Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.01.1942, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 24.01.1942, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Samningurinn um samninginn Fátt hefir á síðari árum orðið bæjum þessa lands önnur eins atvinnubót og hraðfrystihúsin. Voru vinnulaun kvenna við þau víðast hvar 80 aurar á klst. auk verðlagsuppbóta, nema í Rvk og ísaf. voru þau 90 aurar. — „Hrímnir“ bauð 10 aura hækkun á Rvíkurtaxta, eða kr. 1,00 um klst., auk uppbótar, en kommar skipuðu Brynju að krefjast kr. 1,20. Nú hefði ekki verið neitt við þessu að segja, ef þetta hefði ver- ið almennur vilji verkakvenna. En það var síður en að svo væri. Sést það bezt á því, að ýmsar — og það allmargar — Brynjukon- ur réðust til frystihússvinnu suð- ur á Suðurnes fyrir mun lægra kaup en hér var boðið á sama tíma og neitað var af komma- klíkunni, að leyfa þeim að vinna hér þar sem þær áttu heima, fyr- ir 15 kr. á dag. En mestur fjöld- inn sat heima atvinnulaus. Allar hinar glæstu vonir sigl- firzkra verkakvenna voru að engu gerðar, fyrir þrjózku og heimsku kommaklíkunnar. Er ekki ólík- legt að þær launi þeim fyrir sig, sumar hverjar, við kjörborðið, 25. þ. m. Enda væri annað með ó- líkindum. Er nú von að vel gangi að veita íjármagni til atvinnuframkvæmda inn í bæ, sem er svo heillum horf- inn að hafa trúað þessum herrum fyrir forystu bæjarmálanna? 6. gr. Togarakaupin. Um þau hefir áður verið skrif- að hér í blaðinu og nægir hér að minna á, að framkvæmdirnar fel- ast í skeytinu fræga, er togara- kaupa-sendimenn A-listans sendu heim í herbúðirnar frá Rvík. Það hljóðaði á þessa leið: „Engir tog- arar til í bönkunum." 7. gr. Niðursuðuverksmiðjan. Það nægir að geta þess, að um hana fór nákvæmlega á sömu leið og um togarana. Það hefir’ verið sagt og ekki „í gríni“ um málefnasamninginn, að bak við hann muni standa skil- yrðasamningur, sem í rauninni sé samningur samninganna. Menn hafa leitt getum að höfuðskilyrð- um þessa samnings, og það er í rauninni enginn vandi að renna réttan grun í aðaluppistöður þessa plaggs. „í gríni“ hefir þessi samningur verið skrifaður upp eftir ítrustu líkum og beztu heimildum, er fengizt hafa, og svo eftir pólitísku sálarfarsástandi hinna pólitísku fóstbræðra fyrir kosningarnar. Líklegast- þykir að samningagrein- arnar séu alveg réttar í höfuðatrið- um, en sé nokkursstaðar raskað meiningu eða hallað frá hinu rétta, mun það verða leiðrétt jafn- óðum og ábyggilegar fréttir berast úr herbúðum „sambýlismanna“, en samningsatriði þessi eru þaðan fengin, og íögðu heimildarmenn á- herzlu á, að rétt væri með farið, enda væri jafnan skylt að hafa það 8. gr. Um holræsin, gatnagerð og gangstétta. Þessi liður hefir verið fram- kvæmdur nákvæmlega eins og áður á fyrri kjörtímabilum í sam- ræmi við þarfir og vöxt bæjarins. Og hvað gangstéttirnar snertir, hefir enginn gangstéttarspotti ver- ið lagður. Að minnsta kosti veit enginn bæjarbúi til þess. Þetta eru nú efndirnar á aðal- lið málefnasamningsins. Og hið litla, er A-lista-menn hafa gert hafa þsir notið íyllsta stuðnings Sjálfstæðismanna, og hefðu hreint ekki getað komið því í fram- kvæmd án þeirra aðstoðar. er sannast reyndist, og kváðu þeir það nú ásetning „sambýlismanna" að breyta eftir því boðorði. En hingað til hafa þeir kunnað illa við sig á þjóðbraut sannleikans. En hvað um það. Samningurinn er á þessa leið, eftir því sem næst verður komizt, en vitanlega S. E. & O., þ. e. „með fyrirvara um 1. grein. Erlendur verði „endurreistur“ í Kaupfélaginu. 2. grein. Aðalbjörn lofar að vera góður við Erlend og kalla hann aldrei „skrifstofuspé“, né heldur hrella hann í návígiskveðskap. 3. grein. Ekki fái þó Erlendur að vera í stjórn Kaupfélagsins nema hann skuldbindi sig til að hafa engin afskipti af kolaverzlun þess. 4. grein. Erlendi verði endurgreiddur út- lagður kostnaður vegna meiðyrða- málsins. 5. grein. Kommúnistar skuldbinda sig að „viðlögðum drengskap“ að leyfa Kristjáni Sigurðssyni' að skreppa til Reykjavíkur á Alþýðusam- bandsþing, og skal „Þróttur“ bera kostnaðinn. 6. grein. Erlendur lofar að vera að minsta mistalið og gleymt“. Það var því engin furða þótt tíma tæki að ráða öllu þessu til lykta og semja um hlutina. Þetta er hvort sem er „milliríkjasamningar“ eða réttara sagt „ekki-árásar-samningar“, er gilda til 26. janúar 1942. Samning- urinn álízt að vera svohljóðandi: kosti 6 mánuði ár hvert í Reykja- vík og hafa engin afskipti af bæj- armálum Siglufjarðar þann tíma. 7. grein. Sama tíma skuldbinda væntan- legir aðal- og varafulltrúar krata sig til að leita engra ráða hjá Er- lendi um línu þeirra í bæjarmál- um þeim er fyrir kunna .að koma. 8. grein. Aki Jakobsson verði bæjarstjóri áfram. 9. grein. Þóroddur og Gunnar skuldbinda sig til að sjá um að bæjarstjóri gangi ekki fram af sér við störf sín í þágu bæjarins. 10. grein. Báðir aðiljar skuldbinda sig til að látast vera vinir og samherjar og — ef þörfin krefur — að eta of- an í sig allar skammirnar og sví- virðingarnar, er þeir hafa haft hvorir um aðra síðastliðið kjör- tímabil. Það skal þó skýrt fram tekið, að foringjarnir harðneita að grein Skilyrðasamningur til samkomulags um nýja samvinnu við bæjarstjórnar kosningarnar 1942. C-LISTINN er listi allra stétta. Fylkið ykkur um C-LISTANN. V

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.