Líf og list - 01.05.1951, Blaðsíða 18

Líf og list - 01.05.1951, Blaðsíða 18
/" I í lionum, og þá skildi ég, að hann var alis ekki að hlusta á mig. Hann var að hlusta á kennslu- konuna Jýsa gljúfrunum í Ameríku. Eftir þetta nennti ég ekki að yrða á liann og íor að rissa oní borðið til þess að drepa tímann. En hann hélt áfram að einblína á kennslukonuna, og lmn liélt áfram að Jýsa gljúfrunum, og þegar hún í kennslu- lok svipti fætinum niður af stólnum, var liann í óða önn að skrifa eitthvað í bókina hjá sér. Við hinir fylgdumst náttúrlega af ákefð með því. livort kjóllinn mundi ekki kippast ógnarlítið upp á lauáð. En það varð nú ekki. Samt var þetta svo spennandi, að við héjdum allir niðri í okkur andanum. Svo þustum við út í garðinn. Þar var sand- gryfja og tún í kring og stigir, sem lágu í kross yíir túnið og komu saman hjá sandgryfjunni. Við stukkum í gryfjunni og hlupum í síðastaleik eftir stígunum. Strákurinn, sem elti mig, ætlaði aldrei að ná mér, svo að ég varð leiður á þessu, tók strákinn, sneri hann niður í stíginn og sagði hann væri aumingi. Þá sá ég sveitapjakkinn. Hann var eitthvað að lónast með fram skólaveggnum. Eg kallaði á Jiann, en hann hét Bjössi. „Bjössi“, segi ég og lileyp til hans. „Þú ert að austan“. „Já“, segir hann án þess að' hreyfa annað en varirnar. „Hvaðan að austan?“ segi ég. „Frá Mjóafirði“, segir hann. „Mjóifjörður“, segi ég og fer að hugsa. „Já, það er næsti fjörður við Seyðisfjörð. Eg tók ein- mitt eftir honum, þegar ég sigldi lijá í haust“. „Já“, segir hann. „Það er rétt“. Augun í lionum voru svo undarleg. Hann sneri J>aki við veggnum og horfði á ská niður fyrir sig. En augun í honum námu aldrei staðar, meðan ég talaði við hann Þau hvikuðu frá einu til annars, eins og hann hefði eittlivað illt á samvizkunni — á mér festust þau aldrei, frekar en ég va;ri ekki til. Og svona flóttatillit hafði ég aldrei séð fyrr. Eg kynntist mörgum kátum karlinum fyrir aust- an í sumar. Þeir voru flestir asskoti þykkir í herðunum, en faninn í voll, að augun í þeim hvik- uðu svona. Aldeilis hissa — og ég, sem stend hér frammi fyrir honum og býð vináttu mína. „Eg skal passa þig fyrir strákaskrílnum“, segi ég. „Þú lætur mig vita, ef þeir eru að erta þig“. „Strákaskrílnum? Hvaða skríl?“ segir liann og lítur örlitla stund á mig. „Eg veit þeir geta ekkert. Þetta eru svo miklir aumingjar“, segi ég, og ég held ég hafi glott. „En þú skalt samt leita til mín, ef þeir gera þér eitt- hvað“. Svo rétti ég honum höndina, en þó að' hann tæki um hana, fann ég, að hann skildi ekki við hvað ég átti. Samtímis var hringt í næsta tíma. Eg bölvaði, því að mig langaði til að tala meira við hann, en þá er hann allt í einu þotinn á burt. Og í tímunum var aldrei á hann yrðandi. Eg liitti hann dag einn niðri í bæ. Það var í Austurstræti. Hann koin á hraðri l'erð, dálítið lot- inn og stórskreía, leit hvorki til liægri eð'a vinstri- Eg stóð í skotinu hjá Ragnari Blöndal, og jægar hann bar að, kallaði ég á hann. „Ertu með á barinn?“ sagði ég. Hann var afar hissa að sjá mig þarna. „Hví stendur þú hér?“ sagði hann. „Ég gekk út að fá mér frískt loft og hitti strák“. sagði ég. „Ertu búinn að lesa undir morgundaginn?" sagði hann. Ég hló. „Ég les aldrei neitt“, sagði ég. „Er það virkilegt?“ sagði hann og leit nú fyrst beint á mig. Og hann var svo undrandi í augun- um, að það fór um mig. „Ekki sem heitir“, sagði ég. „En nú skaltu koma með mér á barinn. Við getum fengið okkur milkseik eða eitthvað“. Það jánkaði í honum, og svo gengum við út, að bar. Við settumst að innsta borðinu, og ég fór inn fyrir það og sneri mér fram til að geta horft á mannskapinn og koma og fara. Það er afar gaman. Síðan fengum við okkur milkseik. Hann hafði aldrei bragðað það fyrr. Og þá varð ég nú hissa. Hann þagði. Ég hugsaði um, hvernig ég æt^JKað hefja máls á því, sem mér lá á hjarta. A meðan horfði ég' fram barinn. Svo tók ég rögg á mig: „Bjössi“, sagð'i ég, „nú fer bráðum að líða að ])rófi“. „Er það?“ sagði hann og virtist hugsa um ann- að jafnframt. „Hvað er langt þangað til?“ „Einir þrír mánuðir, en þeir verða ekki lengi að líða“, sagði ég. „Þrír mánuðir eru lengi að líða“, sagði hann. „Það' væri gott að eiga þig að í prófinu“, sagði ég. „Þú ert svo asskoti fær, en ég kann ekki neitt. 18 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.