Morgunblaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 2
VIÐTAL Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Mér hefur bara gengið nokkuð vel eins og liðinu í heild. Það hefur mikið að segja að ég nýt trausts hjá þjálf- aranum,“ segir Róbert Aron Hostert, 19 ára gamall handknattleiksmaður hjá Fram sem leikið hefur afar vel með liðinu í N1-deildinni það sem af er leik- tíð. Róbert Aron var mikið frá keppni á síðasta keppnistímabili vegna erfiðra meiðsla í baki. „Það var sprunga í tveimur hryggjarliðum og með það þurfti ég að vinna og hef vonandi kom- ist yfir það með góðra manna hjálp,“ sagði Róbert Aron. „Nú er meiðslatíminn vonandi að baki. Sennilega er orsök þeirra mikið æfingaálag. Ég var með unglinga- landsliðinu sumarið 2009 á HM í Túnis þegar það hafnaði í öðru sæti og æfði síðan með fleiri en einum flokki. Undir svona miklu álagi varð eitthvað undan að láta. Eftir að í ljós kom hvað var að, þá fór ég meðferð hjá sjúkraþjálfara og stundaði æfingar hjá einkaþjálfara auk þess sem margir hjá Fram hjálp- uðu mér mikið í gegnum þetta. Nú vonast ég til að þetta sé liðin tíð og ég geti farið að horfa fram á veginn,“ seg- ir Róbert Aron sem skorað hefur 44 mörk fyrir Fram-liðið. Fram batt enda á sigurgöngu Ak- ureyrar í N1-deildinni á sunnudaginn og hefur nú unnið sjö leiki í röð. Ró- bert Aron hefur leikið stórt hlutverk í liðinu. Hann er hógvær þegar minnst er framgöngu hans í vetur. „Okkur hefur einfaldlega gengið mjög vel. Ég er hluti af mjög góðu liði og reynt að nýta sem best þau tækifæri sem ég hef fengið. Reynir Þór þjálfari og Einar Jónsson eru bara að gera góða hluti með liðið.“ Ætlaði í atvinnumennsku í fótbolta Róbert Aron segist hafa æft hand- knattleik frá átta ára aldri. Hann seg- ist hafa lengi vel einnig æft knatt- spyrnu en sagt skilið við hana fyrir fáeinum árum. „Mér fannst handbolt- inn vera erfiðari en fótboltinn og ákvað því velja handboltann. Á yngri árum ætlaði mér samt alltaf að verða atvinnumaður í fótbolta en af því verð- ur ekki,“ segir Róbert Aron sem hefur leikið með öllum yngri landsliðum Ís- lands í handknattleik og var nýlega valinn í U21 árs landsliðið sem tekur þátt í undankeppni heimsmeist- aramótsins í næsta mánuði í Serbíu. „Það er mikill heiður að vera valinn í landsliðið. Framundan er skemmti- legur tími og stefna okkar er að kom- ast í úrslitakeppni HM. Það verður ekkert einfalt því andstæðingarnir verða sterkir. Við erum með sterkt lið og ef við leikum eins vel og við getum þá eru okkur flestir vegir færir. “ Róbert Aron segir að mikil breyting hafi orðið hjá Fram-liðinu frá síðasta keppnistímabili þegar það var í botn- baráttu fram í síðustu umferð. Nú er annað upp á teningnum. Fram er í öðru sæti, aðeins einu stigi á eftir Ak- ureyri þegar tæplega helmingur leikja úrvalsdeildarinnar er að baki. Höfum ekkert unnið ennþá „Andinn innan hópsins hefur gjör- breyst auk þess sem hópurinn hefur styrkst. Allir eru samstiga og það er enginn farþegi í hópnum. En við höf- um ekkert unnið neitt ennþá, það er talsvert eftir af mótinu ennþá og við megum ekki missa dampinn.“ Róbert segir framtíðina vera óráðna en vissulega langi sig að komast út til Evrópu og leika þar. En til þess verði allt að ganga upp. „Maður verður að hafa einhver markmið. Ef ég slepp við frekari meiðsli og held áfram að bæta mig þá getur draumurinn um atvinnu- mennsku vonandi ræst,“ segir Róbert Aron Hostert, einn hinna skemmtilegu handknattleiksmanna sem eru í her- búðum Fram um þessar mundir. Valdi handboltann af því að hann var erfiðari  Erfið meiðsli vonandi að baki hjá Róberti Aroni Hostert  Hefur komið sterkur til leiks með Fram í vetur  Stefnir á úrslitakeppni HM með 21 árs landsliðinu í janúar Róbert Aron Hostert » Hann er 19 ára gamall hand- knattleiksmaður hjá Fram. Hann hefur æft með liði félagsins frá átta ára aldri. » Hann leikur í stöðu rétt- hentrar skyttu með Fram og hef- ur skorað 44 mörk í 10 leikjum liðsins í N1-deildinni í vetur. » Róbert Aron var í silfurliði Ís- lands á HM 19 ára landsliða í Túnis sumarið 2009. » Hann á sæti í U21 árs landslið- inu sem tekur þátt í undankeppni HM í næsta mánuði. