Morgunblaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2011 Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Þetta byggist mikið á svo-kallaðri snöggálags-þjálfun þar sem mark-miðið er að þjálfa púlsinn vel upp í æfingunum,“ segir Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri þolfimi- deildar hjá Hreyfingu og kennari í svokölluðum eftirbruna 2011 tím- um sem þar er boðið upp á. „Við leitumst við að gera hverja æfingu í stuttan tíma í senn þar sem við keyrum púlsinn upp en æfingarnar eru gríðarlega fjöl- breyttar. Með þessu æfingaformi myndum við hinn svokallaða eft- irbruna, sem er aukinn fitubruni í líkamanum í nokkrar klukkustund- ir eftir að tímanum lýkur. Ef þú tekur vel á í tímanum ertu í raun að brenna allt að 20% hraðar en venjulega í allt að átta klukku- stundir eftir tímann,“ segir Anna. Fyrir fólk í alls konar formi Hún segir þetta því góða leið til að koma sér hratt í form, því eftirbruninn gerir árangurinn sýnilegri. „Þetta eru krefjandi tímar en við reynum alltaf að byggja þá þannig upp að það sé valmöguleiki í nánast hverri æf- ingu að gera hana erfiðari fyrir þá sem eru í góðu formi, en um leið eru sýndar auðveldari útgáfur af henni fyrir þá sem eru að byrja. Til dæmis er hópurinn mjög breið- ur í mínum eftirbrunatíma. Margir eru tiltölulega nýbyrjaðir að hreyfa sig en aðrir eru komnir í mjög gott form. Þeir elska hrein- lega þessa tíma því í svona tímum Snöggálagsþjálfun sem eykur eftirbruna Það er iðulega troðfullt í eftirbrunatímana í Hreyfingu en þeir ganga út á æfingar sem eiga að tryggja allt að 20% aukna brennslu í allt að átta klukkustundir eftir að tímanum sjálfum lýkur. Morgunblaðið/Sigurgeir S Bruni „Þetta er mjög alhliða þjálfun sem sem skilar hratt árangri,“ segir þjálfarinn Anna um eftirbrunatímana. Kayakklúbburinn í Reykjavík heldur úti vefsíðu þar sem fjallað er um flest sem snertir kajakíþróttina á Íslandi, bæði á sjó og í straumvatni. Þar má m.a. lesa um fjölda ferða sem eru á dagskrá klúbbsins í sumar, ótal keppnir, námskeið fyrir byrjendur sem lengra komna og ýmislegt fleira. Á spjallsvæði klúbbsins, Korknum, ræða menn m.a. um sjólagið í fé- lagsróðrum sem farnir eru einu sinni í viku, allan ársins hring og að sjálf- sögðu um klúbbstarfið. Þar er einnig sölusíða þar sem hægt er að gera góð kaup. Nokkrir notaðir kajakar eru þar boðnir til sölu og ýmiss konar bún- aður, ýmist nýr eða notaður. Þeir sem hafa áhuga á sportinu en þurfa að horfa í hrunkrónuna geta komið sér upp góðum búnaði fyrir tiltölulega lítið fé með því að vakta sölusíðuna. Kayakklúbburinn varð þrítugur á þessu ári og mun ýmislegt standa til á þeim tímamótum, bæði ferðalög og veisluhöld. runarp@mbl.is Vefsíðan www.kayakklubburinn.is Morgunblaðið/Golli Flúðadans Keppandi í Elliðaárródeói Kayakklúbbsins í Elliðaám. Námskeið, ferðir og sölusíða Þótt snemmbúið páskahret þessa dagana gefi til kynna að Vetur kon- ungur hafi ekki í hyggju að sleppa takinu í bráð er vorið engu að síður í lofti. Fátt er þá betra en að draga fram hjólfákinn og skella sér í góðan hjóltúr til að anda að sér lífinu sem þá sprettur fram úr hverju skoti nátt- úrunnar: fuglarnir kvaka, trén byrja að bruma