Líf og list - 01.05.1951, Blaðsíða 6

Líf og list - 01.05.1951, Blaðsíða 6
1 ADSEN Góður kunningi ritar bréf, sem ekki cr hægt aÓ stilla sig um að birta hér glefsur úr. RST. „... KVÆÐIN LAS ég í aprílhcft- inu; bczt fannst mcr þýðing Ragnars, en Ólafur cr drcngilega hrcinskilinn. Hver er þessi Jón Jóhannesson? ... Sagan hans Skorra cr fjandi góð, hann vex ört, drengurinn sá. Mér mundi ekki koma á óvart, að þar færi Ijón dagsins, en fyrst þarf hann að vaxa upp úr framsóknarúlpunni. . . . Kaffi- hússspjallið virðist mér við fljóta yfir- sýn strákslegt og óverðskuldað, en það var gott í marz, þegar rætt var um út- gáfuskilyrði tímarita. ... Þá kem ég að sögunni hennar Ástu. Fyrst langar mig til að spyrja þig: Á hún (sagan eða stúlkan) nokkurs staðar sinn líka? Hef- ir það gcrzt áður, að kvcnmaður gangi jafn-hiklaus, ófeimin og án blygðunar fram fyrir fjöldann og tjái jafn-opin- skátt persónulega reynslu sína . .. og blótsiði í hofi Erosar, — í jafn-vel skrif- aðri sögu? . . . Mér finnst hvort tveggja mjög óvenjulegt, að tvítug stúlka ís- lenzk skuli geta skrifað jafn-snjalla sögu (boðskapur hcnnar er e. t. v. léttvægur, cn ég á við framsctninguna) og hreins- að sig jafn-gjörsamlcga af allri kvenlegri T BRÉF blygðunarkennd, sem cr, þcgar öllu er á botninn hvolft, aðeins citt táknið um úrkynjun þá, sem cr siðmenningunni samfara. — Vel á minnzt, það mátti Ijóslega sjá á grein hennar um kcramik, að höfundurinn hefði einhvern tíma bögglað saman málsgrein. Af öllu má ráða, að stúlkan fari gcysi-haglega mcð flesta hluti. — Greinin um Modigliani eftir Craven er frábær — komdu mcð fleiri slíkar. Hún sýndi oss vel inn í furðuheima villikattanna í París. . . . Myndlistin getur með engu móti talizt ncin hornkerling hjá ritinu. Finnst mér hlutfallið milli hcnnar og tónlistarinnar vera mjög ósanngjarnt. I fljótu bragði man ég ckki eftir, að neitt hafi birzt um tónlist nema þýdd grcin um Bach, önnur um Pablo Casals og skítkast og skætingur um Baumgartncr, af því að hann dirfðist að bcra á borð fyrir Reyk- víkinga það bezta, sem hcimurinn hef- ir skapað í þessari grein, scm cr þýzka tónlistin frá fyrra hluta 19. aldar. . . . Eg mundi sakna þess lítið, þó að eitt- hvað yrði skcrtur hlutur myndanna, en tónlistin látin njóta þess. En þetta er cflaust af því að ég ber ekkert skyn á myndir og get því ekki notið þeirrar ununar, sem þær vcita öðrum. ...“ Á KAFFIHÚ5INU Framhald aj bls. 2. prjál, hvað stoðar auglýstur almenn- ur bænadagur, ef lifandi, sanna og persónulega trú vantar hjá einstak- lingnum? Það er eitthvað óviðkunn- anlegt við auglýstan og uppreklam- eraðan bænadag hjá jafnguðlausri þjóð og íslendingum. Og ljúkum vér svo máli voru með því að vitna ' Burns, er hann hefur lýst hinni ein- földu, skrumlausu bæn í kofa hús- mannsins: Compar’d with this, how poor Religion’s pride, In all the pomp and method and of art, When men display to congregations wide, Devotion’s ev’ry grace, except the heart! The pow’r, incens’d, the pageant will desert, The pompous strain, the sacerdotal stolö: But, haply, in some cottage far apart, May hear, well pleas’d, the language of the soul, And in his book of life the inmates poor enrol Strákur að austan og ég Framhald aj bls. 19. geng þangað, gríp um skottið á henni og ber hana fvrir aftan bak í átt til lJjössa; hann sneri baki við skólaveggnum og horfði á ská niður fyr- ir sig. Svo brá ég henni skyndilega upp að and- liti hans og sagð'i. „Veiztu hvað þetta er?“ Ilann hvítnaði í framan og hopaði undan. Eg fylgdi fast á eftir. „Er hún ekki sæt? sagði ég. Það var ægileg lykt af henni, því að hún var vel úldin og hafði legið þarna góðan tíma í sólinni. Svo hröpuðu úr henni maðkar. Hann hopaði sífellt undan, þegjandi, með opinn munn, og ég á eftir með rottuna upp við fésið á honum, líklega glott- andi. En allt í einu tekur hann viðbragð og á rás burt frá mér. Þá setti ég hnikk á handlegginn og þeytti rottunni á eftir honum. Þegar liún skah á bakið' á honum, gaf hann frá sér hljóð, og það var ólíkt öllu því, sem ég hafði heyrt áður. Eftir dálitla stund fórum við strákarnir að hlæja. 6 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.