Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Það kom margt upp í hugann þegar Guð- mundur Hagalín vinur okkar hringdi og sagði okkur tíðindin. Við störfuðum allir saman í Mjólkárvirkjun um árabil og vorum skólafélagar úr Vélskólanum. Tíminn sem fjöldskyldur okkar þriggja áttu saman í Mjólkárvirkjun fyrir nærri þrjátíu árum var mjög sérstakur og við vorum þekktir víða á Vestfjörðum sem Guðmundarnir þrír í Mjólká. Börnin okkar áttu þarna saman yndislegan tíma sem vafalaust hefur lagt sterkan grunn að því að móta þau inn í framtíðina. Leiðir þeirra áttu síðan eftir að liggja saman í skóla og það voru held ég mjög sér- stök tengsl á milli þeirra allra. Guðmundur Þór tók við af mér sem stöðvarstjóri í Mjólkárvirkjun og ég minnist þess að hann hringdi í mig ári eftir það og nefndi að hann skildi ým- islegt betur um mína stöðu, eftir að hafa tekið þetta verkefni að sér. Það var ekki alltaf auðvelt að vera yfir- maður tveggja skólafélaga sem báðir voru jafnvel betri fagmenn en maður var sjálfur á þeim tíma, enda átti Guð- mundur Þór síðar eftir að starfa sem yfirvélstjóri á Guðbjörginni, einu stærsta fiskveiðiskipi landsins og Guðmundur Hagalín að verða stöðv- arstjóri virkjana á Suðurlandi. Á þessum tímamótum viljum við hjónin þakka Guðmundi Þór og þér, elsku Ella, fyrir eitt ljúfasta og ynd- islegasta tímabil sem við höfum upp- lifað. Við áttum með ykkur eitt eftir- minnilegasta tímabil ævinnar sem ein stór fjöldskylda þar sem skiptust á skin og skúrir, en eftir sat eitthvað sem bara er hægt að skýra með djúpri vináttu. Það skipti engu máli þó árin liðu á milli þess að heyrast, það var alltaf eins og í gær. Við sendum djúpar samúðarkveðj- ur til ykkar, elsku Ella, Sara, Rakel, Helga Kristín og Þórir. Minningin um heiðarlegan og góðan dreng situr eft- ir hjá okkur öllum. Guðmundur, Svanhildur og fjölskylda. Í dag verður lagður til hinstu hvílu Guðmundur Þór Kristjánsson, kær starfsfélagi okkar. Guðmundur Þór hóf störf við Menntaskólann á Ísafirði í janúar 2003, sem kennari í vélstjórn- argreinum. Mummi Þór hafði góða nærveru, var ljúfur í umgengni og já- kvæður. Samstarfsmenn tóku fljótt eftir því hversu hjálpsamur og við- ræðugóður hann var. Hann hafði ríka réttlætiskennd og var fljótur til að taka málstað þess sem á var hallað, jafnvel þótt það kæmi niður á honum sjálfum. Mummi hafði áhuga á svo mörgu, umhverfi sínu, samfélaginu, fólkinu, var félagsmálamaður af lífi og sál. Hann var mjög pólitískur og trúr jafnaðarhugsjóninni en dró menn þó ekki í dilka eftir flokksskírteinum. Hann átti líka mjög auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á málunum og þá var stutt í hvellan hláturinn sem glumdi um kennarastofuna. Mummi var sögumaður mikill og nutu sam- starfsfélagar hans þess, enda sagt frá Guðmundur Þór Kristjánsson ✝ Guðmundur ÞórKristjánsson fæddist á Ísafirði 1. október 1954. Hann lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 10. desember 2010. Útför Guðmundar Þórs var gerð frá Ísa- fjarðarkirkju 17. des- ember 2010. með tilþrifum. Guð- mundur Þór fylgdist vel með öllum tækni- nýjungum í kennslu og miðlaði þekkingu sinni og reynslu óspart til fé- laga sinna. Hann bar mikla umhyggju fyrir nemendum sínum og hafði mikinn áhuga á velferð þeirra. Hjá Mumma nutu nemend- ur ávallt vafans. Fjölskyldan var hon- um dýrmæt, hann fylgdist vel með því sem fólkið hans tók sér fyrir hendur og var mjög stoltur af því. Það vakti athygli og aðdáun samstarfsfélag- anna hversu samrýmd Guðmundur og Elínborg voru, enda sagði hann það sjálfur að það besta við hann væri Ella. Sumarið 2009 veiktist Mummi og gekkst undir stóra aðgerð. Með já- kvæðni og bjartsýni að vopni taldi hann sig geta sigrast á veikindum sín- um, sem og hann gerði, og var mætt- ur aftur til starfa á vorönn 2010. Í byrjun haustannar var þó ljóst að meinið hafði