og krókusar að kíkja upp úr mold. Ekki má heldur gleyma hversu firnagóð samgöngutæki reiðhjólin eru, ekki síst á þessum síðustu og verstu tímum þegar endsneytisverð er rokið upp í hæstu hæðir. Endilega… …farið í hjól- reiðatúra Morgunblaðið/Kristinn Útivera Það er gott að finna vorið vakna úti í góðum hjólatúr. Skjálfti er kominn í margan hlaup- arann enda styttist nú í tvö mara- þonhlaup; Vormaraþon Félags langhlaupara og Mývatns- maraþonið. Ekki er þó bráðnauð- synlegt að hlaupa alla 42,2 kíló- metrana því í báðum tilfellum er boðið upp á styttri vegalengdir. Ræst verður í Vormaraþoni að morgni 30. apríl næstkomandi. Að venju undanfarinna ára hefst hlaupið í Elliðaárdal og lýkur þar sömuleiðis. Þeir sem hlaupa mara- þon hlaupa tvívegis út á Ægisíðu og til baka en þeir sem hlaupa hálft maraþon snúa einu sinni við á hlaupaleiðinni. Mánuði síðar, eða 28. maí, verður ræst í Mývatnsmaraþoninu. Í því hlaupi er hægt að velja milli þess að hlaupa maraþon umhverfis vatnið, hálft maraþon, 10 km hlaup og þriggja km hlaup. Hlaupið hefst og lýkur við Jarð- böðin í Mývatnssveit og hlaupið er réttsælis í kringum vatnið. Jóna Matthíasdóttir, verkefnis- stjóri hjá Mývatnsstofu sem að- stoðar Björgunarsveitina Stefán og Ungmennafélagið Mývetning við að halda hlaupið, segir erfitt að spá um fjölda þátttakenda. Mývatns- maraþon hefur verið hlaupið frá árinu 1994 en fjöldi þátttakenda datt niður í fyrra. Jóna segir að fyr- ir því geti verið ýmsar ástæður, s.s. að kosningar bar upp á sama dag og jafnframt voru fermingar í sveitinni. „Vonandi koma sem flest- ir. Þetta er auðvitað mjög flott leið í kringum vatnið,“ segir Jóna. Hlaupurum er í lok Mývatns- maraþonsins boðið upp á grillveislu og ofan í Jarðböðin. Skráning í Vormaraþonið og Mý- vatnsmaraþonið fer fram á hlaupa- síðunni hlaup.is. Þar getur líka að sjá þéttskipaða hlaupadagskrá árs- ins. runarp@mbl.is Sumardagskrá hlaupara að rúlla af stað Geta valið á milli Vormaraþons í Reykjavík og Mývatnsmaraþons Ljósmynd/Þorgeir Gunnarsson Hlaup Brautarmet karla í Mývatnsmaraþoninu er 2:43:26 og það á Ingólfur Gissurarson en Bryndís Ernstdóttir hefur hlaupið hraðast kvenna á 3:05:16. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Innanríkisráðuneytið boðar til morgunverðarfundar um almenningssamgöngur miðvikudaginn 13. apríl kl. 8.15 til 10. Fundurinn verður haldinn á Radisson Hótel Sögu í Reykjavík. Flutt verða erindi um núverandi stöðu almenningssamgangna, horfur og nýjungar sem ráðuneytið og aðrir aðilar vinna nú að. Erindi og pallborðsumræður: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness Dagur B. Eggertsson formaður samgönguráðs Hreinn Haraldsson vegamálastjóri Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó Þorsteinn Rúnar Hermannsson verkfræðingur í innanríkisráðuneyti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Skráning fari fram með tölvupósti á netfangið postur@irr.is eigi síðar en um hádegi þriðjudaginn 12. apríl. Fundurinn hefst kl. 8.30 en húsið er opið frá kl. 8.15 og geta fundarmenn keypt sér léttan morgunverð á 900 krónur. Morgunverðarfundur um almenningssamgöngur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.