Austurland


Austurland - 10.11.1967, Blaðsíða 1

Austurland - 10.11.1967, Blaðsíða 1
Varaflugvöllur ó Austurlandi MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS A AUSTURLANDI 17. árgangur. Neskaupstað, 10. nóvember 1967. 41. tölablað. Fréliir frá Reyðarfirði Reyðarfirði, 8. nóv. — HS/HG Andega svi'ðið Ef við snúum okkur fyrst að andlega sviðinu, kusu Reyðfirð- ingar og Eskfirðingar sér prest sl. sunnudag. Umsækjandi var að- eins e:nn, Kolbeinn Þorleifsson cand. theol., ungur og röskur maður, nýbakaður úr Háskólan- um, og hyggja menn gott til starfs hans, einkum meðal barna og unglinga. Kjörsókn hér var ágæt, munu um 213 hafa kosið af 340 á kjörskrá. Svipuð mun kjör- sókn hafa verið í Eskifjarðar- sókn. Hinsvegar rík;r hér megn ó- ánægja yfir því, að nafninu á prestakallinu hefur verið breytt. Vilja sóknarbörn eðlilega, að hið fornfræga Hólmaprestakall verði áfram við lýði. Líkamleg velferð Frá andlegu hliðinni er rétt að víkja að hinni líkamlegu velferð okkar Reyðfirðinga. 1 haust var hér tekið í notkun sjúkraskýli, sem bætti mjög úr brýnni þörf. Rygging þess hófst sumarið 1965, og er það viðbygging við gamla barnaskólann, þar sem nu eru skrifstofur sveitarstjóra. Læknir hefur þarna fastan viðtalstíma einu sinni í viku, og þykir okkur það lítið og vonum að úr rætist. Héraðslæknirinn, Jónas Oddsson, er í orlofi, og gegnir störfum hans á meðan ungur læknir, Þor- varður Brynjólfsson, sem héðan er ættaður, og kemur sér vel að hann er maður duglegur, því að starf hans er bæði erfitt og eril- samt í svo stóru læknishéraði. 1 hinu nýja sjúkraskýli er lyfja- afgreiðsla þrisvar i viku, og ann- ast ljósmóðir staðarlns, sem er fyrir stuttu ráðin, þá afgreiðslu. Er það Þórey Baldursdóttir frá Sléttu hér í sveit, og er það von manna, að hún ílengist hér eitt- hvað, en á hæfum ljósmæðrum mun nú hinn mesti skortur. Hreppakritur Ekki skal því neitað, að við Reyðfirðingar kysum að annar hvor þessara ágætu sameigínlegu embættismanna okkar og Eskfirð- inga, læknirinn eða presturinn, væri búsettur hér, og er þá rétt að víkja að því, að fyrir skömmu var haldinn sameiginlegur fundur hreppsnefnda Helgustaða-, Eski- fjarðar- og Reyðarfjarðarlirepps á Eskifirði, og var þar og mætt- ur Unnar Stefánsson, ritari sam- einingarnefndar sveitarfélaga. Til- efnið var sú ósk Eskfirðinga að fá hluta úr Reyðarfjarðarhreppi, svokallaðan Kálk, innlimaðan í Eskifjarðarhrepp vegna mikils skorts þeirra á landrými. Reyð- firðingar sáu sér ekki fært að verða við óskum þeirra, meðal annars vegna andstöðu íbúanna er Kálkinn byggja. Varð því ekki samkomulag á þessum fundi. Kom okkur Reyðfirðingum all spánskt Verkalýðsfélagið mótmælir Á fundi í Verkalýðsfélagi Vopnafjarðar sl. sunnudag, voru kjaraskerðingaráform ríkisstjórn- fyrir sjónir, að ritari sameining- arnefndar skyldi vera með tillögu- gerð í þá átt að minnka Reyðar- fjarðarhrepp á sama tíma og að- al boðorð;ð er stækkun sveitarfé- laga, enda tillaga okkar Reyð- firðinga sú, að kanna möguleika á sameiningu allra hreppanna þriggja. En nóg um það. Áreyjar í eyði Hart þykir mönnum nú í ári, og er uggur í bændum, sem flestir hafa tekið fé sitt á gjöf, en heybirgðir varla yfir meðallag. Ein jörð1 til viðbótar fór í eyði nú í haust, Áreyjar, en bóndinn þar, Erlendur Friðjónsson, flyzt nú til Ákureyrar. Dapurlegar horfur Atvinnuhorfur Reyðfirðinga sem annarra eru allt annað en glæsilegar vegna síldarleysisins, og ékki mun hækka í pyngjunni við náðargjafir viðreisnarinnar, nái