Austurland


Austurland - 29.05.1964, Síða 2

Austurland - 29.05.1964, Síða 2
'i AUSTURLAND Neskaupstað, 29. maí 1964. — STIKLUR — VITI TIL VARNAÐAR Árið 1958 féltk nóbelsverðlaun svissneski efnafræðingurinn Paul Miiller, en hann hafði fundið upp meindýraeitrið DDT þegar árið 1935, og þótti það mikilvirkt og blessunarríkt vopn í baráttunui við skordýrin. Síðan hefur DDT verið notað í æ ríkara mæli í þágu landbúnaðar um allan heitn, cn hvergi þó eins mikið og vest- ur í Bandaríkjum, þar sem dufti þessu er sáldrað yfir akra og plantekrur úr flugvélum, mörg þúsund tonn árlega. Á undan- förnum árum hafa ýmsir líffræð- ingar varað við svo skefjalausri notkun þessara eiturefna, eink- um þeirra sem haldast lengi virk í jarðvegi og vatni. En framleið- endur þessara lyfja brugðust ó- kvæða við og stjórnarvöldin dauf- heyrðust einnig við öllum við- vörunum, þar til nú fyrir nokkr- um mánuðum að vofeiflegir at- burðir vöktu þau til aðgerða. — Á vatnasvæði Missisippifljótsins, stærsta vatnsfalls N-Ameríku og mesta veiðisvæðis Bandaríkjanna, tók fiska að reka dauða upp á yfirborðið og hrönnuðust hræ þeirra upp í óendanlegum röstum við fljótsbakkana. Fuglar og ým- is vatnadýr, sem lifa á fiski, svo sem otur og minkur, urðu þessum ókennilega faraldri einnig að bráð. Tugþúsundir fiskimanna urðu að draga net sín á þurrt og almennur ótti greip um sig. Stjórnarnefnd var þegar skipuð, og umfangsmiklar rannsóknir hennar staðfestu spádóma líf- fræðinganna: banamein fiskanna og annarra dýra var eitrun af völdum DDT og skyldra lyfja. Eiturefnin eru mun lífseigari en meindýrin, sem þeim er beitt gegn. Hluti af þeim skolast úr jarðveginum með regnvatni og sígur út í læki og ár. Og enda. þótt magnið sé rétt mælanlegt í Missisippi, safnast eiturefnin fyr- ir í þörungum og smálífverum. sem fiskarnir sjálfir eða áta þeirra nærist á. Þau skiljast ekki út úr líkamanum með daglegum úrgangi, heldur bindast til lang- frama í vöðvum og líffærum líkt og Strontium 90 úr helryki at- ómsprengjunnar, og ógna nú á svipaðan hátt höfundi sínum, manninum sjálfum. Dauðinn í Missisippi hefur nú vakið ráðamenn af blundi, og á Bandaríkjaþingi hefur innanríkis- ráðherrann krafizt þess, að öll langvirk meindýralyf verði þegar í stað tekin úr umferð. Þessi ó- hugnanlega reynsla varðar að sjálfsögðu fleiri en Bandaríkja- menn, þótt vítahringurinn hafi fyrst lokazt þar í landi. Forboð- ar sem þessi gerast of margir á okkar vísindaöld, og minna á, að varúð er fyrsta boðorðið, þá líffræðilegt samhengi móður nátt- úru er rofið af mannavöldum. ALLSHERJARVÖRN Stofnun félagssamtaka og klúbba af margvíslegu tagi er eitt af einkennum nútímaþjóðfé- lags og endurspeglar sumpart vaxandi áhuga og aukinn tíma almennings til félagslegra um- svifa, þótt mjög sé reyndar frí- stundunum misskipt milli starfs- hópa hérlendis. Fyrir utan stjórn- málafélögin, sem eru ein elzta greinin á þessum meiði, hefur líknar- og góðgerðarsamtökum fjölgað svo ört síðustu áratugi, að vart verður tölu á þau komið. Mörg þeirra hafa vissulega unn- ið þarft verk, sem ,,hið opinbera" hefur ýmist vanrækt eða ekki talið í sínum verkahring, en við- leitni þeirra hefur