Hamar - 04.10.1953, Blaðsíða 2

Hamar - 04.10.1953, Blaðsíða 2
2 HAMAR ♦---------------------------------------------.-------♦ HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar 9228 — 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðisliúsinu, Strandgötu 29. IIAMAR kemur út annan hvern sunnudag. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR II.F. Gert upp um síðir Þegar Alþýðuflokkurinn var stofnaður og fyrstu árin á eftir hafa vafalaust sumir forystumenn hans átt þá hugsjón eins og margir aðrir, að vinna að því, að fólkinu í landinu gæti liðið betur eftir því sem árin liðu. Komið yrði á ýmsum þjóðfélagsleg- um umbótum í þeim tilgangi. Flokkurinn vildi fara aðrar leiðir til að nálgast þetta mark- mið heldur en þeir menn, sem þá réðu mestu um gang þjóðmál- anna, hann vildi fara leið sósíalismans. Þetta gat nú verið gott og blessað, enda gekk þessi skoðun nokkuð í fólkið og flokkn- um óx fylgi með þjóðinni. Hann eignaðist fulltrúa á Alþingi og hann náði stjórnartaumunum í tveimur bæjarfélögum, ísafirði og Hafnarfirði. Það hefði nú mátt ætla, að flokkurinn sýndi ágæti sitt og stefnu sinnar í stjórn þessara bæjarfélagá og þar hefði gróska og vaxandi velmegun verið sýnu meiri en annars staðar og þá einkum, sem Sjálfstæðismenn, sem eru liöfuðandstæðingar sósíal- ismans, höfðu ráðin. En þetta fór mjög á annan veg. Þeir, sem komust til valda í Alþýðuflokknum voru yfirleitt ekki sósíalistar heldur harðsvíraðir eiginhagsmunamenn, sem höfðu sósíalismann á vörunum og sérhagsmunina í hjarta sínu. Fólkið. sem fylkti sér um Alþýðuflokkinn var því svikið og blekkt og það afl, sem það gaf flokknum var notað til að sk^ipa forystumönnunum auð og völd, að vísu með örfáum undantekn- ingum. Sé litið á þessi mál hér í bæ, þá kemur þetta berlega í Ijós. Bæjarútgerð var stofnuð því öll stærri atvinnutæki skyldu vera í höndum þess opinbera. Gekk rekstur hennar erfiðlega lengi vel og munaði minnstu að bærinn væri búinn að missa skip sín, þegar síðasta heimstyrjöld braust út og lyfti öllu verðlagi og hægt var að moka upp peningum sem sagt í hvaða atvinnugrein sem var. A stríðsárunum græddi þó Bæjarútgerðin með sína tvo togara ekki meira en 9,1 millj. kr. á sama tíma sem tveir togarar í einkaeign greiddu í skatta til ríkisins 10,6 millj. kr. Hvað hefur valdið öllum þessum mikla mismun skal ósagt látið en varla hefur stjórnin á Bæjarútgerðinni verið ofgóð, enda þótt Alþýðuflokk- urinn hafi reynt að reka þann áróður að henni væri sérlega vel stjómað. Þar tala þessar tölur sínu þögla máli. En það var annað sem gerðist. Þegar Alþýðuflokksforingjarnir voru búnir að læra sitt hvað af rekstri Bæjarútgerðarinnar og fá sína reynslu á kostnað bæjarbúa, þá náði sósíalisminn ekki lengra. En — reynslan var notuð. Ekki til að efla Bæjarútgerðina, o-nei. Alþýðuflokksforsprakkarnir notuðu hana til þess að kaupa og annast rekstur eigin togara við hlið Bæjarútgerðarinnar og að verulegu leyti vrndir sömu stjórn. Við skulum svo segja, að það hafi verið af hendingu, að foringjarnir eignuðust togara sína, þegar fyrirsjáanlegt var, af þeim, sem höfðu fengið reynslu af togaraútgerð, að slíkur rekstur mundi gefa góðan arð. Það var ekkert nema gott við því að segja, að sem flestir togarar kæmu í bæinn, en eins og bent hefur verið á hér í blað- inu, þá getur það ekki leitt til blessunar, að fela manni að stjórna umfangsmiklu bæjarfyrirtæki við hliðina á einkafyrirtæki. Og svo langt hefur verið gengið í þessum efnum, að framkvæmdar- stjórinn og fulltrúi hjá Bæjarútgerðinni svo og