Austurland


Austurland - 08.03.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 08.03.1968, Blaðsíða 2
2 ? AUSTURLAND Neskaupstað, 8. marz 1968. Björn G. Eiríksson, Reyðarfirði Ævintýri í Ausiurlöndum Framhald. Tíð Ijósbrigði voru viðhöfð á meðan „höfðingjarnir" sögðu sögu sína og röktu jafnframt sögu Eg- yptalands. En eins og allt annað kom þó að lokum málskrafs þessa. Að lokinni sýningunni var haldið til bifreiðanna sem enginn í fyrstunni virtist átta sig á hvar voru. Er þangað var komið fengu allir lótusblómsveig — eða eitt- hvað því um líkt — ókeypis — og þótti tíðindum sæta. Ferðinni var nú heitið í brott frá pýramídunum og út á eyði- mörkina — til veitingastaðar er nefndist Sahara City, en þar átti að snæða kvöldverð og horfa á — og njóta — ýmissa skemmti- atriða, er þar fóru fram. Veitingastaðurinn var í tjaldi — og ekki skorti þar á drykki af ýmsum tegundum — þ. e. a. s. handa þeim er þá vildu. Skemmtiatriði voru þarna aðal- lega ýmiss konar dansar og lát- bragðsleikir — og að sjálfsögðu af arabiskum uppruna. Til dæmis voru þarna „maga- dansar“ eða einhverjir því um líkir dansar með sérkennilegu arabisku hljómfalli, — sem á engan hátt er hægt að lýsa — aðeins heyra. Flestir þessir dans- ar byrjuðu rólega unz þeir náðu tryllingslegu eða hálf tryllings- legu hámarki. Öllum þessum döns- um fylgdu fingrasmellir eða trommur, sem framleiddir eru þannig, að á fingurgómana er smeygt plötum og þeim smellt saman, kveður við hátt í. Fylgir þessi fingraleikfimi ákveðnum og háttbundnum takti er fylgir eftir hljómfalli laganna. Þessu fylgja og margs konar armsveiflur og líkamssveigjur. Maturinn var margréttaður og margvíslegur — þó bragðgóður —en helzt til mikið kryddaður. Bezt var að neyta sem minnst hinna austurlenzku rétta, þvi slíkir eru það gjörsamlega ólíkir íslenzkum, að of mikil neyzla þeirra gat hæglega orsakað maga- kveisu, ef aðgætni er ekki höfð, enda varð sú raunin á með flesta. Aðal skemmtiatriðin voru samt eftir „máltíðina". Ekki voru allir þeir er þarna skemmtu af arabískum stofni. Einstaka skemmtiatriði er ekki hægt að geta umfram það sem að framan er sagt. Allur söngur var á arabísku (egypzku). Hins vegar vakti það mikla gleði og kátínu áhorfenda, er ein dansmeyjan — grannvaxin, dökk- hærð og svarteyg — eins og allir arabar, brá sér niður af sviðinu og sveif léttilega á milli borðanna, kyssti, faðmaði eða settist i fang ýmissa er þarna voru. Brugðust menn ýmislega við slíkum óvænt- um árásum, færðust sumir undan (sennilega fyrir hæversku sakir), en aðrir tóku knálega og karl- mannlega á móti að hætti fornra víkinga, norrænna, en á nokkra kom fát og fum. — Ekki fleiri orðræður um það. — Auðvitað var þarna ljósmyndari sem „smellti“ af á viðeigandi augna- blikum, og seldi því næst mynd- irnar — að sjálfsögðu fyrir „hæfilegt“ verð. Er þessari kvöldstund í Sahara City lauk, var stigið upp í bif- reiðina á nýjan leik og ekið til Kairoborgar og að gistihúsinu — og gengið til svefns. Enn um Kairo Eins og ég hef áður vikið að, var farið með hópinn í kynnis- og yfirlitsferð um Kairoborg. Eftir ferðina til Luxor var komið á þjóðminjasafnið í Kairo og var þar margt að sjá. Framan við safnhúsið er tjörn og í tjörninni gosbrunnur. Þar vaxa einnig jurtir þær er stund- um hafa verið nefndar einkenni Egyptalands. Þessar tvær jurta- tegundir eru lótusblómið og pap- yrusjurtin (papyrus er hávaxið sefgras). 