þó á stundum einkennzt meir af kappi en for- sjá. Nú nýverið hafa verið stofnuð „hjarta- og æðasjúkdómavarnar- félög“ (Hjartavörn) í Reykjavík og víðar um land, og hafa þau á stefnuskrá sinni að styrkja baráttuna gegn þeim vágesti, hjartasjúkdómunum. Verður ef- laust skammt að bíða landssam- taka slíkra félaga í líkingu við SÍBS og Krabbameinsfélagið, sem bæði hafa unnið mikið gagn. — Hér skal ekki dregið í efa, að þessi nýju og fyrirhuguðu félags- samtök bæði ætli sér og geti lát- ið gott af sér leiða á þessum þýðingarmikla og oft hrjáða vett- vangi mannslíkamans. En ósjálf- rátt gerist sú spurning áleitin, hvort frekari félagastofnun í þessa átt sé bezta og rétta leiðin til heilsubótar. Því að með sama áframhaldi líður ekki á löngu, unz hér eru komin sérsamtök, sem hafa helgað sér mannslíkam- ann allan með tilheyrandi kvill- um, að viðbættri „Hjartavörn“. t. d. „Taugavörn", „Þvagfæra- vörn“ og hvað þau nú heita öll þessi ónumdu sérgreinarsvæði í búk okkar. Og öll berjast þau við að leysa vandann, hvert á sínu sviði, og keppa um hylli og fjárhagslegan stuðning almenn - ings. Hugmyndin að baki þessum féiögum er auðvitað bætt og ár- angursríkara samstarf á mil i lækna og almennings, samfara stuðningi við vísindalegar rann- sóknir. En er hér ekki verið að dreifa kröftunum um of og boð- ið heim skipulagsleysi og van- nýtingu fjármuna, sem alltaf er skortur á til heilbrigðismála ? Væri sjúkdómavörnunum ekki betur þjónað með einni „Alls- herjarvörn“, samtökum, sera væru tengiliður milli yfirstjórnar heilbrigðismála, sérfræðinga ár læknastétt og almennings? Þann- ig félag með deildum um alit land gæti staðið fyrir samræmd- um aðgerðum eftir því sem bölv- aðir kvillarnir og brýn úrlausnar- efni gefa tilefni til á hverjum tíma. Hér er ekki verið að gagn- rýna það sem vel hefur verið unnið fram til þessa. Það, sem máli skiptir, er að finna hag- kvæma skipan þessara mála sem tryggi hámarksárangur. En það er hætt við, að mörgum reynist erfitt að gera upp á milli fjöl- margra ,,sérgreinarvarna“, og flestum ofviða að gerast virkir meðlimir í þeim öllum. Já, hver er þinn eftirlætissjúkdómur ? HVÍT ASUNNU ÓSPEKTIR Óknyttir og endurteknar svall- ferðir unglinga úr Stór-Reykja- vík út um byggðir og óbyggðir Suðvesturlands um hvítasunnu, hafa eðlilega vakið umtal og á- úyggjur meðal manna, og marg- ar tilgátur komið fram um, hvað þessum ósköpum valdi svo og til- lögur til úrbóta. Vöntun á heil- brigðum viðfangsefnum, óhófleg peningaráð samfara slakara upp- eldi og eftirliti af hálfu að- standenda, er algengasta og lík- legasta skýringin á rótleysinu al- mennt. — En að hvítasunnuhelg- in sker sig úr öðrum tvíheilögum hátíðum ársins til hins verra, og unglingarnir yfirgefa þá Talstöð í Sandvík Um síðustu helgi var hér á ferð erindreki frá Slysavarnarfé- lagi Islands og leiðbeindi skip- stjórnarmönnum, sjómönnum og öðrum er hlýða vildu, um með- ferð öryggistækja á sjó og þá fyrst og fremst um meðferð gúmbjörgunarbátsins. Einnig sýndi hann hina nýuppgötvuðu, en ævafornu, lífgunaraðferð, sem hlotið hecur nafnið blástursað- ferð. Því miður var aðsókn lítil og nutu því færri en skyldi þessar- ar