formaður útgerð- arráðs, hafa átt persónulegra hagsmuna að gæta í útgerð þeirri, sem rekin hefur verið sem barn Bæjarútgerðarinnar, hvort sem það barn hefur nú verið alið upp við meira og betra atlæti en Bæjarútgerðin sjálf. Þetta dæmi og svo fjölmörg fleiri hafa orðið til þess, að fólk er farið að þekkja Alþýðuflokkinn og þess vegna hefur það snúið baki við honum og þar sem hann hefur þekkst bezt hefur hrun hans orðið mest. Það var óhjákvæmilegt, að slík örlög hlytu að bíða slíks sérhagsmuna flokks því fólkið lætur ekki blekkja sig til eilífðar, enda eru forsprakkar Alþýðuflokksins búnir að nota sér nóg af hrekkleysi þess og þeim trúnaði, sem það hefur sýnt þeim. Er því fullvíst, að Alþýðuflokkurinn verðu yfirgefinn af fleiri og fleiri kjósendum, eftir því sem lengra líður og fólk kynnist störfum hans betur. NÓG AF LOFORÐUM Það vantaði ekki loforðin hjá Alþýðuflokknum fyrir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar og voru sum þeirra harla bros leg, enda efndirnar eftir því. Var m. a. gefinn út listi með 10 boðorðum og þó að þau séu tæpra fjögurra ára gömul þá verður ekki annað sagt en að boðorðsgefendunum hafi tekizt að brjóta þau flest svo að ekki standi steinn yfir steini þar sem féll i hlutverk þeirra að efna. Eitt af því, sem átti að tryggja var áfram haldandi bæjarvinna og átti það einkum að vera athug- andi fyrir liina eldri menn, þá átti ekki að setja til liliðar það var nú öðru nær. Þessu boðorði fengu menn að kynn- ast í framkvæmd haustið 1952, þegar mönnum í bæjar- vinnunni var sagt upp vinnu á þeim tíma, sem einna erf- iðast er að fá atvinnu og þannig voru eldri menn og yngri látnir ganga atvinnu- lausir um lengri tíma í in- dælis tíðarfari. Slík voru nú viðbrögð boðorðsgefendanna, en þá hefur það boðorð senni lega verið búið að gera það gagn, sem átti að gera, en það var að tryggja forystu- liði Alþýðuflokksins áfram- haldandi völd í bænum. ÁTTI AÐ GERA STÓRT Þá átti nú að gera heldur stórt, hvað snerti aukningu Bæjarútgerðarinnar og var frá því sagt á þessa leið: „Ekkert bæjarfélag á lanainu getur boðizt til að greiða við móttöku það fé, sem krafizt verður við afhendingu hinna nýju togara, sem nú er ver- ið að byggja í Bretlandi, upp í andvirði minnst tveggja skipa, nema Jlafnarfjarðar- bær“. Hver var svo reisnin á þessu öllu þegar til fram- kvæmda kom? Jú, fest voru kaup á einu skipi. Og þegar togarinn Garðar Þorsteinsson var boðinn bænum ásamt stöðinni fyrir ekki meira verð, en nú á að gefa fyrir Elliðaeyna, þá var enginn peningur til að kaupa fyrir og forráðamenn bæjarins vildu heldur ekki kaupa skip þá. Þegar hægt var að fá Helgafellið keypt þá vildu forráðamenn bæjarins enn ekki kaupa eða gátu það ekki. Og svo er það nú, þeg- ar bæjarbúar sýndu það með atkvæðum sínum í síðustu kosningum, að valdatímabil Alþýðuflokksins hér í þessum bæ yrði ekki framlengt er gripið til þess að vera með í því að reyna að kaupa Elliða- eyna fyrir hátt verð miðað við það ástand, sem skipið er í. En hugur Alþýðuflokksins í því efni var samt ekki meiri en svo að hann vildi ekki taka á sig ábyrgð á þeim bráða- birgðasamningum, sem gerð- ir voru um kaupin, held- ur voru það fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og fulltrúi Framsóknarflokksins. sem skrifuðu undir bráðabirgða- samningana. Forstjóri Bæjar- útgerðarinnar, sem einnig var falið að annast þessi kaup, skrifaði ekki undir. VILDU VERA ÓÁBYRGIR Að vísu var Guðmundur Gissurarson með í förinni og fékk hann að skrifa nafnið sitt, þó að hins vegar að hann hafi ekki verið til