Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Það er búið að kjósa fulltrúa á stjórnlagaþing. Þingið kemur sam- an í febrúar og verður við störf í 2-4 mánuði. Núgildandi stjórnarskrá úrelt? En hvaða breyt- ingar þarf að gera á stjórnarskránni? Er núverandi stjórnarskrá úrelt? Já, svo má heita, að núgildandi stjórnarskrá sé úrelt enda þótt gerðar hafi verið ýmsar breytingar á henni frá því við fengum hana. Stærsta breytingin var nýr kafli um mannréttindamál, sem settur var í stjórnarskrána 1995. Það þarf að breyta uppröðun í stjórnar- skránni. Eðlilegt er, að nefna þau atriði fyrst sem þjóðin vill leggja mesta áherslu á, svo sem ýmis réttindi þjóðarinnar. Setja þarf skýr ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslur. Slíkar atkvæða- greiðslur eiga að fara fram, þeg- ar ákveðinn fjöldi kjósenda fer fram á það, svo og þegar ákveð- inn fjöldi þingmanna óskar þess. Stjórnlagaþingið verður að ákveða mörkin í þessu efni. Einn- ig þarf stjórnlagaþing að ákveða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla á að vera bindandi og hvenær ekki. Að mínu mati mætti hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um ýmis mikilvægustu málefni en þó ekki um skattamál eða fjárhagsmál- efni og heldur ekki um milliríkja- samninga. Þjóðaratkvæða- greiðslur um mikilvæg mál styrkja lýðræðið. Náttúruauðlindir verði sameign þjóðarinnar Annað sem þarf að setja í stjórnarskrá er ákvæði um að náttúruauðlindir landsins verði í sameign þjóðarinnar. Síðan þarf að setja í lög ákvæði um nýting- arrétt þessara auðlinda. En það er ekki nóg að setja þessi ákvæði í stjórnarskrá. Það verður að fara eftir slíkum stjórn- arskrárbundnum ákvæðum. Það hefur lengi verið í lögum að sjáv- arauðlindin, fiskistofnarnir við Ísland, séu sameign þjóðarinnar. En samt hafa útgerðarmenn gengið um þessa auðlind eins og hún væri einkaeign þeirra. Þeir hafa framselt hana gegn háu gjaldi. Þeir hafa selt kvótana eins og þeir ættu þá prívat og per- sónulega og farið út úr greininni með stórgróða enda þótt þeir hafi verið að höndla með sameign þjóðarinnar. Þorvaldur Gylfason vill að sett verði ákvæði í stjórn- arskrána um há viðurlög við því að brjóta stjórnarskrána. Mér líst vel á það. En það þarf einnig að setja í stjórnarskrána, að allir þegnar landsins eigi jafnan rétt á því að nýta sjávarauðlindina. Með slíku ákvæði eða öðru sam- bærilegu væri unnt að koma í veg fyrir, að Ísland fengi á ný ákúrur frá Mannréttindanefnd Samein- uðu þjóðanna fyrir að brjóta mannréttindi við framkvæmd fiskveiðistjórnunarkerfis lands- ins. Tryggja þarf aðskilnað framkvæmda- og lögggjaf- arvalds Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá á framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald að vera aðskilið. En samt hefur það verið svo í framkvæmd, að lítil skil hafa oft á tíðum verið milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Framkvæmdavaldið hefur iðulega stjórn- að löggjafarvaldinu, þinginu. Fram- kvæmdavaldið hefur meira að segja á stundum skipað dóm- ara eftir pólitík og hentistefnu. Þetta verður að breytast. Ráðherrar eiga ekki lengur að vera jafn- framt alþingismenn. Ef alþingismaður er skipaður ráð- herra á hann að segja af sér sem þingmaður. En þó það sé gott skref