Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 15

Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 15
og óhollra, gætir víða í list okkar, eldri sem yngri. Sí og æ renna upp ný skeið í myndlist hans — lista- maðurinn hefir lifað lengi í inni- legum tengslum við náttúru lands- ins og sífellt verið að sjá hana í nýju ljósi, eins og marka má af myndum hans, enda þótt valið á þeim sé miður heppilegt á ýmsan hátt. Til eru fallegar myndir eftir Asgrím frá ýmsum öðrum tíma- bilum, sem væri betri kynning á list hans en sú á sýningunni. Eink- um eru olíumálverkin áberandi ó- smekklega valin í heild. Eitt þeirra Sumar (nr. 2) sker sig þó úr að feg- urð. Sú mynd er byggð á sama mótívi og myndirnar nr. 1 og 6, en munurinn er sá, að myndin Sumar er gædd þróttmeiri og hreinni lita- gjöf en liinar síðarnefndu — ekki eins hrá og þær. Þó að Ásgiímur virðist yfirleitt leggja öllu meiri áherzlu á hæfileika lita en bein- línis formið sjálft, sé kóloristi fremur en formalisti, fer því víðs fjarri, að formbygging þessarar myndar bíði af því hnekki. Faar myndir sýningarinnar eru jafn- gagnhugsaðar að því leyti. Myndir JÓNS STEFÁNSSON- AR eru yfirleitt svo samfelldar að gæðurn, að ekki er ofsögum sagt, að þær skyggi á flest önnur mál- verk þar á sýningunni. List hans skipar þarna öndvegi, þegar á heild er litið — ekki sízt ef hún er lögð á vogarskálarnar við lengri og nánari kynni. Þá kemur æ bet- ur í ljós, að myndir hans vaxa yfir flest önnur verk í íslenzkri rnynd- list. Þó að Jón 'máli stundum að sumu leyti öllu meira með heil- anurn en hjartanu, fer hann sjaldn- ast varhluta af þeixn innblæstri, er gagntekur listamannshjarta. Sú tignarlega fyrirmennska og menn- ingarfágun, sem hapn glæðir myndir sínar, sú djúpa hugsun og riikvissa, sem einkcnnir myndirn- ar: allt þetta gctur, ef til vill, ork- að fráhrindandi og kaldranalegt við fyrstu sýn. Margur mun hugsa: hér vantar líf og leik (sprell), lífs- og listargleði. En við nánari tengsl og kynni af list hans vitnast, að bak við þennan oddborgarahjúp býr falinn eldur lífshrifni og ein- lægni, sem logax' varanlega. Um JÓHANNES KJARVAL gildir hið sama og malarann Cha- gall, að örðugt er að gera sér skýra grein fyrir því, hvers vegna list þeirra nær til dulinna kennda. List Kjarvals er svo ótæmandi - svo yndiþrungin, að hún gctur aldrei lotið neinum lögmálum raunveruleikans. — Kjarvál er og verður óráðin spurn úr duliðs- heimum. 7. des. 1950. Steingrímur Sigurðsson. Jón Stefónsson: Stúlko i Ijósrauðri blússu Jón Stcfónsson, listmólari LÍF og LIST 11

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.