Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 ✝ Leifur Sædal Ein-arsson fæddist 22. maí 1926. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi 21. janúar 2011. Foreldrar hans voru Elísabet Sveins- dóttir f. 25. desember 1889, d. 18. maí 1971 og Einar Sigurbjörn Guðmundsson, út- gerðarmaður í Kefla- vík, f. 8. október 1890, d. 22. nóvember 1946. Leifur ólst upp í Keflavík ásamt tveimur bræðrum sínum, sem voru Sveinn Valtýr, f. 24. júní 1920, d. 28. júní 1984, og Sverrir Hafsteinn, f. 19. mars 1929, d. 27. nóvember 1977. Hinn 29. nóvember 1952 kvæntist Leifur Guðrúnu Sumarliðadóttur frá Meiðastöðum í Garði, f. 29. nóv- ember 1927, d. 14. janúar 2009. For- eldrar hennar voru Tómasína Odds- dóttir, f. á Guðlaugsstöðum í Garði 6. mars 1896, d. 17. júní 1989, og Sumarliði Eiríksson, útvegsbóndi á Meiðastöðum, f. á Hellum í Garði 19. apríl 1887, d. 22. mars 1970. Börn Guðrúnar og Leifs eru: 1) Bryndís María viðskiptafræðingur, f. 3. janúar 1972. Börn hennar eru a) Friðrik Sædal, f. 17. apríl 2005, b) Guðrún Sædal, f. 8. maí 2007. Eig- inmaður Bryndísar er Friðrik Frið- riksson, f. 21. desember 1973. Leifur gekk í Barnaskólann í Keflavík og að honum loknum hóf hann að vinna hjá föður sínum við að beita og stokka upp. Fimmtán ára fór Leifur á sína fyrstu síld- arvertíð á Mb. Birni. Næstu sumur fór Leifur á vertíðir á Vísi og á Heimi og mikill áhugi kviknaði á siglingum. Hann fór fyrstu flugferð- ina sína til Sölvesborgar til að sækja skip sem hét Katla. Á Kötlu var siglt til Bandaríkjanna og til Miðjarð- arhafslandanna. Leifur stundaði siglingar í alls tólf ár og þótti það ógleymanlegur tími. Leifur lauk farmannaprófi árið 1954 frá Sjómannaskólanum í Reykjavík. Þegar fjölskyldan stækkaði þá fór Leifur að vinna í landi hjá Olíufélaginu Esso á Kefla- víkurflugvelli og vann þar til ársins 1997. Hann var einn af eigendum Aðalstöðvarinnar hf. í Keflavík og starfaði þar ásamt annarri vinnu. Hjónin bjuggu alla tíð í Keflavík fyr- ir utan námsárin í Sjómannaskól- anum. Þegar þau fóru á eftirlaun nutu þau þess að ferðast um Ísland, sem Leifur sagði vera fallegasta land í heimi. Leifur Sædal verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, 28. jan- úar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Einar Sigurbjörn skrifstofumaður, f. 24. maí 1953, d. 6. júní 2002. Börn hans eru: a) Áslaug Thelma, f. 11. ágúst 1975, b) Leifur Sædal, f. 5. september 1978, c) Guðrún Lísa, f. 18. desember 1985. Barnsmóðir Einars, slitu samvistum, Hrefna Þ. Trausta- dóttir, f. 21. júlí 1953, og þau eiga tvö barna- börn. 2) Oddný Guð- björg, bankastarfsmaður, f. 18. maí 1955. Börn hennar eru: a) Guð- mundur Þór, f. 12. febrúar 1979, b) Björn Ísberg, f. 26. júlí 1982, c) El- ísabet Guðrún, f. 21. febrúar 1989. Eiginmaður Oddnýjar er Björn Ólafsson, f. 23. janúar 1960 og þau eiga fjögur barnabörn. 3) Leifur Gunnar húsasmíðameistari, f. 3. september 1956. Börn hans eru a) Elísabet, f. 25. desember 1982, b) Sverrir Örn, f. 22. júlí 1986, c) Brynjar, f. 11. september 1990. Eig- inkona Leifs er Brynja Hjaltadóttir, f. 11. október 1958. 4) Elísabet, f. 2. apríl 1959, d. 18. ágúst 1979. 5) Þegar maður fæðist, þá er enginn sem lofar því að lífið sé alltaf skemmtilegt, það er alfarið undir manni sjálfum komið hvernig maður spilar úr því, hvernig maður leysir hin ýmsu verkefni og allt það óvænta sem lífið býður upp á, maður hefur alltaf val um að gera gott úr hlut- inum eða ekki. Þetta er eitt af mörg- um atriðum sem þú yndislegur faðir og tengdafaðir kenndir okkur um staðreyndir lífsins. Nú stöndum við frammi fyrir verkefni sem við eigum erfitt með að leysa, þ.e að kveðja þig, elsku pabbi og tengdapabbi. Við hjónin sitjum saman og reynum að koma orðum á blað, með mikinn söknuð í hjarta en þó er huggun harmi gegn vegna þess að nú ert þú kominn þangað sem þú þráðir, til ástkærrar eiginkonu þinn- ar, Guðrúnar