Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 9

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 9
SKÁLDSKAPUR/7 in?“ urraði Billy boy, þegar hann opnaði gættina, en hinn bara hló. Billy boy skellti þá aftur hurðinni svo að kvað við í húsinu. Það varð uppi fótur og fit, en hann stóð fastur fyrir dyrunum. Það var til einskis að benda Billy boy á að gesturinn virtist leyna gjöf undir peysunni, hann sat fast við sinn keip. Svo vildi til að innangengt var milli hæða í húsinu og það reynd- ist unnt að lauma gestinum inn um aðrar dyr. Staðan sem nú kom upp varð mér að gagni einu sinni löngu seinna þegar ég lenti fyrir tilviljun sem sáttasemjari í launadeilu milli vinnuveitenda og verkamanna. Þá varð ég að leita aftur í dæmið um Billy boy og leikbróður minn til þess að sjá hvernig báðir deiluaðilar gátu haft gjörsamlega rangt fyrir sér. Billy boy vildi fá afmælisgjöfina og fleygja síðan gestinum út, hann hafði fyrir- gert rétti sínum með því að leyna gjöfinni fyrir réttmæta eigandanum. Leikfélagi minn vildi aftur á móti láta dekra sig til þess að taka þátt í köku- áti og súkkulaðiþambi, en halda gjöf- inni sjálfur. Billy boy átti hana ekki lengur skilið eftir framkomuna. Það gekk hvorki né rak að miðla málum. Að lokum kom alræðisvald fullorð- inna sáttasemjaranum til bjargar og það var sest til borðs. Billy boy sat fyrir miðju borði með systur mína sér við hægri hlið. Hún horfði á hann bláum aðdáunaraug- um. Hann áleit það hlutverk afmælisbarnsins að skemmta öllum gestum og lék trúð af mikilli snilld. Enginn annar komst að. Svo var þetta líka hans eigið afmæliskökuborð. Því til áréttingar beit hann í smákökurn- ar. Merkti sér þær. Hann teygði sig í bakka fullan af marenskökum og beit bita úr hverri einustu köku. Kökurn- ar sem honum þóttu vondar fengu aftur á móti að eiga sig. Allt barnasamkvæmið horfði á þessar aðfarir með hryllingi. Það var ekki bara að reglan um að bíða þangað til rjúkandi súkkulaðið var komið á borðið, með þeyttum rjóma, væri brotin. Allar reglur í mannlegu sam- félagi voru þverbrotnar. Hann merkti sér allt það sem við vorum komin til þess að gæða okkur á. Þetta var eins og að vera boðinn sunnudagseftir- miðdag til himnaríkis og lenda á verri staðnum í staðinn. Höfuðpaurinn hafði stungið lúkunni í miðja rjóma- tertu til þess að merkja sér hana líka, þegar mæðurnar höfðu talað nóg og komu út úr eldhúsinu. Það varð ólýs- anleg fjaðrafok. Þegar allt var yfir- staðið voru diskarnir hlaðnir nýjum smákökum. Annað hvort var móðir Billy boy óvenjulega birg eða þá að hún þekkti engilinn sinn svona vel. Sökudólgurinn sjálfur sat undir strangri gæslu og kvartaði sáran. Eftir borðhaldið lagði Billy boy hald á allar afmælisgjafirnar og bar þær inn í hjónaherbergi með aðstoð systur minnar. Þau hurfu inn og hann læsti dyrunum til þess að ganga úr skugga um að enginn annar næði að njóta gjafanna. Ég hef ennþá dálítið samviskubit vegna atviks sem henti Billy boy og var óbeint mér að kenna. Samvisku- bitið stafaði af því að ég leit á þetta at- vik þegar það gerðist sem úthlutun guðdómsins á réttlæti fyrir fornar og óunnar syndir. Upphafið var ágrein- ingur í fóstbræðralaginu milli kjallar- ans og efstu hæðarinnar. I þctta sinn hafði ég betur í slagsmálum og vinur minn fór grátandi og klagaði í föður sinn. Það var eitthvað mér óviðkom- andi sem brast í þessum friðsæla og glaðlynda manni. Ef til vill kryst- ölluðust ofsóknir norrænna manna á kynþætti hans, gegnum aldirnar, í meðferð minni á syninum. Allaveg- ana skynjaði ég óveðrið sem var að skella á þó að ég gerði mér ekki fulla grein fyrir ofsanum fyrr en augnabliki síðar. Þá var ég á harðahlaupum niður stigann með snaróðan fullorð- inn mann á hælum mér. Nú kom æfingin sér vcl. Ég stökk niður stein- tröppurnar á framhlið hússins og slapp fyrir hornið. En góö ráð voru dýr. Þó að ég slyppi niður kjallara- tröppurnar sem voru á þessari hlið hússins gæti móður mín aldrei opnað dyrnar áður en hann næði til mín. Ég átti einskis annars úrkosti en að hlaupa framhjá kjallaratröppunum, fyrir næsta horn, inn í garðinn fyrir aftan húsið. Stofugluggarnir í kjallar- anum voru hálfsokknir og sneru út í garðinn. Þeir voru innsettir og mynd- uðu smáhorn við vegginn sem kom sér stundum vel í feluleikjum. Ég slapp inn í hornið örvita af hræðslu og mæði og stóð sem límdur upp við glerið. Fjölskyldufaðirinn af efstu hæðinni kom þjótandi fyrir hornið með trylltan svip. Hann leit hvorki til hægri né vinstri og fór furðu fljótt yfir af svo þungfærum manni. Svo hvarf hann fyrir næsta horn og ég beið ekki boðanna heldur þaut í öfuga átt, fyrir hornið, niður kjallaratröppurnar og hringdi bjöllunni ákaft. Hurðin opn- aðist og ég slapp inn. En ég taldi mig ekki hólpinn. Þessi ofsi var svo mikill að hann hlaut að ryðjast inn í eldhús- krók móður minnar og eyða mér þar. Um þessar mundir bar svo við að Billy boy blossom kom gangandi niður franitröppurnar prúðbúinn og brosandi út að eyrurn. Ég skil ekki ennþá hvernig hann gat villst á mér og Billy boy. Það eina sem var líkt með okkur var ljósa hárið. En fjöl- skyldufaðirinn af efstu hæðinni hóf höndina á loft og rak Billy boy kinn- hest svo undir tók í blokkunum handan götunnar. Þetta ^æti verið annar niesti kinnhestur Islandssög- unnar en viðbrögðin létu ekki á sér standa eins og hjá Hallgerði langbrók forðum. Billy boy hafði verið lengi í þjálfun og nú öskraði hann svo að allur Vesturbærinn skalf og nötraði. Föðurnum af efstu hæðinni rann sam- stundis reiðin, hann var felmtri sleg- inn og allt nágrennið þusti út til vitnis um þessa hræðilegu misþyrmingu á saklausu barni. Móðir Billy boy kom blaðskellandi niður tröppurnar. Og ég - varpaði öndinni léttara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.