Hamar - 04.10.1953, Side 3

Hamar - 04.10.1953, Side 3
HAMAR 3 Engin gata fullgerð — níu milljónum eytt Cittcq ahhaí + (Framliald af bls. 2) að skapa gæðingum flokksins betri aðstöðu en öðrum til þess að græða fé. Þannig voru Oskari Jónssyni og fleir- um leigðir fiskreitar, til að reisa á fiskhjalla, með sömu kjörum og öðrum, þar á með- al Bæjarútgerðinni, sem fengu órutt hraun. Og það sem alveg tók útyfir var það, að Bæjarútgerðin átti þessa fiskreita sjálf að )í hluta Þetta eru aðeins örfá dæmi af því, hvernig stjórn Alþýðu- flokksins er á bænum en svona mun þetta vera á fjöl- mörgum sviðum, þó að dæm- in séu ekki eins augljós og í framangreindum tilfellum. Afli bátanna Síldarafli bátanna eins og hann var orðinn 30. sept s. 1.: Ásdís 330 tunnur, Dagsbrún 620, Draupnir 3075, Egill Skalla grímsson 1020, Fagriklettur 588, Fiskaklettur 2661, Fram 1009, Guðbjörg 1255, Hafbjörg 1215, Hafdís 3700, Hafnfirðing- ur 2966, Illugi 2098, Síldin 850, Stefnir 1425, Villi 1035 og Örn Aniarson 1800 tunnur. Síhlurnflimi Síldaraflinn, sem borist liefur á land hér í bæ til 30. sept. s. 1., hefur verið verkaður þannig: Saltað 5779 tunnur, fryst til út- flutnings og í beitu 12660 tunn- ur og 7700 mál liafa farið í bi æðslu. Söltunin skiptist þannig: Jón Gíslason 2470 tunnur, Fiskur h.f. 1400, Bátafélag Hafnarfjarð- ar 1226 og Guðmundur Þ. Magnússon 683 tunnur. Þegar fólk hefur farið að renna huganum yfir fram- kvæmdirnar í gatnagerðinni hér í bæ, þá hefur það rekið sig á þá staðreynd að enginn götuspotti hefur verið full- gerður í bænurn síðustu tvö kjörtímabil, eða s. 1. átta ár. Enginn götuspotti hefur ver- ið steyptur á þessu tímabili og enginn götuspotti malbik- aður. Hvað veldur? Hér í blaðinu hefur marg- sinnis verið bent á þá óstjóm, sem er á verklegum fram- kvæmdum hjá bænum. Það hefur verið bent á, hvemig eytt hefur verið þúsundum og tugum þúsunda króna fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar lióf reglubundnar sundæfingar í byrjun septembermánaðar s. 1. og eru tvær æfingar í viku á þriðjudögum og föstudögum kl. 7—8 síðdegis. Æfingar félags- ins hafa verið mjög vel sóttar og áhugi sundfólksins með af- brigðum góður. Einstaldingar úr stjórn félagsins hafa annazt alla kennslu, enn sem komið er. Innanfélagsmót var haldið í æfingartíma félagsins, 29. þ. m., og var keppt í sjö greinum og þrjú hafnfirzk met sett. Sérstaka athygli vakti 100 m. bringusund Sigríðar Ingvarsdóttur, sem er | aðeins 12 ára gömul. Hún synti óstjórn eina. Það eitt að vera með tvo verkstjóra yfir bæj- arvinnunni kostar bæjarbúa geysimikið fé. Þetta er öllum mönnum Ijóst, sem hafa óbrjálaða dómgreind og verks vit. Það má vel vera, að meiri hlutanum hafi dottið í hug að láta annan verkstjórann fara og verður það þá vafa- laust sá, sem síður skyldi, þar sem hann er ekki eins rnikill fram á maður í hinum póli- tísku málum. En þó að lítið hafi verið gert og enginn götuspotti full gerður á s. 1. 8 árum þá er þó búið að eyða, samkvæmt rekstrarreikningi bæjarsjóðs, vegalengdina á 1:50,2 mín., sem er nýtt hafnfirzkt met. Má mik- ils af henni vænta í framtíðinni. Árangrar í einstciku greinum urðu eins og hér segir: 50 m. flugsund karla: Hjörleifur Bergsteinsson . . 39,9 sek. Garðar Sigurðsson........ 39,9 — (Hafnarfjarðarmet.) 50 m. hringusund drengfa: Karl Ingvarsson.......... 46,7 sek. Asbjörn Vigfússon........ 50,5 — Hafsteinn Guðmundsson . . 52,6 — 50 m. hringusund stúlkna: Sigríður Ingvarsdóttir .... 50,4 sek. Svanhvít Magnúsdóttir . . . 53,8 — Valgerður Ólafsdóttir .... 