Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 2
Í VESTURBÆNUM Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það reyndist létt verk og löðurmann- legt fyrir KR-inga að slá færeyska liðið ÍF út úr Evrópudeildinni í knatt- spyrnu. KR vann stærsta sigur sinn frá upphafi í Evrópukeppni á heima- velli í gær, 5:1, eftir að hafa unnið 3:1 á útivelli og vann því samanlagt 8:2. Úrslitin eru Íslendingum kannski einhver huggun eftir að nýjasti styrk- leikalisti FIFA var gefinn út á dög- unum en þar voru Færeyjar komnar upp fyrir Ísland. Ljóst er að sá listi segir ekki alla söguna og það var gríð- arlegur munur á getu KR og ÍF í Vest- urbænum í gær. Munurinn var augljós jafnvel þó að Rúnar Kristinsson þjálf- ari gerði þónokkrar breytingar á liði sín lei an og Jó og frá í H 20 úa er frá um og de m fy ko by sk ge Góð frumraun Björn Jónsson lék í stöðu frem Frá Esj  Stærsti sigur KR-ing  Næsti andstæðingu EVRÓPUDEILD Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is ÍBV hafði ekki erindi sem erfiði þeg- ar það sótti írska liðið St. Patrick’s heim í fyrstu umferð forkeppni Evr- ópudeildar UEFA. Liðið tapaði 2:0 og er þar með úr leik samtals 2:1. Írska liðið skoraði bæði mörkin með 12 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV sagði þá stöðu alls ekki hafa end- urspeglað færin sem liðin fengu. „Við fengum tvö til þrjú dauðafæri. Í ann- að skiptið varði markvörður þeirra mjög vel en í því síðara skaut Tryggvi [Guðmundsson] framhjá. Það kom kannski aðeins reynsluleysi í ljós í þessum leik. Menn þoldu ekki press- una sem var á þeim enda flott stemn- ing hérna og mikil læti.“ Ólíkir sjálfum sér „Það er kannski hluti af skýring- unni að við spiluðum kjánalega í varnarleiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við gáfum þeim tvö mörk sem er ekki líkt okkur.“ ÍBV fékk svo tvö gullin tækifæri til að skora á lokamínútum leiksins þeg- ar Eyjamenn sóttu án afláts. Það var enda engu að tapa í stöðunni 2:0. Eitt mark hefði dugað liðinu. „Við fengum frábært færi í lokin eftir horn. Skot af vítapunktinum beint á markmanninn og annað færi strax í kjölfarið rétt framhjá markinu.“ Heimir sagði að auðvitað væru allir svekktir og að þetta hafi í raun ekki verið sanngjörn úrslit en þannig sé knattspyrnan. „Litlu mátti muna maður, þetta hefði náttúrlega átt að vera klár sigur. Þetta var í raun aula- skapur að nýta okkur ekki þessa góðu stöðu sem við höfðum frá því í leikn- um heima. Hann gaf okkur gott vega- nesti og þetta lið hefði aldrei átt að skora tvö mörk á okkur. Við erum betri en þeir en óskum þeim að sjálf- sögðu góðs gengis í Evrópukeppn- inni.“ Engin sárabót að missa af Kasakstan Ekki veitir leikmönnum St. Pat- rick’s af góðum heillaóskum Eyja- manna. Við blasir langt ferðalag til Kasakstan þar sem írska liðið mætir Karagandy sem er austarlega í hinu stóra landi. Ef hægt er að finna ein- hvern ljósan punkt á tapi ÍBV er það ef til vill sá að þetta langa ferðalag til níunda víðáttumesta ríkis veraldar bíður þeirra ekki. Heimir var hins- vegar svekktur að missa af förinni. „Ég veit ekki hvernig er að versla þar en auðvitað ætluðu sér allir áfram í þessari keppni. Það er engin sárabót að missa af ferðinni til Kasakstan.“ Deilda- og bikarkeppnin tekur nú við hjá ÍBV „Það eru allir svekktir yf- ir þessu en nú tekur bara við ferða- dagur á morgun og leikur á sunnu- daginn. Við verðum að vinna í því að tjasla liðinu saman andlega og lík- amlega fyrir það.“ „Litlu mátti muna“  ÍBV úr leik eftir tvær gjafir og ónýtt dauðafæri  Heimir veit ekki og kynnist því ekki hvernig er að versla í Kasakstan Morgunblaðið/Ómar Óheppni Andri Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson leikmenn ÍBV fundu ekki netmöskvana í Írlandi. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 1. deild karla Þróttur R. – Haukar................................ 2:1 Sveinbjörn Jónasson 36. (víti), Jens Sæv- arsson 38. – Grétar Atli Grétarsson 21. Leiknir R. – Grótta .................................. 1:2 Fannar Þór Arnarsson 81. – Andri Björn Sigurðsson 48., Sölvi Davíðsson 75. HK – Fjölnir ............................................. 1:1 Hólmbert Aron Friðjónsson 45. – Guð- mundur Karl Guðmundsson 32. Rautt spjald: Samúel Kjartansson (HK) 81. Selfoss – ÍR ............................................... 2:1 Viðar Örn Kjartansson 36., 67. – Brynjar Benediktsson 69. Staðan: ÍA 9 8 1 0 25:3 25 Selfoss 10 7 1 2 23:10 22 Þróttur R. 10 5 2 3 13:12 17 Fjölnir 10 4 3 3 17:19 15 Haukar 10 4 2 4 14:12 14 Grótta 10 3 4 3 8:11 13 BÍ/Bolungarvík 9 4 1 4 11:15 13 Víkingur Ó 9 3 3 3 10:11 12 ÍR 10 3 2 5 12:18 11 KA 9 3 1 5 10:15 10 Leiknir R. 10 0 4 6 10:17 4 HK 10 0 4 6 11:21 4 3. deild karla A Stál-úlfur – KFG .......................................1:8 Vængir Júpíters – Víðir............................0:2 Markaregn – Augnablik ...........................0:3 Staðan: Víðir 8 7 1 0 31:6 22 Augnablik 8 6 1 1 39:9 19 KB 7 5 0 2 23:6 15 KFG 8 3 2 3 24:18 11 Vængir Júpíters 8 2 2 4 10:15 8 Markaregn 8 2 2 4 15:25 8 Þróttur V. 7 1 2 4 12:22 5 Stál-úlfur 8 0 0 8 11:64 0 3. deild karla B KFR – Hvíti riddarinn..............................4:0 Staðan: KFR 8 5 1 2 21:12 16 KV 8 5 0 3 14:12 15 Léttir 8 4 2 2 21:12 14 Ýmir 7 4 1 2 20:7 13 KFS 7 4 0 3 20:15 12 Ægir 7 3 1 3 21:16 10 KH 7 2 1 4 11:25 7 Hvíti riddarinn 8 0 0 8 6:35 0 3. deild karla C Álftanes – Ísbjörninn..............................12:1 Staðan: Álftanes 8 7 0 1 40:11 21 Grundarfjörður 7 5 1 1 19:6 16 Berserkir 7 5 0 2 26:8 15 Kári 7 4 1 2 21:10 13 Björninn 7 3 1 3 19:16 10 Skallagr. 7 2 1 4 17:22 7 Afríka 7 0 1 6 11:41 1 Ísbjörninn 8 0 1 7 8:47 1 Ameríkubikarinn A-RIÐILL: Argentína – Kólumbía.............................. 0:0 Kólumbía 2 1 1 0 1:0 4 Argentína 2 0 2 0 1:1 2 Bólivía 1 0 1 0 1:1 1 Kostaríka 1 0 0 1 0:1 0 Leik Bólivíu og Kostaríku lauk eftir mið- nættið. Sjá mbl.is. Evrópudeild UEFA 1. umferð, seinni leikir: KR – ÍF Fuglafjörður...................... 5:1 (8:2) St. Patrick’s – ÍBV .......................... 2:0 (2:1) Karagandy (Kas) – Koper (Sló) ..... 2:1 (3:2) Rustavi (Geo) – Banants (Arm) ...... 1:1 (2:1) Irtysh (Kas) – Jag. Bialystok (Pól) 2:0 (2:1) Ulisses (Arm) – Ferencváros (Un) 0:2 (0:5) Flamurtari (Alb)–Buducnost (Sva) 1:2 (4:3) Milsami (Mold) – Din.Tbilisi (Geo) 1:3 (1:5) Zeta (Svart) – Sp. Trnava (Slóvak) 2:1 (2:4) Qarabag (Aser) – Banga (Lit) ........ 3:0 (7:0) Fola (Lúx) – Elfsborg (Sví)............. 1:1 (1:5) Kalju (Eist) – Honka (Finn) ........... 0:2 (0:2) Lusitans (And) – Varazdin (Kró)... 0:1 (1:6) Tromsö (Nor) – Daugava (Lett)..... 2:1 (7:1) Häcken (Sví) – Käerjéng (Lúx) ...... 5:1 (6:2) Vllaznia (Alb) – Birkirkara (Mal) .. 1:1 (2:1) Minsk (Hv.R) – Süvälan (Aser) ...... 2:1 (3:2) NSÍ (Fær) – Fulham (Eng) ............ 0:0 (0:3) Paks (Ung) – Santa Coloma (And). 4:0 (5:0) Neath (Wales) – Aalesund (Nor) ... 0:2 (1:6) Rabotnicki (Mak) – Trans (Eist).... 3:0 (7:1) Olimpija (Slóven) – Siroki (Bos)..... 3:0 (3:0) Tre Penne (S.Mar) – Rad (Ser) ...... 1:3 (1:9) Cliftonville (N.Ír) – TNS (Wal)....... 0:1 (1:2) Glentoran (N.Ír) – Renova (Mak).. 2:1 (3:3) Bandaríkin Philadelphia – Sky Blue FC ................... 