Morgunblaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 3
u Morgunblaðið/Golli Öflugur Róbert Aron Hostert laumar boltann á félaga sinn á línunni í leik gegn Haukum í vetur. Róbert hefur komið sterkur til leiks á þessu keppnistímabili. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2010 Mie Aug-ustesen var markahæst m eð 7 mörk þeg- ar Danmörk skellti heims- meisturum Rússa í Herning á Evrópumóti kvenna í handknattleik í gærkvöldi. Trine Troelsen skoraði 5 mörk fyrir Dani. Hjá Rússlandi var Polina Kuznetcova markahæst með 4 mörk en þær Anna Kochetova, Ekaterina Vet- kova og Tatiana Khmyrova skoruðu þrjú hver. Þær rússnesku áttu í erf- iðleikum á móti danska markverð- inum Karin Mortensen sem varði 17 skot í leiknum.    Hávaxna skyttan Andrea Pene-zic skoraði 6 mörk fyrir Króat- íu sem hafði ekki erindi sem erfiði gegn sterku liði Rúmeníu. Kristina Franic kom næst með 5 mörk hjá Króatíu. Georgiana Neagu og And- reea Manea skoruðu sjö mörk hvor fyrir Rúmeníu en þess má geta að markvörðurinn Florentina Stanciu hefur af og til leikið með rúmenska landsliðinu á undanförnum árum.    Bojana Popo-vic var at- kvæðamest eins og oft áður þegar Svartfjallaland sigraði Spán 22:20 í milliriðl- inum í Herning. Marija Jovanovic skoraði 5 fyrir Svartfjallaland. Nely Carla Alberto var markahæst hjá Spáni með 6 mörk.    Forráðamenn Manchester Cityætla ekki að selja argentínska knattspyrnumanninn Carlos Tévez í janúar, þrátt fyrir eindregnar óskir hans um að losna frá félaginu, og þeir hyggjast krefja umbjóðanda hans um bætur ef Tévez leggur skóna á hilluna eða neitar að spila. BBC skýrði frá þessu í gær, sam- kvæmt öruggum heimildum. Þar er sagt að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samráð við eigandann, Sheikh Mansour. City hafnaði um helgina formlegri beiðni Tévez um að verða seldur frá félaginu og í kjölfarið lýsti hann því yfir að hann ætlaði sér að fara og samskipti sín við ákveðna forráðamenn City væru komin á það stig að ekki yrði aftur snúið.    Frank Lamp-ard, miðju- maðurinn snjalli hjá Chelsea, sem lék sinn fyrsta leik með Lund- únaliðinu síðan í september gegn Tottenham á sunnudag segist ekki í vafa um að Chelsea vinni Englandsmeistaratit- ilinn spili liðið áfram eins og það gerði á White Hart Lane. Lampard lék síðustu 12 mínútur leiksins sem Chelsea hefði átt að vinna en Didier Drogba lét Gomez verja frá sér vítaspyrnu á lokamín- útum leiksins. ,,Ef við spilum áfram af þessum krafti þá efast ég ekki um að við vinnum titilinn því gæðin eru svo sannarlega til staðar í liðinu. Meiðslin hafa verið okkur erfið en nú þurfum við bara að endurheimta sjálfstraustið. Þetta verður hörku- slagur. Manchester City er búið að blanda sér í baráttuna og fyrir eru Arsenal og Manchester United og svo er Tottenham með í baráttunni,“ sagði Lampard.    Námuverkamenn frá Síle semhlutu heimsathygli þegar þeir lokuðust inni í námu fyrir skömmu voru á meðal áhorfenda á leik Man- chester United og Arsenal í gær í boði sir Bobby Charlton. Fólk folk@mbl.is Íslenska 20 ára landsliðið í íshokkí vann í gær afar mikilvægan sigur á Belgum, 5:1, í fyrsta leiknum í 2. deild heimsmeist- aramótsins í Eistlandi. Ísland kom upp úr 3. deild og var fyr- irfram talið veikasta lið riðilsins, næst á eftir Eistlandi og Belg- íu, en Frakkland, Holland og Spánn eru talin berjast um efstu sætin og sæti í 1. deild. Neðsta liðið fellur í 3. deild, þannig að sigurinn í gær gæti skipt sköpum þegar upp verður staðið. Staðan var 1:1 eftir fyrsta leikhluta en Ísland komst yfir í lok annars leikhluta og skoraði síðan þrívegis í þeim þriðja. Brynjar Bergmann skoraði tvö mörk, Tómas Tjörvi Ómarsson, Ólafur Hrafn Björnsson og Matthías Máni Sigurðarson eitt hver. Gunnar Darri Sigurðsson átti tvær stoðsendingar og Tómas Tjörvi eina. Ævar Þór Björnsson átti stórleik í markinu og var með 96,88 prósent markvörslu en hann var kjörinn maður leiksins. Íslensku strákarnir mæta gestgjöfum Eistlands í kvöld og það er væntanlega annar úrslitaleikur í baráttunni um að halda sér í deildinni. vs@mbl.is Belgar réðu ekki við Ævar Ævar Þór Björnsson r r ð Nani hafði skotið í varnarmann. Ekki var hægt að sakast við mark- vörð Arsenal, hinn tvítuga Pólverja með einfalda nafnið Wojciech Szczesny. Szczesny var að spila sinn fyrsta leik í deildinni og komst ekki verr frá honum en hinn tvöfalt eldri markvörður United, Edwin van der Sar. Arsenal komst nærri því að jafna leikinn 20 mínútum fyrir leikslok þegar Marouane Chamakh var í dauðafæri en Nemanja Vidic renndi sér fyrir skot hans. United fékk svo vítaspyrnu skömmu síðar en Wayne Rooney tók hana og þrumaði bolt- anum nokkuð hátt yfir markið. Þetta var í fjórða sinn í níu tilraunum sem Rooney klúðrar víti í úrvalsdeildinni, en það kom ekki að sök. Arsene Wenger stjóri Arsenal var ekki ósáttur við frammistöðu síns liðs: „Mér fannst þessi frammistaða ekki slök. Við töpuðum bara leiknum og það getur gerst á þessum velli,“ sagði Wenger eftir leikinn. hefur verið gu formi“ rá liðinu um jólin vegna Asíubikarsins Park Ji-Sung » Park Ji-Sung skoraði sig- urmark Man. Utd gegn Arsenal í gær og kom liðinu á topp úrvals- deildarinnar. » Hann er 29 ára gamall miðju- og kantmaður og hefur verið hjá United frá árinu 2005. Hann hef- ur leikið 112 leiki fyrir liðið í úr- valsdeildinni og skorað 16 mörk, þar af fjögur á þessari leiktíð. » Hann lék áður með PSV Eindhoven í Hollandi í tvö ár og skoraði 13 mörk í 64 leikjum. Tótem ehf. • Vínlandsleið 6-8 • S: 530 9400 • www.totem.is Speedo Aquashot - Vatnsheld myndavél Verð: 24.990 kr. Verð: 17.990 kr. Speedo Aquabeat - Vatnsheldur MP3 spilari  9.0 megapixla myndavél  2,4” TFT LCD skjár  32 mb innbyggt minni  Rauf fyrir SD minniskort  Lithium hleðslurafhlaða  Vatnsheldni á allt að 3 m dýpi og flýtur Styður MP3 og WMA skrár  1GB innbyggt minni  Smellur í sundgleraugnateygju  Rafhlaða endist í allt að 18 klst.  Vatnsheldni á allt að 3 m dýpi og flýtur  TÓTEM ehf Speedo á Íslandi 9. 0 9. 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.