Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 29

Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 29
Og stundum þokukennd og fjarræn frá höfundarins hálfu. Valdsmaður er stuttorður og gagnorður. Enda hafa einmitt slik tilsvör okkar gpmla Jóns geymzt í málinu og orðið að talsháttum eins og „Veit ég það Sveinki", en þeim hafnar höfundurinn. Hin þvingaða raddbeiting Vals bætti líka sízt úr skák. Af þessu ætti að vera augljóst, hversu mikilsvert atriði taltæknin er í menntun leikaranna. Að þessum erfið- leikum Vals fráskildum varð tæpast hægt að krefjast meira frá leikarans hendi eins og hlutverkinu var skilað í hendur honum af höfundi. Róbert Arnfinnsson og Haukur Osk- arsson skiluðu báðir hlutverkum sín- um vel, og verður Róberti varla um kennt, þótt gervi hans væri of unglegt. Róbert sýnir aldrei lélegan leik, þótt hann í langa tíð virðist ekki hafa feng- ið hentug viðfangsefni. Séra Björn var líka góður hjá Hauk, og hygg ég að þetta sé fyrsta hlutverk hans, sem hægt er að kalla leik á íslenzku sviði. Hauk- ur var fyrir skömmu við leiklistarnám 1 Þýzkalandi, og hefur hann þar auð- sjáanlega sitthvað lært. Aftur á móti var Róberti og Hauki fengin of lítil hlutverk af höfundi. Önnur börn þeirra Helgu og Jóns sýndu Baldvin Iialldórs- son (séra Sigurð) og Hcrdís Þorvalds- dóttir (Helgu). Hlutverkin voru lítil, en Baldvin lék þó af næmum skilningi °g Herdís gallalaust. En ég hef víst hent ó það áður, að Herdís þolir illa að vera notuð í litlum hlutverkum, þar sem lítið olnbogarúm er fyrir sjálf- stæðan leik. Hún hefur m. a. svo sér- kennilegt andlit, að smápersónur hennar verða of líkar hver annarri. A Brynjólf Jóhanncsson í hlutverki Haða bónda í Snóksdal hefur þegar lít- illega verið minnzt í sambandi við leik- stjórnina. Brynjólfur er meistari á sínu sviði, en hann er ekki skapgerðarleik- ari- Hann átti því ekki heima í hlut- verki Daða. Höf. hefur breytt þessari Persónu sem öðrum eftir sínum hent- ugleikum og gert hinn harðskeytta snæfellska höfðingja að hugarvingls- manni á stundum, einni persónunni sem sýnir „hið innra stríð“ að ráði. Sálarbaráttu Daða í kirkjunni á Sauða- felli átti auðsjóanlega ekki við Bryn- jólf. Varð leikur Brynjólfs því hálf- utangarna, tómur. Má vera, að einhver annar hefði getað bjargað leifunum af Daða — Brynjólfi tókst það ekki. Hins vegar bætti Gestur Pálsson í hlutverki Marteins biskups upp, það sem Brynjólf skorti. Gesti lætur vel að sýna oss tilfinningarnæmar persónur. Efasemi og veiklyndi Marteins urðum vér að viðurkenna vegna þess hve leik- ur Gests var sannur, hvort sem Mar- teinn hafi verið svo veiklundaður í rauninni eða ekki. Leik Gests var mjög stillt í hóf, og þó var hann áhrifamikill. Segir það eitt til um leikstyrk Gests Pálssonar. Ævar Kvaran fór laglega með lítið hlutverk. Hann lék hirðstjór- ann Lárenzíus Mule, sem var annarra um gleði þessa lífs en skyldur embætt- isins. Ævar hefur nú um skeið fengið góða æfingu í hispurssemi erlendra höfðingja fyrri tíma. Þorgrímur Einars- son, Klemenz Jónsson og Hildur Kal- man fóru með lítil hlutverk, en fengu þó öll tækifæri til að sýna laglegan leik. Var þetta t. d. bezti leikur Þor- gríms til þessa. Þá brá fyrir á sviðinu Guðjóni Einarssyni, Friðfinni Guðjóns- syni, Valdcmar Hclgasyni, Karli Sig- urðssyni og Ilaraldi Adólfssyni í ör- smáum hlutverkum auk fjölda „stat- ista“. Hefur mér alltaf fundizt það „ill meðferð á skepnum" af leikritahöfund- um að þvæla mörgu fólki í statista- rullur, verða kannske oft fyrir því góð- ir leikarar, sem ekki hafa fengið „pláss“ annars staðar. Þrátt fyrir áðurtalda annmarka er margt vel um leikinn að segja í heild. Það var öruggur stígandi i leiknum og viða hnyttileg tilsvör. En þau voru helzt á þeim stöðum sem höfundurinn tók sjálfan sig ekki of hátíðlegan. Við- leitni Þjóðleikhússins, að kynna is- lenzka leiklist er mjög þakkarverð. Og þegar öllu er á botninn hvolft, virðist hún ekki standa erlendri leiklist svo mjög að baki. Sv. B. LISTMUNIR ÚR KERAMIK TIL JÓLAGJAFA Listmunir setja menningarsvip á hvert heimili — og það eins þótt verð þeirra sé viðráð- anlegt öllum almenningi. Mcð'al þcirra listmuna sem verzlun vor hefir á boðstólnum vekjum við athygli á Lauganesleimum. Lauganesleir er íslenzk keramik mótuð af Gesti myndhöggvara Þorgrímssyni og máluð og skreytt af listmálurunum Rúnu, Dolindu og Waistel. Laugancslcir er sérstæður, mótaður og skreyttur af listamönnum — engir tveir gripir em eins. Laugancsleir er þess vegna kjörinn til minjagjafa vina á milli, hver og einn getur valið sér sérstæðan grip. Laugancslcir til jólagjafa Við höfum setið fyrir sívaxandi eft- irspurn eftir Lauganesleir til tækifær- isgjafa, þótt við nú höfum mjög gott úrval, má því búast við, er líður að jólum verði það mjög farið að minnka, því við munum einungis geta bætt litlu við. Meðan úrvalið er stærst er því ráðlegt að leita jólagjafarinnar og þér munuð óreiðanlega finna eitt- hvað við hæfi, því hver gripur er sér um svip og engir tveir eru eins. „Fagur gripur er œ til yndis“. Jón Spunílöson Skartjripaverzlun LÍF og LIST 25

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.