1 þessari ferð var einn- ig ekið hjá kastala Saladins soldáns, en hann var byggður á 12. öld, þar var einnig skoðuð „moska“, sem Egyptar segja, að sé stærsta moskan, a. m. k. í Kairo — ef ekki öllu Egyptalandi. Eigi er mér lengur í minni nafnið á mosku þessari, en flestar eru þær nefndar „Omars“-moskur. Engum leyfist að ganga inn í þessi múhameðsku bænhús, nema draga skó af fótum sér, eða í- klæða þá eins konar leppum, en þjónustu þá veittu síðskeggjaðir átrúendur Múhameðs spámanns, auðvitað fyrir sérstaka þókknun, því hvert eitt handbragð kostar peninga. Hvað snertir „serimoniur" í sambandi við þessar moskur, þá voru Egyptar heldur frjálslynd- ari en trúbræður þeirra í Dam- askus og síðar Hebron. Látið var nægja, að kvenfólkið setti slæður yfir hárið á sér og væri í kápum, en í Damaskus urðu þær að fara í svört klæði, kufl eða eitthvað því um líkt, með hettu á. Raunar fóru þeim þessi klæði bara vel og voru mjög hátíðlegar í þessum skrúða. Kairoborg á margar „tradi- sjonir“, ef svo mætti segja á slæmri íslenzku. Raunar þýðir orðið tradisjon arfsögn. Ein arf- sögnin er bundin við ákveðinn stað á Nílarbökkum, þar sem sagt er að dóttir Faraós hafi forðum daga fundið sveininn Móses í tágarkörfu í sefinu við Níl. Móses varð sem kunnugt er síðar spá- maður, leiðtogi og „rithöfundur". Eftir honum heita fimm fyrstu bækur Gamla testamentisins. Ekkert sef var þar að sjá núna, en hins vegar komin bygg- ing þar á fljótsbakkanum, er náði út í fljótið. Önnur arfsögn við hús, sem sagt er að fjölskyldan helga hafi dvalizt í á meðan hún var í Eg- yptalandi, en þangað hafði hún flúið undan Heródesi mikla, sem einnig var nefndur Heródes barnamorðingi. Þar er nú armenisk kirkja og skammt þar frá „sinagóga“ Gyð- inga. Auðvitað var farið með hópinn bæði í kirkjuna og þvi næst í „sinagóguna" (en því nafni nefnast bænhús Gyðinga). Ýmsa krákustiga þurfti að fara, áður en komið var að armenisku Framh. af 1. síðu. að fullu vísitölu á kaupgreiðslur, en ekki einhvern örlítinn hluta hennar. Eitt skyldu menn leggja sér á minni: Verklýðssamtökin krefjast að þessu sinni engra kjarabóta. Þau krefjast óbreyttra samninga. Ríkisstjórnin og atviimurek- endasamtökin krefjast stórfelldr- ar lijaraskerðingar. í útvarpsviðtölum hafa tals- menn atvinnurekendasamtakanna viðurkennt, að réttmætt sé að launþegar fái vísitöluuppbætur á ikaup, en þeir geti bara ekki borg- að. Ekki skal það dregið í efa, að hagur atvinnuveganna sé harla bágborinn eftir nær áratugs við- reisn. En verkafólk minnist þess, að frá því fyrsta að það fór að berjast fyrir bættum hag, hefur söngurinn alltaf verið hinn sami: Atvinnuvegirnir þola ekki kaup- hækkun. Það er því ekki ástæða til að taka mjög alvarlega þessa margspiluðu barlómsplötu. En það eru ekki atvinnurek- endasamtökin, sem eiga höfuðsök kirkjunni, sem lætur lítið yfir sér. En frá hérvistardögum Jósefs og Maríu með Jesúbarnið á þessum stað (hafi þau þá í nokkurn tima verið hér), eru liðin tæp tvö þús- und ár og margt hefur skolazt til á skemmri tíma. Þurfti að fara nokkurn spöl niður á við í jörð- ina áður en komið var á þennan stað. Framhald. lír bœnum Kirkjan Messað verður í Norðfjarðar- kirkju nk. sunnudag kl. 2. Fyrir börn kl. 11. — Sóknarprestur. Afmæli. Eyleif Jónsdóttir, húsmóðir, Strandgötu 22, varð 60 ára 2. marz. Hún fæddist á Horni, Nesjahreppi, A-Skaft., en hefur átt hér heima síðan 1926. Bæjarstjórnarfundur hefur verið boðaður kl. 4 í dag. Helztu mál á dagskrá eru fundar- gerð bæjarráðs og breyting á hafnarreglugerð til síðari um- ræðu. á því, að ekki semst. Að baki þeim má Ijóst greina hina svörtu hönd ríkisstjórnarinnar, sem sagt hefur verklýðssamtökunum stríð á liendur og sendir atvinnurekend- ur í víglínuna. Ríkisstjórnin hefur stofnað til þessara velrkfalla. Ríkisstjórnin á að leysa verk- föllin tafarlaust. Það getur hún á mjög auðveld- an hátt. Hún þarf ekki annað en að leggja fyrir þingið frumvarp að lögiim um að vísitölugreið&lur á kaup verði teknar upp aftur. Slíkt frumvarp mundi sigla á mettíma gegnum þingið. Því fyrr sem ríkisstjórnin ger- ir sér það Ijóst að þetta stríð hennar gegn launþegasamtökun- um er jafn vonlaust og Viet-Nam stríð Bandaríkjanna, því betra. Efnalaugin hefur opnað aftur. EFNALAUGIN. Md lltmlo Útsala hefst mánudaginn 11. marz. f I t Mikið úrval af fatnaði. Mikill afsláttum af herra- og drengjafötum. VERZLUNIN FÖNN Neskaupstað. Ríhisstjórnin stofnaði til verhfdlld

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.