Sumarliðadóttur, sem var alltaf kletturinn þinn í gegnum súrt og sætt og tveggja barna ykkar sem létust langt fyrir aldur fram. Þú komst til dyranna eins og þú varst klæddur, hreinn og beinn og hafðir ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Virkaðir hvass á suma en þeir sem þekktu þig vissu að erf- itt var að finna auðmýkri og hjarta- hlýrri mann, sem vildir allt fyrir alla gera. Þú varst þakklátur fyrir að eiga stóran hóp barna, barnabarna, barnabarnabarna og tengdabarna. Þú varst mjög stoltur af hópnum þínum og talaðir oft um hvað þau væru öll vel af Guði gerð. Oft þegar við komum í heimsókn þá voruð þið mamma að lesa saman í Biblíunni og sést það vel á bæði Biblíunni og sálmabókunum ykkar að þær voru ekki einungis geymdar uppi í hillu, þessar bækur voru vel notaðar. Það er svo gott að hafa fengið að alast upp í trú, von og kærleika en það kennduð þið okkur systkinunum öll- um. Það er okkur og okkar börnum mikil forréttindi að hafa fengið að vaxa og dafna með þér og mömmu og eiga allar þær góðu minningar sem við komum til með að geyma allt okkar líf. Góður Guð geymi þig og ykkur bæði. Oddný og Björn. Það er ekki sama hvar í lífinu mað- ur lendir segi ég oft, en ég tel mig hafa verið lánsaman að lenda hjá fólki eins og foreldrum mínum. Það var stór barnahópur sem þú og mamma komuð á legg og með samvinnu bæði innan og utan heim- ilis gengu hlutirnir upp. Það kom frekar óvænt kallið sl. föstudag þeg- ar þú kvaddir þennan heim. Þegar ég hugsa til baka um farinn veg rifj- ast margt upp fyrir mér, ferðalög, ferðir í sumarbústaðinn í Þrastar- skógi, utanlandsferðir o.fl. Það voru skemmtilegar sögur sem þú sagðir okkur frá því þú varst á Kötlu og Öskju í gamla daga þegar þú sigldir á framandi slóðir og mað- ur lét sig dreyma um að komast á þessa staði einhvern tíma á lífsleið- inni. Það má segja að það hafi ekki alltaf verið logn á lífsleiðinni hjá þér, þeir voru margir brimskaflarnir sem þú þurftir að stíga en með trú á Guð komst þú í gegnum þetta og eins og þú sagðir oft: „Kóngur vill sigla en byr ræður.“ Þegar ég var polli komst ég ekki hjá því að fá bíladellu en þið bræð- urnir voruð með ólæknandi bíladellu og voru bílarnir ykkar alltaf stífbón- aðir. Ég var tekinn í kennslu í að bóna bíla þegar ég rétt náði upp á húdd, það átti sko að nota Mjallar- bón, þ.e. gamla vaxbónið, það átti að bóna bílinn svona en ekki hinsegin. Þetta voru ákveðnar reglur sem varð að fara eftir annars urðu bílarn- ir skýjaðir og þá varð að byrja á öllu upp á nýtt. Það er varla hægt að tala bara um þig því þið mamma voruð svo sam- rýnd að það var bara talað um Guð- rúnu og Leif eins og þið væruð eitt. Þið hjálpuðust að í öllu, bæði þegar þið voruð yngri og þegar aldurinn færðist yfir og sjúkdómar fóru að herja á ykkur, það var einstakt að sjá hvað þið studduð hvort annað. Eftir að mamma lést var eins og það hefði farið stór hluti af þér með henni, nú veit ég að þið hafið hist og hún hefur tekið vel á móti þér á bóndadaginn, en við vorum farnir að tala um að nú færi að koma að súra hvalnum sem þér þótti svo góður síð- ast þegar ég kom til þín. Nú ert þú farinn í ferðalag og far- inn að skoða enn framandi slóðir. Guð gefi þér góðan byr með þökk fyrir allt. Guð geymi þig. Leifur Gunnar. Sólbrúnir vangar, silfurgrátt hár, sálin geislandi af hlýju. Þannig ég minnist þín ókomin ár, þar til við hittumst að nýju. (Höf. ók.) Þegar bóndadagurinn gekk í garð andaðist að morgni hans elskulegur pabbi minn. Hann var sannur hús- bóndi og hugsaði vel um fjölskyld- una sína. Honum var annt um að það væri ávallt til nóg að bíta og brenna á heimilinu. Mamma og pabbi voru alltaf höfðingjar heim að sækja. Þau tóku vel á móti gestum sínum og þótti gaman að bera á borð góðar veitingar. Pabba fannst afar gaman að baka vöfflur og elda „togarasteik“ eða „friggasi“ eins og gert var á sjónum hér áður fyrr. Jafnan þegar