til að- skilnaðar framkvæmdavalds og löggjafarvalds er það ekki nóg. Meira þarf að koma til. Í Noregi hefur stjórnarandstaðan á þingi þingforsetann. Við ættum að taka það upp hér. Ef stjórn- arandstaðan hefur forseta al- þingis er erfiðara eða ókleift fyrir ríkisstjórn á hverjum tíma að stjórna þinginu. Síðan þarf að koma til hugarfarsbreyting. Framkvæmdavaldið verður að venja sig af því að stjórna þinginu. Framkvæmdavaldið verður að sætta sig við það að þingið stjórni sér sjálft. Ef til vill mætti setja í stjórnarskrá ákvæði eins og þetta: Framkvæmdavald- ið má ekki stjórna þinginu, hvorki beint né óbeint. Þá þarf að ákveða að sérstakar fagnefndir skipi dómara og sýslumenn. Ef til vill væri best að setja ákvæði um þetta í stjórnarskrá. Landið allt eitt kjördæmi Setja ætti í stjórnarskrá ákvæði um að landið allt væri eitt kjördæmi. Á þann hátt yrði tryggt, að allir kjósendur nytu jafnréttis við kjörborðið. Það er óþolandi misrétti, að atkvæð- isréttur fólks sé misjafn eftir því hvar það býr á landinu. Þá ætti einnig að opna fyrir persónukjör við alþingiskosningar. Hugs- anlega mætti hafa ákvæðin þann- ig, að kjósandinn hefði val. Hann gæti annars vegar kosið lista sem væri raðað á, eða lista sem ekki væri raðað á. Kjósandi gæti þá sjálfur raðað á listann (persónu- kjör). Með persónukjöri yrðu prófkjör óþörf. En jafnframt þarf að setja reglur, sem reisa skorð- ur við því, að notaðir séu miklir fjármunir í áróður fyrir kosn- ingar. Sennilega væri best að banna auglýsingar í sjónvarpi og útvarpi og takmarka þær veru- lega í blöðum. Enginn á að lifa við skort Mannréttindakaflinn í stjórnarskránni er góður og þarf lítilla breytinga við. Þar segir m.a., að öllum sem þess þurfa skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis eða örbirgðar. Það þarf að herða á þessu ákvæði. Setja mætti í stjórn- arskrá eftirfarandi: Enginn á að lifa við skort. Í lögum skal setja ákvæði um lágmarksframfærslu- viðmið. Stjórnarskráin: Styrkja þarf lýðræðið Eftir Björgvin Guðmundsson Björgvin Guðmundsson » Framkvæmda- valdið verður að venja sig af því að stjórna þinginu. Framkvæmdavaldið verður að sætta sig við það að þingið stjórni sér sjálft. Höfundur er viðskiptafræðingur. Enn eitt vígið fallið. Af einbeittum brotavilja tókst danadindlunum endanlega að spilla möguleikum miðborg- arinnar til að verða Borg allra Reykvíkinga. Af þeim 5 reitum sem á síð- ari árum voru líklegastir til að standa undir fram- sækinni miðborg eru nú tveir fallnir, einn hangir á heljarþröm og tveir vega salt á brún- inni. Á örskömmum tíma hefur þeim tekist að beina byggð miðborgarinnar inn á braut hins nýklassíska bygging- arkláms 19. aldar. Trúir sama hugs- unarhætti er frumleika úthýst og forn- öld upphafin. Hafi menn alið þá von í brjósti að senn færi þessum hörm- ungum að linna urðu þær vonir að engu um daginn þegar fréttist af flutningi hússins Vonarstrætis 12 yfir á horn Tjarnargötu og Kirkjustrætis. Mótaðri stefnu um uppbyggingu Alþingis- reitsins, sem hófst með byggingu Skál- ans, var þar með skolað niður í ræsið. Á vef Alþingis segir að hugmynda- fræðin bakvið hönnun Skálans hafi byggst á „samtengingu fortíðar og framtíðar“. Réttar hefði verið að segja „fortíðar og fortíðar“, því enga framtíð