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2010 Íslandsmethafinn í sleggjukasti karla, Bergur Ingi Pét- ursson úr FH, er að ná sér á strik eftir að hafa verið langt frá sínu besta í sumar. Hann kastaði sleggjunni 70,42 metra á móti á Kaplakrikavelli á laugardaginn en þetta er besti ár- angur hans síðan sumarið 2009. Þetta er um leið langbesti árangur sem náðst hefur í sleggjukasti karla á þessu ári. Íslandsmet Bergs Inga frá árinu 2008 er 74,48 metra. Ástæðan fyrir því að Bergur Ingi náði sér ekki á strik í sumar var að eftir meiðsli af ýmsu tagi uppgötvaðist í mars að hann var með brjósklos í baki. Í kjölfarið var öllum æfing- um gjörbreytt, að sögn Eggerts Bogason, þjálfara Bergs Inga. Þær breytingar eru nú að skila sér en Eggert reiknar með að Bergur Ingi keppi jafnvel í tvígang til viðbótar fyrir áramót. Þá hefur stefnan verið sett á að Bergur Ingi taki þátt í sleggjukasti á Vetrarkastmóti Frjálsíþróttasambands Evrópu sem fram fer í Búlgaríu um miðjan mars. iben@mbl.is Kastaði sleggju yfir 70 metra Bergur Ingi Pétursson Dregið var í átta liða úrslitum Powerade-bikarkeppninnar í körfuknattleik í gær. Í 8-liða úrslitum kvenna mætast: Snæ- fell - Hamar, Njarðvík - Haukar, Keflavík - Grindavík, Skallagrímur - KR. Í 8-liða úrslitum karla mætast: Haukar - Njarðvík, KR - Fjölnir, Tindastóll - Skallagrímur, Grinda- vík - Laugdælir. 1. deildarlið Skallagríms fær erfitt verkefni og þarf að sækja Tindastól heim á Krókinn. „Við vonuðumst eftir því að fá heimaleik en af því verður ekki. Við mætum úrvals- deildarliði og verðum bara að taka því. Það voru tveir úti- vellir sem við vildum ekki fara á og þetta var annar þeirra. Okkur hefur hins vegar gengið mjög vel í síðustu leikjum og eigum alla möguleika á móti Tindastóli. Þeim hefur einnig gengið vel und- anfarið og hafa náð mjög góðum úrslitum í síðustu leikjum en við getum alveg strítt þeim,“ sagði Halldór Gunnar Jónsson leikmaður 1. deildarliðs Skalla- gríms við Morgunblaðið í gær. kris@mbl.is Vildu ekki fara á Krókinn Halldór Gunnar Jónsson England Manchester United – Arsenal .................1:0 Park Ji-Sung 41. Staðan: Man. Utd 16 9 7 0 36:16 34 Arsenal 17 10 2 5 34:19 32 Man. City 17 9 5 3 24:13 32 Chelsea 17 9 4 4 31:12 31 Tottenham 17 7 6 4 25:22 27 Bolton 17 6 8 3 30:24 26 Sunderland 17 5 9 3 20:18 24 Newcastle 17 6 4 7 27:26 22 Liverpool 17 6 4 7 21:22 22 Blackpool 16 6 4 6 24:29 22 WBA 17 6 4 7 24:29 22 Stoke City 17 6 3 8 21:22 21 Blackburn 17 6 3 8 22:27 21 Aston Villa 17 5 5 7 19:28 20 Everton 17 3 9 5 18:20 18 Birmingham 17 3 9 5 17:20 18 Fulham 17 2 10 5 16:20 16 Wigan 17 3 7 7 13:28 16 Wolves 17 4 3 10 18:30 15 West Ham 17 2 6 9 15:30 12 Markahæstir: Dimitar Berbatov, Man.Utd..................... 11 Andy Carroll, Newcastle .......................... 10 Carlos Tévez, Man. City ........................... 10 Tim Cahill, Everton .................................... 8 Didier Drogba, Chelsea .............................. 8 Johan Elmander, Bolton ............................ 8 Samir Nasri, Arsenal .................................. 8 Kevin Nolan, Bolton.................................... 8 Marouane Chamakh, Arsenal .................... 