Saga


Saga - 2005, Page 213

Saga - 2005, Page 213
and microcosm’. Að mínum dómi hefði verið ástæða til að gefa greiningu og lýsingu Gurévitsj á þessu efni nánari gaum. En í Við og veröldin er aðeins vitnað til þessa rits Gurévitsj um almenn aðferðafræðileg atriði. Gurévitsj segir m.a.: „This special relationship within the land owned by the family also determined its central role in the structure of the early medieval cosmos. The farmstead of the landowner served as model of the universe“.4 Svipaða hugsun má finna hjá Kirsten Hastrup í ritum hennar um íslenskt samfélag fyrri tíma og reyndar einnig hjá fjölmörgum trúar- bragðafræðingum.5 Doktorsefni nefnir skiptingu í innangarðs og utangarðs í yfirfærðri merkingu stuttlega á bls. 131–132 með tilvísun í Hastrup, en ekkert er frekar unnið úr því. Hliðstæðu við skiptinguna í innangarðs og utangarðs er að finna í skiptingu lands í byggð og óbyggð. Sú skipting birtist áþreifanlegast í ákvæðum um skóggang. Skógarmaður var dæmdur úr byggð, dæmdur til vistar í villtri náttúru sem var andstæða hins siðaða samfélags í byggð, hann var um leið útlagi, utan laga og réttar. Á hinu villta svæði mátti auk útlaga vænta trölla, illvætta og gjörninga, og má t.d. finna þess dæmi í sög- um eins og Grettis sögu og Bárðar sögu Snæfellsáss, en einnig í Vínlands- sögum og fleiri sögum sem gerast að einhverju leyti á Grænlandi eða öðr- um fjarlægum stöðum. Með nokkrum hætti má segja að tröll og afturgöng- ur hafi verið í flokki með skógarmönnum og öðrum utangarðsmönnum, og má sjá skýrt dæmi um slíkan hugsunarhátt í Eyrbyggja sögu, þegar settur er dómur yfir draugum og þeir dæmdir til að hafa sig á braut af heimili lif- andi fólks, og gera það. Í Við og veröldin er ein lína á bls. 97 helguð hugmyndum um eyðimerk- ur og skóga sem villt svæði og vitnað til rits eftir franska miðaldafræðing- inn Le Goff. Rit hans og fleiri fræðimanna staðfesta að hugmyndin er al- kunn og ekki séríslensk, en þó mundi ég halda að enn meira máli skiptu hér íslenskar heimildir og fyrri rannsóknir á þeim. Vissulega er hér fjallað um fólk sem skilgreint er „á jaðrinum“ (bls. 320–325), en það snýst aðallega um útlendinga og utanhéraðsmenn. Þótt sú heimsmynd sem skiptir veröld í Ásgarð, Miðgarð og Útgarð, og lesa má um í Snorra Eddu og óljósar í ýmsum fornum kvæðum, hafi auð- vitað verið úrelt meðal þeirra sem vel voru að sér í kristnum fræðum þeg- ar kemur inn á tólftu öld, er hún formgerðarlega tengd þessum hugmynd- um um það sem er innan garðs og utan og um byggð og óbyggð, og á senni- lega rætur sínar þar eins og Gurévitsj heldur fram. Ég sakna þess að ekki skuli hér gerð tilraun til að kanna þá grunnform- gerð umheimsins, sem ég hef nú stuttlega lýst, hvernig menn skiptu hinum „H V E R V E G U R A Ð H E I M A N E R V E G U R H E I M“ 213 4 Gurevich, A.J., Categories of Medieval Culture. Transl. G.L. Campbell (London 1985), bls. 47. 5 Ég er hér einkum með í huga ritið Culture and History in Medieval Iceland (Ox- ford 1985). Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 213
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.