er þar lengur að finna. Hitt megum við vita að hafi Skálinn verið hluti af upp- haflegri vinningstillögu í hönn- unarsamkeppni Alþingisreitsins er missir Reykvíkinga mikill. Ekki skrifa þó allir upp á það. Bloggari á eyjan.is er ánægður með að nú sé Kirkjustræt- ið að taka á sig mynd samkvæmt teikn- ingu annars þátttakanda keppninnar og lýsir hann gleði sinni með að þeir „síðustu verði nú fyrstir“. Athyglisverð „kollegealheit“. Í færslunni bólar ekki á praktískri hugsun því þessi kotbú- skapur er hvorki Alþingi eða Reykvík- ingum til framdráttar. Alþingi á við al- varlegan húsnæðisskort að stríða sem dönsku embættis- mannabústaðirnir munu ekki geta leyst. Í frétt Morgunblaðsins 9. desember segir að kostnaður Alþingis fyrir árið 2011 vegna húsaleigu hist og pist um bæinn fari yfir 150 milljónir. Það seg- ir sig því sjálft að hýsing allrar starfseminnar á ein- um stað hljóti að vera rík- inu keppikefli og stofn- kostnaður við slíka framkvæmd, sem þjónar nútímaþörfum, muni ríflega borga sig. Hámark kaldhæðni dagsins hlýtur þó að vera að viðmælandi blaðsins varð- andi flutnings hússins er enginn annar en arkitektinn sem átti vinningstillög- una í hönnunarsamkeppni Alþingis- reitsins. Blússandi sköpunarkrafti hins unga arkitekts hefur nú verið beint í annan og ógleðilegri farveg. Hlutskipti hans nú er að stýra flutningi hússins sem prýða á reitinn góða. Slíkt ætti ekki að bjóða nokkrum manni. En full- beygður er hann varla því blaðið hefur eftir honum að hann voni að „aumingja Skjaldbreið fái þær fjárveitingar sem hún á skilið“. „Aumingja Skjaldbreið“! Er þetta ekki hrollkaldur húmor? Skjaldbreið á engar fjárveitingar skilið. Hins vegar má heyra rödd fornkapp- ans, sem bítur í stálið, í þessum orðum. Sé svo slá hjörtu okkar í takt. En því minnist ég á þetta að vinnubrögðin við flutning Vonarstrætis 12 rifjuðu upp samskipti mín við arkitekta og fannst mér sem blaðið hefði veitt mér óum- beðinn stuðning með staðfestingu þess sem ég hef haldið fram um vankanta á undirstöðu arkitektanáms. Fjörutíu tonn af grjóti verða ekki falin undir fíkjublaði og þetta hús er ekki fyrst til að fara í ferðalag um borgina. Eftir samviskusamlega talningu á nöglum hússins hefði mátt búast við að einhver hygði að grind og milligólfum. Í þá daga sem húsið að Vonarstræti 12 var reist tíðkaðist að nota allt sem til féll í einangrun og gólf. Það gat verið eitt eða allt af þessu: dagblöð, hálmur, sandur eða grjót. Fjörutíu tonn af grjóti í þessu tiltekna húsi. Fjórir veg- lausir sentimetrar blikna borið saman við fjörutíu tonn af grjóti. En þá þarf líka að taka tillit til aðstæðna og ríkið er óumdeilanlega í betri stöðu en ein- staklingur til að ná fram rétti sínum gagnvart fúski. Krani, nokkrir stálbitar og lögskipuð starfstrygging verktaka leysti málið. Það er sérkennileg til- viljun í þessu andrúmslofti fortíð- arhyggju sem hér ríkir að húsið sem bramboltast var með milli lóða var byggt við stræti vonar. Vonar um framfarir og bættan hag þjóðar. En hvorki þjóð né framfarir finnast lengur á vonalista ríkisins eða Reykjavík- urborgar. Dekur við fámenna klíku tröllríður húsum á meðan allur þorri manna leitar sér afþreyingar annað. Afleiðingarnar má sjá ef menn gera sér ferð í miðborg