Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 3
nu. Gunnar Þór Gunnarsson fékk að ika sinn fyrsta leik í byrjunarliði síð- n hann sleit krossband í ágúst í fyrra, g stóð sig vel í stöðu miðvarðar. Björn ónsson var svo fremstur á miðjunni g lék sinn fyrsta meistaraflokksleik á upphafi en hann fór til Heerenveen Hollandi aðeins 15 ára gamall árið 005. Hann sneri svo til Íslands í jan- ar og valdi að leika með KR en hann r uppalinn Skagamaður. Björn sýndi ábæra takta inn á milli og ég er viss m að í góðu leikformi eru þeir Björn g Gunnar í fremstu röð í íslensku eildinni. „Ég hef mikið þurft að glíma við eiðsli og leikurinn í dag var minn yrsti í 10 mánuði. Það er gaman að oma aftur á völlinn og þetta var góð yrjun,“ sagði Björn hógvær en hann koraði í leiknum og hefði hæglega etað bætt við fleiri mörkum. Sú stað- reynd að þessir sterku leikmenn eru að koma nýir inn hjá KR á þessum tíma sýnir hvílík gæði eru í leikmannahópi liðsins. Ekki veitir af á næstunni. KR hefur nú unnið átta leiki í röð í öllum keppnum og ekki tapað leik í allt sumar. Næsti andstæðingur liðsins í Evrópudeildinni er hins vegar Zilina frá Slóvakíu. Zilina komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, eftir að hafa slegið út Spörtu Prag, og ljóst er að þar er margfalt sterkara lið á ferðinni en ÍF. Það má því segja að KR þurfi nú að klífa fjall á borð við Ki- limanjaro eftir að hafa lagt Esjuna að fótum sér, með fyrirvara um að það sé hrikalega erfitt að klífa þetta stærsta fjall Afríku. Sigurinn í gær virkaði þó kannski svona auðveldur einfaldlega vegna þess að KR-ingar leystu verk- efnið af þeirri miklu fagmennsku sem þeir hafa sýnt í sumar. Morgunblaðið/Ernir msta miðjumanns á KR-vellinum í gær og leysti hlutverk sitt feykivel í fyrsta meistaraflokksleik sínum en hann hefur verið sex síðustu ár í Hollandi. junni upp á Kilimanjaro ga frá upphafi í Evrópukeppni  Slógu færeyska liðið ÍF út með sex marka mun r spilaði í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur  Draumabyrjun Björns Morgunblaðið/hag Erlendis Ragnheiður Ragnarsdóttir ætlar sér að æfa og keppa á erlendri grundu í vetur með lágmörkin fyrir Ólympíuleikana í sigtinu. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Hörður AxelVilhjálms- son, landsliðs- maður í körfu- knattleik sem hefur spilað með Keflavík síðustu ár, hefur skrifað undir þriggja ára samning við þýska félagið Mitteldeutscher BC. Frá þessu er sagt á vef þýska félags- ins sem leikur í 2. deildinni á komandi tímabili eftir að hafa verið í efstu deild undanfarin ár. Hörður Axel er 22 ára gamall bakvörður og lék áður með Fjölni en hann skoraði 16,5 stig í leik fyrir Keflvíkinga síðasta vetur.    Stúlknalandslið Íslands í knatt-spyrnu gerði jafntefli, 1:1, við Noreg í lokaleik sínum í riðlakeppni Norðurlandamótsins í Finnlandi í gær. Hildur Antonsdóttir jafnaði fyr- ir Ísland á 35. mínútu. Ísland fékk 2 stig, gerði einnig jafntefli við Þýska- land en tapaði 2:3 fyrir Frakklandi í geysisterkum riðli. Liðið varð í þriðja sæti hans og spilar því um 5. sætið á mótinu.    