tekið sig upp á ný. Flaug Mummi þá suður til skoðunar og kom til baka með slæmar fréttir. Meinið var orðið mjög útbreitt og hraðvaxta og ljóst að haustið færi í tvísýna bar- áttu og erfiða lyfjameðferð. Þrátt fyrir veikindin og meðferð- ina, kom hann reglulega í heimsókn til okkar í skólann. Nærvera hans gladdi samstarfsfélagana og þeir streymdu til hans með ýmis „tækni- vandamál“ sem þurfti að leysa. Hann deildi með okkur þeirri von sinni að hann gæti haft sigur í þessari glímu. Guðmundur heimsótti okkur viku fyrir andlát sitt. Hann var þá helsjúk- ur og tjáði sig opinskátt um veikindi sín og líðan, sem hann tók af æðru- leysi þess sem misst hefur það dýr- mætasta sem hver maður á. Þau hjón- in misstu Þóreyju, yngstu dóttur sína, sem þá var nemandi hér við Mennta- skólann, í hörmulegu bílslysi fyrir réttum fjórum árum. Um leið og við kveðjum Mumma og þökkum honum fyrir ánægjulegt samstarf, viljum við votta fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll og styrki í sorg ykkar. Góðs félaga er sárt sakn- að. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) F.h. starfsfólks Menntaskólans á Ísafirði, Katrín Gunnarsdóttir, Emil Ingi Emilsson, Andrea Sigrún Harðardóttir. Kveðja frá Björgunarfélagi Ísafjarðar og Björgunarbáta- sjóði Vestfjarða Í dag langar okkur félaga í Björg- unarfélagi Ísafjarðar að kveðja með fáum orðum góðan félaga, Guðmund Þór Kristjánsson, sem er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Guðmundur Þór hefur verið virkur í okkar félagsskap í allmörg ár. Hans áhugi og starf var að mestu tengt sjó- björgun og björgunarbátum. Vegna þessa áhuga hans var hann fenginn til að vera umsjónarmaður björgunar- bátsins Gunnars Friðrikssonar og því starfi sinnti hann í mörg ár. Eitt af verkum Guðmundar Þórs sem nýttist mörgum var innleiðing „Viðhalds- stjórans“, tölvuforrits sem notað er til að halda utan um viðhald björgunar- báta Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Úr starfinu eigum við margar góð- ar minningar um Guðmund Þór, þær eru flestar tengdar bátnum og ferð- um í neyðarskýli félagsins á Horn- ströndum þar sem Guðmundur naut sín vel. Einnig kom Guðmundur Þór töluvert að innréttingu Guðmundar- búðar sem hýsir starfsemi Björgun- arfélags Ísafjarðar. Það er óhætt að segja að Guðmund- ur Þór eins og margir aðrir félagar í okkar samtökum hafi haft sterkar skoðanir og það hafi oft verið fjörugar umræður í okkar hópi. Guðmundur Þór kom með margar tillögur inn í okkar ágæta starf, hann var meðal annars einn af frumkvöðl- unum að skötuveislu Björgunar- félagsins á Þorláksmessu þar sem hann stjórnaði í mörg ár verkun sköt- unnar. Skötuveislan er þakklætisvott- ur Björgunarfélagsins til bæjarbúa fyrir stuðninginn í gegnum árinn. Með þessum orðum viljum við þakka Guðmundi Þór fyrir samstarfið um leið og við sendum okkar sam- úðarkveðjur til Elínborgar, barna þeirra og annarra aðstandenda. F.h. Björgunarfélags Ísafjarðar og Björgunarbátasjóðs Vestfjarða, Jóhann Ólafson. Fallinn er frá í blóma lífs, eftir erfið veikindi, Guðmundur Þór Kristjáns- son, vélstjóri og vélstjórnarkennari við Menntaskólann á Ísafirði. Með honum er genginn góður drengur og vinur. Mætur maður. Við hjónin áttum því láni að fagna að kynnast Guðmundi Þór, eins og hann var jafnan kallaður, fyrir sjö ár- um, er hann hóf störf sem vélstjórn- arkennari við Menntaskólann á Ísa- firði. Hann var vélstjóri að mennt, með meistararéttindi sem vélvirki og hafði aflað sér kennsluréttinda í vél- stjórnargreinum. Áður hafði hann starfað sem vinnslustjóri hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins á Siglufirði, stöðvarstjóri í Mjólkárvirkjun og vél- stjóri á togurum, þar á meðal Bessa frá Súðavík og Guðbjörgu á Ísafirði. Guðmundur Þór var kennari eins og þeir gerast bestir og frábær sam- starfsmaður. Honum var umhugað um nemendur