4:3  Hólmfríður Magnúsdóttir kom inn á hjá Philadelphia á 63. mínútu. KNATTSPYRNA Richmond Park, Dublin, Evrópudeild UEFA, 1. umferð í forkeppni, seinni leikur, fimmtudag 7. júlí 2011. Skilyrði: Hálfskýjað, þurrt og 15 stiga hiti. Völlurinn mjög góður. Mörk St. Patrick’s: Ian Daly 24., De- rek Doyle 36. Skot: St. Pat. 8 (5) – ÍBV 5 (3). Horn: St. Pat. 4 – ÍBV 6. Lið St. Patrick’s: (4-4-2) Mark: Gary Rogers. Vörn: Derek Pender, Ian Bermingham, Evan McMillan, Shane McFaul. Miðja: Daryl Kav- anagh, Stephen Bradley, Danny North (David McMillan 87.), Derek Doyle. Sókn: Bryan Shortall (Ant- hony Murphy 84.), Ian Daly (Paul Crowley 76.). Lið ÍBV: (4-3-3) Mark: Abel Dhaira. Vörn: Matt Garner, Eiður Aron Sig- urbjörnsson, Rasmus Christiansen, Kelvin Mellor. Miðja: Tonny Mawejje, Finnur Ólafsson (Bryan Hughes 74.), Andri Ólafsson. Sókn: Þórarinn Ingi Valdimarsson (Guðmundur Þór- arinsson 81.), Tryggvi Guðmunds- son, Ian Jeffs (Denis Sytnik 62.). Dómari: Nerijus Dunauskas, Litháen. Áhorfendur: 2800.  St. Patrick’s áfram, 2:1 samanlagt, og mætir Shakhter Karagandy frá Kasakstan. St. Patrick’s Athletic – ÍBV 2:0 SUND Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkon- an snjalla úr KR, hefur ákveðið að halda utan í haust og helga sig íþrótt- inni á erlendri grundu til undirbún- ings fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í London á næsta ári. Morgunblaðið greindi frá því á dög- unum að Ragnheiður væri með tilboð undir höndunum frá danska sund- félaginu Köge þar sem sundgarpurinn mikli Örn Arnarson er á meðal þjálf- ara. Ragnheiður tjáði Morgunblaðinu í gær að hún tæki líklega ekki tilboði Köge heldur stefndi hún á annan stað sem hún vildi ekki greina frá hver væri að svo stöddu. Komin til Singapúr á leið á HM Ragnheiður kom til Singapúr í gær ásamt fjórum öðrum íslenskum sund- mönnum þar sem þau verða við æf- ingar næstu tvær vikurnar en síðan heldur hópurinn til Shanghai í Kína og tekur þar þátt á heimsmeistara- mótinu. „Ég er ákveðin í því að flytja út með haustinu. Ég er með nokkur til- boð undir höndunum og eitt þeirra hljómar mjög vel og ég býst við að taka því. Núna einbeiti ég mér að heimsmeistaramótinu en að því loknu mun ég ganga frá samningi við það félag sem ég ætla að fara til,“ sagði Ragnheiður við Morgunblaðið í gær en hún mun keppa í 50 og 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu. Á þriðju Ólympíuleikana Ragnheiður hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana í London á næsta ári sem yrðu þá þriðju leikarnir sem hún keppir á en hún var á meðal kepp- enda í Aþenu 2004 og aftur í Peking 2008. „Lágmörkin fyrir Ólympíuleikana hafa verið gefin út og nú getur maður farið að hugsa út í þau. Ég ætla mér auðvitað að reyna að ná þeim og með því að flytja út get ég æft undir stjórn mjög góðra þjálfara og við topp- aðstæður,“ sagði Ragnheiður sem um árabil hefur verið ein fremsta sund- kona landsins og á Íslandsmetin í 50 og 100 metra skriðsundi bæði í 25 og 50 metra laug. Ragnheiður flytur út í haust  Tekur ekki tilboði Köge en nokkuð ákveðin með ákvörðunarstað  Gengur frá samningi eftir HM  Æfir næstu tvær vikurnar í Singapúr og fer svo til Kína KNATTSPYRNA 1. deild karla: Akureyrarvöllur: KA – ÍA ........................ 19 Ólafsvík: Víkingur Ó. – BÍ/Bolung........... 20 3. deild karla: Grindavíkurv.: Þróttur V. – KB ............... 20 Þorlákshöfn: Ægir – KFS.................... 18.15 Hlíðarendi: KH – Ýmir ............................. 20 Leiknisvöllur: Afríka – Kári ..................... 20 Fjölnisv./gerv.: Björninn – Skallagr........ 20 1. deild kvenna: Sauðárkrókur: Tindastóll – Fjölnir ......... 20 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.