7 Spánn Valencia – Osasuna ...................................3:3 Staðan: Barcelona 15 13 1 1 46:8 40 Real Madrid 15 12 2 1 38:12 38 Villarreal 15 9 3 3 27:13 30 Espanyol 15 9 1 5 17:17 28 Valencia 15 7 4 4 22:18 25 Atlético Madrid 15 7 2 6 24:19 23 Getafe 15 7 2 6 23:20 23 Athletic Bilbao 15 7 1 7 23:26 22 Real Sociedad 15 7 1 7 21:24 22 Real Mallorca 15 6 3 6 15:17 21 Sevilla 15 6 2 7 21:26 20 Hércules 15 5 3 7 18:22 18 Dep. La Coruna 15 4 5 6 12:18 17 R. Santander 15 5 2 8 13:23 17 Osasuna 15 4 4 7 15:20 16 Levante 15 4 3 8 17:24 15 Almería 15 2 7 6 13:22 13 Málaga 15 4 1 10 20:32 13 Sporting Gijon 15 2 5 8 12:23 11 Zaragoza 15 1 6 8 14:27 9 KNATTSPYRNA MILLIRIÐILL I: Spánn – Svartfjallaland ........................20:22 Rúmenía – Króatía ................................31:22 Danmörk – Rússland ............................26:20 Staðan: Danmörk 3 3 0 0 73:61 6 Rúmenía 3 2 0 1 83:73 4 Svartfjallaland 3 2 0 1 74:71 4 Rússland 3 1 0 2 72:74 2 Króatía 3 1 0 2 75:89 2 Spánn 3 0 0 3 65:74 0 Leikir í dag: 15.45 Rúmenía – Svartfjallaland 17.45 Spánn – Rússland 19.45 Danmörk – Króatía Leikir á fimmtudag: 15.45 Rúmenía – Rússland 17.45 Spánn – Króatía 19.45 Danmörk – Svartfjallaland MILLIRIÐILL II Staðan: Svíþjóð 3 3 0 0 82:62 6 Noregur 3 2 0 1 86:59 4 Ungverjaland 3 2 0 1 60:77 4 Holland 3 1 0 2 64:61 2 Frakkland 3 1 0 2 63:75 2 Úkraína 3 0 0 3 63:84 0 Leikir í dag: 15.15 Holland – Ungverjaland 17.15 Svíþjóð – Frakkland 19.15 Úkraína – Noregur Leikir á morgun: 15.15 Úkraína – Frakkland 17.15 Svíþjóð – Ungverjaland 19.15 Holland – Noregur EM 2010 NBA-deildin New York – Denver.......................... 129:125 LA Lakers – New Jersey .................... 99:92 Oklahoma – Cleveland ....................... 106:77 Philadelphia – New Orleans................ 88:70 San Antonio – Portland........................ 95:78 Orlando – LA Clippers......................... 94:85 Svíþjóð Solna – Södertälje ................................78:67  Logi Gunnarsson skoraði 13 stig og átti 5 stoðsendingar fyrir Solna. KÖRFUBOLTI ÍSHOKKÍ Íslandsmót kvenna: Laugardalur: SR – Björninn ............... 20.15 Í KVÖLD! oftast verið í anda jólanna. Þetta segi ég því hann spilar alla jafna eins og það sé sælla að gefa en þiggja, það er að segja hann leggur upp mörk frekar en að skora sjálfur, en á þessari leiktíð hefur hann verið duglegri við að skora sjálfur mörk og gert fjögur í deildinni. Það verður því sjónarsviptir að honum þegar hann fer til liðs við landslið Suður- Kóreu til að taka þátt í Asíubik- arnum sem hefst í næsta mánuði. „Frammistaða Park í leikjunum gegn Arsenal hefur verið mjög góð og strákurinn hefur verið í stórkost- legu formi. Því miður missum við hann eftir 26. desember svo við verðum án hans í sjö leikjum, sem er leitt,“ sagði sir Alex Ferguson stjóri United um Kóreubúann eftir leikinn. Park sýndi viðbrögð kattarins þegar hann náði að skalla boltann í netið undir lok fyrri hálfleiks eftir að Reuters Barátta Tomas Rosicky og Darren Fletcher áttu í baráttu í leiknum í gær. „Strákurinn í stórkostleg  Park skoraði sigurmark United  Fer f ENGLAND Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Manchester United setti nýtt fé- lagsmet í gær þegar liðið vann 1:0 sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu. Með því að tapa ekki leiknum hafa United-menn nú spilað sextán fyrstu leiki sína í deild- inni án þess að tapa leik. Sjö þeirra hafa hins vegar endað með jafntefli og því er liðið aðeins með tveggja stiga forskot á Arsenal og Manchest- er City á toppi deildarinnar en á leik til góða. Það er kannski ekki úr vegi í des- embermánuði að það skuli hafa verið Kóreubúinn Park Ji-Sung sem reyndist hetja leiksins. Spila- mennska Park hefur frá því að hann kom til United árið 2005 alla vega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.