylgdist ég með. Er við kom- um til hennar heilsuðum við. Tók hún kveðju okkar vel og hressilega. Móðir mín spurði hana að heiti: „Kristín heiti ég og er Ásbjarnardóttir“, svaraði konan. „Ertu nýkomin hingað?“ spurði móðir mín. Hún játti því. „Þekkirðu engan hér í Hafnar- firði?“ „Nei“. „Viltu þá ekki gera svo vel að koma heim og borða með okkur kvöldmat?“ spurði móðir mín. „Ég þakka gott boð“, svaraði hún og stóð upp. Ég sá, að hún var meðalhá á vöxt og í gildara lagi. Gekk nokkuð á- lút og var ábúðarfull í andliti. Fannst mér strax sem þar færi kona sem betra væri að hafa með sér en móti. Hún tók pok- ann á bakið og skrínuna í hend- ina og þáði enga aðstoð. Hún var svo sett til borðs með okk- ur og tók hraustlega til matar síns. Ekki var hún margmál um hagi sína, eða áhyggjufull, að því er virtist. So.gðist hún ætla að setjast hár að og spurði um möguleika á því að fá vinnu, sama hvað það væri. Ekki man ég hvoit Kristín var hjá okkur um nóttina, tel það þó sennilegt, því ég man að í pokanum var sængurfiðan henn- ar, en í skrínunni voru allir aðr- ir jarðneskir munir hennar. Kristín átti eftir að verða ná- grannakona okkar og mikil vin- kona. Hún komst strax í at- vinnu og hafði þá þegar nóg fyrir sig að leggja, því það var ekki henni að skapi, að vera mikið upp á aðra komin. Sjálfr- ar sín vildi hún vera. Ég man ekki hve mörg ár liðu þar til hún kom að máli við föður minn, um að hann yrði henni hjálplegur, því hún hefði í hug að byggja sér hús. Hafði hún, eins og hún sagði, litið í kringum sig eftir lóð og fundið hana ofanvert við lóð föður míns. Faðir minn kvað sína aðstoð velkomna við byggingarfram- kvæmdir hennar. Kristín var þá komin í reikning hjá Einari kaup manni Þorgilssyni. Hjá honum fékk hún timbur, sem hún bar heim á balann þar sem hún hafði kosið sér hússtæði. Þeim kom saman um það, Kristínu og föð- ur mínum, að bærinn skyldi í upphafi vera eitt og hálft staf- gólf með krossrisi og skúr við suðurhlið ofarlega. í frístundum sínum fóru þau að laga fyrir grunni. Þegar því var lokið kom röðin að grindinni. Var hún tegld og sett upp, klædd utan og innan, skilrúm sett í, svo að rúmlengd var fyrir framan, en mjór gangur fyaár aftan. Dyr voru settar á skilrúmið, sexrúða- gluggi, lítill í suðurgaflinn en (Framhald á bls. 7) a eftir að hafa mannslíf á sam- vizkunni“. „Það er ekki Dóri, ég kom við á sjúkrahúsinu og maðurinn er búinn að fá rænu og læknarnir telja hann úr allri hættu.“ „Guði sé lof Bína“, sagði Dóri, „þú hefur gefið mér nýj- an kjark, nýtt líf og á því skal ég byrja, þegar ég er búinn að afplána þá refsingu, sem ég á að taka út. Þá fer ég á dansleik með þér Bína, dansleik þar sem landið okkar er danssviðið". Hann þrýsti hönd hennar og um leið bankaði vörðurinn á dyrn- ar. Bína kvaddi því og fór. Bína var glöð. Hún flýtti sér í búðina aftur. Og nú var hún miklu léttari í spori en fyrr og brosti hlýlegar til viðskiptavin- anna en noklau sinni áður. Þeir vissu að vísu ekki af hverju þessi innileiki Bínu stafaði, það vissi aðeins hún og ungi maðurinn í fangaklefanum, Dóri. Ég óska öllum mínum viðskiptavinum gleðilegra og farsæls komandi árs. I X I . I

x

Hamar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.