mjög svo þörfu fræðslu, en varla er hægt að ásaka sjómenn eða aðra heimamenn um deyfð og sinnuleysi, því að bæði var þetta mjög seint auglýst og illa, t d. aldrei í útvarpi, og svo var timinn óheppilegur. En hvað um það. Koma þessa erindreka markar nokkur tíma- mót í starfi björgunarsveitarinn- ar hér, því að hann færði henni talstöð, sem lengi hefur verið beðið eftir, og á að fara í björg- unarskýlið í Sandvík. Eins og allir Norðfirðingar munu vita, var fyrir fáum árum reist vandað, og vel útbúið skýli í Sandvík. Er því bæði ætlað að vera sæluhús gangnamönnum og sjóhröktum, ef að landi kunna að bera. En sá hefur galli á verið, að ekkert samband var við þetta skýli. Næsti sími á Stuðlum, og þangað yfir fjall að fara, og eins líklegt að síminn þar væri bilað- ur þegar á þyrfti að halda. Þessi talstöð, sem talin er mjög auðveld í notkun, rýfur, ef j svo mætti segja, einangrun Sand- víkur, og eykur stórlega líkurn- ar fyrir skjótri hjálp, ef nauð- stadda menn ber þar að. borgina eftirlitslausir til jörfa- gleði, á eflaust að nokkru rót sína að rekja til þeirrar ráðstöf- unar að leggja bann við öllu al- mennu skemmtanahaldi í landinu. Kvikmynda- og veitingahúsum er lokað þegar á laugardegi fyrir þessa helgi til stuðnings við helgi- hald Þjóðkirkjunnar og fyrir at- beina hennar, og sums staðar þagnar síminn um svipað leyti. Sjálfsagt geta flestir aðrir en ærslafsngin ungmenni sætt sig við þessa tilbreytingu, en samt er ekki ólíklegt að skrattanum sé mest skemmt með skemmtana- banninu eins ojr nú horfir, þegar nývígð guðslömbin drekka Bakk- usi til í heimkynnum álfa. Frá aðalfundi Sparisjóðs Norðfjarðar Aðalfundur Sparisjóðs Norð- fjarðar var haldinn 13. maí. Framkvæmdastjóri Sparisjóðsins, Jón L. Baldursson, flutti yfirlit um rekstur hans árið 1963 og lagði fram endurskoðaða reikn- inga. Tekjur Sparisjóðsins voru kr. 2.006.629.89 (kr. 1.592.633.11 árið 1962). Tekjuafgangur varð kr. 319.387.59 (236.905.96). I vara- sjóð voru lagðar kr. 200.000.00 (100.000.00). Varasjóðurinn er nú kr. 2.200.000.00. Innstæður í sparifjárreikningum voru 17.979. 419.72 (14.254.004.26), í bundn- um sparisjóðsreikningi kr. 1.874. 472.98 (1.657.879.22), þar af í sparisjóðsreikningum barna kr. 262.725.68. Innstæður í hlaupa- reikningi voru 3.377.669.73 (2. 451.036.78). Alls voru innstæður í Sparisjóðnum 31. des. 1963 kr. 22.931.562.23, en voru 31. des. I 1962 kr. 18.362.920.26 og hafa því á árinu hækkað um 4.568. 641.97. Helztu útlán Sparisjóðsins eru sem hér segir: Víxlar 10.017.299. 56 (7.550.360.66), veðlán kr. 2.010.553.00 (1.411.082.00), verð- bréf kr. 71.200.00 (717.900.00), yfirdráttarlán kr. 5.821.241.37 (5.845.892.03). Inneign í öðrum bönkum var kr. 6.833.221.40 (3. 745.802.60), og er það að megin- hluta bundin innstæða í Seðla- bankanum. Sparisjóðurinn er nú að auka við húsnæði sitt. Hefur hann keypt viðbótarhúsnæði að Egils- braut 8 og er nú verið að ljúka við breytingar á því. Batnar starfsaðstaða Sparisjóðsins mjög við þá aukningu húsnæðis. AmXuvlmá Kemur út einu sinni í viku. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. HESPRENT

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.