þær fram að ganga. Hér hef- ur borizt lítið síldarmagn á land. Brædd hafa verið kringum 4700 tonn og saltaðar tæpar 8000 tunn- ur á söltunarstöðvunum hér. Enn vona menn þó að úr rætist, því að á silfri hafsins byggist af- koma þorpsbúa öllu öðru fremur. arinnar til umræðu, og samþykkti fundurinn einróma tillögu þá, sem hér fer á eftir: Almennur félagsfundur haldinn í Verkalýðsfélagi Vopnafjarðar 5. nóvember 1967 mótmælir harð- lega þeim freklegu árásum ríkis- valds'ns á kjör verkamanna og annarra launþega, sem felast i ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Fundurinn telur, að með ráðstöfunum þessum hyggist ríkisstjórnin rifta grund- velli allra kjarasamninga með bmdingu kaupgjaldsvísitölu jafn- h'.iða stórfelldum hækkunum á brýnustu lífsnauðsynjum, sem ávallt hljóta að koma harðast niður á þeim lægst launuðu og barnafjölskyldum ásamt öryrkj- um og gamalmennum. Þetta tel- ur fundurinn koma sér þeim mun Framh. á 2. síðu. Frá ReyðarfLrði. — Aðalstöðvar kaupfélagsins og hiuti af höíninni. Hádegísfjall í haksýn. Frá Vopnafirði Akureyrarblaðið Islendingur gre'nir frá því 26. október, að nú sé í athugun að gera varaflug- völl fyrir millilandaflugið í Aðal- da'shrauni skammt frá Húsavík. Kveost b’aðið hafa ,,pata af því, að ákveðnir aðilar kanni nú að- stæður t'l gestamóttöku á Húsa- vík“. Þá segir blaðið, að ekki verði hjá því komizt að gera slíkan varaflugvöll einhvers staðar á norðan- eða austanverðu landinu og mun óhætt að taka undir það. En þá er spurningm hvort Að- aldaishraun er rétti staðurinn fyrir varaflugvöll. Ég leyfi mér að láta í ljósi efasemdir um það. Ekki man ég betur, en frá því hafi verið skýrt, að Akureyrar- flugvöllur ætti að vera varavöllur fyrir millilandaflug Flugfélagsins. XJr því að til mála hefur komið að gera annan varaflugvöll í þeim landshluta, verður að álykta, að e'tthvað skorti á, að hinar stóru RR-400 flugvéiar Loftleiða geti notað hann, en það munu einmitt vera Loftleiðamenn, sem eru hinir „ákveðnu aðilar“, sem Islendingur taiar um. Ef hafa skal tvo varaflugvelli sýnist ekki gáfulegt að hafa þá báða í sama landshluta. Verði annar flugvöllurinn ófær, verður hinn það líka að öllum jafnaði. Skynsamlegast virðist að gera Akureyrarflugvöll það vel úr garði, að bæði flugfélögin geti notað hann sem varaflugvöll fyrir millilandaflugið, og gera svo annan varaflugvöll á Austurlandi. Má nefna tvo staði sem álitlega fyrir varaflugvöll, Egilsstaði og Hornafjörð. Líklega yrðu þó Eg- ilsstaðir miklu heppilegri, því sennilegt má telja, að flugvellir í Keflavík og á Hornafirði verði oftar ófærir samtímis, heldur en flugvellirnir á Egilsstöðum og i Keflavík. En úr þessu ættu veður- athugunarskýrslur að geta skorið. Ekki er unnt að byggja neina starfsemi, svo sem gistihúsa- rekstur, á viðskiptum við farþega í millilandaflugi, eins og hér yrði í pottinn búið. Það er aðeins ör- sjaldan, að þessar flugvélar kom- ast ekki á ákvörðunarstað. Þess vegna á að byggja gisti- aðstöðu þar sem þörf er fyrir g'stihús hvort sem er, og hafa það svo stórt, að farþegar í milli- landaflugi geti fengið þar sóma- sam'egar viðtökur. Á Hornafirði hefur þegar risið glæsilegt g:stihús og áformuð er mikil stækkun á því, enda víst, að ferðamannastraumur í Austur- Skaftafellssýslu margfaldast á næstu árum. Á Egilsstöðum er í ráði að byggja gistihús við Valaskjálf, enda er brýn þörf á stóru og góðu gist;húsi þar, því að Egilsstaðir Framh. á 2. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.