Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 35
Vinsælasti söngvari íslenskrar dægurlagasögu, Ragnar Bjarnason, verður gestur Jóns Ólafssonar n.k. fimmtudag, 18. nóvember kl. 20:30, en þessi „spjallþáttur á sviði”, AF FINGRUM FRAM, fór aftur af stað í byrjun mánaðarins þegar Gunnar Þórðarson sat fyrir svörum auk þess að fara í gegnum sín vinsælustu lög. Það sama verður uppi á teningnum í tilfelli Ragnars sem er orðinn 76 ára og hefur því marga fjöruna sopið á gríðarlega löngum og farsælum ferli. Vinsælasta lag landsins í dag er flutt af BlazRoca, XXXRotweiler og sjálfum Ragnari Bjarnasyni. Rappararnir heiðra Ragnar með nærveru sinni þetta kvöld og flytja lagið, ALLIR ERUAÐ FÁ SÉR. Auk þessu mun Ragnar og gestgjafinn Jón leika og syngja öll þekktustu lög söngvarans síunga auk þess sem allar sögurnar fá sinn sess eins og vera ber. Til að tryggja sér miða á þessu sértilboði er nóg að hringja í síma 570 0400 milli kl. 14-18 og gefa upp kt. áskrifenda. RAGGI BJARNA - gestur Jóns Ólafssonar í Salnum Moggaklúbbstilboð – 2.400 kr. í stað 2.900 kr. KORTIÐ GILDIR TIL 31.12.2010 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.