sína, velferð þeirra og árangur. Annt var honum um Menntaskólann á Ísafirði og sam- starfsfólk sitt þar, jafnt samkennara sem stjórnendur. Lagði hann jafnan sitt af mörkum gagnvart skólanum og því starfi sem þar var unnið. Nem- endum sínum var hann góð fyrir- mynd. Við þykjumst vita með vissu að hans verði sárt saknað af þeim, ekki síður en samstarfsfólki sínu sem hann reyndist jafnan vel. Guðmundur Þór var mikill áhuga- maður um félagsmál og stjórnmál. Hann var sannkallaður jafnaðarmað- ur, eldheitur hugsjónamaður um jafn- rétti og réttlæti í þjóðfélaginu. Slysa- varnir og björgunarstörf voru honum afar hugleikin og lýstu því vel hvaða mann hann hafði að geyma. Hann var formaður Vélstjórafélags Ísafjarðar um skeið og yfirmaður á björgunar- skipi Björgunarfélags Ísafjarðar. Þá starfaði hann með Samfylkingunni frá stofnun hennar, var kosninga- stjóri flokksins á Ísafirði í alþingis- kosningunum 2003 og sat í stjórn Samfylkingarfélagsins í Ísafjarð- arbæ. Mummi Þór var lífsglaður maður og jákvæður og lagði ætíð gott til í álitamálum. Lét hann þó hvergi sinn hlut og hélt sannfæringu sinni vel á lofti. Hann var sögumaður góður og söngmaður og naut þess að syngja með félögum sínum í Karlakórnum Erni. Snemma árs 2006 var þungur harmur kveðinn að fjölskyldu Guð- mundar Þórs sem og nemendum og starfsfólki Menntaskólans á Ísafirði þegar Þórey dóttir hans lést í hörmu- legu bílslysi. Í þeirri miklu sorg sýndi hann ótrúlegan styrk og manndóm sem seint gleymist. Á sama hátt tókst hann sjálfur á við sín eigin veikindi þar til yfir lauk, af æðruleysi og styrk sem einungis fáum er gefinn. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við eftirminnilegan sam- ferðamann og traustan vin. Hann skilur eftir sig spor í lífi okkar, góðar minningar og lærdóm. Elínborgu, eft- irlifandi eiginkonu hans og börnum þeirra, Söru, Rakel, Helgu Kristínu og Þóri og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðmundar Þórs Kristjánssonar. Ólína Þorvarðardóttir, Sigurður Pétursson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar, HELGA SVEINSSONAR, Laugarholti. Ingibjörg Sveinsdóttir, Erla Sveinsdóttir, Guðmundur Sveinsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra, OLGEIRS GOTTLIEBSSONAR fyrrv. hitaveitustjóra, Túngötu 1, Ólafsfirði. Unnur Lovísa Friðriksdóttir, Friðrik G. Olgeirsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Sigríður Olgeirsdóttir, Björn Gunnarsson, Snorri Þ. Olgeirsson, Rósa Einarsdóttir og barnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR ARADÓTTUR. Steinunn Kolbrún Egilsdóttir, Haukur Hergeirsson, Hrafnhildur B. Egilsdóttir Briem, Garðar Briem, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS GUÐMUNDSSONAR, Hraunbæ 111, 110 Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Með óskum um gleðileg jól, Friðgerður Þórðardóttir, Logi Ragnarsson, Jóhanna Steingrímsdóttir, Valur Ragnarsson, Sigríður Björnsdóttir, Halla Hrund, Ingunn Ýr, Vaka, Haukur Steinn og Freyja. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS G. BERGMANN. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir hlýju og góða umönnun í veikindum hans. Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla. Andreas Bergmann, Guðrún G. Bergmann, Ingibjörg Bergmann, Þorbergur Halldórsson, Halldór Bergmann, Anna Lára Kolbeins, Guðrún Bergmann, Gísli G. Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, UNNAR BENEDIKTSDÓTTUR. Starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Eir eru færðar sérstakar þakkir fyrir einstaklega hjartahlýja og nærfærna aðstoð og umhyggju undanfarin ár. Birgir Guðjónsson, Sigþrúður Guðmundsdóttir, Sonja S. Guðjónsdóttir, Birgir Guðlaugsson, Arnar Birgisson, Kirstine Nellemann Jensen, Steinar Birgisson, Snæfríður D. Björgvinsdóttir, Grétar Birgisson. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.