54,9 — um 9 MILLJÓNUM KRÓNA til hinna svokölluðu verk- legu framkvæmda í bænum, þ. e. gatnagerð, vatns- og hol- ræsalögn. Eitthvað verulegt hefði nú átt að geta sést eft- ir það fé allt, ef vel hefði ver- ið á haldið og skynsamlega stjómað, en það er til of mik- ils mælst af bæjarstjómar- meirihlutanum að það sé gert. Bæjarbúar hafa því ekki nema eitt ráð til þess að koma betra lagi á þessi mál og það er að gefa Alþýðuflokknum frí frá því að fara með stjóm þeirra og til þess gefst tæki- færið í janúar næst komandi. Og það verður notað. 50 7ii. skriðsund drengja: Stefán Jónsson............ 46,4 sek. Hafsteinn Guðmundsson . . 49,6 — Sigurður Jónsson ......... 51,0 — 50 m. hringusund karla: Hjörleifur Bersteinsson . . . 38,5 sek. (Hafnarfjarðarmet.) Gísli Guðlaugsson ........ 38,9 — Sigurður Ingvarsson....... 41,0 — 100 m. hringusund kvenna: Sigríður Ingvarsdóttir .. 1:50,2 mín. (Hafnarfjarðarmet.) Hafdís Magnúsdóttir .... 2:00,8 — Svanhvít Magnúsdóttir . 2:02,8 — 100 m. bringusund karla: Hjörleifur Bersteinsson . . 1:27,3 mín. Gísli Guðlaugsson........ 1,27,9 — HÚSGAGNA- VINNU STOFAN Skólabraut 2 — Sími 9982 *-------—-----------— INNA3VLAIVDS- ÁÆTLUIV Veturinn 1953—1954 Gildir frá 1. október. REYKJAVÍK: Akuretjrí: alla daga. Bíldudalur: Þriðjudaga. Blönduós: Þriðjudaga, laugar- daga. Egilsstaðir: Þriðjudaga, finuntu- daga, laugardaga. Fagurhólsmýri: Föstudaga. Fáskrúðsfjurður: Fimmtudaga. Flatey: Þriðjudaga. Hólmavík: Miðvikudaga. Hornafjörður: Föstudaga. ísafjörður: Mánudaga, niiðviku- daga, föstudaga, laugardaga. Kirkjuhæjarklaustur: Föstudaga. Kópasker: Finnntudaga. Neskaupstaðu r: Fimmtudaga. Patreksfjörður: Mánudaga, föstu- daga. Reyðarfjörður: Fimmtudaga, x) Sandur: Miðvikudaga. Sauðárkrókur: Þriðjudaga, laug- ardaga. Seyðisfjörður: Fimmtudaga, x) Siglufjörður: Sunnudaga. Vestmannaeyjar: Alla daga. Þingeyri: Þriðjudaga. x) Eftir að hílvegirnir frá Egils- stöðum til Reyðarfjarðar og Seyð- isfjarðar lokast, verða hafnar beinar flugleiðir til þessara staða. AKUREYRI: Egilsstaðir: Þriðjudaga. Kópasker: Fimmtudaga. Flugfélag fslands h.L Iniumíelagsiiiot Siind félag* llafnarfjarðar Trjárækt í Hafnarfirði LINNETSTREÐ Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn, hefur unnið mjög mikið starf við það að safna ýmsum gömlum fróðleik um Hafnarfjarðarhæ og íbúa hans. Meðal annars, sem Gísli hefur 'aflað sér upp- lýsinga um, er fyrsta trjáræktin liér í bæ og fer hér á eftir 1. þáttur Gísla um þau mál. Ef einhverjir vita betur um ein- stök atriði, en Gísli hefur fengið vitnsekju um, þá þykir honum mjög vænt um að fá þær upplijsingar, því það kappkostar hann umfram allt í þessu starfi sínu að það komi fram sem réttast er. Hefst svo frásögn Gísla um fyrstu tilraun til trjáræktar hér t bæ. FYRSTI ÞÁTTUR Ámi hét maður og var Gíslason. Hann bjó í Brekkubæ. Stóð bærinn þar sem nú er húsið nr. 3 við Austurgötu. Ámi var fjármaður og átti jafnan kindur. Beitti hann þeim í fjallið, afréttina suður og austur frá Hafnarfirði. Af göngum sínum til kinda og smalamennsku varð hann gagnkunnugum afréttar- löndum Hafnfirðinga. Á ferðum sínum um fjallið og hraunin hafði Ámi veitt því athygli, að víða leyndist talsverður trjá- gróður. Aðallega var það birkikjarr, og einstakar birkihríslur all vænar. Á stöku stað hafði hann fundir reyniviðarhríslur, smáar að vísu, í gjám og klettaskorum. Frá þessu sagði hann oft, er hann stóð í búðum (búðarstöð- ur) kaupmanna. Lét hann eitt sinn fylgja með þessum frásögn- um sfnum, að aldrei myndi hann komast í það dimmviðri að hann villtist. I tilefni af þessu kvað Ivar verzlunamiaður Helga- son vísu þessa: Ámi ratar ávallt vel ef hann hefur „Brama“. Þó að geri þoku og él það er alveg sama. Á ámnum 1865—1870 mun það hafa verið, að sögn Karólínu dóttur Árna Gíslasonar, að H. A. Linnet kaupmaður bað Áma í Brekkubæ að fara fyrir sig og sækja álitlega reyniviðarhrislu, sem hann svo ætlaði að gróðursetja heima við hús sitt. Ámi varð skjótt við þessari bón Linnets kaupmanns. Færði hann Linnet laglegan reyniviðarsprota sunnan úr Óbrynnishólabmna, að sögn Karólínu, en aðrir segja að Ámi hafi sótt hrísluna suður í Skúlatúnshraun. Linnet gróðursetti reyniviðarhrísluna bak við verzlunar- og íbúðarhús sitt neðst í Linnetsgerði rétt utan við svefnherbergisgluggann. Girti hann reitinn svo að hríslan yrði ekki fyrir ágangi sauðfjár. Þama dafnaði reynivið- urinn vel í skjóli bak við húsið. Varð hann limfagur og sterkur Að sama skapi uxu rætur trésins vítt um gerðið. Einn rótar- anginn óx fram og niður undir húsgmnninn og varð svo sver, að lokum, að hann sprengdi gmnninn. Það segja gamlir Hafn- firðingar, þeir sem unnu að gatnagerð og fyrstu vatnsleiðslu- lögn í Strandgötu, að þá fundu þeir rótaranga frá Linnets- trénu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að íslendingar hafa ætíð haft dálæti á trjám, einstökum, og mnnum og því segir skáldið: „Menningin vex í lundum nýrra skóga“. H. H. Svo var og um Linnetsfjölskylduna og aðra Hafnfirðinga. Allir höfðu mikið dálæti á trénu og vom stoltir af vexti þess. Eftir lát H. A. Linnets kaupmanns, sem bar að í nóvember 1894, varð tengdasonur hans, Jörgen Hansen, eigandi að öll- um eignum Linnetsverzlunarinnar og reyniviðnum, þessum æskuvini konu sinnar. Var reyniviðurinn eftir þetta stundum kallaður „Hansentréð“. Þannig óx tréð og þroskaðist til ársins 1911. Þá í nóvembennánuði bar svo til að upp kom eldur að nóttu til í Linnetsverzlunarhúsi Skemmdir urðu miklar, bæði af eldi og vatni, en slökkviliðinu tókst að verja næstu hús. Jörgen Hansen og reyniviðurinn báru ekki sitt barr eftir þennan bmna. Jörgen Hansen, er fram að þessu hafði verið glaður og hreif- ur, stangarbeinn í baki, léttur í spori og kvikur á fæti, varð hér eftir hægur í hreyfingum, þungur í spori og bognaði í baki. Einu hélt hann eftir sem áður. Hann var hvers manns hugljúfi. Reyniviðurinn skemmdist mjög mikið, Börkurinn sviðnaði því nær idlur af trénu og limið brann. Enn stóð liann þó á sínum gamla stað, en sviptur allri prýði. Þannig man sá, er þessar línur ritar, eftir reyniviðartrénu. „Hrörnar þöll, sú es stendur þorpi á, hlýrr- at henni börkur né barr“. (Hávamál.) Litlu seinna eignuðust aðrir menn þama lóðir og lendur. Nýtt hús skyldi reyst á rústum þess gamla, en gmnnur þess nýja náði út fyrir stæði trésins og átti því að fjarlægjast. Ágúst Flygenring fékk þá leyfi til að taka tréð upp. Færði hann það yfir í garðinn við hús sitt, Vesturgötu 2. Þar gróður- setti hann tréð með mikilli umhyggju. Var þetta gert af mikilli tryggð við fyrstu reyniviðarhrísluna, sem gróðursett var hér í Hafnarfirði og til virðingar við minningu þeirra Linnets kaup- manns og Áma í Brekkubæ. En hér tókst ekki eins vel og til var stofnað. Tréð blómgaðist aldrei í þessum nýju heimkynnum sinum og á ámnum rétt fyrir 1920 var það höggvið upp. Lengi lá fauskurinn af trénu rit við girðinguna, milli lóða Flygenring og Ferdinands Hansen. Þaðan hefur það að sjálf- sögðu verið tekið og því á eld kastað. Nú þegar menningin vex í lundi nýrra trjáa, ber okkur að halda á loft og heiðra minningu þeirra manna, er fyrstir riðu á vaðið og ruddu veginn til framtíðarlandsins, er skógur þekur land milli fjalls og fjöm.

x

Hamar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.