Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 www.nyherji.is DAGSKRÁ FUNDARINS 1) Venjuleg aðalfundarstörf skv. 4.5. gr. í samþykktum félagsins. 2) Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. Stjórn félagsins leggur fyrir fundinn nýjar samþykktir fyrir félagið. Þær byggja að grunni til á eldri samþykktum félagsins með viðbótum sem stafa af nýlegum breytingum á lögum um hlutafélög. Ekki er um verulegar efnisbreytingar frá fyrri samþykktum að ræða. Helstu breytingar: - Stjórnarmönnum fjölgar úr þremur í fimm og kjörinn er einn varamaður. - Hluthafafundir skulu boðaðir með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara. - Tekin eru upp í samþykktirnar ákvæði um rafræn samskipti og rafræna hluthafafundi og þátttöku í kosningum utan funda. Aðrar breytingar á samþykktum eru orðalagsbreytingar og ákvæðum raðað í nýja númeraröð. Við nýjar samþykktir bætist ný grein, 15.02: Tillaga um heimild stjórnar til aukningar hlutafjár um allt að kr.100.000.000. Forgangsréttur hluthafa fylgir ekki hlutafjáraukningu þessari. 3) Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum sbr. 55. grein hlutafélagalaga. 4) Starfskjarastefna. 5) Önnur mál löglega upp borin. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins sem lögð verður fram viku fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 16.00 föstudaginn 11. febrúar 2011. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins, www.nyherji.is. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð b) greitt atkvæði skriflega Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins, nýjar samþykktir og tillögur, eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins frá og með 28. janúar 2011, kl. 16.00. Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins viku fyrir fundinn, 11. febrúar 2011, kl.16.00. Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.nyherji.is. Reykjavík, 27. janúar 2011. Stjórn Nýherja hf. Föstudaginn 18. febrúar 2011, kl.16.00 í ráðstefnusal félagsins, Borgartúni 37. Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Sparisjóður Keflavíkur uppfyllti ekki lögbundin skilyrði um eiginfjár- hlutfall við árslok 2008. Þrátt fyrir að þetta hafi komið fram í endurskoð- uðum ársreikningi veitti Fjármála- eftirlitið sjóðnum ekki formlegan frest til að bregðast við þessari al- varlegu stöðu fyrr en í maí árið 2009. Þá var sparisjóðnum veittur frestur til þess að auka eiginfjárgrunn sjóðs- ins. Fram kemur í skýrslu slit- astjórnar til kröfuhafa sjóðsins að FME hafi framlengt þennan frest þrettán sinnum í framhaldinu allt fram til 21. apríl í fyrra. Þá tók ríkið sjóðinn yfir. Lýst- ar kröfur í þrotabúið námu 36 milljörðum og samkvæmt heim- ildum Morgun- blaðsins er líklegt að endurheimtur þrotabúsins upp í kröfur verði nærri því engar. Samkvæmt lögum um fjármála- fyrirtæki á FME að krefja fyrirtæki um reikningsuppgjör hafi því borist tilkynning um eða telji af öðru tilefni ástæðu til að ætla að eiginfjárgrunn- ur fjármálfyrirtækis sé undir lög- bundnu lágmarki. Í framhaldinu þarf að skila eftirlitinu greinargerð þar sem útskýrt er til hvaða úrræða verði gripið til þess að styrkja eig- infjárgrunninn. Í krafti þess má FME veita frest í allt að sex mánuði til þess að fjármálafyrirtækið upp- fylli skilyrðið. Einungis má fram- lengja þann frest séu fyrir því „ríkar ástæður“. Endurskoðaður ársreikningur fyrir árið 2008 er undirritaður í mars árið 2009 þannig að sparisjóðurinn starfaði í tæpt ár þó svo að það lægi fyrir opinberlega að hann uppfyllti ekki kröfur um lögbundið eigið fé. Samkvæmt svörum frá FME var sparisjóðnum ítrekað veittur frestur í tæpt ár svo hægt væri að endur- skipuleggja fjárhag sjóðsins í sam- vinnu við kröfuhafa. FME gerði úttekt á starfsem- inni í september 2008 Í ákvörðun FME um ráðstöfun skulda og eigna Sparisjóðs Keflavík- ur frá apríl í fyrra