þessarar farar kjörinn og nafn hans því ekki meira virði en hvers annars bæjarbúa, sem befði viljað trana sér fram til að skrifa nafnið sitt undir samn- inginn. E. t. v. er hugur AI- þýðuflokksmeirihlutans ekki meiri en svo fyrir því að fá skipið í bæinn, að hann vilji heldur láta óábyrga menn skrifa undir svo að hægt sé að hlaupa frá öllu saman og skella ábyrgðinni yfir á aðra, ef öðru vísi tekst til en til er ætlazt. Það er að minnsta kosti ekki ólíklegt að eitthvað búi á bak við það í þessu togarakaupamáli, að fyrst átti að reyna að láta óábyrga menn taka ákvörðun um það í útgerðarráði og síðan þegar átti að undirrita bráðabirgða- samningana um kaupin, þá skrifaði sá Alþýðuflokksmað- ur, sem var ábyrgur í þess- um efnum ekki undir en óá- byrgur maður látinn gera það Hvað veldur slíkum vinnu- brögðum af hálfu Alþýðu- flokksins er ekki gott að segja, enda hans einkamál, en tæplega geta mikil heil- indi legið þar á bak við. ÞANNIG VORU EFNDIRNAR Það verður varla sagt, að þessi loforð hafi verið of vel efnd, það er öðru nær. Al- þýðuflokkurinn hefur gefist upp, að miklu eða öllu leyti, við flest af þeim verkefnum, sem hann lofaði. Vesal- mennskan og aumingjaskap- urinn hafa ráðið ríkjum og stöðugt hefur sígið á ógæfu- hlið, en jafnframt hefur að- staða forystumanna Alþýðu- flokksins verið nokkuð bætt. HIN ÓSKRÁÐU LOFORÐ Og það var meira kapp lagt á að efna hin óskráðu loforð. Og það vantaði ekki svo sem að manndómurinn og höfð- ingsskapurinn væri að verki hjá þeim Emil og félögum, eða hitt þó heldur. Eitt af því fyrsta, sem gert var, þegar búið var að ýta Kjartani Ólafssyni úr bæjarstjórn, var að taka túnskika af Pálínu á Hvaleyri og leigja hann öðr- um. Má vel vera, að meiri- hlutinn hafi ekki treyst sér til að ráðast á garðinn þar sem hann var hærri svona fyrst eftir kosningaátökin, en að því kom þó síðar, þegar of- beldisaðgerðum var beitt gegn Haraldi Kristjánssyni slökkviliðsstjóra og liann rek- inn úr starfi. Er sú saga bæj- arbúum svo í fersku minni, að ekki er ástæða til að rekja liana nánar. HÆKKUN BITLINGA En óskráðu loforðin munu hafa verið fleiri en að beita náungann ofbeldi og yfir- gangi. Það þurfti að gera ein- hverjar aðgerðir til þess að fá sem flesta aura í vasa gæð- inganna. Var í því efni byrj- að að láta bæjarstjórann hafa húsaleigustyrk og hefur því verið marg yfirlýst af bæði formanni bæjarráðs og bæj- arstjóra, að því liafi verið lof- að fyrir kosningar, þó að það þætti heppilegra að afgreiða ekki málið fyrr en eftir kosn- ingar. Þá hafa bæjarráðslaun- in verið hækkuð geysilega sama gildir um laun niður- jöfnunarnéfndar og nú nýlega er það orðið opinbert, að bæjarstjórinn hefur greitt sér og fleiri niðurjöfnunar- nefndarmönnum miklu hærri laun fyrir árið 1952, en bæj- arstjórn hefur veitt nokkra heimild til. LÆÐST MEÐ HÆGÐ En þetta er ekki nóg. Held- ur er læðst í rólegheitum til (Framhald á bls. 3) Hvenær kemur sjóðsyfirlitið? Ennþá hefur bæjarfulltrú- um ekki borizt sjóðsyfirlit fyrir þetta ár og er vart skilj- anlegt, hvað meirihlutinn skuli leyfa sér að halda þann- ig einföldustu upplýsingum leyndum fyrir bæjarfulltrúum og bæjarbúum. Það mun þó vera skylda þeirra, sem með fjárreiður bæjarins fara að gefa slíkar upplýsingar við og við. En Alþýðuflokksmeiri hlutann í Hafnarfirði virð- ist ekki varða mikið um slíka hluti, heldur er yfirtroðslu- skapurinn og einræðishneigð- in svo mikil, að þeir eru ekk- ert að upplýsa hina löglegu stjórn bæjarins um slíka smá- muni!!!

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.