Líf og list - 01.07.1951, Blaðsíða 5

Líf og list - 01.07.1951, Blaðsíða 5
.... Ég gekk í menntaskóla, og átti síðar að fara í tónlistarskóla, ef þau hefðu efni á að kosta mig......en einu sinni, þegar ég kom heim úr skólanum, stóð húsið opið og forstofuspegillinn lá brotinn á gólfinu. Ég gekk inn, og það var allt ein örtröð. Enginn heima og öllu snúið við. Fataskáparnir voru tómir og hirzlur allar hálf- opnar, rúmfötin horfin úr svefnherbergi foreldra minna og borðstofuborðið okkar lá á hliðinni. Mér varð ljóst, að eitthvað voðalegt væri á ferðinni, og fór að kjökra. En í því kom nágrannakona okk- ar til mín og reyndi hugga mig. — Þeir komu héma áðan, sagði hún, og tóku þau bæði: pabba þinn og mömmu, en vonandi aðeins í skjóta yfirheyrslu!! Þeir geta ekki gert þeim neitt, ekkert hafa þau gert af sér....... Svo fór ég heim með konunni og dvaldi hjá henni það, sem eftir var dagsins. Við lokuðum húsinu okkar, og það sást enginn þar á ferli um kvöldið. Morguninn eftir gættu tveir hermenn dyranna. Seinna þann dag kom stór herbíll og tók upp alla búslóð foreldra minna. Ég gægðist út um rifu við eldhúsgluggann og sá, hvernig þeir báru allt út. Síðast tóku þeir baðkerið.. Ég dvaldi hjá konunni í nokkra daga, en ekk- ert spurðist til foreldra minna. Ég þorði heldur ekki að spyrja neinn. Það gat yerið hættulegt að hnýsast um of og spyrja eftir fólki. Ég 'svaf lítið og borðaði ennþá minna og fór ekki í skól- ann. Hermennirnir stóðu alltaf vörð við húsið, og svo kom einhver maður og spurði konuna, hvort hún vissi nokkuð um mig. En konan sagð- ist ekkert yita um mig. Þá skildum við báðar, að þetta væri alvarlegt. Nóttina eftir laumaðist ég burtu og ranglaði út úr þorpinu. Þegar dagaði, lét ég fyrirberast í hlöðu og sofnaði, en um kvöld- ið stal ég fóðurrófum úr fjósi og lagði land und- ir fót. Upphaflega datt mér í hug að flýja á náð- ir frænku minnar í Flórenz, en ég var sextán niánuði á leiðinni, og þegar þangað kom, fann ég hana ekki...... Anna María sagði þetta ekki allt í einu. Oft leið góð stund á milli setninga, og ég varð að toga upp úr henni hvert orð. Það var eins og hún væri að hugsa sig um, hvemig þetta hefði gerzt, og hvort sér mundi óhætt að tala, — en hvei't hennar orð var æðrulaust og án beiskju. Hún virtist bara ekki skilja, hvernig á þessu stæði, það vgr allt. Nóttin gekk í garð, myrk og hlý og mjúk eins °g flauel. Anna María sofnaði um stund, en hún r~ \ Lífi og list finnst kominn tími til að birta eitthvað eftir SIGURÐ BENEDIKTS- SON sem telja má meðal hugmyndaríkustu manna í íslenzkri blaðamannastétt. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Sigurður skarar fram úr flestum íslenzkum blaða- mönnurn, að minnsta kosti, þegar hann beitir sér. Oftast fyrnist yfir flest dægur- skrif í blöðum, en hins vegar er fullvíst, að Sigurður setti mikinn lit á dægurblaða- mennsku hér, þegar hann gaf sig að henni. Hann hefir nefnilega þann kost, sem nú er glettilega fágætur í íslenzkri blaðamennsku, að liami gefur mikið af sjálfum sér í skrif- um sínum, og svo er hitt, að allt, sem sprett- ur fram úr penna hans, verður lesið, — m. ö. o. maðurinn er aldrei leiðinlegur! Þessar tvær smásögur eða stemningar sýna vonandi lesendum þá skáldlegu glóð og þann mannleik, sem býr í höfundinum. >___________________________________;________j' valt ekki út af, án þess að gera sér grein fyrir því, hvar hún væri. Heldur bað hún mig að gæta farangurs síns, ef hún kynni að sofna. Varkárn- in, það var fyrir öllu. Við komum til Mílanó laust fyrir hádegi, og þar þurfti ég að bíða um stund eftir norðanlest- inni. Ég bauð Önnu Maríu að borða með mér á járnbrautarhótelinu. Þau áttu í einhverju þófi, þjónninn og hún, og hún sagði, að það væri af því, hve hún væri skítug. Samt fengum við mat- inn, og hún neytti fæðunnar með ákaflega ókven- legum tilburðum. Hún var sýnilega orðin afvön því að nota hnífapör, og þegar hún lyfti skeið- inni, skalf höndin eins og á hrumu gamalmenni. Ég spurði hana viðstöðulaust um fortíðina, og hvað hún hyggðist fyrir, þegar hún kæmi heim. Ég fékk að vita, að hún væri 17 ára og hefði ver- ið fjögur ár að heiman. Að hún vissi ekkert um foreldra sína og því síður, hvar hún ætti að leita þeirra. Að hún hefði skilríki hernámsyfirvald- anna upp á það, að mega fara heim, „fundin sak- laus af stríðsglæpum". Og hvað hún ætlaði sér fyrir? Hún ætlaði fyrst af öllu að leita uppi foreldra sína, og síðan að fá sér yinnu, svo hún gæti hald- ið áfram í skólanum. Hún vildi verða læknir. — Ég hef kynnzt svo miklum þjáningum, séð svo margan týna lífinu vegna þess, að enginn LÍF og LIST 5

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.