Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 24

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 24
inn ungur maður var nógu óraunveru- legur, en Ling lét konu sína sitja fyrir undir plómutrénu í garðinum. Síðan málaði Wang Fo hana í álfkonugervi milli kvöldskýja og unga konan grét því þetta var fyrirboði um dauða. Andlit hennar visnaði eins og blóm í heitu roki eða sumarrigningu þegar Ling fór að taka myndirnar sem Wang Fo gerði af henni fram yfir hana sjálfa. Dag nokk- urn fannst hún hengd í greinum bleika plómutrésins. Endar slæðunnar sem hélt henni fuku með hárinu og hún virtist grennri en vanalega og hrein eins og feg- urðardísirnar sem skáld fyrri alda lof- sungu. Wang Fo málaði hana í síðasta sinn því hann mat mikils grænu slikjuna sem færist yfir ásjónu hinna dauðu. Ling lærisveinn hans blandaði litina og það verk krafðist slíkrar einbeitni að hann gleymdi að gráta. Smátt og smátt seldi Ling þræla sína, jaðesteinana og fiskana í gosbrunninum til þess að geta útvegað meistaranum krúsir af purpurarauða blekinu sem barst frá Vesturlöndum. Þegar húsið var orðið tómt yfirgáfu þeir það og Ling lok- aði að baki sér dyrum fortíðarinnar. Wang Fo var orðinn þreyttur á þessari borg þar sem andlit fólksins gátu ekki lengur kennt honum neitt um ljótleika og fegurð, og meistari og lærisveinn flökkuðu því um vegi konungsríkisins. Orðsporið sem af þeim fór var æfinlega á undan þeim í þorpin, að virkisveggjun- um og í anddyri musteranna þar sem óöruggir pílagrímar leituðu skjóls þegar skyggja tók. Það var sagt að Wang Fo gæti gefið myndum sínum líf með síðasta litnum sem hann bætti í augun. Bændur komu til að grátbiðja hann um að teikna fyrir þá varðhunda og lénsherrar vildu fá hjá honum hermenn. Prestar umgengust hann með virðingu eins og vitring, en alþýðan hræddist hann eins og galdra- mann. Wang Fo var ánægður með þetta mismunandi álit sem hann naut, því það gerði honum kleift að lesa úr andlitum fólks þakklæti, hræðslu og aðdáun. Ling sníkti mat, vakti yfir meistaranum sofandi og leitaði færis á að nudda fætur hans þegar hann féll í leiðslu. Við dag- mál þegar sá gamli svaf enn, fór Ling af stað í leit að gleymdu landslagi handan við reyrgerði. A kvöldin þegar meistar- inn gafst upp og henti frá sér penslunum tíndi Ling þá upp. Þegar Wang Fo var sorgmæddur og talaði um ellina sýndi Ling honum brosandi sterklegan stofn gamallar eikar, en þegar Wang Fo var glaður og sagði gamansögur þá þóttist Ling hlusta auðmjúkur. Dag nokkurn við sólsetur komu þeir að úthverfi keisaraborgarinnar og Ling leit- aði að gistihúsi þar sem Wang Fo gæti sofið. Sá gamli vafði um sig teppisræksni og Ling lagðist við hlið hans til að halda á honum hita. Enn var vart komið vor og moldargólfið var frosið. Við sólarupprás heyrðist þungt fótatak á göngum gisti- hússins ásamt hræðslulegu hvísh gest- gjafans og skipunum á erlendu máli. Ling skalf, hann minntist þess að hann hafði stolið hrísgrjónaköku til matar kvöldið áður. Hann var ekki í vafa um að þeir væru komnir til að taka hann fastan og hann velti því fyrir sér hver yrði til að hjálpa Wang Fo yfir ána daginn eftir. Hermennirnir komu inn með luktir. Ljósið skein í gegnum skræpóttan papp- írinn og varpaði rauðu og bláu gliti á leðurhjálma þeirra. Bogastrengir skulfu á öxlum þeirra og þeir grimmustu ráku öðru hvoru upp tilefnislaus öskur. Þeir tóku harkalega í hnakkadrambið á Wang Fo, sem tók þó eftir því að liturinn á ermum þeirra passaði ekki við skikkj- urnar. Studdur af lærisveini sínum en þó hrasandi elti hann hermennina eftir ó- jöfnum götunum. Vegfarendur hópuð- ust saman og hæddust að þessum tveim- ur glæpamönnum sem nú átti sjálfsagt að hálshöggva. Spumingum Wangs svör- uðu hermennirnir með villidýrslegri grettu. Hann sveið í bundnar hendumar en þótt Ling væri fullur örvæntingar horfði hann brosandi á meistara sinn en það var næmari tjáning sorgar hans. Þeir komu að keisarahöllinni en fjólu- bláir veggir hennar risu í dagsbirtunni eins og rökkurskuggar. Hermennimir leiddu þá í gegnum óteljandi sali fer- kantaða og hringlaga en lögun þeirra táknaði árstíðirnar, karldýrið og kven- dýrið, langlífi og forsendur valdsins. Hurðir hverfðust um sjálfar sig og gáfu frá sér hljóma sem klifruðu stöðugt upp tónstigann eftir því sem innar dró í höll- ina. Allt miðaði að því marki að vekja tilfinningu um ofurmannlegt vald og ná- kvæmni og hér mátti finna að hinar smæstu skipanir hlytu að vera endanleg- ar og hræðilegar eins og viska forfeðr- anna. Loks varð hljóðara og hljóðara, þögnin var svo djúp að jafnvel kvalinn maður hefði ekki leyft sér að gefa frá sér hljóð. Geldingur dró frá tjald, hermenn- irnir skulfu eins og konur, hópurinn gekk í salinn þar sem sonur Himinsins sat. Þetta var salur án veggja sem haldið var uppi af þykkum súlum úr bláum steini. Garður breiddist út handan marmara- súlnanna og hvert blóm sem óx í lundun- um var af sjaldgæfri gerð komið handan yfir haf. Ekkert þeirra ilmaði þó, af ótta við að angan þeirra truflaði hugleiðingar Drekans himneska. Af virðingu fyrir þögninni sem umlukti hugsanir hans hafði engum fugli verið hleypt inn fyrir múrana, jafnvel hunangsflugunum hafði verið útrýmt. Geysimikill veggur skildi garðinn frá umheiminum til þess að vindar sem blásið höfðu um hundshræ og lík á vígvöllum kæmust hvergi nærri keisaranum. Meistarinn guðlegi sat á hásæti úr jaði og hendur hans voru hrukkóttar eins og á gamalmenni þótt hann væri ekki nema tæplega tvítugur. Skikkja hans var blá til að tákna veturinn og græn til að minna á sumarið. Andlit hans var fagurt en ó- næmt eins og of hár spegill sem speglar ekkert nema stjömurnar og óendanlegt himinhvolfið. Sér til hægri handar hafði hann Ráðherra Fullkominnar Gleði og til þeirrar vinstri Ráðgjafa Réttlátra Refsinga. Hann hafði vanið sig á að tala alltaf lágt þar sem hirðmennirnir sem sátu við súlurnar lögðu alltaf við eyrun til að heyra hvert einasta orð sem hann lét sér um munn fara. Himneski dreki, sagði Wang Fo hryggur, ég er gamall fátækur og lasburða. Þú ert eins og sumarið en ég eins og veturinn. Þú átt tíu þúsund h'f, en ég aðeins eitt og nú er því að ljúka. Hvað hef ég gert þér? Menn þínir hafa bundið hendur mínar sem aldrei hafa varpað skugga á þig. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.