við komum í Heiðarhornið tók ilm- urinn af ljúffengum mat á móti manni í dyragættinni. Þau mamma höfðu alltaf gaman af því að ferðast og ferðuðust mikið um Ísland. Það var oft tekinn rúntur á Þingvelli, í Grindavík eða þangað sem hugurinn stefndi þann daginn. Pabbi og mamma voru mjög fróð um staðhætti og margar sögur voru sagðar. Við fórum í ógleymanlega ferð saman til Suður-Frakklands, sem okkur fannst vera paradís á jörð. Umhverfið var stórfenglegt og það var eins og tíminn stæði í stað. Mér þótti sérstaklega vænt um það þegar mamma og pabbi heimsóttu okkur Friðrik þegar við vorum við nám í Árósum, en það reyndist vera síðasta ferð þeirra til útlanda. Við ferðuðumst mikið um Danmörku og það var gaman þegar við sáum Mar- gréti Þórhildi drottningu sem á sum- arhús í Árósum. Við ornuðum okkur gjarnan við minningarnar um þessar ferðir. Við pabbi fórum stundum til Reykjavíkur þar sem við gátum gleymt okkur saman að skoða bíla. Eina ferðina okkar komum við heim á nýjum bíl, þrátt fyrir að það hefði ekki verið ætlunin að festa kaup á nýjum bíl. Mamma henti gaman að og hafði á orði að Reykjavíkurferð- irnar okkar væru orðnar óþarflega dýrar. Pabbi var mjög mikið jólabarn og hafði mikið gaman af því að skreyta heimilið, bæði að utan og innan. Hann valdi skrautið af kostgæfni og þegar við fórum til útlanda var oft keypt eitthvert fallegt skraut. Þau mamma áttu mikið af fallegum fugl- um sem þau skreyttu jólatréð með, en fuglana hafði pabbi keypt þegar hann var í siglingum í gamla daga. Það eru svo margar hlýjar og góðar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um hann pabba. Nú er ég bæði með sorg og gleði í hjarta. Sorg yfir því að kveðja hann pabba og gleði yfir því að hafa fengið að eiga svona dásamlegan föður sem hefur kennt mér svo margt. Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Ég þakka elsku pabba mínum vináttu og samverustundir sem hann veitti mér og fjölskyldu minni í svo ríkum mæli. Kveð hann með virðingu og söknuði. Guð blessi þig elsku pabbi og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Bryndís María. Leifi var margt til lista lagt og hann var hagur. Hann kynnti fyrir mér hvernig ætti að borða og meta hvalrengi og hákarl. Við feðgarnir vorum ekki fyrstir í eldhúsið þegar þessar kræsingar voru í boði í Heið- arhorninu, en það var helgistund að fylgjast með hvernig bitarnir voru teknir og skornir niður. Allt í ákveð- inni röð, formi og helst með vasa- hníf. Að sjálfsögðu fengum við líka, en strákurinn minn tæplega tveggja ára gretti sig aðeins þegar hann fékk smá hákarlanammi hjá afa, skrýtið á bragðið en spennandi. Leifur var aldrei fjarlægur tengdafaðir, heldur var hann vinur og félagi þar sem árin sem skildu á milli skiptu engu máli. Það var ná- lægðin, hlýjan og tryggðin sem stóð uppúr. Ein stærsta stund í lífi mínu var þegar hann gaf mér yndislega dóttur sína, leiddi hana við hlið sér, rétti mér og brosti til mín. Það var gagnkvæmt traust sem byggt var á og trú á bjarta framtíð. Það er margt sem rennur fram í straumi minninganna um Leif, en eitt atriði hugsa ég oft um í daglegu amstri hversdagsins. Þetta sagði hann við mig þegar við kynntumst fyrst fyrir sautján árum síðan. Ég var í fyrsta skipti að koma með Bryndísi að hitta alla fjölskylduna hennar um áramótin og vildi þekkja alla með nafni og var þaninn á taugum. Auð- vitað mundi ég ekki hvað allir hétu, störfuðu við og fleira, en Leifur horfði á mig og sagði: „Hold er mold, hverju sem það klæðist“. Boð- skapurinn er skýr, sterkur og hnit- miðaður, eins og hann var sjálfur. Það er manngildið og hvernig við hegðum okkur dag frá degi sem skapar okkur, en ekki það sem mað- ur klæðist. Leifur lagði af stað í nýja siglingu á bóndadaginn. Hann var ekki einn á ferð, hann var sóttur af sálufélaga sínum til margra áratuga. Ég veit ekki hvert þau fara, en ég veit að þau fara á hlýjar slóðir umvafin ást- vinum og fjölskyldu. Það var þeirra vani að fara af stað og sjá hvert veg- urinn færi með þau. Samveran, ferðalagið, upplifunin var það sem skipti máli, ekki hvert var farið. Sama gilti um lífsneistann sem glóði sterkt alla tíð hjá Leifi. Hann var sterkur þrátt fyrir mótvind og brim- brot, alltaf náði hann sömu ást, lífi og vilja til að halda áfram og styrkja þá sem voru í lífi hans. Þrátt fyrir að hann hafi farið um borð í nýtt skip, þá er hann alltaf í huga og hjarta mér, fór aldrei neitt. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er (Guðrún Elísabet Vormsdóttir) Guð leiði þig alltaf. Friðrik F. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér elsku afi minn. Þakklátur fyrir ótal dýrmætar minn- ingar og samverustundir með þér og Guðrúnu ömmu. Þegar þið Guðrún amma bjugguð í Heiðarhorninu fannst mér ekkert skemmtilegra en að koma með þér í blómahúsið og fá að sulla dálítið í heita pottinum. Ég vökvaði blómin með þér og fannst mjög spennandi þegar ég fékk að tína vínber af vín- viðnum sem þið amma komuð til í blómahúsinu. Þú varst svo spenntur að leyfa mér að taka upp kartöflur, sem þú settir niður í bakgarðinum þegar ég var tveggja ára. Mér fannst það mikið kraftaverk að setja niður eina kartöflu og fáum mánuðum seinna að taka fullt af bústnum kart- öflum upp úr jörðinni. Við suðum kartöflurnar og ég sat í fangi þínu og við borðuðum þær af bestu lyst með íslensku smjöri og örlitlu salti. Þið amma voruð einstaklega dug- leg að rækta og uppskera. Þið settuð niður fræ á hverju vori, komuð til blómum og gróðursettuð í garðinum ykkar. Fallegar breiður af hádegis- blómum, morgunfrúm, stjúpum og levkoj einkenndu garðinn ykkar í Heiðarhorninu á sumrin. Það var sannkallað ævintýri fyrir lítinn strák að fá að leika í garðinum og klifra í trjánum. Nú fá aðrir að njóta fallegu blómanna ykkar og sennilega hefur hún Guðrún amma viljað fá þig með sér í að sá fræjum fyrir sumarið. Þið voruð alltaf svo samrýnd og falleg hjón. Ég kveð þig, elsku afi minn og minnast ætíð vil ég þín. Ég þakka að Guð minn gaf mér þig, og gaf það að þú leiddir mig. Þig kveðja vinir kvölds á stund með kærleiksríkri en dapri lund. Ég bið að englar annist þig, við aftur sjáumst lífs á stig. (G.G.) Megi góður Guð blessa minningu þína og ég þakka þér fyrir allt elsku afi minn. Þinn alltaf, Friðrik Sædal. Ég kveð þig, elsku afi minn, þú stefnu tókst á himininn. Í faðmi drottins nú þú býrð, í björtu ljósi og litadýrð. Er svefn á sækir þú kemur inn, og kossi smellir á vanga minn. Á nóttu sem degi, hvar sem ég er, ég veit þú vakir eftir mér. (B.G.) Það var svo gott að vera með þér á jólunum á meðan mamma og pabbi voru að undirbúa jólamatinn okkar. Þú laumaðir piparkökum upp í mig og gættir mín. Ég keyrði þig í hjóla- stólnum um húsið, þú knúsaðir mig svo innilega og kallaðir mig alltaf litla ljósið þitt. Mér fannst svo gam- an að snúast í kringum elsku afa minn. Við erum með mynd af þér og Guðrúnu ömmu í stofunni þar sem þið horfist í augu á aðfangadags- kvöldi í Heiðarhorninu árið 1998. Það er mikil ást og hlýja í þessari mynd. Ég skoða myndina á hverjum degi og bendi á ykkur. Núna ertu kominn í hlýjan faðminn hennar Guðrúnar ömmu og þið horfist í augu í himnaríki. Ég mun ávallt varðveita minn- inguna um þig, elsku afi minn, og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þín alltaf, Guðrún Sædal. Leifur Sædal Einarsson  Fleiri minningargreinar um Leif Sædal Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR fyrrum bókavörður í Neskaupstað, síðast til heimilis að Skjóli, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 26. janúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 2. febrúar og hefst kl. 15.00. Ólafur Gunnarsson, Helga Friðriksdóttir, Magnús Gunnarsson, Morag Gunnarsson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Vigdís Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.