kemur fram að eiginfjárstaða sjóðsins hafi verið undir lögbundnum mörkum frá mars 2009. Þetta vekur athygli og bendir til þess að FME hafi ekki verið með- vitað um stöðuna fyrr en ársreikn- ingur fyrir 2008 var birtur. Í því samhengi má nefna að FME lét gera skýrslu um stöðu Spari- sjóðsins í september 2008 eða þrem- ur mánuðum áður en eiginfjárhlut- fallið fer undir lögbundin mörk sé horft til ársreiknings. Samkvæmt umfjöllun fréttastofu Ríkisútvarps- ins er stjórn sjóðsins harðlega gagn- rýnd fyrir eftirlitsleysi og upplýsing- ar um tryggingar að baki útlánum sagðar óljósar. Fram kemur í skýrsl- unni að sögn RÚV að eignir bankans hafi á þeim tíma verið ofmetnar um sjö milljarða króna eða sem nemur 7% af heildareignum bankans við árslok 2009. Eins og fram hefur komið var nýr sjóður reistur fyrir tilstilli ríkis- valdsins á grunni þrotabús Spari- sjóðs Keflavíkur. Íslenska ríkið legg- ur nýja sjóðnum til 14 milljarða króna. Undir eiginfjármörkum í tæpt ár  SpKef kominn undir lögbundið eiginfjárhlutfall við lok árs 2008  Starfaði á undanþágu frá FME fram til apríl í fyrra  FME tók út rekstur sjóðsins í september 2008 og gerði alvarlegar athugasemdir FME Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Mjög mikilvægt er fyrir lífeyrissjóð- ina að gjaldeyrishöftum verði aflétt sem fyrst, að sögn Hrafns Magnús- sonar, framkvæmdastjóra Lands- sambands lífeyrissjóða. „Eins og staðan er núna höfum við mjög fáa og fábreytta fjárfestingarkosti. Í raun eru það bara ríkistryggð skuldabréf af ýmsu tagi sem við get- um fest fé sjóðfélaga í. Til að geta fengið betri ávöxtun og ekki síður til að geta tryggt okkur betur gegn áhættu þurfa sjóðirnir að geta fjár- fest meira erlendis en þeir geta gert núna.“ Hrafn segist hafa fullan skiln- ing á því að ekki sé hægt að aflétta gjaldeyrishöftum í einu vetfangi, en sjóðirnir þurfi hins vegar á því að halda að þeim verði aflétt svo fljótt sem unnt er. Erfitt að ná markinu Hvað árið 2011 varðar segir Hrafn að útlit sé fyrir að ávöxtun sjóðanna verði í heildina séð jákvæð, en það sé þó ekki víst. „Ég held hins vegar að ég geti fullyrt að sjóðakerfið muni ekki hafa náð þeirri 3,5 prósenta raunávöxtun sem því er ætlað að ná lögum samkvæmt. Þegar sjóðirnir geta aðeins fjárfest í ríkisskulda- bréfum og íbúðabréfum er í raun ill- mögulegt að ná slíkri raunávöxtun og leiðir það til versnandi trygginga- fræðilegrar stöðu sjóðanna.“ Vilja höftin burt sem allra fyrst  Lífeyrissjóðir vilja fjárfesta erlendis Morgunblaðið/Sverrir Ávöxtun Erfitt er fyrir lífeyrissjóðina að ná lögbundinni lágmarksávöxtun þegar úrval fjárfestingarkosta er jafn takmarkað og raun ber vitni. Heiðar Júlíus Sveinsson, fram- kvæmdastjóri bifreiðaumboðsins B&L, segir að árið fari fremur hægt af stað í bílasölu. Þó sé nokk- uð um fyrirspurnir og aukinn áhuga. Heiðar segir aðspurður að ekki sé hægt að fullyrða að skuldsett bif- reiðakaup hafi runnið sitt skeið á enda. Hægt sé að fá lán til bifreiða- kaupa, en eins og er virðist bif- reiðakaupendur ekki þurfa jafn- mikið á lánum að halda og undanfarin ár. Fer hægt af stað Skuldsett bílakaup sjaldgæf eftir hrun ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækk- aði um 0,2% í gær og nam heildarvelta 7,6 milljörðum króna. Verðtryggða vísi- talan hækkaði um 0,4% í tveggja millj- arða króna viðskiptum og sú óverð- tryggða hækkaði lítillega í 5,7 milljarða króna viðskiptum. Vísitala GAMMA hef- ur staðið í stað frá áramótum og hækk- að um 0,5% síðastliðinn mánuð. Lítil hreyfing í kauphöll                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +/0-+1 ++.-1+ 1+-120 13-3/4 +4-200 +11-.. +-52.. +/3-4. +,/-40 ++,-2. +/0-,4 ++.-,, 1+-5,. 13-+0. +4-224 +15 +-0334 +/+-5 +,2-+/ 1+0-514. ++.-10 +/,-31 ++.-/2 1+-0+/ 13-13, +/-3, +15-50 +-030/ +/+-/0 +,2-.1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.