Piltalandsliðið í handknattleik,U19 ára, vann Austurríki, 27:23, og Eistland, 24:20, í keppninni um 9.- 15. sæti á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í gær. Sveinn Aron Sveinsson var markahæstur gegn Austurríki með 10 mörk en Magnús Óli Magnússon skoraði mest gegn Eistlandi, 4 mörk. Ísland leikur í dag við Hvíta-Rússland um 9. sætið á mótinu.    Anton Sveinn McKee úr Ægihafnaði í fimmta sæti í 1.500 metra skriðsundi á Evrópumeist- aramóti unglinga í Belgrad, höf- uðborg Serbíu, í gær. Anton synti á 15:49,10 mínútum og var fjórum sek- úndum frá Íslandsmeti sínu í grein- inni.    Frakkinn Zi-nedine Zid- ane var í gær ráð- inn yfirmaður knattspyrnumála hjá spænska stór- liðinu Real Ma- drid en Zidane lék með Madridarlið- inu á árum áður. Zidane segist munu starfa náið með þjálfaranum José Mourinho. „Ég verð yfirmaður knattspyrnumála í fyrsta sinn og þetta verður bara mjög spennandi og ánægjulegt að fá að vinna með þessu frábæra félagi,“ sagði Zidane á fréttamannafundi í gær þegar til- kynnt var um ráðningu hans.    Ragna Ingólfsdóttirkomst í gær í 2. umferð á al- þjóðlegu badmintonmóti í Rússlandi. Hún vann Lauru Vana frá Eistlandi í gær, 21:19 og 21:13, og í dag mætir hún Mariu Ulitina frá Úkraína. Sú er í 88. sæti heimslistans en Ragna er í 73. sætinu. Ragna er metin áttundi sterkasti keppandinn á mótinu.    Halldór Eyþórsson úr Breiðablikivann til tvennra brons- verðlauna í 83 kg flokki á Evr- ópumeistaramóti öðlinga, 50-59 ára, í Tékklandi. Halldór lyfti 250 kg í hné- beygju og 252,5 kg í réttstöðulyftu. Hann féll hinsvegar úr leik í heild- arkeppninni þar sem réttstöðulyfta hans þar var ekki lögleg.    Enska knattspyrnufélagið Sun-derland keypti í gær varn- armennina reyndu Wes Brown og John O’Shea af Manchester United og samdi við þá báða til fjögurra ára. Kaupverð var ekki gefið upp. Fé- lagarnir tveir eru 31 og 30 ára gamlir en hafa báðir spilað allan sinn feril með United. Fólk sport@mbl.is KR-völlur, Evrópudeild UEFA, 1. umferð í forkeppni, seinni leikur, fimmtudag 7. júlí 2011. Skilyrði: Rjómablíða, logn og sól. Mörk KR: Guðjón Baldvinsson 19., 56., Björn Jónsson 23., Kjartan Henry Finn- bogason 47., Óskar Örn Hauksson 90. Mörk ÍF: Nenad Saric 88. Skot: KR 18 (11) – ÍF 9 (2). Horn: KR 5 – ÍF 8. Lið KR: (4-3-3) Mark: Hannes Hall- dórsson. Vörn: Magnús Már Lúðvíksson (Aron Bjarki Jósepsson 56.), Skúli Jón Friðgeirsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Jordao Diogo. Miðja: Bjarni Guð- jónsson (Ásgeir Örn Ólafsson 38.), Baldur Sigurðsson, Björn Jónsson (Guðmundur Gunnarsson 68.). Sókn: Óskar Örn Hauksson, Guðjón Baldvins- son, Kjartan Henry Finnbogason. Lið ÍF: (4-3-3) Mark: Jákup Mikkelsen. Vörn: Áki Petersen, Bartal Eliassen, Uni Petersen (Karl Lökin 59.), Jan Ell- ingsgaard. Miðja: Aleksandar Jovevic (Fritleif í Lambanum 59.), Bogi Lökin, Högni Zachariassen. Sókn: Danjál á Lakjuni, Christian Muomaife (Franck Poulsen 71.), Nenad Saric. Dómari: Dag Vidar Hafsås, Noregi. Áhorfendur: 877.  KR áfram, 8:2 samanlagt, og mætir Zilina frá Slóvakíu. KR – ÍF 5:1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.