Reykjavíkur fyrripart dags um helgar. Í anda aðskiln- aðarstefnu 19. aldar, sem myndgerist í dönsku dúkkuhúsunum, birtast tvær þjóðir. Önnur, upptekin af sjálfri sér, lepjandi kaffi í sólinni við Austurvöll. Hin stígur vart fæti suður yfir Tryggvagötu enda ekki endilega vel- komin. Hún sækir í iðandi líf Kola- portsins, því þar slær hjarta mannlífs- ins í miðborg Reykjavíkur um helgar. Hrátt og spriklandi; lifandi borg. Á milli þessara andstæðu póla liggur Hafnarstræti eins og hvert annað einskismannsland. Aumingja Reykjavík Eftir Ragnhildi Kolka » Fortíðarhyggjan sem hér ríkir hefur kallað fram 19. aldar aðskiln- aðarstefnu – „dansk- urinn“ andspænis sauðs- vörtum almúganum. Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræðingur. Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofn- ana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er not- að þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er not- að er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri há- markslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina- nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Dómari í New York vísaði máli slitastjórnar Glitnis á hendur sjö einstaklingum og einu fyrirtæki frá dómi á þeim grundvelli að málið væri á milli íslenskra aðila og sner- ist um túlkun á íslenskum lögum. Rétt væri að slíkur ágreiningur fengi úrlausn fyrir íslenskum dóm- stólum. Af hálfu slitastjórnar Glitnis var lýst vonbrigðum með niðurstöðuna en tekið fram að ákvörðun um að höfða málið í New York hefði verið tekin samkvæmt ráðgjöf erlendra sérfræðinga sem rannsaki starfsemi Glitnis á vegum slitastjórnarinnar. Meðal röksemda sem slitastjórnin tefldi fram til stuðnings því að málið ætti undir dómstól í New York var sú að íslenskir dómstólar væru ekki vel í stakk búnir til þess að leysa úr máli eins og þessu. Bandaríski dóm- arinn féllst ekki á rök slitastjórn- arinnar og erlendu ráðgjafanna. Slitastjórn ber að taka ákvarðanir sínar á grundvelli staðgóðrar þekk- ingar á íslenskum lögum. Slík þekk- ing verður ekki sótt til erlendra verktaka. Af kostnaðarástæðum er ekkert gamanmál fyrir Íslending að vera stefnt fyrir dóm í New York. Er- lendur lögmannskostnaður ein- staklinganna sjö sem stefnt var nam milljónum dala. Slitastjórnin hefur neitað að gefa upplýsingar um sinn kostnað af málsókninni og undirbún- ingi hennar. Víst er að hann er miklu meiri en kostnaður stefndu. Ákvörðun slitastjórnarinnar um málshöfðun í Bandaríkjunum reynd- ist illa ígrunduð. Málarekstur um formhlið þessa eina máls kostaði stefndu og kröfuhafa Glitnis fjár- muni sem nægt hefðu til þess að standa straum af kostnaði við rekst- ur allra héraðsdómstóla landsins og Hæstaréttar að auki árið 2010. Á að halda leiknum áfram fyrir dómstóli í öðru erlendu ríki? Til umhugsunar Eftir Ásgeir Thoroddsen, Gest Jónsson, Gunnar Jónsson, Hákon Árnason, Helga Sigurðsson, Hörð Felix Harðarson, Jakob R. Möller, Ragnar H. Hall, Sigurð G. Guðjónsson og Sigurmar K. Al- bertsson »Úr ágreiningi milli ís- lenskra aðila um túlk- un á íslenskum rétt- arreglum sem varða fyrst og fremst íslenska hags- muni, ber að leysa fyrir íslenskum dómstólum. Höfundar eru hæstaréttarlögmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.