Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.01.1942, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 24.01.1942, Blaðsíða 3
: ’ SIGLFIRÐINGUR 9 Þeir, sem vilja bfarga bænum fra A-Usfa öngþveitinu, kjósa Olistanii. þessi gildi lengur en til kl. 12 á iniðnætti 25. þ. m. 11. grein. Með samningi þessum og mál- efnasamningnum, er gerður verð- ur samkvæmt honum, er úr gildi fallinn Gamli sáttmáli sá, er gerð- ur var fyrir kosningarnar 1938, og sem illa varð séður vegna ósam- komulags og vanefnda um togara- kaup og aðrar miljónafram- kvæmdir, er láðist að framkvæma á kjörtímabilinu. Gert 1 Alþýðuhúsinu 3.—6. janúar 1942. Æðstu broddar sambýlismanna. ATHS. Það skal tekið fram, að ýmsir foringjar voru ófúsir til undirskrifta, og kvað hafa orðið að fara í hálfgert návígi við Aðalbjörn til að fá hann til að samþykkja samninginn. Gat hann þess sérstaklega, að sér þætti mjög halla á sína „fé- laga“ í viðskiptunum. Hristingur. Þegar taka átti ákvörðun um, hvort steypa ætti eða malbika Tjarnargötuna, varð ógurleg rimma í fulltrúaráði A-listans. Gek ksvo marga fundi. Að lokum var málinu skotið til bæjarstjórn- ar. Sjálfstæðismenn höfðu ávallt haldið því fram, að steypa bæri göturnar en ekki malbika, og voru kratarnir sammála þeim. Bæjar- stjórinn og Þóroddur fundu því hins vegar allt til foráttu og vildu malbika og fá fœran og duglegan verkstjóra (bróður Aðalbjörns) til þess að standa fyrir verkinu. Töldu kommúnistarnir steyptar götur með öllu ófærar sérstaklega vegna þess, að bílaumferð á slíkum götum myndi valda svo miklum hristingi, að ekki yrði hægt að sofa í hvítahúsinu (á bæjarstjóraskrif- stofunni?). Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Björgólfsson. ÚR ÁLÖGUM Bók með þessu nafni er nýlega komin út á vegum Menningar- og fræðslusambands Alþýðu. — Höfundur bókarinnar nefnir sig Jan Valtin, en heitir réttu nafni Richard Krebs. Var hann áður hátt settur í þýzku deild Komin- tern (Alþjóðasamb. kommúnista) og því mjög kunnugur starfsað- ferðum kommúnista. Er bókin lýs- ing á þeim aðferðum. Kommún- istum er meinilla við rit þetta, en það vill svo vel til, að menn sem fylgzt hafa með gerðum þeirra hér heima, fá þama ágæta sönnun á mörgu, er þá áður hafði gmnað. Hvað kommúnistar eiga við með samfylkingu, eins og þeirri, sem þeir hafa hamrað í gegn hér á Siglufirði fyrir næstu bæjar- stjórnarkosningar, er að finna á bls. 308 í fyrrnefndri bók. Þar stendur: „Aðferðin, sem Komintem við- hafði til þess að eyðileggja verk- lýðssamböndin var aðferð „Sam- fylkingarinnar". Á hverjum kom- múnistafundi, í hverju blaði og hverjum bæklingi var slagorðinu „samfylking" haldið á loft við öll tækifæri.------ Félagi Remmele gerði mér það ljóst, að það væri ekki sótzt eftir neinni „samfylkingu", nema kom- múnistar hefðu þar töglin og hagldimar." Eftir Dimitrov hefir hann: „Niður með sósíaldemókrata, höfuðóvini verkamanna. Komm- únistar, skylda ykkar er að sópa kratasvikurunum út úr stjórnar- skrifstofunum." Alþýðuflokksmenn, lesið bók- ina „Ur álögum“, um það sem koma skal, ef þið styrkið komm- únistana til valda. Gætið ykkar áður en það er orðið of seint — þegar þeir hafa gleypt ykkur með húð og hári. Varizt þá! Bátastöðin Árið 1935, eða áður en þeir kommúnistar tóku við stjórn kaupstaðarins með aðstoð jafn- aðarmanna, lét hafnarsjóður byggja Bátastöðina, og varði til þess um 60 þús. kr. Var í þessi miklu útgjöld ráðizt vegna þess að eigendur minni vélbáta áttu ekkert athvarf með útveg sinn, einkum yfir síldveiðitímann, og var af þeim ástæðum ómögulegt að reka smábátaútveg svo neinu næmi. Síðan hefir trillubátunum fjölgað hér mjög mikið, og nauð- synin á samastað fyrir þann útveg farið hraðvaxandi. En hvað skeður þegar A-lista- mennimir taka við? Kommúnistar leigja aðkomu- manni, sem er hér ekki einu sinni útsvarsskyldur, bátastÖðina til síldarsöltunar, og reka smábáta- útveginn út á gaddinn. Hvað finnst ykkur, smáútvegs- menn, um svona ráðsmennsku? Eru þetta ykkar menn? Yfirlýsing. Ekki hefir Aðalbjörn tekið til greina bendingu Siglfirðings um gerðardóm í kaupdeilunni. Hefir sennilega ekki treyst Erlendi til að gæta hagsmuna sinna sem skyldi. Hins vegar birta fyrrver- andi þjónar hans yfirlýsingu í Neista, um að Aðalbjörn greiði bæði kaup og verðlagsuppbót. Um hitt segir yfirlýsingin ekkert, hvort kaupið og verðlagsuppbót- in hafi verið innt af hendi. Varkárir menn, Sigtryggur, Ás- grímur og Eyjólfur. Fyrirspurn til Þóroddar Var Otto Wilhelm Kuusinen einn af kennurum þínum, er þú dvaldir við „nám“ í Moskva — (og komst þaðan grindhoraður). Svar óskast í næsta Mjölni. Nei, og aftur nei! Kjósið þess vegna C-listann, og gefið A-lista-samsullinu frí næsta kjörtímabiL « Siglfirðingar. Z • e G Æska landsins væntir þess, að hver kjós- • J andi geri skyldu sínaviðkjörborðið 25 þ.m. • • Ef þið óskið að láta hina uppvaxandi kynslóð 0 • eftir varanlegan og góðan arf, heilsteypt og • • vel stætt bæjarfélag, en ekki sundrað og • sku'dum hlaðið sökkvandi skip, þá fylkið • ykkur öll um C LISTANN, lista Sjálfstæðis- • manna* • ? C-listinn g • er listi Siglfirðiuga. J Prentverk Odds Bjömssonar.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.